Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Við bryggjuna Það var fallegt um að litast við Hafnarfjarðarhöfn í vikunni enda froststillur þá ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu. Litríka húsið í fjarska er nýtt húsnæði Hafrannsóknastofnunar. Eggert Fyrir tveimur árum boðaði ný ríkisstjórn stórsókn í mennta- málum. Síðan þá hefur varla liðið sú vika að ekki hafi borist fréttir af aðgerðum eða ár- angri. Ráðist var í að- gerðir til að fjölga kennurum, sem skiluðu sér í aukinni aðsókn í kennaranám sl. haust. Þeim bolta munum við halda á lofti og tryggja að sett markmið náist. Flæði kennara milli skólastiga mun aukast með einföldun á leyfisbréfa- kerfi og ný lög þar um taka gildi um áramót. Tillögur að breyttu fyrir- komulagi starfsþróunar kennara og skólastjórnenda liggja fyrir og vinna við mótun stefnu í málefnum nem- enda með annað móðurmál en ís- lensku er í fullum gangi. Drög nýrr- ar menntastefnu til ársins 2030 verða kynnt á næstunni, en markmið hennar er skýrt: Við viljum fram- úrskarandi menntakerfi. Þessi verk- efni, og mörg fleiri, munu með tím- anum skila miklum árangri, en áfram þarf að hlúa að þeim fræjum sem sáð hefur verið, svo þau skjóti rótum og beri góðan ávöxt. Íslenskan í öndvegi Tungumálið er forsenda hugsunar og án þess verður engin þekking til. Án góðrar íslenskukunnáttu komum við hugmyndum okkar ekki í orð, hættum að fá nýjar hugmyndir og drögum úr færni okkar til að breyta heiminum. Það er því ekki að ástæðulausu sem ríkisstjórnin hefur sett íslenska tungu í öndvegi. Orða- forði og málskilningur liggur til grundvallar öllu námi og það er brýnt að snúa vörn í sókn, svo ís- lensk börn séu reiðubúin þegar framtíðin bankar upp á. Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku er liður í því, sem og fjárfesting í máltækni svo börnin okkar þurfi ekki að tala ensku við tölvur og tæki. Þingsálykt- un um íslenskuna varðar veginn og hvetur okkur áfram, hvort sem horft er til notkunar á íslenskri tungu eða framkvæmda sem hugsaðar eru til verndar menningararfinum okkar. Hús íslenskunnar er dæmi um slíka fram- kvæmd. Bygging þess er loksins hafin og það er ánægjulegt að sjá það langþráða hús rísa á Melunum í Reykja- vík. Það mun hýsa fjöl- breytta starfsemi Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Há- skóla Íslands. Und- anfarin ár hefur ekki verið unnt að halda sýningar á hand- ritum sem varðveitt eru hjá Stofnun Árna Magnússonar en með tilkomu hússins verður bylting í aðstöðu stofnunarinnar til að varðveita, rannsaka og miðla menningararfi þeim sem handritin geyma. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við húsið ljúki um sumarlok 2023 og verður húsið verðugur heimavöllur fyrir fjöregg íslenskrar menningar, tungumálið okkar. Betri kjör námsmanna Í stjórnarsáttmála er því heitið að ráðast í löngu tímabæra endur- skoðun á námslánakerfinu. Nú sér fyrir endann á því mikilvæga verk- efni, þar sem nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um Menntasjóð náms- manna, byltingarkennt og full- fjármagnað stuðningskerfi fyrir námsmenn, sem felur í sér gagn- særri og réttlátari stuðning hins op- inbera við námsmenn. Frumvarpið miðar að því að jafna stuðning og dreifingu styrkja ríkisins til náms- manna og er sérstaklega hugað að hópum sem þurfa mest á stuðningi að halda, s.s. einstæðum foreldrum, fjölskyldufólki og námsmönnum ut- an höfuðborgarsvæðisins. Höfuðstóll námsláns verður lækkaður um 30% við útskrift, beinn fjárstuðningur veittur vegna framfærslu barna og boðið upp á vexti á bestu mögulegu kjörum. Markmiðið er að bæta veru- lega skuldastöðu námsmanna við út- skrift, svo hún hafi sem minnst trufl- andi áhrif á líf að loknu námi, og skapa hvata til að nemar ljúki námi. Meiri fjölbreytni Fjölbreytni er menntakerfinu mikilvæg. Nemendur hafa ólíkar þarfir og eiga að hafa val um sitt nám. Einsleitni í námsvali og -fram- boði er ein ástæða brotthvarfs úr framhaldsskólunum og því er vel að fjölbreytni námsframboðs sé að aukast, ekki síst á framhalds- skólastiginu og að fleiri nemendur séu opnir fyrir námskostum t.d. á sviði verk- og tæknigreina. Fyrr á árinu var í fyrsta sinn sett löggjöf um starfsemi lýðskóla hér á landi sem skapar umgjörð um fjölbreytt- ari valkosti í íslensku menntakerfi og nú í haust hófst nám í tölvuleikja- gerð á framhaldsskólastigi sem og stafrænni verslun og viðskiptum, svo dæmi séu tekin um nýjungar í skólastarfi. Slíkum breytingum ber að fagna. Menning blómstrar Á sviði menningar og lista má nefna lagafrumvarp um sviðslistir og stuðning við safnastarf, bætt að- gengi að menningu og listum, mótun nýrrar menningarstefnu, hækkun framlaga til bókasafnssjóðs og ný lög um stuðning