Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu 50 ára Inga ólst upp í Mosfellsbæ og Reykja- vík og býr í Vestur- bænum. Hún er með BA í ensku og MS í mannauðsstjórnun frá HÍ og er ráðgjafi hjá Advania. Maki: Hreiðar Þór Björnsson, f. 1968, kvikmyndatökumaður. Börn: Hilmir, f. 2000, og Edda, f. 2009, Hreiðarsbörn. Foreldrar: Þórarinn Guðnason, f. 1943, kvikmyndatökumaður, og Anna Ey- mundsdóttir, f. 1944, sérkennari. Þau eru bús. í Reykjavík. Inga Sigrún Þórarinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Viðvarandi jákvæðni á eftir að færa þér allt sem þú óskar þér. Samræð- ur við vin reynast heilladrjúgar og gef- andi. 20. apríl - 20. maí  Naut Hluti af þér er að hugsa um fram- tíð sambands þegar þú tekur ákvarðanir. Gerðu ekki upp á milli barnanna þinna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Taktu ekki allt bókstaflega sem þú heyrir. Gættu þess að halda utan um þína nánustu eins og þeir gera um þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allir mega gera mistök, og þín eru ekki jafn stór og þú ímyndar þér. Dæmdu þig mildilega og haltu svo áfram með líf þitt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Á þessu tímabili í lífi þínu færðu tækifæri til að gera hluti sem þig hefur lengi langað til að gera. Ekki taka neinu sem gefnu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Farðu vel yfir allar peningafærslur í dag og gættu þess að týna hvorki vesk- inu né töskunni. Oftast breytir það engu að hafa áhyggjur fyrirfram. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú vilt ekki staðna og sitja eftir, verður þú að vera opin/n fyrir þeim möguleikum sem bjóðast til endurmennt- unar. Þú verður vitni að rifrildi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að nota daginn til að ræða um það sem þér liggur á hjarta. Fáðu útrás fyrir orkuna og farðu út að hlaupa eða í göngutúr. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hugsaðu vel um fjármál þín, þú munt þurfa að leggja fram dágóða upphæð í byrjun næsta árs. Fólk hefur rétt á sínum skoðunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er eitthvað sem er að glepja þig þessa dagana en þú verður að taka á honum stóra þínum og sinna þín- um störfum. Reyndu að vera jákvæð/ur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Leyfðu vinum þínum að sýna þér þakklæti fyrir það sem þú hefur gert fyrir þá. Þú hittir framtíðarmaka þinn innan skamms. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú verður að fresta einhverjum af þeim mörgu hlutum sem eru á dagskrá hjá þér. Njóttu þess að slaka á og borða góðan mat. Verkefnastjórnun 1984-1986 og 1989-1990, Byggingastaðlaráðs 1988-1992, í sóknarnefnd Digranes- sóknar 1989-1995, Senati verk- fræðideildar HÍ 1993-1998, bygg- ingarnefnd Kópavogsbæjar 2002-- 2005. Jónas hlaut heiðursverðlaun stjórn Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar 1979-1995, í orðanefnd BVFÍ 1980-1994, í stjórn Lions- klúbbs Kópavogs 1980-1981 og 1984-1985, Verktakasambands Ís- lands 1983-1988, Verkfræðinga- félags Íslands 1984-1986, félagsins J ónas Frímannsson er fæddur 30. nóvember 1934 á Strönd á Rangár- völlum og alinn þar upp fram yfir fermingu. „Á þessum árum voru Rangárvellirnir að mestu svartur sandur, vegna aldalangs ágangs frá eldfjallinu Heklu. Í dag er þetta gjörbreytt. Landgræðslan, sem áður hét Sand- græðslan, hefur snúið vörn í sókn og sveitin er nú með þeim gróður- sælli á landinu.