Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Stofnfundur Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál verður haldinn í Valhöll við Háaleitisbraut 1. desember 2019 Frjáls þjóð í frjálsu landi Dagskrá: 1. Fundur settur kl. 14:00 2. Kynning á félaginu 3. Samþykktir bornar undir atkvæði 4. Hátíðarávörp Að loknum stofnfundi verður aðventu- kaffi með hugvekju og tónlist. Húsið opnað kl. 13:30. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Undirbúningsnefnd Nemendur og starfsfólk Tálkna- fjarðarskóla héldu upp á 50 ára af- mæli skólans í vikunni. Raunar kom á daginn að skólinn er orðinn 51 árs en það breytti því ekki að hátíðin tókst vel. Fjöldi bæjarbúa sam- gladdist skólafólkinu. „Eftir að ég tók við sem skóla- stjóri fór ég aðeins að grúska í sögu skólans og sá að hann tók til starfa á árinu 1968. Skólahald hér er raunar miklu eldra. Við ákváðum að halda upp á fimmtíu ára afmælið í ár. Það er alltaf tilefni til að fagna góðum áföngum,“ segir Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri Tálkna- fjarðarskóla, í samtali við Morgun- blaðið, en hún tók við starfinu síðast- liðið vor. Mikið unnið saman 47 nemendur eru í Tálknafjarð- arskóla sem er bæði leik- og grunn- skóli og börnin eru á aldrinum frá eins árs til fimmtán ára. Kennsla fer öll fram í sömu byggingunni. Birna segir að vegna fámennis í árgöngum sé mikil samkennsla í grunnskól- anum og flæði á milli skólastiga. „Við vinnum mikið að samþættum verkefnum. Mér finnst það mikill kostur,“ segir Birna spurð hvernig gangi að reka svo fámennan skóla. „Mér finnst gott að vera hér, gott starfsfólk og nemendur og gott sam- félag. Það sýnir sig í því hversu margir mættu í gær. Við buðum eldri borgurum sérstaklega og þarna voru sagðar ýmsar sögur úr starfsemi skólans,“ segir Birna en inn í afmælishátíðina var fléttað dag- skrá í tilefni af degi íslenskrar tungu sem var á dögunum. helgi@mbl.is 50 ára afmælis skólans minnst á 51 árs afmælinu Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Skólastjóri Birna segir að unnið sé í anda heilsueflandi grunnskóla. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skipulag byggðar í Vífilsstaða- landi í Garðabæ hefur smátt og smátt tekið á sig mynd á teikni- borðum og í tölvum hönnuða. Landinu er skipt í nokkra áfanga og í Vetrarmýri meðfram Reykja- nesbrautinni er gert ráð fyrir 6- 700 íbúðum og allt að 40 þúsund fermetrum í atvinnuhúsnæði. Framkvæmdir eru hafnar við stórt fjölnota íþróttahús í Vetrar- mýri en einnig er gert ráð fyrir knattspyrnuleikvangi þar, stóru húsi fyrir körfubolta og handbolta og á fjórða reitnum fyrir íþrótta- mannvirki gæti til dæmis komið sundlaug eða skautahöll. Vel tengt stofnbrautum Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu, segir að svæðið í Vetrarmýri sé mjög spennandi. Það sé miðsvæðis og í góðum tengslum við stofnbrautir. Gert er ráð fyrir allt að fimm hæða húsum fyrir fyrirtæki og íbúðir auk íþróttamannvirkja til framtíðar. Í norðurhluta Hnoðraholts er gert ráð fyrir um 400 íbúðum í Hnoðraholti norður. Svæði í kring- um Vífilsstaði og í Hnoðraholti suður er skemmra á veg komið. Í framkvæmdasamkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands í Garðabæ fyrir um tveimur árum bar tillaga Arkitektastofunnar Batterísins, landslagsarkitekta- stofunnar Landslags og Verk- fræðistofunnar Eflu sigur úr být- um. Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur samþykkt að fara með áætl- anir þeirra um uppbyggingu á svæðinu í forkynningu og verður íbúafundur haldinn í Garðabæ 10. desember. Ramma- og deiliskipulag Samkvæmt aðalskipulagi sem tók gildi fyrir rúmu ári er kveðið á um að skipulag á svæðinu þurfi að vinna ítarlegar heldur en gert var í aðalskipulagi. Því hafi verið unnið að rammaskipulagi samhliða deiliskipulagi á hluta þess. Deili- skipulag er ekki hægt að staðfesta nema rammahlutinn sé einnig staðfestur. Nú liggja tillögur að ramma- skipulagi fyrir og deiliskipulags- áætlun fyrir Vetrarmýri, Hnoðra- holt norður og svæði efst á Smalaholti eða Rjúpnahlíð þar sem m.a. gert er ráð fyrir með- ferðarstofnun fyrir unglinga og kirkjugarði. Önnur svæði í skipu- laginu eru m.a. Hnoðraholt suður, svæði beggja vegna Vífilsstaða og breyting á legu golfvallarins í átt að skógræktinni Spennandi svæði í Vetrarmýri  Skipulag í Vífilsstaðalandi að taka á sig mynd  Forkynning og íbúafundur Tölvumyndir/Batteríið. Framtíðin Í Vetrarmýri verður blönduð byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis og fjölbreytt aðstaða til íþróttaiðkunar. Hnoðraholt norður Ný byggð rís beggja vegna hverfisins sem fyrir er í Hnoðraholti í Garðabæ. Starfandi útvarpsstjóri telur að ákvæði upplýsingalaga um að opin- berum aðilum sé skylt að birta nöfn umsækjenda þegar umsóknarfrest- ur er liðinn eigi ekki við Ríkisútvarp- ið. Stjórn RÚV hefur í því ljósi og eftir ráðleggingum Capacent ákveð- ið að birta ekki nöfnin. Kæra fjölmið- ils vegna þessa er til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd upplýsingamála. Stjórn Ríkisútvarpsins ræður út- varpsstjóra. Umsóknarfrestur renn- ur út næstkomandi mánudag, 2. des- ember. Stjórnin hefur leitað til ráðningarþjónustu Capcent um að- stoð við ráðninguna. Kári Jónasson, formaður stjórnar, segir að Capa- cent hafi hvatt stjórnina eindregið til að birta ekki lista yfir umsækjendur. Með því móti fengjust fleiri umsókn- ir. „Við tókum mark á því.“ Ríkisútvarpið er opinbert hluta- félag. Upplýsingalögin taka yfir alla starfsemi lögaðila sem eru í meiri- hlutaeigu hins opinbera. Tiltekið er að veita skuli upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf hjá hinu opinbera, þegar umsóknar- frestur er liðinn. Síðar segir að með sama hætti beri að veita almenningi upplýsingar um atriði er varða starfsmenn lögaðila sem falla undir lögin en umsækjendur ekki tilteknir. Margrét Magnúsdóttir, starfandi útvarpsstjóri, telur að samkvæmt þessu sé heimilt að synja um birt- ingu þessara upplýsinga. Hún vekur athygli á því að ákvörð- un stjórnar hafi verið kærð til úr- skurðarnefndar og gerir ráð fyrir að úrskurðað verði fljótt í málinu. Morgunblaðið/Eggert Efstaleiti Starfsemi Ríkisútvarps- ins fellur undir upplýsingalög. Telur ekki skylt að birta nöfnin  Úrskurðarnefnd fjallar um málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.