Morgunblaðið - 30.11.2019, Page 38

Morgunblaðið - 30.11.2019, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 ✝ Gissur ÖrnGunnarsson fæddist 31. maí 1973 í Reykjavík. Hann lést 23. nóv- ember 2019 eftir stutt veikindi. For- eldrar hans voru þau Hulda Krist- insdóttir, f. 28. maí 1950, d. 7. júlí 2017, og Gunnar Levý Gissurarson, f. 24. ágúst 1949, d. 14. júlí 2010. Systkini Gissurar eru Kristinn Már, Anna Lilja og Eva Björk. Árið 2010 kvæntist Gissur Florentinu Fundãteanu, f. 8.12. 1975. Þau áttu engin börn. Gissur ólst upp í Reykjavík. Sjö ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum til Afríku þar sem hann bjó til 11 ára aldurs. Alla tíð frá því bjó hann í Reykjavík. Gissur stundaði nám í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla. Gissur tók meðal annars þátt í Morfís- keppni framhalds- skóla fyrir skólann sinn 2 ár í röð. Giss- ur kom víða við á starfsferli sínum en síðustu ár rak hann eigið fyrirtæki, Mystical Iceland. Þar ferðaðist Gissur með ferðamenn, sýndi og talaði um Íslandið. Gissur var virkur í starfi Pírata. Áhugamál hans voru mörg. Hann vann mikið að kvikmynda- og þátta- gerð sem og ljósmyndun. Útför Gissurar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 30. nóvember 2019, og hefst at- höfnin klukkan 13. Vitur kona líkti vinskap við ferð með strætisvagni þar sem fólk stígur upp í vagninn og ferðast með manni um styttri eða lengri veg, sumir staldra stutt við en aðrir eru á sömu vegferð um lengri spöl. Við Gissur ferðuðumst saman um langan veg og fögnuðum fyrr á árinu 30 ára vegferð með góð- um vinum. Ég gleymi aldrei þeg- ar við kynntumst fyrsta skóla- daginn í FÁ og mynduðum fljótt náinn vinskap með skítahúmor sem fáir skildu. Þrátt fyrir að lífið leiddi okkur síðar í sitthvora átt- ina héldum við alltaf sambandi og þegar ég barðist seinna fyrir líf- inu kom Gissur aftur inn í líf mitt og minnti mig á samninginn sem við höfðum gert sem unglingar um að fylgja hvort öðru til leið- arenda. Á erfiðum tímapunkti þegar minni menn létu sig hverfa endurnýjaði Gissur okkar gamla vinskap og veitti mér mikilvægan stuðning yfir hafið með bröndur- um og skæpum. Það var mér afskaplega dýr- mætt og lýsandi fyrir karakter hans að standa með vinum sínum þegar á þurfti að halda. Við störfuðum svo saman um árabil í Pírötum, m.a. í stjórn Pí- rata í Reykjavík og í fjölmiðlun- arhópi flokksins og byrjuðum á síðasta ári vinnslu á spennandi margmiðlunarverkefni sem veik- indin komu í veg fyrir að yrði að veruleika. Góður vinur er fallinn frá langt fyrir aldur fram og það er tóm- legt að hugsa til þess að eiga aldr- ei aftur eftir að fá símtöl frá hon- um úti að ganga með Buddah eða milli dagskrárliða með misvitra túrista. Ég verð honum ætíð þakklát fyrir ferðalagið sem við áttum saman og góðu samræð- urnar við vagnstjórann. Ég votta Flori og systkinum hans djúpa samúð. Gissurar verður minnst sem góðs vinar og góðs drengs. Þórlaug. Í dag kveðjum við kæran dreng sem í blóma lífsins féll fyr- ir lítt þekktri og sjaldgæfri teg- und heilaæxlis. