Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 14
vatni, að sögn Sigurðar Helga Ólafssonar, framkvæmdastjóra Stolt Sea Farm á Íslandi. Á Vísindavefnum kemur fram að styrjur finnast í ám og vötnum í Norður-Ameríku, Evrópu og As- íu. Þær eru tannlausar og lifa því einkum á ýmsum botnlægum dýr- um svo sem krabbadýrum, sam- lokum og smáfiskum. Á Reykja- nesi fá þær fóður sem er sérstak- Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Styrjurnar i keri Stolt Sea Farm á Reykjanesi braggast vel, reyndar betur en menn þorðu að vona. Þær eru núna fimm ára gamlar og er reiknað með að þær verði komnar á hrygningaraldur eftir um tvö ár. Þá verður þeim slátrað og hrognin tekin úr þeim, en styrjuhrogn eða kavíar þykja lostæti og verð þeirra er hátt á mörkuðum víða um heim. Þær þyngstu 80-90 kíló Alls eru um 150 styrjur nú í til- raunaeldi í sérstöku styrjukeri á Reykjanesi og eru þær stærstu og þyngstu orðnar um 80-90 kíló að þyngd, rúmlega metri á lengd. Styrjur eru stórvaxnir fiskar og geta orðið til muna stærri, mis- jafnt eftir tegundum, en tegundir styrju eru yfir 20. Styrjurnar á Reykjanesi eru af tegundinni Transmontanus. Fullorðnar í náttúrunni geta þær orðið allt að tveir metrar á lengd og 150 kíló að þyngd. Þær geta lifað í um 20 ár. Það sem gerir verkefnið á Reykjanesi sérstakt er að styrj- urnar eru aldar í söltu, heitu sjó- vatni. Í fjórum eldisstöðvum Stolt Sea Farm í Kaliforníu eru styrj- urnar hins vegar aldar í fersk- lega ætlað þeim og er þeim gefið tvisvar á dag. Áhersla á flúru á Reykjanesi Alls er Stolt Sea Farm með fimmtán landeldisstöðvar á Spáni, Portúgal, Bandaríkjunum og Nor- egi. Framleiðslugetan árlega er 5.400 tonn af sandhverfu, 850 tonn af Senegal-flúru og um tíu tonn af styrjuhrognum. Ekki er ákveðið hvort framhald verður á styrjueldi á Reykjanesi að loknu tilrauna- verkefninu sem nú er í gangi. Áherslan í starfseminni á Reykjanesi liggur í Senegal- flúrunni og þar var fyrsta slátrun í ársbyrjun 2015. Stöðin framleiðir um helming ársframleiðslu Stolt Sea Farm af flúru og að sögn Sig- urðar Helga eru ekki nema um 20 ár síðan farið var að ala þessa teg- und. Hann segir að þekkingin á þessari starfsemi innan fyrir- tækisins hafi að stórum hluta verið á Spáni, en smátt og smátt hafa starfsmenn hérlendis náð góðum tökum á framleiðslunni. Hann segir að nú séu flutt út um átta tonn af flúru á viku, um 400 tonn á ári. Fiskurinn fer heill og ferskur með flugi til Bandaríkj- anna og Evrópu. Stórvaxnar styrjur í eldi á Reykjanesi  Spennandi þróunarverkefni hjá Stolt Sea Farm á Reykjanesi  Árangur umfram væntingar  Hrognin eftirsótt  400 tonn af Senegal-flúru flutt út til Evrópu og Bandaríkjanna á ári Morgunblaðið/Árni Sæberg Framandi fiskar Styrjurnar hafa þrifist vel í þróunarverkefninu á Reykjanesi. Þær þyngstu eru orðnar 80-90 kíló og einhver sagði að þær minntu á blöndu af hákarli og krókódíl. Fimm ára Styrjurnar verða komnar á hrygningaraldur eftir um tvö ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stolt Sea Farm Sigurðar Helgi Ólafsson og James Hall, þróunarstjóri Ljósmynd/Sigurður Helgi Ólafsson 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali s 659 4044 / halla@gimli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.