“ Jónas gekk í Menntaskólann í Reykjavík, varð stúdent 1954. Síð- an lá leiðin í Háskóla Íslands og Í Danmarks Tekniske Höjskole, þar sem tekið var próf í byggingar- verkfræði 1960. Jónas var verkfræðingur hjá Ramböll & Hannemann í Kaup- mannahöfn 1960-1963 við hönnun húsa, hjá Schwartzlose og Kofoed 1963-1965 við hönnun brúa, hjá Al- menna byggingafélaginu í Reykja- vík 1965-1966 við hönnun húsa og hjá Fosskraft sf. 1966-1970 við byggingu Búrfellsvirkjunar. Hann stofnaði Ístak hf. ásamt fleirum 1970 og starfaði þar við ýmis verk- efni til 2004, síðari hluta tímabils- ins sem staðgengill framkvæmda- stjóra. Ístak hefur verið eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins og þegar mest var störfuðu um 800 manns hjá fyrirtækinu. „Ístak byrjaði á því að vinna miðlunarframkvæmdir í Þórisvatni og við unnum síðan margar virkj- anir fyrir Landsvirkjun. Hafn- argerð var töluverður þáttur hjá okkur og vegagerð. Ég var yf- irmaður tæknideildar áður en ég varð staðgengill framkvæmda- stjóra og þar sáum við um hönn- unarverkefni. Við fluttum inn mikið af tækniþekkingu, til dæmis þegar við gerðum Hvalfjarðargöngin og Vestfjarðagöngin en það var gert í samvinnu við sænskt fyrirtæki sem hjálpaði okkur með tæknilegu hlið- ina. Síðustu árin vorum við með mörg verkefni í Noregi, bæði vega- gerð og göng. Svo má líka nefna að við byggðum Ráðhús Reykjavíkur sem var virðulegt verkefni.“ Jónas sat í byggingarnefnd og Steinsteypufélags Íslands 1992 og heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands 2005. Jónas hefur ánægju af að stunda göngur og sund, lestri góðra bóka svo og ferðalög jafnt innanlands sem erlendis. Hann er einmitt staddur erlendis ásamt konu sinni, þau gistu í nótt í Regensburg í Þýskalandi og verða í Nürnberg í dag, á afmælisdeginum. Fjölskylda Eiginkona Jónasar er Kristín Líndal, f. 29.10. 1945, grunnskóla- kennari. Foreldrar hennar voru hjónin Áslaug Katrín Öster Líndal og Jósafat Jónatansson Líndal sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Kópa- vogs. Þau gengu í hjónaband 7.8. 1999 og eru búsett í Kópavogi. Fyrri eiginkona Jónasar frá 3.8. 1963 er Margrét Loftsdóttir, f. 27.4. 1942, bókasafnsfræðingur. Foreldrar hennar voru hjónin Hanna S. Möller og Loftur G. Jónsson kaupfélagsstjóri. Jónas og Margrét skildu. Börn Jónasar og Margrétar eru 1) Loftur Eðvald, f. 3.9. 1963, raf- tæknifræðingur, stjórnandi á sviði fjarskipta og flugleiðsögu hjá Al- þjóðaflugmálastofnun í Montréal, búsettur þar. Maki I: Ann Birgit Jónas Frímannsson byggingarverkfræðingur – 85 ára Bekkjarfélagar Útskriftarárgangur MR 1954 í Skotlandi í september 2017. Jónas og Kristín eru lengst til vinstri. Einn af stofnendum Ístaks Hjónin Kristín og Jónas stödd í Kappadókíu í Tyrklandi árið 2007. 40 ára Sigursteinn ólst upp á Blönduósi en býr í Kópavogi. Hann er viðskipta- fræðingur frá HÍ og vinnur við birgða- stjórnun hjá Johan Rönning. Maki: Elísabet Stefánsdóttir, f. 1977, BS í sálfræði og er hópstjóri hjá Gallup. Börn: Sebastian, f. 2007, Davíð Kári, f. 2011, og Sara Svanhvít, f. 2013. Foreldrar: Rúnar Þór Ingvarsson, f. 1950, atvinnumaður í golfi, og Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, f. 1955, leið- sögumaður. Þau eru búsett á Selfossi. Sigursteinn Ingvar Rúnarsson Til hamingju með daginn Eiður Th. Gunnlaugsson eða Addi járnamaður, eigandi Bindivírs ehf., er sextugur í dag, 30. nóvember. Addi gat sér snemma gott orð sem járnamaður og hefur þótt sá allra flinkasti sem slíkur á Ís- landi frá því að kennari hans lést fyrir nokkrum árum. Addi verður við vinnu á afmælisdaginn, en ekki hvað? Árnað heilla 60 ára Steinn Ingi Kjartansson frá Eyrardal, Súðavík, verður 70 ára á morgun, 1. desember. Steinn var sveitarstjóri, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Vestfjarða og síðan aðstoðarútibússtjóri hjá Landsbanka Íslands á Ísafirði. Steinn er búsettur á Akranesi. Börn hans eru Davíð f. 1969, Snorri Pétur, f. 1970, Erna Rut, f. 1979 og Arnar Freyr, f. 1981. Eiginkona hans var Helen Drög Hjaltadóttir, f. 18.6. 1950, d. 1.10. 2000. Núverandi eiginkona er Rósa Ólafsdóttir. 70 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.