Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 HANDBOLTI Olísdeild karla Stjarnan – ÍBV ..................................... 31:25 Staðan: Haukar 11 8 3 0 305:276 19 Afturelding 11 8 1 2 306:282 17 Selfoss 11 7 1 3 338:328 15 FH 11 6 2 3 310:295 14 ÍR 11 6 2 3 328:305 14 ÍBV 12 6 1 5 335:320 13 Valur 11 6 1 4 289:257 13 KA 11 4 1 6 304:317 9 Stjarnan 12 2 4 6 308:326 8 Fram 11 3 1 7 273:289 7 Fjölnir 11 2 1 8 280:328 5 HK 11 0 0 11 268:321 0 Grill 66 deild karla Haukar U – Víkingur ........................... 31:29 Valur U – KA U .................................... 37:21 Þór Ak. – Þróttur.................................. 36:26 Grótta – FH U ...................................... 37:27 Staðan: Þór Ak. 9 7 2 0 277:242 16 Valur U 9 6 1 2 273:250 13 Haukar U 9 6 1 2 266:233 13 Grótta 9 6 0 3 264:255 12 Þróttur 9 3 2 4 269:263 8 KA U 9 4 0 5 271:270 8 FH U 9 4 0 5 266:272 8 Víkingur 9 2 1 6 233:248 5 Fjölnir U 9 2 0 7 228:252 4 Stjarnan U 9 1 1 7 220:282 3 Olísdeild kvenna Stjarnan – ÍBV ..................................... 25:23 Staðan: Fram 9 8 0 1 281:189 16 Valur 9 7 1 1 251:189 15 Stjarnan 10 5 3 2 243:220 13 KA/Þór 9 5 0 4 218:248 10 HK 9 3 2 4 232:247 8 Haukar 9 3 1 5 194:221 7 ÍBV 10 2 1 7 205:245 5 Afturelding 9 0 0 9 165:230 0 Grill 66 deild kvenna Grótta – FH .......................................... 23:29 Staðan: Fram U 9 9 0 0 304:212 18 FH 10 8 1 1 276:221 17 Selfoss 9 6 2 1 207:188 14 Grótta 10 6 1 3 247:229 13 ÍR 9 5 0 4 225:221 10 Valur U 9 4 1 4 242:231 9 ÍBV U 10 4 1 5 249:247 9 Stjarnan U 9 3 1 5 228:251 7 Fylkir 10 3 0 7 191:215 6 HK U 9 2 1 6 224:255 5 Fjölnir 9 2 0 7 206:250 4 Víkingur 9 0 0 9 205:284 0 Danmörk Kolding – Aarhus ................................ 23:27  Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyj- ólfsson skoruðu ekki fyrir Kolding. Ribe-Esbjerg – Lemvig....................... 27:25  Rúnar Kárason skoraði sjö mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson þrjú mörk en Daníel Þór Ingason er meidd- ur. Frakkland B-deild: Cesson-Rennes – Massy Essonne....... 25:29  Geir Guðmundsson skoraði eitt mark fyrir Cesson-Rennes. Svíþjóð Alingsås – Hallby................................. 30:20  Aron Dagur Pálsson skoraði tvö mörk fyrir Alingsås. KÖRFUBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 43 stiga sigur á sexföldum Íslands- meisturum KR á heimavelli í lokaleik 9. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32:17, Stjörn- unni í vil. KR náði að minnka muninn í sex stig snemma í öðrum leikhluta en síðan ekki söguna meir. Meist- ararnir áttu ekki möguleika gegn sterku Stjörnuliði, sem jók muninn örugglega þangað til lokaflautið gall. Stjarnan var betra liðið á öllum svið- um körfuboltans og áttu KR-ingar einfaldlega engin svör. Allt byrjunarlið Stjörnunnar lék mjög vel; Kyle Johnson átti sinn besta leik fyrir liðið, Ægir Þór Stein- arsson var virkilega góður, Nikolas Tomsick skilaði sínu, Hlynur Bær- ingsson var gríðarlega sterkur og Tómas Þórður Hilmarsson átti sinn besta leik á tímabilinu. Það var hvergi veikan blett að finna hjá Stjörnunni, sem naut þess að spila saman. Allt í molum hjá KR Hinum megin var allt í molum og bjargaði Michael Craion, einn síns liðs, því að sigur Stjörnunnar yrði ekki mun stærri. KR-liðið var al- gjörlega andlaust, spilamennskan til- viljunarkennd og virðast leikmenn hafa takmarkaðan áhuga