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Í raun illskiljanlegt. Illvígir sjúkdómar og ótímabær dauðsföll hafa á skömmum tíma höggvið stórt skarð í fjölskyldu okkar. Við kynntumst Gissuri vel á uppvaxtarárum hans, sérstak- lega á meðan fjölskyldur okkar bjuggu í nokkur ár í Afríku. Strax á þessum tíma komu hans skemmtilegu eiginleikar í ljós. Gissur var einstaklega ljúfur drengur, alltaf kátur og mikill grallari. Hann hafði mikla réttlætis- kennd og mátti ekkert aumt sjá. Frásagnargáfa hans var með ein- dæmum – hann hafði svo gaman af að segja frá og húmorinn alltaf á sínum stað. Hann gat endur- sagt heilu kvikmyndirnar og uppákomurnar – með sínum orð- um, leikrænum tilburðum og hugmyndaauðgi. Þetta varð oft hin mesta skemmtun enda lítið til skemmtunar í Tansaníu – ekkert sjónvarp. Þá gilti oft sú stað- reynd að góð saga mátti ekki líða fyrir sannleikann. Gissur var lífsglaður og hvar sem hann kom stimplaði hann sig inn og varð gjarnan miðpunktur þar sem fólk kom saman. Hann var í endalausum pælingum um lífið og tilveruna og fylgdu þessir eiginleikar honum ævina á enda. Gissur var vel gefinn og víðlesinn og krufði til mergjar þau mál sem vöktu áhuga hans. Mikil eftirsjá er að Gissuri en mestur er þó missir þinn, elsku Flori. Þú ert búin að standa eins og klettur við hlið Gissa á meðan hann var að berjast. Þið voruð svo samrýnd og flott saman. Hvernig þið hugsuðuð um Búdda. Síðustu árin hittum við ykkur oft í göngutúrum með hann. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, til þín elsku Flori, til systkinanna Didda, Önnu og Evu og fjölskyldna þeirra og til ömmu Siggu. Hvíl í friði, elsku Gissur. Jónína og Bragi. Við Gissi kynntumst í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla árið 1991. Þar vorum við hópur af eð- aldrengjum sem héldum hópinn hvað mest næstu árin. Gissi, Jói, Kalli, Olli og ég. Á næstu árum vorum við óaðskiljanlegir. Öll partíin hjá Kalla í Kúrlandinu, útilegurnar og allt annað sem okkur datt í hug að bralla saman. Þar stendur trúlega hæst frábær ferð sem við félagarnir fórum á Þjóðhátíð árið 1992 og eru þær ófáar sögurnar sem hafa fengið að lifa frá þeirri ferð. Við bjuggum saman í um tvö ár á heimavistinni í Reykholti í Borgarfirði. Áhuginn á skóla var ekkert sérstaklega mikill hjá okkur félögunum á þessum tíma en í Reykholti fengum við að prófa alls kyns áfanga sem ekki voru í boði annars staðar. Gissur hafði óbilandi áhuga á kvikmynd- um og kvikmyndagerð. Gissi tók alla áfanga sem í boði voru tengd- ir því áhugamáli en þeir voru fjöl- margir enda deildi skólastjórinn Oddur Albertsson því áhugamáli með Gissa. Við vorum líka virkir í nemendaráði og stjórn skólans. Gissa datt í hug að hella sér í Herbalife og varð maður að sjálf- sögðu að verða við því. Ætluðum að verða ríkir á þeim viðskiptum. Sumarið 1998 fórum við í ferð til Parísar með Herbalife og voru mamma, pabbi og Katrín systir með í þessari ferð líka. Gissi sá um að bóka gistingu fyrir okkur öll saman og var þessi ferð eitt stórt ævintýri sem við eigum öll svo góðar minningar frá. Ég ætla ekki að halda því fram að Herba- life hafi gefið mikið af sér í aðra hönd en reynslan var ómetanleg. Ég fluttist til útlanda og eins og gengur og gerist breytast vinasambönd með tímanum. Samband okkar Gissa var samt alltaf þannig að við gátum ekki talað saman í langan tíma en þeg- ar símtalið kom var eins og við hefðum talað saman síðast í gær. Alltaf var stutt í gleðina og glens- ið hjá okkur félögunum. Gamlir tímar rifjaðir upp og nýir brand- arar sagðir. Gissi kunni það betur en