Morgunblaðið - 30.11.2019, Side 24

Morgunblaðið - 30.11.2019, Side 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Lopapeysa í sveitina Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar okkar á Laugavegi 4-6 Álafossvegi 23, Laugavegi 4-6, alafoss.is Þessi eina sanna sem verður bara betri eftir því sem þú nota hana meira. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í Evrópu hafa aukið fjárveitingar til varnarmála á hverju ári síðustu fjög- ur ár. Jens Stoltenberg, fram- kvæmdastjóri bandalagsins, greindi frá þessu í gær, en fundur leiðtoga aðildarríkjanna verður haldinn í næstu viku. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sakað aðrar banda- lagsþjóðir um að verja ekki nægu fé til varnarmála. Bandaríkin hafi þess vegna þurft að axla þær byrðar til að tryggja öryggi í álfunni. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði í viðtali sem tíma- ritið The Economist birti fyrr í mán- uðinum að aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins stæðu nú frammi fyrir „heiladauða NATO“. Gaf hann til kynna að evrópsku aðildarríkin gætu ekki lengur reitt sig á það að Bandaríkin kæmu þeim til varnar ef ráðist yrði á þau. Ekki bara til að þóknast Trump Innan bandalagsins er óttast að þessi óánægja forsetanna tveggja muni skyggja á fundinn. Til að sýna fram á að enn sé til staðar ríkur samstarfsvilji í bandalaginu benti Stoltenberg á að evrópsku aðildar- ríkin og Kanada myndu auka útgjöld til varnarmála um 4,6 prósent á þessu ári. Haldi þessi þróun áfram muni þau verja 2% af árlegri vergri lands- framleiðslu til varnarmála árið 2024. Aðeins níu ríki hafa þó þegar náð þessu markmiði, og stjórnvöld í Þýskalandi viðurkenna að þau muni ekki ná því að óbreyttu. Sagði Angela Merkel Þýskalands- kanslari í vikunni að markmiðinu yrði ekki náð fyrr en snemma á fjórða áratug þessarar aldar. „Trump forseti hefur rétt fyrir sér hvað varðar mikilvægi þess að evr- ópsk bandalagsríki og Kanada eyði meira og hefur nokkrum sinnum komið þeim skilaboðum áleiðis til bandalagsþjóðanna,“ sagði Stolten- berg á blaðamannafundi í gær. Ríkin ættu þó ekki að verja meira fé til varnarmála til þess eins að þóknast forsetanum. „Þau ættu að fjárfesta í vörnum því við stöndum andspænis nýjum áskorunum. Öryggisumhverfi okkar er orðið hættulegra.“ Framkvæmdastjórinn benti enn fremur á að önnur aðildarríki en Bandaríkin hefðu aðallega skorið niður fjárveitingar til varnarmála fram til ársins 2014, þegar þau hétu því að snúa við blaðinu og ná áð- urnefndu 2% markmiði árið 2024. Gagnrýndi Trump og Tyrkland Í viðtalinu í The Economist full- yrti Macron meðal annars að ekkert samráð væri á milli Bandaríkjanna og annarra aðildarríkja þegar mikil- vægar ákvarðanir væru teknar í ör- yggismálum. Hann skírskotaði með- al annars til þeirrar ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að flytja bandaríska hermenn í Sýr- landi frá landamærunum að Tyrk- landi til að greiða fyrir innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda, sem voru bandamenn Bandaríkjahers í stríðinu gegn samtökunum Ríki ísl- ams. Gagnrýndi hann einnig þá ákvörð- un Tyrkja, sem eiga aðild að NATO, að hefja hernaðinn án þess að hafa samráð við önnur ríki bandalagsins. Á sama tíma hefur Stoltenberg reynt að friða Trump með því að gera mikið úr samningi sem NATO gerði við bandaríska flugvélafram- leiðandann Boeing á miðvikudag, sem hljóðar upp á einn milljarð bandaríkjadala til að endurnýja AWACS-könnunarvélar bandalags- ins. Leiðtogar aðildarríkjanna, 29 tals- ins, munu koma til fundar í Watford nærri Lundúnum á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Funda í skugga ósættis forsetanna  Trump og Macron