Morgunblaðið - 30.11.2019, Page 4

Morgunblaðið - 30.11.2019, Page 4
Greiddur erfðafjárskattur 2007 til 2019 2007 4.681 einstaklingur greiddi erfða- fjárskatt árið 2007. Þar af 890 af fyrirframgreiddum arfi . Arfl átar voru alls 1.179. 905 milljónir kr. voru alls greiddar í erfðafjár- skatt á árinu. 2019 5.928 einstaklingar greiddu erfðafjárskatt árið 2019. Þar af 1.331 af fyrirframgreiddum arfi . Arfl átar voru alls 1.543. 4.739 milljónir kr. voru alls greiddar í erfðafjárskatt á árinu. 5,0 4,5 4,0 3,5 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 2.500 2.250 2.000 1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 Erfðafjárskattur af fengnum arfi Af fyrirframgreiddum arfi Fjöldi arfl áta '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 Alls 4,7 milljarðar kr. Þar af 1,4 milljarðar af fyrirframgreiddum arfi . Erfðafjárskattur, milljarðar kr. Fjöldi arfl áta 31.097 milljónir kr. hafa alls verið greiddar í erfðafjárskatt árin 2007 til 2019. Heimild: Fjársýsla ríkisins Helgi Bjarnason Ómar Friðriksson Eitthvað á annað þúsund einstak- lingar hafa fengið fyrirframgreiddan arf á ári síðustu árin, 8 til 10 milljónir að meðaltali. Heildarfjárhæð fyrir- framgreidds arðs, sem erfðafjár- skattur hefur verið greiddur af, nemur 10 til 14 milljörðum á ári. Er það almennt nálægt þriðjungi af þeim arfi sem kemur til skipta sam- kvæmt hefðbundnum skiptum dán- arbúa. Fólk getur afhent erfingjum sín- um verðmæti og telst það fyrirfram- greiddur arfur. Síðustu þrjú árin hefur fyrirfram- greiddur arfur numið 12 til 14 millj- örðum króna á ári og var rúmir 9 milljarðar árið þar á undan. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Rík- isskattstjóri hefur tekið saman, með- al annars úr gögnum Fjársýslu rík- isins. Er þetta talsverð hækkun frá árunum á undan. Til samanburðar má geta þess að arfur sem fólki hefur tæmst við and- lát arfgjafa hefur á þessum árum numið 20 til 35 milljörðum króna. Fyrirframgreiddi arfurinn hefur á síðustu árum verið 28-35% af sam- anlögðum arfi, aðeins misjafnt eftir árum. Á annað þúsund nýtur arfs Á síðustu þremur árum hafa 1.300 til 1.600 einstaklingar notið fyrir- framgreidds arfs en rúmlega 1.000 í nokkur ár þar áður. Þeir sem fá fyr- irframgreiddan arf hafa verið fimmt- ungur til fjórðungur af heildarfjölda arfþega. Fyrirframgreiddur arfur er að meðaltali talsvert hærri en arfur sem tæmist fólki við andlát arfgjafa. Á skattárinu 2018 var fyrirfram- greiddur arfur að meðaltali rúmar 10 milljónir á mann en 7,6 milljónir til þeirra sem fengu arf við andlát for- eldra eða annarra skyldmenna. Árin þar á undan var fyrirframgreiddur arfur á bilinu 6 til 9 milljónir en 5 til rúmar 6 milljónir hjá öðrum arfþeg- um. Fólki er heimilt að greiða lögerf- ingjum og öðrum sem standa til arfs fyrirfram út arfshluta þeirra að hluta eða öllu leyti. Er þá gerð erfða- fjárskýrsla hjá sýslumanni og erfða- fjárskattur greiddur. Greiddur er 10% skattur af öllum arfshlutanum og eru engin skattleysismörk á því, öfugt við hefðbundnar erfðafjár- skýrslur. 300-500 greiða arf fyrirfram 340 til 524 einstaklingar greiddu út arf fyrirfram á árunum 2014 til 2018. Á sama tíma var skipt upp arfi 900 til rúmlega 1.100 manna á hefð- bundinn hátt. Greiddir voru 1,2 til 1,4 milljarðar í erfðafjárskatt af fyrirframgreidd- um arfi á síðustu þremur álagning- arárum skatts, sem er aukning frá árunum þar á undan. Fyrirfram- arfur tíu milljónir kr.  