Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Myndlistar- sýningin Af stað! verð- ur opnuð í Norræna húsinu á morgun kl. 14-17 og stendur til 12. janúar 2020. Þrettán ungir mynd- listarmenn eiga verk á sýningunni, sem prýðir nokkur rými hússins. Í verkum sínum túlka þeir og endur- spegla neyslumenningu samtímans og þau áhrif sem hún hefur á lifn- aðarhætti fólks. Samhliða sýning- unni verður alla sunnudaga í að- ventu og 12. janúar efnt til samtals níu gjörninga sem innihalda beitta ádeilu. Sum atriðin verður hægt að sjá hvern sunnudag í aðventu en önnur eru bara sýnd einu sinni, eins og segir í tilkynningu. Af stað! opnuð í Norræna húsinu Norræna húsið Heilaðu eigið gral á 12 mín- útum nefnist sýn- ing sem Árni Bartels opnar í Listasal Mosfells- bæjar í dag kl. 14. „Árni lærði í myndlistardeild LHÍ og bjó í fimm ár í Gauta- borg þar sem hann rak eigið gall- erí. Hann málar abstraktmyndir og vinnur að mörgum tuga verka í einu. Í sköpunarferlinu er hann sí- fellt að endurskapa verkin, bætir við nýju lagi eða pússar myndflöt- inn niður og skyggnist þá aftur á bak í tímann. Mörg ár geta liðið áð- ur en hvert verk hefur náð loka- mynd sinni,“ segir í tilkynningu. Heilaðu eigið gral á 12 mínútum Árni Bartels Fold uppboðshús stendur fyrir tvö- földu listmunauppboði, árlegu jóla- uppboði, á mánudag og þriðjudag, 2. og 3. desember. Uppboðin hefjast kl. 18 og verða alls um 200 verk verða boðin upp. Sýning á verk- unum stendur yfir í húsnæði Gall- erísins við Rauðarárstíg. Meðal verka á uppboðinu er stórt olíumálverk eftir Georg Guðna frá 2001. Þá verður boðið upp fágætt strangflatar abstraktverk eftir Ey- borgu Guðmundsdóttur en verk eft- ir hana rata sjaldan á markað. Mikill fjöldi annarra abstrakt- verka er boðinn upp og þar á meðal eftir Braga Ásgeirsson, Karl Kvar- an, Óla G. Jóhannsson, Jón Engil- berts og Svavar Guðnason. Frumherjar íslenskrar mynd- listar eiga sinn sess á uppboðinu og þá eru t.a.m. boðin upp vatns- litamynd frá Suðursveit, sex verk eftir Jóhannes S. Kjarval, mynd frá Akureyri eftir Kristínu Jónsdóttur, fígúratíft verk eftir Þorvald Skúla- son, auk verka eftir Jóhann Briem og Gunnlaug Blöndal. Vífilsfell árið 1930 Sex verk eftir Jóhannes Kjarval verða boðin upp. Alls kyns verk á tvö- földu uppboði Foldar  Boðin upp á mánudag og þriðjudag Horft kallar Kristín Hauksdóttir myndlistarkona sýninguna með ljós- myndum sem hún opnar í sýningar- salnum Ramskram á Njálsgötu 49 í dag, laugardag, klukkan 15. Við- fangsefni myndanna eru áhorfendur viðburða og atburða. Hlutverkinu er því snúið við og horft á áhorfandann. Kristín beinir sjónum að óljósum mörkum áhorfs og þátttöku, að ferðalagi „sem getur hafist í fjar- lægu áhorfi en endað í villtum dansi, trylltu víkingaklappi eða kröftugum mótmælum,“ eins og hún segir. Á sýningunni eru til að mynda ljós- myndir teknar af fólki að fylgjast með bruna í efnalauginni Fönn árið 2014, frá Drangeyjar-tónlistarhátíð- inni 2015, bjórsmökkun við Sunda- höfn 2016, Druslugöngunni 2019 og hvalreka í Eiðisvík 2019. Kristín Kristín lauk MFA-prófi í myndlist við Pratt Institute í New York árið 1995. Hún hefur haldið einskasýningar og tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum. Undanfarin ár hefur Kristín starfað við Ljós- myndasafn Reykjavíkur jafnframt því að vinna við myndlist. Ljósmyndun um að horfa „Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur vinn ég alla daga með gamlar mynd- ir og mér hefur lengi þótt það áhuga- vert að á gömlum Reykjavíkur- myndum af allskyns viðburðum eru áhorfendur á