Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 53
meinfýsi í endurminningum sínum að nú væri hann orðinn „gjald- þrotabogi“. Og hann stjórnaði kosn- ingabaráttu sambandssinna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2014, þar sem eitt viðkvæðið var að eins gæti farið fyrir Skotlandi og Íslandi ef samstarfið við Englandsbanka væri rofið. Þótt Øygard fjölyrði síðan í bók sinni um vinarþel Norðurlandaþjóða í garð Íslendinga var framkoma þeirra einnig ámælisverð. Þær studdu Breta í Icesave-deilunni, þeg- ar þeir beittu Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum í því skyni að neyða Íslend- inga til að viðurkenna skuld sem þeir höfðu aldrei stofnað til. Ólíkt höfðust Pólverjar og Færeyingar að, sem veittu Íslendingum lán án nokkurra skilyrða og á hagstæðum kjörum. Og í Noregi hirtu kaupsýslumenn í nánu sambandi við stjórnmálamenn eigur íslensku bankanna á smánarverði, meðal annars vegna þess að norski seðlabankinn neitaði að veita dóttur- félögum íslensku bankanna eðlilega lausafjárfyrirgreiðslu, þótt þau væru norsk félög, skráð í Noregi og greiddu þar skatta. Missagnir Øygard talaði við fjölda manns þegar hann var að skrifa bók sína, þar á meðal nokkrar landskunnar rægi- tungur. Ýmsar missagnir kunna þess vegna að hafa slæðst inn í bók hans, þótt hér verði fátt eitt nefnt. Hann skrifar: „Lán frá Kaupþingi fjár- magnaði 70 prósent af kaupverði Landsbankans“ (bls. 44). Hann á að vísu við Búnaðarbankann, sem síðar rann inn í Kaupþing, en það er ekki aðalatriðið. Lánið frá Búnaðarbank- anum, sem Samson, kaupandi 45,8% hlutar í Landsbankanum, fékk í apríl 2003 var 35% kaupverðsins og það var að fullu greitt þegar árið 2005. Að öðru leyti greiddi Samson fyrir bankann með eigin fé í tveimur greiðslum. Øygard segir að einn bréfavöndull Landsbankans, Avens, sem lagður var inn fyrir evruláni frá seðlabanka Lúxemborgar, hafi verið „einn þriðji bankainnstæður og tveir þriðju verðbréf“ (bls. 274). Hér er eitthvað málum blandið. Banka- innstæður eru kröfur á banka, skuld- ir þeirra við innstæðueigendur, svo að þær hafa ekki verið veð. Veðin í Avens-vöndlinum voru að mestu leyti skuldabréf með ríkisábyrgð og að einhverju leyti bankabréf. Øygard segir að kaup Mohammed bin Kha- lifa al-Thani á hlutabréfum í Kaup- þingi rétt fyrir bankahrunið hafi ver- ið „með öllu áhættulaus“ (bls. 80), því að Kaupþing hafi lánað honum fyrir viðskiptunum. En Al-Thani skrifaði undir sjálfskuldarábyrgð og gerði að lokum samkomulag við bú Kaup- þings um að greiða því 3,5 milljarða króna. Stundum verður frásögn Øygards ruglingsleg. Hann lýsir til dæmis viðskiptum Kaupþings og Deutsche Bank, sem virðast hafa átt að stuðla að lækkun skuldatryggingarálags, en segir um leið frá því að Kaupþing hafi greitt Deutsche Bank 50 millj- ónir evra af neyðarláninu sem það fékk frá Seðlabankanum 6. október. Þetta var þó alveg sitt hvað (bls. 94- 95). Øygard fullyrðir ranglega að Kaupþing og Landsbankinn hafi not- að dótturfélög til að safna innlánum erlendis (bls. 137). Í Bretlandi notaði Landsbankinn til þess útibú, ekki dótturfélag, eins og raunar kemur skömmu síðar fram í textanum. Þetta var auðvitað aðalatriði í Ice- save-deilunni. Øygard fer einnig rangt með nafn þess starfsmanns Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins sem sá um að hrinda áætlun sjóðsins í fram- kvæmd. Hann er Dani og heitir Poul Thomsen, ekki Thompson (bls. 165). Øygard segir margt um Bakkavarar- bræður. En hann virðist ekki hafa kynnt sér sögu þeirra nógu vel. Það var Exista sem átti Bakkavör en ekki öfugt (bls. 332). Og Bakkavör féll ekki, heldur lifir enn góðu lífi (bls. 333). Endurreisnin Øygard reynir að skrifa bók sína í aðgengilegum rabbstíl, en hann er ekki