Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 3 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  282. tölublað  107. árgangur  HVETJA FÓLK TIL AÐ LEGGJA HÖND Á PERLU ÁMUNDI OG KIRKJURNAR ÞRETTÁN NÝ VERK GUÐRÚNAR 51ARMBÖND KRAFTS 12 Hver tími ársins hefur heillandi svip og litbrigði jarðar fylgja birtunni. Nú erum við á norðurhjaranum að sigla inn í allra svartasta skammdegið svo sólar nýtur aðeins brot úr degi. Á þeim skamma tíma dragast þó margar fallegar myndir upp á himinhvolfið eins og sjá mátti í Örfirisey síðla dags nú í vik- unni. Harpa og háhýsin við Skúlagötuna settu sterkan svip á umhverfið og ljósvitinn við hafnarmynnið sendi geisla sína til sjófarenda með sínum taktföstu slögum. Ágætlega mun viðra til útiveru í dag, en hálkuskæni liggur víða á láglendi svo gangandi fólk þarf að sýna varkárni. Þegar komið er fram yfir helgina má svo búast við hlýindum víðast hvar á landinu og hiti verður víða 5-7 gráður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Litrík veröld í svartasta skammdeginu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir til skoðunar að boðuð hlut- deildarlán muni bjóðast fjölskyldum sem misstu húsnæði í hruninu. Með því munu lánin ekki eingöngu bjóðast þeim sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign. Það gæti aftur haft mikil áhrif á fasteignamarkaðinn. Ragnar Þór situr í starfshópi með ráðherra en fundað var um tillögurn- ar í fjármálaráðuneytinu í gær. Unn- ið er að kostnaðarmati. Að hans sögn þarf mögulega að endurskoða lögin svo kröfuhafar geti ekki gert fjárnám í eignum sem keyptar eru að hluta með eiginfjár- lánum. Með þeim eignast ríkið hlut í íbúð sem eykur kaupgetu lántakans. Frá miðju næsta ári Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði við Morgunblaðið að hann teldi raun- hæft að hlutdeildarlánin yrðu í boði frá miðju næsta ári. Það væri hvorki búið að ákveða hámarksfjárhæð lána né hvort þau stæðu aðeins til boða ef um nýbyggingar væri að ræða. Fjöldi fjölskyldna missti húsnæði sitt í kjölfar efnahagshrunsins. Með leiðréttingunni 2014 var reynt að bæta tjón almennings af verðbólgu- skotinu sem fylgdi í kjölfarið. Með hlutdeildarlánum er gengið lengra í að bæta upp þetta tjón. Spurður hvort hann telji að með þessum aðgerðum hafi tjón þeirra sem misstu eignir í hruninu verið bætt segist Ásmundur Einar efins. „Ég veit ekki hvort þeim einstak- lingum sem misstu eignir sínar í hruninu verði nokkurn tímann bætt- ur sá skaði sem það hefur valdið fjöl- skyldum þeirra. Það er erfitt fyrir þá sem ekki þekkja að setja sig í þeirra spor. Hins vegar tel ég að aðgerð- irnar sem við erum að ráðast í eigi til lengri tíma litið að geta tryggt auk- inn stöðugleika á húsnæðismarkaði. Þær ættu að gera öllum kleift að geta valið sér húsnæði, hvort sem er á leigumarkaði eða eigin húsnæði, óháð efnahags- og þjóðfélagsstöðu.“ Sala fyrir tugi milljarða Pálmar Harðarson, framkvæmda- stjóri Þingvangs, segir að ef hlut- deildarlánin verða veitt til íbúða sem þegar hafa verið byggðar muni það geta örvað íbúðamarkaðinn. Samkvæmt talningu Morgun- blaðsins hafa að minnsta kosti 730 íbúðir selst á miðborgarreitum, á Hlíðarenda og í Efstaleiti á síðustu tveimur árum. Ætla má að söluverð- mætið sé 35-40 milljarðar króna. Sal- an jókst í miðbænum í haust. Fjölskyldur sem misstu íbúðir fái lán frá ríkinu  Formaður VR segir hlutdeildarlán bæta tjón af hruninu Morgunblaðið/Eggert Brynjureitur Lánin gætu mögulega nýst til kaupa á miðborgaríbúðum. MSeldu 80 miðborgaríbúðir … »16 Nýtt eiturlyf, Spice, tröllríður nú fangelsunum, enda er afar erf- itt að finna það á gestum eða í vörum sem koma inn í fangelsin. „Ég áætla að í lokuðu fangels- unum séu 90% fanga í virkri fíkn,“ segir Páll Wink- el, forstjóri Fangelsismálastofn- unar. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við vandanum með því að draga úr eftirspurn með betri með- ferðum fyrir fanga sem glíma við fíkn. „Við erum með fíkniefnahund og mjög öflugt starfsfólk sem leitar á öllum og í þessu öllu saman, en þeg- ar komið er efni sem er lyktarlaust, og þar sem eitt gramm verður að hundrað skömmtum, þá geturðu ímyndað þér hvað það er erfitt að koma í veg fyrir svona sendingar. Við vitum hvaða fangar eru að dreifa fíkniefnum innan fangelsanna en efnin koma hins vegar ekki inn með heimsóknargestum þeirra. Þvert á móti eru það heimsóknar- gestir lágt settra fanga sem eru þvingaðir til að koma með efni inn í fangelsin,“ segir Páll í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Spice í fangelsum landsins Páll Winkel Einar Örn Ang- antýsson varð vitni að atburða- rásinni við Lond- on Bridge í gær þegar tveir al- mennir borgarar létust og margir særðust eftir stunguárás. Lög- reglan skaut árásarmanninn til bana og hafa yfirvöld lýst því yf- ir að ódæðið hafi verið hryðjuverk. Einar sagðist hafa orðið var við óróleika á brúnni. „Þá heyrðust tveir hvellir, sem við héldum í fyrstu að væru flugeldar. Svo fylgdu fleiri skothvellir í kjölfarið og fyrr en varði var fjöldi lögreglu- bifreiða kominn á staðinn,“ sagði hann í viðtali við mbl.is í gær. Upp- taka sem Einar birti á Twitter af fólki að flýja af brúnni fór víða og tóku alþjóðlegir miðlar viðtöl við hann. Þrír særðir í Hollandi Önnur hnífaárás var gerð í hol- lensku borginni Haag í gærkvöld. Þrír særðust í árásinni sem átti sér stað á verslunargötunni Grote Margstraat, skammt frá þinghús- inu. Samkvæmt fréttum hollenskra fjölmiðla í gærkvöld var ekki talið að um hryðjuverk væri að ræða. Árásarmaðurinn er sagður vera á fimmtugsaldri. »24 Fylgdist með atburðunum í London Einar Örn Angantýsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.