Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 12
Lífið er núna Nýja afmælis- armbandið er gert úr fallegum bláum og svörtum perlum. Samperl Glatt á hjalla í gær þegar Hulda byrjaði að perla með nokkrum sjálfboðaliðum. F.v. Þorri Snæbjörnsson, Arnar Sveinn Geirsson, Laila Sæ- unn Pétursdóttir, Hulda, Halla Dagný Úlfsdóttir og Sara Snorradóttir. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta verður notaleg stundog tilvalið tækifæri fyriralla fjölskylduna til aðkoma saman og gera eitt- hvað skemmtilegt. Allir geta tekið þátt, bæði krakkar og fullorðnir. Við hvetjum fólk til að koma og leggja hönd á perlu og leggja góðu málefni lið í leiðinni. Það verður jólastemning á svæðinu og frábær skemmtiatriði,“ segir Hulda Hjálm- arsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur, en félagið ætlar að blása til viðburðar á morg- un, sunnudag, undir nafninu Perlað af Krafti á aðventunni. „Við ætlum að bjóða fólki að koma á Hótel Natura við Nauthóls- veg í Reykjavík milli klukkan eitt og fimm og perla með okkur afmælisarmbönd. Kraftur hefur haldið upp á tuttugu ára afmæli sitt á þessu ári með ýmsum hætti og okkur fannst við hæfi nú í lok árs að fagna afmælinu með sér- stöku afmælisarmbandi, í nýjum lit- um, með slagorðinu „Lífið er núna“. Við fórum af stað með þetta verkefni fyrir tveimur árum, að búa til armbönd með þessu slagorði og fengum sjálfboðaliða til að perla þau með okkur. Við höfum selt þessi armbönd til styrktar félaginu og þau hafa selst svo vel að við get- um staðið enn betur við bakið á okkar félagsmönnum en áður. Fyr- ir það erum við afar þakklát,“ segir Hulda og bætir við að samperlið á morgun, sunnudag, sé tólfti og síð- asti viðburðurinn á afmælisárinu. „Þar munu koma fram Lalli töframaður, hljómsveitin Ylja og Prins Jóló til að skemmta sjálf- boðaliðum. Við ætlum líka að sýna heimildarmyndina „Lífið er núna“ en hún segir í máli og myndum frá síðustu 20 árunum í tilveru Krafts.“ Guðni forseti ber armbandið Hulda segir að Kraftur sé fé- lag sem sé alfarið rekið fyrir vel- vilja fólks og fyrirtækja í landinu og þar af leiðandi skipti sköpum að fá sjálfboðaliða til að koma og leggja þeim lið á þennan hátt, að perla með þeim. „Einnig er ótrúlega mikill heiður fyrir Kraft að undanfarin tvö ár hefur Guðni forseti borið armband Krafts við öll opinber til- efni. Þegar við perluðum með stuðningsmönnum íslenska lands- liðsins í fótbolta þá gáfum við landsliðsmönnunum armbönd sem þeir báru í öllum leikjum sem þeir spiluðu á heimsmeistaramótinu. Við sjáum því armböndin víða og okkur þykir afar vænt um að fólk beri þannig út þennan boðskap sem okkur er svo kær, að muna það að lífið er núna, en við sem höfum greinst með krabbamein erum rækilega minnt á hvað það skiptir miklu máli að njóta líðandi stund- ar,“ segir Hulda og bætir við að armbandið sé dásamleg jólagjöf, því það sé gjöf sem gefur áfram. „Armbandið er bæði gjöf til þess sem þiggur og líka gjöf til fé- lagsins Krafts,“ segir Hulda sem hlakkar til að perla með lands- mönnum á morgun á fyrsta sunnu- degi í aðventu. Fyrir þá sem eru staddir fyrir norðan á aðventunni þá verður af- mælisarmband Krafts einnig perlað á Akureyri í Brekkuskóla á öðrum degi aðventu, sunnudag 8. desem- ber milli klukkan 13 og 17. Nýju armböndin fást í vef- verslun félagsins Kraftur.org og vert að taka fram að þau verða seld í takmörkuðu upplagi. Hvetjum fólk til að leggja hönd á perlu Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, býður landsmönn- um til samperls á morgun, sunnudag. Þar mæta Lalli töframaður, hljómsveitin Ylja og Prins Jóló. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hulda Hjálmarsdóttir Hún hlakkar til að perla með landsmönnum á morgun, sunnudag. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 3 herbergja neðri hæð 108,4m2 Innangengt er úr bílskúr í gegnum þvottahús, þá fylgir eigninni 113m2 sér afnotareitur á baklóð hússinsmeð timburverönd. 3 herbergja efri hæð 130,3m2 Aukin lofthæð, auka baðherbergi inn af svefnherbergimeð 40m2 svölum til suðurs. Allar upplýsingar veita Helga Pálsdóttir lögg. fasteignasali Sími 822 2123 helga@fastlind.is ÞorsteinnYngvason lögg. fasteignasali Sími 696 0226 thorsteinn@fastlind.is OPIÐHÚS Nýtt í sölu! Bjarkardalur 4-6 Reykjanesbæ Fullbúnar 3ja herbergja íbúðir með bílskúr. Frábær hönnun! Lind fasteignasala kynnir í einkasölu nýjar og glæsilegar, fullbúnar þriggja herbergja íbúðir í fjórbýlishúsi að Bjarkardal 4-6 í Reykjanesbæ. Íbúðirnar eru einstaklega vandaðar og skilast með gólfefnum á öllum rýmum, fallegum innréttingum, ísskápm. frysti, uppþvottavél og smekklegri lýsingu frá Lumex. Íbúðirnar erumeð bílskúr, sér inngangi og þvottahúsi. Verð frá 44,9milljónum. SJÓN ER SÖGU RÍKARI! laugardaginn30/11 og sunnudaginn 1/12 milli klukkan 14 og 15 Jól á torgi er lítil en vaxandi hverfishátíð á Markúsartorgi í Breið- holtinu, en hún verður nú haldin í þriðja sinn nk. mánudag, 2. des., kl. 17:30-18:20. Kór Hólabrekkuskóla mun stíga á svið og aðrir sem koma fram eru Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, kvæðamenn Iðunnar og nemendur úr Tónskóla Sigur- sveins. Unglingar lesa ljóð og dans- að verður í kringum jólatré, sykurp- úðar grillaðir, boðið upp á pipakökur og mandarínur og heitt kakó. Veg og vanda af hátíðinni hefur Kristín Lárusdóttir, sellókennari, raf- tónlistar- og kvæðamaður. Markmið hátíðarinnar er að nýta torgið betur og virkja starfsemi og fólk í nær- umhverfinu, rækta íslenskt mál- umhverfi, íslenskan söng- og tón- listararf og sameina fólk á öllum aldri og af öllum kynjum á fallegu torgi í skemmtun og samsöng. Að hátíðinni koma Borgarbókasafnið, Dagþjónustan Iðjuberg, Félags- starfið í Gerðubergi, Frístunda- miðstöðin Miðberg, Unglingasmiðjan Tröð og Tónskóli Sigursveins. Hverfishátíðin Jól á torgi í Breiðholtinu á mánudag Sameina fólk á öllum aldri og af öllum kynjum í skemmtun og söng Ungir söngvarar Fólk á öllum aldri mun koma fram á hátíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.