leikinn rithöfundur, svo að hon- um tekst það misjafnlega. Stundum er erfitt fyrir lesandann að halda þræði, til dæmis á bls. 373, þar sem eitthvað virðist vanta inn í frásögn- ina. Í lokin leitar Øygard skýringa á hinni skjótu endurreisn íslenska hagkerfisins. Nefnir hann aðallega þrennt – að reisa varnargarð, þegar lánardrottnar og skuldunautar reyna að flytja vanda sinn yfir á þjóðina, að gera allt í einu lagi (ef ég skil hann rétt, en skrif hans um það eru afar óskýr) og að stuðla að hag- vexti og atvinnuþátttöku, en þar skari Íslendingar fram úr (bls. 397). Øygard hefur rétt fyrir sér um varnargarðinn, enda lagði Seðla- bankinn áherslu á þá hugmynd, og eftir nokkrar tafir var hún fram- kvæmd góðu heilli. En tvennt annað réð áreiðanlega miklu um hina skjótu endurreisn. Annað var það úr- slitaatriði að íslenska hagkerfið hvíldi á traustum stoðum, ekki síst vegna hinna víðtæku umbóta í frjáls- ræðisátt árin 1991-2007. Hitt var að ríkisstjórninni 2013-2016 tókst að ná hagstæðum samningum við kröfu- hafa gömlu bankanna, svo að upp- gjör við þá raskaði ekki jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 sp ör eh f. Pétursborg er án efa miðstöð menningar og lista og hafa bókmenntir, tónlist og leiklist þaðan mikla þýðingu um heim allan. Við skoðum m.a. virki heilags Péturs og Páls, dómkirkju heilags Ísaks og Hermitage safnið í Vetrarhöllinni. Hér er því margt sem gleður augað og margir hápunktar! Verð: 194.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson Vor 5 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 8. - 13. apríl Páskar í Pétursborg Skáldsaga frá sögulegumtíma, en þó ekki sögulegskáldsaga. Með þeim orð-um lýsir Sölvi Björn Sig- urðsson nýjustu bók sinni Seltu og þau hafði ég sem greypt í huga mér við lesturinn. Ómálga barn utan úr heimi dúkkar upp undan ströndum Hjörleifshöfða á haustmánuðum 1839 og það kemur í hlut landlæknis og sendinefndar hans að reyna að komast á snoðir um uppruna þess. Og þó, barnið talar eitthvað? Selta hefur augljósa skírskotun til samtímans og samskonar örlaga fjölda fólks á okkar tímum, frammi fyrir skeytingarleysi umheimsins. Með óræðum lýsingum af uppruna drengsins gefst lesandanum kost- ur á að geta í eyðurnar, nú eða taka það sem gef- inn hlut að börn reki á land úr fjarlægum heims- hlutum. Bókin er ferða- saga, og áfanga- staðurinn Skaga- fjörður, en þó ekki síður heimurinn sem bíður drengsins handan hafs- ins. Það fer höfundi vel að geta skrifað laus við formkröfur sögu- legra skáldsagna, en fyrir vikið verður frásögnin lipur og laus við óþarfa tilgerð þótt einhverjum kunni að þykja einkennilegt að sjá nútímaslettur í orðfari 19. aldar manna. Sagan er ekki síður saga vís- indanna og skrifuð í formi skýrslu sem senda þarf til yfirboðaranna í Kaupmannahöfn. Höfundur hefur ljóslega sótt í brunn eldri ferða- sagna sem ljá lýsingum á ófullkom- inni læknisfræði þess tíma trúverð- ugleika samtímis sem hún veitir innsýn í þá miklu umbrotatíma sem fram undan eru á sviði vísinda og menntamenn áttu eftir að bera á borð landsmanna. Smjörþefinn af þeim fær lesandinn í gegnum dag- blöð landlæknis, sem les dolfallinn um gufuknúna skóflu og uppgötvun fjarlægra sólkerfa. Allt minnir þetta lesandann á hve fjarlægur umheim- urinn var Íslandi um aldir, og þá staðreynd að slíkt myndi fljótt breytast. Það eru ekki bara börn sem eru tekin að flæða til landsins! Flóðið nálgast Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðasaga Sölvi Björn Sigurðsson segir Salt skáldsögu frá sögulegum tíma, en þó ekki sögulega skáldsögu. Skáldsaga Selta bbbmn Eftir Sölva Björn Sigurðsson. Sögur, 2019. Innb., 273 bls. ALEXANDER GUNNAR KRISTJÁNSSON BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.