Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 20
ÚR BÆJARLÍFINU Ólafur Bernódusson Skagaströnd Skógræktarstjóri og sveitar- stjórinn á Skagaströnd undirrituðu um miðjan október samning um þjóðskóg á Skagaströnd. Fyrir- hugað er að koma upp 10 hektara skógi í landi sveitarfélagsins og munu framkvæmdir hefjast næsta sumar á vegum skógræktarinnar í samvinnu við heimamenn. Af þessu tilefni gróðursettu Þröstur skóg- ræktarstjóri og Alexandra sveit- arstjóri eitt tré til að staðfesta samn- inginn á táknrænan hátt. Farið er í þetta skógræktarverkefni til að fegra umhverfið, binda kolefni, efla lífríkið og bæta aðstöðu til útivistar ásamt því að framleiða timbur þegar fram líða stundir.    Í haust urðu stjórnendaskipti í Höfðaskóla á áttatíu ára afmælisári skólans. Vera Valgarðsdóttir skóla- stjóri og Guðjón Sigurðsson aðstoð- arskólastjóri létu af störfum eftir að hafa stýrt skólanum af festu og skör- ungsskap í fimm ár. Tvær ungar konur, Sara Diljá Hjálmarsdóttir og Guðrún Elsa Helgadóttir, tóku við stjórnartaumunum, Sara sem skóla- stjóri en Guðrún sem aðstoðar- skólastjóri. Báðar höfðu þær áður starfað í nokkur ár sem kennarar við skólann.    Vörusmiðjan hjá BioPol hefur rækilega sannað tilverurétt sinn því þar hefur verið nánast fullbókað við námskeiðahald og vinnslu bænda á eigin afurðum í allt haust. Fyrir þá sem ekki vita þá er Vörusmiðjan vottað vinnslurými þar sem hver sem er getur leigt sér aðstöðu til að vinna matvæli sem síðan má selja beint frá býli og auka þannig verð- mætasköpun framleiðsluvara sinna. Verkefnisstjóri Vörusmiðjunnar, Þórhildur M. Jónsdóttir matreiðslu- meistari, er einnig fólki innan hand- ar þegar það er að störfum þar.    Á íbúafundi um sameiningar- mál í nóvember kom fram að íbúum í Sveitarfélaginu Skagaströnd fjölg- aði um 15 manns á árinu. Þetta er já- kvæð þróun eftir fækkun undanfar- inna ára. Svo undarlega sem það kann að virðast kostar þessi fjölgun sveitarfélagið 30 milljónir í minna framlagi úr jöfnunarsjóði sveitar- félaga. Helgast það af þeirri reglu sjóðsins að auka framlag til þeirra sveitarfélaga þar sem fækkun er en kippa þeim svo af þegar aftur fjölg- ar. Á íbúafundinum kom einnig fram mikil óánægja með þau áform yfirvalda sveitarstjórnarmála að svipta fólk sjálfræði sínu með því að sameina sveitarfélög hvort sem það er vilji íbúanna eða ekki. Sýnist fólki að ákvæðið um 1.000 íbúa lágmark sé gripið úr lausu lofti án þess að hafa við nein sérstök hagræn rök að styðjast.    Nokkur hreyfing er á fast- eignamarkaðinum á Skagaströnd og seljast fasteignir yfirleitt mjög fljótt ef þær eru í boði. Eftir að sveitarfélagið auglýsti ókeypis lóðir hafa tveir aðilar sótt um bygging- arlóðir og ætla að hefja fram- kvæmdir á næsta ári. Vonandi verður það til að hleypa auknum krafti í byggingu íbúðarhúsnæðis því húsnæðisskortur er farinn að standa vexti byggðarlagsins fyrir þrifum.    Ný smábátahöfn var tekin í notkun í október þó enn eigi eftir að malbika planið við höfnina. Það verður ekki gert fyrr en næsta sumar því uppfyllingin sem planið er á verður að fá að síga og jafna sig betur áður en lagt verður á það. Mikil ánægja er meðal smábáta- manna með nýju höfnina sem er skjólsæl í öllum áttum og er því örugg og fer vel með bátana auk þess sem umgengni um hana er auðveld og þægileg.    Í október keypti sveitarfélagið eignarland og fasteignir Golfklúbbs Skagastrandar í Háagerði. Jafn- framt var gerður samningur við klúbbinn um rekstur golfvallarins og fasteigna sem þar eru, ásamt uppbyggingu á félagsstarfi klúbbs- ins. Sveitarstjórn klofnaði í afstöðu sinni til kaupanna og lét minnihlut- inn bóka áhyggjur sínar af þeirri fjárhagslegu bindingu sem kaupin hafa í för með sér. Klofningurinn er óvenjulegur því yfirleitt ná aðilar saman um þau mál sem tekin eru fyrir í sveitarstjórninni. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Skrúðganga Á áttatíu ára afmæli Höfðaskóla gengu nemendur og starfsfólk frá gamla skólanum að nýjum skóla. Fólki fjölgar á́ Skagaströnd 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Þingeyjarsveit | Veðrið hefur verið gott á Norðausturlandi nú í nóvember og er það góð tilbreyt- ing frá öllum rigningunum fyrr í haust. Spáin er svipuð næstu daga, en margir hafa nýtt sér góða veðrið til útvistar og ým- issa verka. Búfénaður kann vel að meta tíðarfarið og víða er sauðfé enn úti við, allavega á þeim bæjum þar sem ekki er búið að rýja. Ærnar í Lyngbrekku í Þingeyjarsveit eru ánægðar með útivistina enda eru þær enn í ull- inni. Hjörðin þar er athyglisverð, þar sem flest féð er flekkótt og þar er mörg litaafbrigði að finna. Nú verða þær reknar inn en þá hefst rúningurinn og útiverunni lýkur. Fallegt flekkótt fé Morgunblaðið/Atli Vigfússon Söguhringur kvenna býður öllum áhugasömum konum í jólagöngu undir leiðsögn sögukvennanna Hall- veigar Thorlacius og Helgu Arnalds á morgun, sunnudag, 1. des. Laum- ast verður inn á áhugaverða staði undir tindrandi ljósum miðborg- arinnar og sérstök áhersla verður lögð á jólasiði Íslendinga fyrr og síð- ar. Koma Grýla, jólakötturinn og jólasveinarnir 13 til sögunnar. Í til- kynningu kemur fram að „eftir hressandi gönguferðina, sem tekur um 45 mínútur, verður farið upp á 6. hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni, þar sem gestir fá að forvitnast um matarsiði Íslendinga á jólunum gegnum tíðina. Eitt af því sem ein- kennir undirbúning íslenskra jóla er laufabrauð og munu þátttakendur læra listina að skera út og steikja laufabrauð. Hver gestur kemur með eigin skurðarbretti. Öllum er vel- komið að koma með hátíðargóðgæti eða miðla því sem einkennir hátíðina í eigin fjölskyldum eða upprunalandi þeirra. Léttar veitingar verða í boði.“ Öllum konum er velkomið að taka þátt í kvennagöngunni og lagt verð- ur af stað frá Borgarbókasafninu, Tryggvagötu 15, kl. 13.30. Jólagöngutúr og laufabrauðsgerð  Sögukonur leiðsegja öðrum konum Laufabrauðsskurður Þær konur sem mæta til göngu fá að læra hann. Alls hefur 451 einstaklingur notið góðs af svo- kölluðum sára- fátæktarsjóði Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) síð- an að úthlutun úr honum hófst í mars. Þá hafa 249 umsóknir borist og 215 verið sam- þykktar. Sárafátæktarsjóðnum er ætlað að styðja við mjög tekjulága ein- staklinga en á hverjum tíma eru allt að 6.000 einstaklingar sem glíma við sárafátækt á Íslandi, samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. „Til Rauða krossins leita oft ein- staklingar í hvers kyns neyð. Fram að stofnun sjóðsins hafði Rauði krossinn aðeins stutt við fólk sem býr við mikla fátækt og neyð með fjárstuðningi í kringum jólin með jólaðstoð. Hins vegar er ljóst að þörfin er fyrir hendi allt árið um kring og því var stofnaður sérstakur sjóður með 100 milljóna króna stofn- framlagi af sjálfsaflafé Rauða kross- ins,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi RKÍ, en hægt er að sækja um styrk á redcross.is. 451 fengið aðstoð frá RKÍ Brynhildur Bolladóttir Jóladagatal Borgarbókasafnsins hefur glatt yngri notendur safnsins árum saman en í ár var í fyrsta sinn efnt til samkeppni um besta jóla- dagatalið og sigurvegarinn var Jóla- álfurinn sem flutti inn, eftir hjónin Grétu Þórsdóttur Björnsson og Hall- dór Snorrason. Jóladagatalið er ætl- að börnum á öllum aldri og mun einn kafli birtast á degi hverjum fram að jólum á heimasíðunni borgar- bokasafnid.is. Sá fyrsti birtist á morgun, sunnudag, 1. des. Verður hægt að lesa kaflana og njóta mynd- skreytinga en einnig hlusta á upp- lestur á sögunni. Jóladagatalið birt- ist líka á Facebook-síðu safnsins og verður aðgengilegt inni á hlaðvarpi safnsins eftir 24. desember. „Pínulítil hurð birtist á vegg heima hjá Urði. Hver gerir prakk- arastrik á nóttunni og skilur eftir sig fótspor í hveitinu? Foreldrar Urðar halda að hún sé sökudólgurinn – en Urður er blásaklaus! Getur verið að danskur jólaálfur sé fluttur inn til þeirra?“ Um þetta og margt fleira skemmtilegt fjallar sagan Jólaálfur- inn sem flutti inn. Saga skrifuð af hjónum Hjón Halldór og Gréta sigruðu í samkeppni um jóladagatal.  Hver skilur eftir sig fótspor í hveitinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.