einhvern hátt mjög virkir,“ segir Kristín þegar spurt er um ástæðu þess að hún kaus að taka myndir af áhorfendum. Hún nefnir ljósmynd eftir Ólaf Magnússon, sem var mikilvirkur ljósmyndari um miðja síðustu öld, en hún sýnir fjölda manns og það er sem allir séu að horfa á ljósmyndarann. „Það er mögnuð stemning í þeirri mynd,“ segir Kristín. „Ég fór sem sagt að rannsaka áhorfendur, fólk sem er að horfa, en ljósmyndun er mikið um einmitt það, að horfa. Ég er með seríur af fólki að fylgj- ast með útsendingu á leikjum á EM og HM og á sumum myndanna er fók í algjöru algleymi, ef svo má segja, yfir því sem er að gerast.“ Kristín hefur nú í nokkur ár safn- að myndum í þetta verkefni. „Ég er bara að skoða fólk horfa og það er athyglisvert hvað stemningin getur verið ólík á þessum stöðum. Það var til að mynda ótrúleg kyrrð, allt að því himnesk, þar sem fólk var að fylgjast með brunanum í Fönn árið 2014. En ég man líka eftir brunanum í Lækjargötu 2, sem ég myndaði nú ekki, en þar var virkileg sorg.“ Og ekki skrýtið, því þar brann íbúðar- hús og ljósmyndastúdíó Sigfúsar Eymundssonar, fyrsta og eins merk- asta ljósmyndara á Íslandi. Myndir Kristínar eru svarthvítar og teknar á filmu. „Það er minn mið- ill,“ segir hún. „Fallegur milill sem ég tengi mig við.“ Hún hefur unnið að þessu verk- efni í fimm ár. Heldur hún áfram? „Auðvitað, þetta er svo umfangs- mikið – ég er rétt að byrja.“ Og stekkur þá til ef það kviknar í eða fólk safnast saman, eins og erki- paparazzinn Weegee? „Jú, það blundar í mér papa- razza!“ segir Kristín og hlær. „Það er ekki út af viðburðunum heldur finnst mér áhugavert að ná spenn- unni meðal áhorfendanna.“ efi@mbl.is Blundar í mér paparazza  Kristín Hauksdóttir sýnir ljósmyndir í Ramskram á Njálsgötu  Sýnir áhorfendur að ýmsum viðburðum Morgunblaðið/Einar Falur Ljósmyndari „Ég er rétt að byrja,“ segir Kristín Hauksdóttir um verkefnið. Listaþríeykið Lucky 3 opnar sýn- inguna Lucky me? í sýningarrými Kling og bang í Marshall-húsinu á Granda í dag, laugardag. Lucky 3 samanstendur af listamönnunum Darren Mark, Dýrfinnu Benitu Ba- salan og Melanie Ubaldo. Öll þrjú eiga þau það „sameig- inlegt að vera af filippseyskum uppruna og er þessi sýning til- einkuð nostalgískri túlkun á filipps- eyskri menningu,“ segir í frétta- tilkynningu vegna sýningarinnar. Þar segir ennfremur að titill sýn- ingarinnar sé vísun í hinar vinsælu skyndinúðlur Lucky Me! sem finna megi á öllum filippseyskum heim- ilum. Á sýningunni eru þekktir munir úr filippseyskri menningu teknir í sundur og þeim endurraðað á óreiðukenndan hátt. Þá segir í tilkynningunni að við- burðurinn sé fyrst og fremst hald- inn til að fagna veru filippseyskra innflytjenda hér á landi. Listamennirnir vilja varpa ljósi á sundraðan hóp fólks sem er rót- laust og berst við að bjarga arfleifð sinni í ljósi menningarlegs tjóns. Melanie og Darren útskrifuðust frá LHÍ, í myndlist og fatahönnun, en Dýrfinna nam myndlist og hönn- un í Hollandi. Íslensk Listamennirnir eru íslend- ingar af filippseyskum uppruna. Vilja varpa ljósi á sundraðan hóp  Lucky 3 opna sýningu í Kling og bang Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Veitingahús á á tveimur hæðum. Húsnæðið er glæsilega innréttað ásamt einstöku útiaðstöðu fyrir veitingasölu í Hjartagarðinum. Heildarstærð er 622,9 fm. Tækifæri til að tengja saman fjárfestingu og rekstur. Frekari upplýsingar hjá katrin@thingvangur.is eða í síma 820 6355. Til sölu er eitt fallegsta veitingahús Reykjavíkur KLAPPARSTÍGUR 28 OG 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.