Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Þýskaland Leverkusen – Wolfsburg ........................ 0:7  Sandra María Jessen lék síðari hálfleik- inn með Leverkusen.  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn með Wolfsburg. England Brighton – Reading................................. 2:2  Rakel Hönnudóttir var ekki í leikmanna- hópi Reading. B-deild: Swansea – Fulham ................................... 1:2 Pólland Zaglebie Lubin – Górnik Zabrze ........... 2:0  Adam Örn Arnarson var ekki í leik- mannahópi GZ. Danmörk Lyngby – Nordsjælland .......................... 1:1 Frederik Schram var varamarkvörður hjá Lyngby. Ítalía B-deild: Cozensa – Spezia ..................................... 1:1  Sveinn Aron Guðjohnsen lék fyrstu 87 mínúturnar fyrir Spezia. Frakkland B-deild: Lorient – Grenoble .................................. 2:1  Kristófer Ingi Kristinsson var á vara- mannabekk Grenoble. Holland B-deild: Roda – Excelsior...................................... 1:4  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior og lagði upp mark. KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Austurberg: ÍR – Fjölnir ....................... L16 Framhús: Fram – Valur.................... L16.30 Kórinn: HK – Haukar ....................... L18.15 KA-heimilið: KA – Afturelding.............. S17 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur – Haukar ........... L13.30 Framhús: Fram – Afturelding .............. L14 Kórinn: HK – KA/Þór ............................ L16 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Austurberg: ÍR – Víkingur.................... L14 Dalhús: Fjölnir – Valur U...................... L18 Kórinn: HK U – Fram U ........................ S16 Hleðsluhöllin: Selfoss – Stjarnan U . S19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Smárinn: Breiðablik – Keflavík ............. S16 Origo-höllin: Valur – KR ........................ S17 Borgarnes: Skallagrímur – Snæfell ...... S18 Ásvellir: Haukar – Grindavík............ S19.15 1. deild kvenna: Dalhús: Fjölnir – Njarðvík .................... L16 Sauðárkr.: Tindastóll – Grindavík b ..... L18 Sauðárkr.: Tindastóll – Grindavík b...... S13 SKAUTAR Íslandsmeistaramót SSÍ fer fram í Skauta- höllinni í Laugardal um helgina. Úrslit ráð- ast á morgun þegar keppt er til úrslita í helstu flokkum kl. 13 til 14.35. ÍSHOKKÍ Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin: Akureyri: SA – Reykjavík ..................... L19 Enski boltinn á Síminn Sport Newcastle – Manchester City .......... L12.30 Liverpool – Brighton.............................. L15 Southampton – Watford.................... L17.30 Norwich – Arsenal .................................. S14 Leicester – Everton........................... S16.30 UM HELGINA! Dominos-deild karla Keflavík – Fjölnir ............................... 109:98 Stjarnan – KR..................................... 110:67 Staðan: Keflavík 9 7 2 806:754 14 Tindastóll 9 7 2 787:731 14 Stjarnan 9 7 2 837:756 14 Njarðvík 9 5 4 743:654 10 KR 9 5 4 739:740 10 Haukar 9 5 4 804:773 10 ÍR 9 5 4 753:770 10 Þór Þ. 9 4 5 710:733 8 Grindavik 9 4 5 768:777 8 Valur 9 3 6 728:776 6 Fjölnir 9 1 8 776:845 2 Þór Ak. 9 1 8 707:849 2 1. deild karla Hamar – Sindri ..................................... 99:96 Selfoss – Breiðablik.............................. 76:93 Vestri – Snæfell .................................... 