Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Málþing til heið- urs Helgu Kress, prófessor em- eritu í almennri bókmenntafræði, er haldið í Öskju, stofu 132, í dag milli kl. 13.30 og 17. „Helga á að baki langan aka- demískan feril og hefur verið áhrifamikil í femínískum fræðum og bókmenntafræðum á Íslandi. Á málþinginu flytja vinir, samstarfs- menn og hliðstæðingar Helgu snörp fræðileg erindi til að heiðra arfleifð hennar,“ segir í tilkynn- ingu. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Guðrún Nordal, Auður Aðal- steinsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Sigríður Þorgeirsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Úlfhildur Dags- dóttir, Soffía Auður Birgisdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Irma Erlingsdóttir. Málþingið er skipu- lagt af RIKK – rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum, Árnastofnun og Bókmenntafræðistofnun. Málþing til heiðurs Helgu Kress í dag Helga Kress Fimmtánda árið í röð lesa rithöf- undar upp úr verkum sínum á Gljúfrasteini á aðventunni. Á morgun kl. 15 lesa upp úr nýút- komnum bókum sínum Auður Jónsdóttir, Huld- ar Breiðfjörð, Fríða Ísberg, Stein- unn Sigurðardóttir og Bragi Ólafs- son. Aðgangur er ókeypis. Lesa upp á Gljúfra- steini á morgun Auður Jónsdóttir ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is „Þetta byrjaði með forvitni eins og all- ar hugmyndir í rauninni,“ segir Guð- rún A. Tryggvadóttir myndlistar- maður um málverkasýningu sína í fordyri Hallgrímskirkju sem opnuð verður á morgun, sunnudag, eftir messu, kl. 12.15. Kallast sýningin Lífs- verk – Þrettán kirkjur Ámunda Jóns- sonar og er niðurstaða rannsóknar Guðrúnar á lífi Ámunda sem byggði 13 kirkjur á Suðurlandi á 18. öld ásamt því að smíða og mála altaristöflur og prédikunarstóla. Mörg verk hans eru enn í kirkjum og söfnum landsins. Guðrún segist hafa oft heyrt af Ámunda og þeim sem af honum séu komnir, þeir séu margir hverjir lista- menn, listfræðingar og arkitektar en hún er einmitt sjálf afkomandi hans. „Enginn hafði rannsakað þetta neitt nánar en ég vissi að ég væri ættuð af Suðurlandi og hann hafði gert ein- hverjar kirkjur þar,“ segir Guðrún, en samhliða sýningunni gefur hún út bók um Ámunda sem ber sama nafn. Guðrún segir að oft sé talað um að myndlist hafi ekki hafist hér á landi fyrr en um aldamótin. „En það er bara alrangt. Ámundi var einn af mörgum sem voru mjög virkir á Íslandi, ekki bara á 18. öld heldur langt fyrir þann tíma líka. Þessu hefur bara ekki verið veitt næg athygli,“ segir hún og bætir við að til að mynda sé Þjóðminjasafnið fullt af útskurðum og máluðum grip- um. Spennandi hlutir uppgötvaðir Guðrún segir að horfa verði á lista- verk þessa tíma eins og við viljum að horft verði á listaverk okkar tíma eftir 250 ár. Þau verk sem gerð séu í dag muni ekki öll standast tímans tönn, rétt eins og eigi við um verkin frá 18. öld, sem mörg hver eru illa farin eða týnd. „Ég er að vinna svolítið út frá þessu, skoða það nákvæmlega hvað þessi maður var að gera.“ Guðrún seg- ist vilja varpa ljósi á það hvernig að- stæður voru hjá Ámunda, hvað hægt var að gera á þessum tíma og hvað hann gerði. Við rannsókn sína á Ámunda naut hún liðsinnis föðursystur sinnar, dr. Arndísar S. Árnadóttur, sagn- og list- fræðings. „Hún tók að sér, ásamt fleiri sagnfræðingum, að gera alvöru rann- sókn á þessum manni og lífi hans og við erum búin að komast að mjög spennandi hlutum,“ segir Guðrún, en hún segir að í bók sinni sé saga Ámunda sögð frá sjónarhorni hennar sem listamanns í gegnum myndir en einnig frá sagnfræðilegu sjónarhorni. Dvaldist í Jónshúsi í fyrra Ámundi lærði að sögn Guðrúnar list sína í Kaupmannahöfn og dvaldist hún þar í Jónshúsi í fyrra til að skoða hvað hann hefði verið að bauka í Kaup- mannahöfn. „Ég varð fyrir ákveðinni upplifun af því hvað blasti við honum, komandi héðan af þessari eyju,“ segir hún og nefnir í því skyni Sívalaturninn og Þrenningarkirkjuna, sem hljóti að hafa haft áhrif á Ámunda. Með málverkum sýningarinnar reynir Guðrún að setja sig í spor Ámunda sem barns í fjölskyldu á Ís- landi í byrjun 18. aldar með tilheyrandi barnadauða. „Foreldrar hans misstu 13 börn af 19. Ég staldra svolítið mikið við þessa tölu 13. Hann byggði 13 kirkjur og missti 13 systkin. 13 kemur svolítið mikið við sögu.“ Í sömu hæð og Hallgrímskirkja Spurð af hverju hún sýni í Hall- grímskirkju tekur hún undir með blaðamanni að auðvitað sé tenging við kirkjurnar sem Ámundi byggði en auk þess bendir hún á þá staðreynd að kirkjurnar 13 myndu ná sömu hæð og Hallgrímskirkja ef þeim væri staflað einni ofan á aðra. „Mér finnst gaman að tengja.“ Þá talar hún um hvernig kirkjan var miðpunktur í lífi fólks á þessum tíma. „Fyrir þá listamenn sem unnu verkin í kirkjurnar var þetta eins og margmiðl- unarsýning þess tíma. Altaristafla með mynd – fólk sá þetta ekki neins staðar annars staðar. Það fylgdi því mikil virðing að fá að gera þessa hluti. Það er umfjöllun um þetta í bókinni og verkin á sýningunni endurspegla þetta,“ segir Guðrún. Sýning Guðrúnar stendur til 1. mars 2020 og sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram. Missti þrettán systkin og byggði þrettán kirkjur  Guðrún Tryggvadóttir sýnir ný málverk á sýningu í Hallgrímskirkju  Niðurstaða rannsóknar á Ámunda Jónssyni, smiði og myndlistarmanni Morgunblaðið/Einar Falur Í kirkjunni Guðrún Tryggvadóttir lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir sýningu sína í Hallgrímskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.