við útgáfu bóka á ís- lensku. Skýrar vísbendingar eru um að stuðningur við bókaútgáfu sé þegar farinn að stuðla að fjölbreytt- ara lesefni, ekki síst fyrir yngstu les- endurna því samkvæmt Bókatíð- indum fjölgar titlum um 47% milli ára í flokki skáldverka fyrir börn. Þá benda nýjustu kannanir til þess að lestur sé almennt að aukast hér á landi, sem er afar ánægjulegt. Á kjörtímabilinu hefur gengið vel að efla þá málaflokka sem heyra undir mennta- og menningarmála- ráðuneytið. Það er ánægjulegt að finna fyrir þeim mikla meðbyr sem málefnin njóta í samfélaginu og hvetjandi til framtíðar. Eftir Lilju Alfreðsdóttur » Án góðrar íslensku- kunnáttu komum við hugmyndum okkar ekki í orð, hættum að fá nýj- ar hugmyndir og drög- um úr færni okkar til að breyta heiminum. Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningar- málaráðherra. Aðgerðir og árangur á tveimur árum Fréttir bárust af því á dögunum að íslenskt fyrirtæki hefði á er- lendri grundu orðið uppvíst að meintum lögbrotum. Sögð var saga spillingar, mútu- brota og peninga- þvættis sem náði þvert yfir landamæri margra landa. Miðpunkturinn reyndist fátæk þjóð Namibíumanna sem virðast ef rétt reynist hafa orðið af arðbærri nýt- ingu fiskveiðiauðlindar sinnar sem við Íslendingar höfðum áður að- stoðað þau við að ná tökum á með öfl- ugu fiskveiðistjórnunarkerfi. Það er óhætt að segja að þessi frá- sögn hefur vakið óhug og þar af leið- andi hörð viðbrögð á meðal fólks, og það með réttu. Mér brá, fann fyrir mikilli reiði en að mestu sorg yfir því að svona vinnubrögð gætu verið við- höfð af íslensku fyrirtæki. Strax varð ljóst að rannsaka þyrfti þessi meintu brot fyrirtækisins ítar- lega af þar til bærum yfirvöldum hér á landi enda ná íslensk lög yfir brot af þessu tagi þó þau hafi verið framin erlendis. Okkar eftirlitsstofnunum og yfirvöldum er vel treystandi til þess að ná böndum yfir þessi mál og verð- ur þeim tryggt fjármagn til að mæta auknu álagi. Það er heldur ekki langt síðan Al- þingi fjallaði um mútubrot, að bera fé á innlenda eða erlenda opinbera starfsmenn, þegar þáverandi dóms- málaráðherra, Sigríður Á. Andersen, lagði fram frumvarp um að hækka hámarksrefsingu fyrir mútubrot úr fjórum árum í fimm. Ég viðurkenni að mér fannst þessi umræða á þinginu á sínum tíma fjarstæðukennd – mútubrot voru fjarlægt ágreinings- efni. Stuttu síðar kom þó í ljós að svo virðist ekki vera, því miður. En í allri umræðu um þessi meintu brot, hvort sem það er í þingsal eða á kaffistofum landsins, verður að muna að við búum og viljum búa í réttarríki en það kallar fram þá grundvallar- reglu að menn teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Til þess þarf styrkar stoðir yfirvalda sem sjá um rann- sókn, eftir atvikum ákæru- og dóms- vald. Ekki er ráðlegt að breyta þing- salnum í dómsal, það er lexía sem við eigum að vera búin að læra. Við þurf- um að treysta stoðum réttarríkisins til að rannsaka málið og kom- ast að upplýstri nið- urstöðu. Þá verður að varast að tala ekki Ísland al- mennt niður á al- þjóðavettvangi, kalla það spillingarbæli og tala um að hér þrífist spilling. Alþjóðlegur samanburður sýnir að svo er ekki, það þýðir samt ekki að við getum lokað aug- unum fyrir þeirri hættu að hér geti slík brot átt sér stað. En það er á okk- ar ábyrgð að tala máli lands og þjóð- ar. Við eigum að sjálfsögðu að halda uppi virkum vörnum gegn spillingu og peningaþvætti hér á landi og í al- þjóðlegu samstarfi. Ríkisstjórnin vinnur einnig að því að auka traust á íslensku atvinnulífi, meðal annars með því að leita til Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna til að unnin verði út- tekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir, þar á meðal í þró- unarlöndunum. Þá verður gagnsæi aukið í rekstri stærra óskráðra fyr- irtækja og stórra sjávarútvegsfyr- irtækja. Æskilegt væri einnig að sjá fleiri sjávarútvegsfyrirtæki skráð á markað með þeim reglum og gegnsæi sem því fylgir ásamt þeim ávinningi sem fengist með því að almenningur geti fjárfest með sparnaði sínum í grunnatvinnuvegi þjóðarinnar. Mútur og spilling er alþjóðlegt vandamál sem verður að uppræta. Ís- land tekur þátt í því verkefni af full- um þunga. Það er óboðlegt og ólög- legt að íslensk fyrirtæki fari fram með þeim hætti í sínum viðskiptum og ábendingar um slíkt þarf að rann- saka ofan í kjölinn, eftir atvikum ákæra og dæma í samræmi við lög. Lögbrot verða ekki liðin. Eftir Bryndísi Haraldsdóttur »Mútur og spilling eru alþjóðlegt vandamál sem verður að uppræta. Ísland tekur þátt í því verkefni af fullum þunga. Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. bryndish@althingi.is Spilling og mútur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.