95:77 Staðan: Þór Ak. 9 7 2 0 277:242 16 Valur U 9 6 1 2 273:250 13 Haukar U 9 6 1 2 266:233 13 Grótta 9 6 0 3 264:255 12 Þróttur 9 3 2 4 269:263 8 KA U 9 4 0 5 271:270 8 FH U 9 4 0 5 266:272 8 Víkingur 9 2 1 6 233:248 5 Fjölnir U 9 2 0 7 228:252 4 Stjarnan U 9 1 1 7 220:282 3 KÖRFUBOLTI UNGSTIRNI Kristján Jónsson kris@mbl.is Einn eftirsóttasti knattspyrnumað- ur í Evrópu um þessar mundir er 19 ára gamall Norðmaður. Erling Braut Håland hefur slegið í gegn hjá austurríska liðinu Salzburg og er á radarnum hjá mörgum stórlið- um. Jesse March, knattspyrnustjóri Salzburg, tjáði sig um sóknar- manninn í viðtali við CNN og á honum má heyra að hann bindur ekki miklar vonir við að geta haldið Norðmanninum hjá félaginu lengur en fram á sumar. „Við erum vongóðir um að Er- ling muni ljúka tímabilinu hérna og muni um leið halda áfram að vaxa og dafna,“ sagði March. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Norðmaðurinn skorað 28 mörk í 24 leikjum fyrir Salzburg frá því að hann gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári frá Molde. Håland hef- ur vakið athygli fyrir markaskorun á ýmsum vettvangi og skoraði til að mynda níu mörk í landsleik gegn Hondúras fyrir U20 ára lið Noregs. Ekki var þó um handboltaleik að ræða heldur knattspyrnuleik, sem Noregur vann 12:0. Mesta afrek Norðmannsins hingað til kom í Meistaradeild Evrópu í vetur þegar hann skoraði þrennu í fyrsta leik sínum í keppninni. Salzburg burst- aði þá Genk 6:2. Hefur hann skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjum sín- um í Meistaradeildinni og það hefur enginn annar afrekað frá því að keppninni var breytt úr Evrópu- keppni meistaraliða í Meistaradeild Evrópu. Alls ekki eigingjarn Sóknarmaðurinn ungi er þó allt annað en eigingjarn upp við mark andstæðinganna ef marka má knattspyrnustjórann. „Hann gæti orðið alveg hrikalega góður leik- maður. En það er ekki einungis vegna hæfileikanna heldur einnig vegna þess hvaða mann hann hefur að geyma. Ég hef ekki enn séð neitt sem líkist eigingirni hjá honum frá því ég hóf að vinna með honum fyr- ir hálfu ári. Um tíma bauð hann samherjum sínum að taka víta- spyrnur því honum fannst jákvætt að dreifa markaskorun í liðinu. Ég þurfti að grípa inn í og fyrirskipa að Erling tæki vítaspyrnurnar fyrir okkur,“ segir March. Salzburg, heimabær tónskáldsins Wolfgangs Amadeus Mozart, virð- ist vera ágætur staður fyrir hæfileikaríka menn til að koma sér á framfæri. Sadio Mané, sem nú blómstrar hjá Liverpool, var hjá Salzburg en einnig þeir Valentino Lazario hjá Inter, Martin Hinte- regger hjá Eintracht Frankfurt og Dominik Szoboszlai hjá RB Leip- zig. Þess má geta til fróðleiks að Andri Sigþórsson skoraði 16 mörk fyrir Salzburg í upphafi aldarinnar. Aftur til Englands? Leipzig og Liverpool eru einmitt bæði nefnd til sögunnar í hópi fé- laga sem sögð eru hafa áhuga á að klófesta Norðmanninn unga. Man- chester United og Arsenal hafa einnig verið nefnd til sögunnar. Þykir mörgum líklegt að Håland muni fara snemma á ferlinum til Englands. Þar er hann fæddur, en faðir hans, Alf Inge Håland, lék þá með Leeds. Håland er það ungur að árum að ferill hans með norska A-landsliðinu er rétt að hefjast en þar heldur styrkum höndum um stjórnartaumana Lars nokkur Lagerbäck. Hefur Håland leikið tvo A-landsleiki til þessa. Hver veit nema sóknarmaðurinn ungi muni stela senunni þegar Noregur leikur í umspilinu fyrir EM í mars. „Hann gæti orðið hrika- lega góður“  Erling Braut Håland er 19 ára norsk markamaskína sem stórliðin horfa til AFP Markaskorari Erling Braut Håland fagnar einu marka sinna ásamt sam- herja sínum hjá Salzburg, japanska framherjanum Takumi Minamino. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson freistar þess að vinna heims- meistaratitilinn í handknattleik kvenna í þriðja sinn sem þjálfari Noregs, en heimsmeistaramótið hefst í Japan í dag. Norðmenn mæta Kúbu í fyrstu umferðinni, en norska liðið varð heimsmeistari undir stjórn Þóris árin 2011 og 2015 og hafnaði í öðru sæti á síðasta móti, 2017, eftir úrslitaleik við Frakka. Hin liðin í riðli Noregs eru Holland, Serbía, Slóvenía og Angóla en þrjú efstu lið- in komast í milliriðla mótsins. Þátt- tökuliðin eru 24 talsins. vs@mbl.is Nær Þórir í þriðja HM-titilinn? AFP Sigursæll Þórir Hergeirsson gefur Noru Mörk fyrirmæli á stórmóti. Sara Björk Gunnarsdóttir og liðs- félagar hennar skelltu Leverkusen 7:0 í þýsku 1. deildinni í gær. Danska landsliðskonan Pernille Harder skoraði þrennu í leiknum. Sandra María Jessen kom inn á fyrir Giönnu Rackow í liði Lever- kusen og lék síðari hálfleikinn en Sara lék allan leikinn. Wolfsburg er í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig af 33 mögulegum. Hoffenheim er í öðru sæti með 25 stig en á leik til góða. Leverkusen er í 9. sæti með sjö stig en tólf lið eru í deildinni. Wolfsburg fór illa með Leverkusen Ljósmynd/Þórir Tryggvason Þýskaland Sandra María og Sara Björk mættust í gær. Kvennalandsliðið í knattspyrnu verður ekki eitt þeirra liða sem taka þátt í Algarve-bikarnum, sterku boðsmóti sem Ísland hefur tekið þátt í allar götur síðan 2007. Íslandi var ekki boðið að vera með á mótinu á næsta ári en það fer fram í byrjun mars. Leikmenn fá frí frá sínum fé- lagsliðum á þessum tíma til að fara í landsliðsverkefni og þjálfarinn Jón Þór Hauksson segir að landsliðið muni einfaldlega finna sér önnur verkefni. „Við munum alltaf nota þennan tíma til að spila einhverja leiki. Okk- ur hefur verið boðið á önnur æfinga- mót og ekki víst að úr verði stórkost- leg breyting fyrir okkur. Algarve-bikarinn hefur verið að breytast og ár frá ári hefur liðum fækkað á mótinu. Þetta slær okkur því ekki út af laginu þótt Algarve sé fínn staður til að æfa og spila. Mörg í hópnum hafa komið þangað ár eftir ár. Bæði leikmenn og fólk í starfslið- inu. Ég held að þetta sé fínasti tíma- punktur til að hrista upp í þessu og breyta til. Þetta er því ekki alvarlegt í stóra samhenginu. Á næsta ári ætl- um við að ná okkar markmiðum í undankeppni EM og þetta setur ekki mikið strik í reikninginn,“ sagði Jón Þór þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Gætu farið til Kýpur KSÍ bárust tíðindin um síðustu helgi en landsliðsþjálfarinn segir að í þeirra herbúðum hafi fólk fengið á tilfinninguna að boðskortið kæmi ekki frá Algarve þetta árið. Íslandi hefur hins vegar verið boðið á mót á Kýpur sem iðulega er haldið á sama tíma. Um mánuði síðar á Ísland næstu leiki í undankeppni EM. „Við fengum þessar fréttir um síð- ustu helgi. Þá barst loksins svar frá mótshöldurum og við vorum farin að pressa stíft eftir svörum frá þeim. Nokkuð er síðan við vildum fara að gera áætlanir varðandi hótel og ann- að. Skipulagningin í kringum mótið hefur yfirleitt verið fyrr á ferðinni og því voru farnar að renna á okkur tvær grímur. Vinnan við að finna vináttuleiki fyrir okkur er komin í gang. Sem dæmi þá er einnig æfingamót á Kýpur og okkur er boð- ið þangað. Við erum að fara yfir stöðuna og notum næstu vikur til að ákveða hvort við förum á mót eða spilum staka leiki erlendis,“ sagði Jón Þór ennfremur. kris@mbl.is Ekki boðið til Algarve  Löng hefð rofin  Ekkert áhyggjuefni að sögn landsliðsþjálfarans AFP Í Portúgal Glódís Perla Viggósdótt- ir í leik gegn Japan á Algarve.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.