Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fram kom í máli Dags B. Eggerts- sonar borgarstjóra á borgarafundi um loftslagsmál hjá RÚV um daginn að hlutfall hjólreiða í samgöngum í borginni hefði aukist í 7%. Það væri mikil aukning á fáum árum. Talan var sótt í ferðavenjukönnun Gallup sem framkvæmd var í október til nóvember 2017. Til sam- anburðar var hlutfallið innan við 1% í sömu könnun 2002, 5% árið 2011 og 6% árið 2014. Það jókst því um 1% í borginni milli ferðavenjukannana árin 2014 og 2017. Hrafnkell Á. Proppé, svæðis- skipulagsstjóri Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), segir aðspurður þetta vera mark- tæka aukningu á hlutfalli hjólreiða í samgöngum. Mikill munur frá fyrri árum „Það má sjá fleiri hjólandi en fyrir fimm árum. Ég hef hjólað reglulega frá því ég kom frá Danmörku 2008 og finn mikinn mun. Það er góð sam- svörun milli tilfinningarinnar og þessara niðurstaðna,“ sagði Hrafn- kell um þróunina síðustu ár. Á höfuðborgarsvæðinu öllu var hlutfallið innan við 1% í könnuninni 2002, 4% í könnunum 2011 og 2014 og 6% í síðustu könnun 2017. Hlut- fallið er því hærra í Reykjavík en á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Hrafnkels var ferða- venjukönnunin ekki gerð í fyrra. Hins vegar sé nú unnið að könnun fyrir 2019 sem birt verði öðrum hvorum megin við áramótin. Hann segir þéttleika byggðar geta haft áhrif á hlutfall hjólreiða. Þá kunni þétting byggðar, til dæmis í Reykjavík, að auka hlutfall hjól- reiða. Þá sé búsetan enda nær þungamiðju starfanna. Tímabilið hefur áhrif Hrafnkell segir aðspurður það geta haft áhrif á niðurstöður könn- unarinnar hvenær hún er gerð. „Yfirleitt er reynt að framkvæma könnunina að vetri til en þó ekki í svartasta skammdeginu. Við getum kannski sagt að febrúar og október/ nóvember séu nokkurn veginn sam- bærilegir upp á það að gera. Það tíðkast að velja tíma þegar ekki er hávetur, þ.e. langt liðið á haust eða á veturinn. Þá er allt í gangi. Skólar eru starfandi. Fríin eru ekki byrjuð. Þannig er reynt að velja „venjulega“ mánuði þar sem aðstæður eru hvorki þær bestu né verstu. Best er að hafa samfellu. Frá 2011 hafa menn framkvæmt könnunina í októ- ber og nóvember,“ segir Hrafnkell. Í samgöngusáttmálanum er gert ráð fyrir 8,5 milljarða fjárfestingu í hjól- reiðastígum og innviðum fyrir hjól- reiðafólk til 2035. Sáttmálinn nær til höfuðborgarsvæðisins. Hlutfallið fari í 30% Hrafnkell segir 6 milljarða renna til hjólreiðastíga. Afgangurinn muni fara í undirgöng og göngubrýr. „Sveitarfélögin hafa stefnt á að hlutfall gangandi og hjólandi fari úr 20% í 30% á þessu tímabili,“ segir Hrafnkell og vísar til gildistíma sátt- málans sem rennur út 2035. Hlut- fallið mældist þannig 20% í síðustu könnun á höfuðborgarsvæðinu. Hlutur gangandi var 14% en hlutur hjólandi 6%. Hann segir markmiðið hafa verið sett fram fyrir þessa flokka saman. Það hafi ekki verið sundurliðað milli gangandi og hjól- andi. Hlutfall hjólandi árið 2035 hafi þannig ekki verið fastsett sem opin- bert markmið. Hins vegar hafi sveit- arfélögin sín eigin markmið. Hrafnkell segir aðspurður aug- ljóst að loftslagsmálin hvíli þungt á fólki, ekki síst ungu fólki. Hlutfall hjólandi jókst um 1%  Svæðisskipulagsstjóri SSH telur marktæka aukningu hafa orðið í hjólreiðum  Markmið um hlutfall hjólandi 2035 ekki verið fastsett  Jókst um 1% 2014-17 Morgunblaðið/Hari Hjólað úr vinnu Hjólastígar hafa verið byggðir upp víða á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. Með hvaða hætti ferðaðist þú í dag? 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Sem bílstjóri Sem farþegi í einkabíl Fótgangandi Á reiðhjóli Með strætis- vagni Annað 58 61 60 61 17 15 15 15 20 15 15 14 0 4 4 6 4 4 4 4 1 1 1 1 Febrúar 2002 Okt.-des. 2011 Okt.-nóv. 2014 Október 2017 Hvað af eftirtöldu á best við um þig og hjólreiðar? Hjóla aldrei Hjóla hluta úr ári Hjóla allt árið um kring 12% 10% 10% 47% 43% 48% 41% 49% 39% Ferðavenjukönnun Gallups á höfuðborgarsvæðinu haustið 2017* *Unnið fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð kl. 17.00 í dag, laugardag- inn 30. nóvember, en tréð er stað- sett á Miðbakka Reykjavíkur- hafnar. Góðir vinir frá Hamborg senda jólatréð til Reykjavíkur- hafnar eins og þeir hafa gert árlega frá árinu 1965. Við athöfnina flytur fulltrúi frá Hamborg stutt ávarp og Skúli Þór Helgason, formaður Faxaflóahafna sf., þakkar fyrir jólatréð. Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands á Ís- landi, ávarpar gesti við tréð ásamt Sverri Schopka, fulltrúa Þýsk- íslenska félagsins í Þýskalandi. Að athöfn lokinni er gestum boðið í heitt súkkulaði og viðeigandi bakk- elsi í Hafnarhúsinu, ásamt því að jólasveinar munu kíkja í heimsókn. Félagar úr Lúðrasveit Hafnar- fjarðar leika jólalög. sisi@mbl.is Kveikt á ljósunum á Miðbakka Morgunblaðið/Árni Sæberg Miðbakki Mikil stemning skapast jafnan þegar jólaljósin eru tendruð. Hjálparstarf kirkjunnar undirbýr nú aðstoð við efnalitlar fjölskyldur fyrir jólin. Félagsráðgjafar og fleiri taka á móti umsóknum um aðstoð frá barnafjölskyldum á höfuðborg- arsvæðinu sem búa við kröpp kjör dagana 3.-5. desember kl. 11-15. Aðstoðin felst m.a. í því að fólk sem býr við fátækt fær inneignarkort í matvöruverslunum Þá hefur Hjálparstarf kirkjunnar hafið jólasöfnun með 2.500 kr. val- greiðslu í heimabanka. „Við erum að safna fé til verkefna okkar í sveitunum í Eþíópíu og Úganda þar sem fólk býr við mikinn skort á vatni og vantar hreinlætisaðstöðu,“ segir Kristín Ólafsdóttir, fræðslu- fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Hjálparstarfið að- stoðar fyrir jólin Afgreiðslutímar á www.kronan.is Nánar á kronan.is/ jolahladbord
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.