verða í kastljósinu á NATO-fundinum AFP Fundur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, funduðu í París fyrr í vikunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Afganistan í fyrsta sinn á fimmtudag, þar sem hann færði þakkargjörðarkveðjur til banda- rískra hermanna og tilkynnti að hann hefði hafið að nýju friðar- viðræður við talibana. Flugvél forsetans lenti óvænt við Bagram-flugherstöðina rétt fyrir ut- an höfuðborgina Kabúl um klukkan 20.30 að staðartíma, eftir að hafa tek- ið á loft frá Flórída í skjóli myrkurs. Hann hefur lengið viljað draga úr herafla landsins í Afganistan og tjáði forsetanum Ashraf Ghani á fundi þeirra á fimmtudag að friðarviðræð- ur væru hafnar að nýju, en upp úr þeim slitnaði fyrir nær þremur mán- uðum. Þá sagðist hann vongóður um að samningar myndu nást. Dró heimboðið til baka „Talibanarnir vilja gera samning og við erum að funda með þeim og segja að það verði að vera vopnahlé. Þeir vildu ekki vopnahlé en nú vilja þeir vopnahlé,“ sagði forsetinn. „Ég held að þetta muni líklega takast þannig.“ Í september virtist sem stjórnvöld í Washington væru nálægt því að landa samningi við talibana um að feta saman slóðina að friði, þegar for- setinn bauð fulltrúum talibana til samningaviðræðna í Camp David í Maryland, áður en hann svo dró boð- ið til baka. „Við erum að sigra eins og við höf- um ekki gert í langan tíma,“ sagði Trump við þá 1.500 hermenn sem saman voru komnir til að hlýða á for- setann í flugskýli herstöðvarinnar. Hann sagðist vilja hernaðarsigur í Afganistan, en að árangur myndi ekki nást nema með pólitískri lausn í samráði við fólkið í landinu. Friðarviðræður hafnar að nýju  Trump heimsótti óvænt bandaríska hermenn í Afganistan AFP Heimsókn Forsetinn ávarpaði her- menn í flugskýli herstöðvarinnar. Tveir almennir borgarar létust og margir eru særðir eftir að maður hóf stunguárás nærri London Bridge í Lundúnum eftir hádegi í gær. Lög- reglan skaut manninn til bana, en hann klæddist vesti sem líkjast átti sjálfsmorðssprengjuvesti sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Yfirvöld hafa lýst því yfir að ódæðið hafi verið hryðjuverk. Myndefni sem fólk hefur dreift á samfélagsmiðlum sýnir nokkra borgara í átökum við mann sem ligg- ur á jörðinni við norðurenda brúar- innar, áður en vopnaðir lögreglu- menn koma á svæðið og draga borgarana frá manninum. Við það virðist sem maðurinn, sem var svartklæddur, reyni að rísa á fætur. Lögreglumennirnir skjóta hann þá tveimur skotum. Hann lést á vettvangi. Var líklega einn að verki Talið er að maðurinn hafi verið einn að verki. Boris Johnson for- sætisráðherra Bretlands kom á framfæri þökkum til þeirra hug- rökku borgara sem börðust gegn árásarmanninum og bætti við að hver sem væri viðriðinn árásina yrði eltur uppi og fengi makleg mála- gjöld. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, sagði síðar að ekki stæði leit yfir að öðrum árásarmanni. Þar sem fyrstu fregnir gáfu til kynna að maðurinn hefði sprengju í fórum sínum var víðfeðmt svæði girt af í miðborg Lundúna, til að útiloka að almenningi stæði frekari hætta af árásinni. Átta létust þegar hryðjuverka- menn létu til skarar skríða á sömu brú í júní árið 2017. Þá keyrðu þeir sendiferðabíl inn í mannþvögur á brúnni áður en þeir stukku út og hófu að stinga fólk með hnífum. Lög- reglan skaut þá alla þrjá til bana, en þeir reyndust einnig klæðast gervi- sjálfsmorðssprengjuvestum. AFP Viðbúnaður Vopnaðir lögreglumenn skutu manninn til bana á vettvangi. Tveir látnir eft- ir stunguárás AFP Brú Hægra megin á myndinni ligg- ur maðurinn umkringdur lögreglu.  Árásarmaðurinn skotinn til bana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.