á að leggja sig fram fyrir Inga Þór Steindórsson, þjálfara liðsins. KR hefur tapað fjór- um af síðustu fimm leikjum sínum og ef allt er eðlilegt er sæti Inga Þórs orðið heitt. KR er með leikmannahóp sem á helst ekki að tapa leik í þessari deild. Ingi hefur ekki náð að greiða úr vandamálum sem einkennt hafa liðið í síðustu leikjum. Matthías Orri Sig- urðarson virðist ekki ráða við að spila fyrir KR, Jón Arnór Stefánsson nær sér ekki á strik og aðrir landsliðs- menn, núverandi og fyrrverandi, á borð við Kristófer Acox, Jakob Örn Sigurðarson, Helga Má Magnússon og Brynjar Þór Björnsson geta miklu betur. KR-ingar voru byrjaðir að láta mót- lætið fara illa með sig strax í fyrsta leikhluta og hvað eftir annað fengu reyndir menn slæmar villur er þeir létu skapið hlaupa með sig í gönur. Brynjar Þór var sendur út úr húsi fyr- ir tvær óíþróttamannslegar villur og mjög pirraður Helgi Már fékk eina slíka. Jón Arnór fékk svo tæknivillu á bekknum fyrir að rífast í dómurum. Það virðist eitthvað ekki í lagi innan- búðar hjá KR. Þráðurinn er stuttur og var uppgjöfin algjör í gær. Tapið er það stærsta hjá KR síðan 1997 er liðið tapaði með 54 stigum fyr- ir Keflavík í undanúrslitum Íslands- mótsins og það næststærsta frá upp- hafi. Næststærsta tapið í sögu KR  Stjarnan valtaði yfir meistarana  Stjörnumenn betri á öllum sviðum  Uppgjöfin algjör hjá KR-ingum  Takmarkaður áhugi á að spila fyrir Inga? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stórsigur Ægir Þór Steinarsson skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar gegn sínu gamla liði KR í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik eftir tvo hringi á næstsíðasta móti Evrópumótaraðar kvenna í golfi á Costa del Sol á Spáni. Valdís bætti sig um þrjú högg frá fyrsta hringn- um en það dugði ekki til. Valdís lék hringinn í gær á þrem- ur höggum yfir pari og hringina tvo á samanlagt níu höggum yfir pari og endaði hún í 83. sæti. Hefði hún þurft að leika á fimm höggum yfir pari til að fara í gegnum nið- urskurðinn. Karolin Lampert frá Þýskalandi er efst á átta höggum undir pari. johanningi@mbl.is Valdís úr leik á Costa del Sol Ljósmynd/LET Úr leik Valdís Þóra Jónsdóttir lék á samtals níu yfir pari. Keflavík fór upp að hlið Tindastóls á toppi Dominos-deildar karla í körfu- knattleik í gær með sigri á Fjölni 109:98 í Keflavík. Keflvíkingar hristu þar með af sér tvö töp í röð. Þeir unnu fyrstu sjö leiki sína í deild- inni en töpuðu fyrir KR á heimavelli í 8. umferð. Í framhaldinu tapaði lið- ið gegn Haukum á útivelli en þá saknaði liðið Dominykas Milka. Hann tók níu fráköst í gær en var ró- legur í stigaskorun með fjögur stig. Khalil Ahmad var stigahæstur hjá Keflavík með 31 stig en Viktor Mo- ses skoraði 29 fyrir Fjölni. Keflavík hristi af sér tapleikina Morgunblaðið/Eggert Landsliðsmaður Hörður Axel Vil- hjálmsson skoraði 28 stig í gær. MG-höllin, Dominos-deild karla, föstudag 29. nóvember 2019. Gangur leiksins: 5:4, 18:10, 27:14, 32:17, 41:22, 42:28, 44:30, 48:38, 53:42, 62:44, 73:52, 80:58, 85:60, 93:64, 105:64, 110:67. Stjarnan: Kyle Johnson 25/5 frá- köst, Ægir Þór Steinarsson 24/8 frá- köst/11 stoðsendingar, Nikolas Tom- sick 22/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 17/10 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 11/19 frá- köst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Ágúst Angantýsson 