Fyrirframgreiddur arfur 10 til 14 milljarðar til á annað þúsund manns Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fasteignir Arfur sem greiddur er fyrirfram getur verið í formi fasteignar eða hluta í fasteign, verðbréfa, peninga og ýmissa annarra verðmæta. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Gefðu frí um jólin með gjafabréfi Icelandair NÁNAR Á UU.IS SKEMMTILEG FERÐ SEMHENTAR ÖLLUMUMAUSTURRÍSKU ALPANA MEÐMIKLU INNIFÖLDU 12. - 19. SEPTEMBER 2020 NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS RAF-HJÓLAFERÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, lætur af störfum á morgun, 1. desember. Hann tók við starfi bæjarstjóra Fjallabyggðar 29. janúar 2015. „Það stóð aldrei til að ég yrði út þetta kjörtímabil. Svo færist ald- urinn yfir og heilsufarið ekki eins gott og maður vildi. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta nú,“ sagði Gunnar. Hann var áður bæj- arstjóri í Kópavogi í á fimmta ár. Gunnar sagði að starf bæjarstjóra væri bæði skemmtilegt og krefjandi en einnig erilsamt. „Ég hef haft mikla ánægu af að vera bæjarstjóri og ekki síst af sam- starfinu við allt það góða fólk sem maður hefur unnið með og íbúana hér í Fjallabyggð sem tóku okkur hjónum sérstaklega vel,“ sagði Gunnar. Hann hefur haft búsetu á Siglufirði og konan hans einnig dval- ið þar mikið. Gunnar rak lengi stórt verktaka- fyrirtæki og þekkir því vel til verk- legra framkvæmda. Hann sagði það hafa verið góðan undirbúning fyrir bæjarstjórastarfið. „Í verktakastarfseminni verður maður að geta tekið ákvarðanir. Ef maður er sveitarstjóri eða bæjar- stjóri verður líka að taka ákvarðanir. Í því sambandi er oft betra að veifa röngu tré en öngvu því maður veit ekki alltaf fyrirfram hvort maður er að taka rétta ákvörðun.“ Aðhald og gott starfsfólk Gunnar kvaðst hafa haft það að leiðarljósi í störfum sínum sem bæjastjóri bæði í Fjallabyggð og Kópavogi að hafa reksturinn í lagi. „Ef reksturinn er í lagi þá verður tekjuafgangur sem er hægt að fram- kvæma fyrir og nota til að greiða niður skuldir. Þú verður ekki vinsæl- asti maðurinn á svæðinu fyrir að gera þetta svona! En með þessu er hægt að laga innviði og gera ýmis- legt. Maður sér víða hjá sveitar- félögum að reksturinn er ekki nógu góður. Ég bendi á að rekstrar- afgangur síðasta árs hjá okkur í Fjallabyggð var 280-290 milljónir á meðan margfalt stærri sveitarfélög voru að skila afgangi upp á 5-6 hundruð milljónir. Rekstrar- afgangur okkar í Fjallabyggð stefnir í að verða betri á þessu ári en hann var í fyrra.“ Þess má geta að í Fjalla- byggð búa rúmlega 2.000 manns. Gunnar sagði að góður árangur í rekstri næðist ekki nema með að- haldi og góðu starfsfólki. „Ég geri þetta ekki einn heldur með góðu liði,“ sagði Gunnar. En hvað tekur við hjá honum nú? „Ég segi eins og Guðmundur jaki sagði þegar hann var spurður hvað hann ætlaði að gera þegar hann hætti hjá Dagsbrún. „Ég ætla ekki að fara að safna frímerkjum!““ Gunnar sagðist vera þannig gerður að hann þyrfti að hafa eitthvað fyrir stafni. Það þarf ekki vera jafn mikið og hann hefur haft að gera undan- farin ár. Gunnar er doktor í jarðvegsverk- fræði og kann til verka í verktaka- starfsemi og sveitarstjórnarmálum. „Ég hef unnið sem ráðgjafi bæði fyr- ir sveitarfélög og verktaka. Ég held að ég verði ekkert atvinnulaus,“ sagði Gunnar. Mikilvægt að hafa rekstur sveitarfélagsins í lagi  Gunnar I. Birgisson hættir sem bæjarstjóri í Fjallabyggð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bæjarstjóri Gunnar Ingi Birgisson varð bæjarstjóri í Fjallabyggð árið 2015. Hann er verkfræðingur og var áður bæjarstjóri í Kópavogi og verktaki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.