flestir að segja sögur og koma þeim skemmtilega frá sér. Í vor kom í ljós að Gissur væri veikur. Ekki var vitað fyrr en fyr- ir stuttu hvað væri að hrjá hann. Það skilur eftir sig stórt skarð í hjartanu að þurfa að kveðja þig allt of snemma. Þú varst sannur vinur vina þinna og allir sem þekktu þig bera þér vel söguna. Ég veit að það er vel tekið á móti þér í sumarlandinu en þín verður sárt saknað. Ég votta Flori, Evu, Önnu, Didda og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Ást og friður. Vilhelm Patrick Bernhöft. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Elsku Gissur. Þetta textabrot, úr gullfallegu lagi Braga Valdimars, talar sér- staklega til mín við fráfall þitt. Hjartað mitt er í molum og hugurinn dofinn. Ég kynntist þér fyrir þremur árum og fór mér fljótt að þykja afskaplega vænt um þig og vin- áttu okkar. Ekki bara bjóstu yfir miklum krafti og vilja til að gera samfélagið okkar betra, heldur hafðirðu dásamlegan húmor, varst sérlega ljúfur drengur og umfram allt bara afskaplega skemmtilegur. Þrjú ár eru ekki langur tími og þykir mér því mjög sárt að missa þig svona stuttu eftir að við kynntumst, ég hafði hlakkað svo mikið til framtíðarinnar. Ýmissa uppákoma, samtala og samveru með vinum okkar. Þú varst nefni- lega vinamargur og áttir þína æskuvini sem nú syrgja þig og upplifa mikið tómarúm. Höggvið hefur verið stórt skarð, skarð sem verður ekki fyllt. Við munum alltaf muna þig og geyma í hjört- um okkar. Við munum líka passa upp á Flori þína, sem þú elskaðir svo heitt, enda voruð þið afskap- lega töff og flott hjón. Þrátt fyrir þennan sára missi er ég á sama tíma mjög þakklát fyrir þessi örfáu ár því að fé- lagsskapurinn var svo frábær. Þótt það hafi líka verið erfitt og sárt að horfa upp á veikindin ágerast og bíða svo með kvíða- hnútinn í maganum eftir niður- stöðu er ég mjög þakklát fyrir það að þið Flori skylduð leyfa okkur vinunum að vera með ykk- ur. En það verður að segjast að það hefur verið verulega þung- bært að fylgjast með Flori standa sterk og öflug en á sama tíma brotin, því þið voruð ung hjón með alla framtíðina fyrir hönd- um. Það er ekkert réttlæti í því að núna þurfið þið að skiljast að. Hún neyðist til þess að lifa áfram án þín, sem og fjölskylda þín og við vinirnir. Þrátt fyrir að hafa vitað hvert stefndi var það samt áfall þegar Flori lét mig vita að nú væri glím- unni við sjúkdóminn lokið. Hjart- að sökk og höfuðið hneig niður í bringu. Við áttum frábærar stundir saman og mun ég héðan í frá ávallt minnast þín elsku Gissur, þegar ég mæti á Karnival á Klapparstíg eða hlusta á Tash Sultana. Við vinir þínir munum passa upp á Flori þína. Takk fyrir að leyfa mér að vera með ykkur og við hlið ykkar í bar- áttunni. Það er mér dýrmætt þótt það hafi líka verið erfitt og sárt. Ég hefði ekki viljað missa af því. Sérstaklega vil ég senda systk- inum þínum innilegustu samúð- arkveðjur, þau kveðja nú bróður sinn en á undan hafa foreldrar ykkar einnig farið allt of snemma. Elsku Flori, Kristinn Már, Anna Lilja og Eva Björk, ég sam- hryggist innilega. Rannveig Ernudóttir. Þegar ég flutti til Reykjavikur utan af landi haustið 1988 óttaðist ég að það gæti tekið langan tíma að eignast nýja vini í Hlíðaskóla. „Hver skyldi vilja vildi vingast við sveitalúðann?