5. STJARNAN – KR 110:67 Fráköst: 37 í vörn, 9 í sókn. KR: Michael Craion 27/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Acox 10, Björn Kristjánsson 8/5 stoðsend- ingar, Jakob Örn Sigurðarson 8, Helgi Már Magnússon 4/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 3, Brynjar Þór Björnsson 3, Matthías Orri Sig- urðarson 2, Jón Arnór Stefánsson 2. Fráköst: 22 í vörn, sex í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson. Áhorfendur: 603 Garðbæingar gætu verið að rétta úr kútnum í Olís-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði betur gegn ÍBV í fyrsta leik 12. umferðar í Mýrinni í gær 31:25 og er Stjarnan nú með átta stig í 9. sæti. ÍBV er með 13 stig í 6. sæti. Var þetta fyrsti sigur Stjörnunnar í deildinni síðan 12. október og annar sigurinn í deildinni. Liðið hefur reyndar ekki tapað nema sex leikjum af þessum tólf en hefur fjórum sinnum gert jafntefli og misst niður svo gott sem unna stöðu í sumum leikjum. Tandri Már Konráðsson lét mikið til sín taka í sókn- inni og skoraði átta mörk en næstir komu örvhentu mennirnir Ari Magnús Þorgeirsson og Leó Snær Pét- ursson sem skoruðu sjö mörk. Ólafur Rafn Gíslason varði 13 skot í markinu hjá Stjörnunni. Kristján Örn Kristjánsson hefur verið atkvæðamikill hjá ÍBV í vetur og í þetta skiptið skoraði hann 11 mörk í 15 skotum en það dugði ekki til sigurs. ÍBV fékk litla markvörslu í leiknum en þeir Björn Viðar Björnsson og Pet- ar Jokanovic vörðu samtals fimm skot. Annar sigur Stjörnunnar Tandri Már Konráðsson Stjarnan styrkti stöðu sína í þriðja sæti Olís-deildar kvenna í handknattleik í gær með sigri á ÍBV 25:23 eftir jafnan leik í Mýrinni í Garðabæ. Stjarnan er með 13 stig eftir tíu leiki en leikurinn var sá fyrsti í 10. umferðinni sem heldur áfram í dag þegar þrír leikir fara fram. ÍBV er í næstneðsta sætinu með fimm stig, tveimur á eftir Haukum sem eru í 6. sæti. Karen Tinna Demian átti stórleik og skoraði átta mörk en Hanna Guðrún Stefánsdóttir kom næst með sex mörk og Stefanía Theodórsdóttir skoraði fimm. Allar voru þær með mjög góða skotnýtingu í leiknum. Stjarn- an knúði fram sigur á lokakaflanum þótt markverðirnir, Klaudia Powaga og Hildur Öder Einarsdóttir, hafi ekki varið nema átta skot samtals. Markvarslan var enn minni hjá ÍBV en þær Marta Wawrzykowska og Darja Zecevic vörðu samtals sex skot. Landsliðskonan Ester Óskarsdóttir var markahæst hjá ÍBV með sjö mörk, Sunna Jónsdóttir skoraði fimm mörk og Ásta Björt Júlíusdóttir fjögur. Karen með stórleik gegn ÍBV Karen Tinna Demian Ólympíu- og heimsmeistarinn Mo Farah er ekki hættur á hlaupa- brautinni eftir allt saman. Hann segist nú ætla að keppa í 10 þús- und metra hlaupi á næsta ári en frá árinu 2017 hefur Farah snúið sér að maraþon- hlaupum á götum stórborga eftir að hafa verið sérlega sigursæll í bæði 5 og 10 þúsund metrunum á stórmót- um. Farah segist ætla að leggja hart að sér en tíminn verði að leiða í ljós hvort hann sé enn jafn fljótur og þegar best lét. Farah er 36 ára gam- all og því erfiðara að segja til um en áður hverjir möguleikar hans eru á sigri á stórmóti. Ólympíuleikarnir fara fram í Tók- ýó næsta sumar en Farah er ekki með keppnisrétt þar í 10 þúsund metra hlaupi sem stendur. Hann hefur hins vegar nægan tíma til að ná lágmarki í greininni. kris@mbl.is Endurskoðar fyrri ákvörð- un sína Mo Farah
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.