“ hugsaði ég með mér. En þetta reyndust óþarfa áhyggjur. „Blessaður, ertu að gera eitthvað um helgina? Viltu kíkja með okkur á bíómynd- ir?“ spurði smávaxinn bekkjar- félagi minn sem ég hafði veitt at- hygli fyrir að vera sérstaklega klár og skemmtilegur. Þarna hófst traust vinátta okkar Gissa. Við áttum einstaklega gott skap og húmor saman og tókum okkur ekki of hátíðlega. Gissi dæmdi engan. Við Gissi urðum bestu vin- ir og fórum fljótlega að treysta hvor öðrum fyrir persónulegum málum. Stelpur dömpuðu okkur og við dömpuðum stelpum en við vorum alltaf til staðar hvor fyrir annan til að ræða málin í þaula. Gissa fannst gaman að koma Gissur Örn Gunnarsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” Okkar ástkæri KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Ásgerði 6, Reyðarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 18. nóvember. Útför hans fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju þriðjudaginn 3. desember klukkan 15. Minningarathöfn verður haldin í Kópavogskirkju föstudaginn 6. desember klukkan 15. Álfheiður Hjaltadóttir Aðalheiður E. Kristjánsdóttir Björgvin Ingvason Margrét Rósa Kristjánsdóttir Þórir Þórisson Kolbrún Kristjánsdóttir Þórður Geir Jónasson Lára Valdís Kristjánsdóttir Benedikt Gunnarsson Kristján Óli Pascalsson Johanna Wagner Anna Kristjánsdóttir og fjölskyldur Mamma, amma, systir, ANNA SKÚLADÓTTIR leikskólastjóri og ævintýramanneskja, kvaddi 27. nóvember á fallegum og sólríkum vetrardegi. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju 5. desember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast Önnu er bent á reikning Tears Children & Youth Aid samtakanna. Banki: 525-26-431210 Kt. 431210-2070 Eirný Ósk Sigurðardóttir Áslaug Dröfn Sigurðardóttir Karen Emilía Woodrow Þorsteinn Skúlason Ásdís Skúladóttir fjölskyldur og ferfætlingar Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BRAGI GUNNARSSON húsasmíðameistari frá Nesi, Hellu, lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu þriðjudaginn 26. nóvember. Útförin fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 14. desember klukkan 13. Unnur Þórðardóttir Kristín Bragadóttir Bjarni Jónsson Gunnar Bragason Helga Sigurðardóttir Þórir Bragason Sigríður Jónsdóttir Guðjón Bragason Guðný Ásta Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulega móðir okkar, tengdamóðir og amma, EIRÍKA DAGBJÖRT HARALDSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Norðurbrú 3, 210 Garðabæ, lést í faðmi fjölskyldunnar 19. nóvember á Landspítalanum í Fossvogi. Hún verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ 6. desember klukkan 13. Margrét Líndal Steinþórsd. Mogens Gunnar Mogensen Þórarinn Líndal Steinþórs. Rut Erla Magnúsdóttir Eiríkur Líndal Steinþórsson Telma Dögg Sigurbjartsdóttir Steinþór, Helena, Magnús, Eyþór, Gunnar, Gabríella, Sigurbjartur og Leona Okkar ástkæri HAFÞÓR VIÐAR GUNNARSSON Stekkjartúni 17, Akureyri, lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 23. nóvember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 5. desember klukkan 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á blóðgjöf til Blóðbankans eða Krabbameinsfélag Akureyrar. Anna Björk Ívarsdóttir Helgi Már, Ragnar Máni og Úlfar Logi Hafþórssynir Guðrún Helgadóttir Kristín Gunnarsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.