Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 ✝ Rikki ÞórValsson fædd- ist á Akureyri 26. desember 1966. Hann lést á heimili foreldra sinna á Svarfaðarbraut 9 á Dalvík hinn 19. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar Rikka eru hjónin Þóra Sigrún Frið- riksdóttir húsmóð- ir frá Selá á Árskógsströnd, f. 8. apríl 1945 og Valur Harð- arson pípulagningameistari frá Dalvík, f. 10. mars 1946. Rikki var elstur í röð fjög- urra systkina. Hin eru: 1) Ás- dís Ósk Valsdóttir fast- eignasali, f. 4. febrúar 1969. Börn hennar eru: Axel Valur Þórisson, f. 3. apríl 1996, Vikt- Björnsdóttir leikskólakennari, f. 6. nóvember 1969. Dóttir þeirra er Guðrún Þóra Frið- riksdóttir fornleifafræðingur, f. 18. október 1989. Sambýlis- maður Guðrúnar er Yannick Wærge Hoeing kokkur, f. 30. október 1990. Guðrún Þóra á einnig hálfsysturina Katrínu Maríu Ingibjargardóttur Ipaz, f. 21. september 2001, sem Rikki gekk í föðurstað. Rikki Þór ólst fyrsta árið upp á Selá á Árskógsströnd en fluttist síðar til Dalvíkur með foreldrum sínum. Hann lauk grunnskólaprófi frá Grunn- skóla Dalvíkur en starfaði að því loknu við fiskvinnslu á Dal- vík. Árið 1988 hóf Rikki störf í Sæplasti og starfaði þar nær óslitið til 4. september 2019, þegar hann þurfti að hætta vinnu vegna veikinda sinna. Útför Rikka Þórs fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 30. nóvember 2019, klukkan 13.30. or Logi Þórisson, f. 23. júní 2002, og Sigrún Tinna Þór- isdóttir, f. 22. febrúar 2009. 2) Íris Dögg Vals- dóttir viðskipta- fræðingur, f. 23. ágúst 1972. Íris er gift Atla Mar Gunnarssyni tölv- unarfræðingi, f. 21. nóvember 1972. Börn þeirra eru Ísak Leo Atlason, f. 11. janúar 2005, og Júlía Dís Atladóttir, f. 24. júní 2008. 3) Hörður Hermann Valsson, búsettur í Danmörku, f. 23. apríl 1976. Dóttir hans er Liv Harðardóttir Palm, f. 9. október 2006. Fyrrverandi sambýliskona Rikka Þórs er Ingibjörg Ásta Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd (Bubbi Morthens) Þegar barnið manns greinist með lífsógnandi sjúkdóm skiptir ekki máli þó að barnið sé 50 ára, börnin eru jú alltaf börnin manns. Þegar Rikki greindist með krabbamein í febrúar 2017 hófst vegferð sem enginn vill fara. Hvað tekur við. Við vissum strax að þetta yrði hörð barátta en það var ekki í boði að gefast upp. Alltaf var Rikki sá sterkasti og þegar leið á árið fór hann að plana framhaldið, hann ætlaði að mæta í vinnu 1. febrúar 2018 sem gekk eftir og átti hann ágætt ár. Hann fór í ýmsar framkvæmdir heima fyrir og var bjartsýnn á framhaldið og unnu þeir feðgar vel saman við þær. Og þrátt fyrir að sjúkdómurinn tæki sig upp snemma á þessu ári var ýmislegt í gangi og fleira búið að plana fyr- ir næsta ár. Uppgjöf var ekki til í hans orðaforða. Rikki hafði mik- inn áhuga á allskonar íþróttum en fótboltinn var alltaf í fyrsta sæti. Hann fylgdist vel með gengi Dalvíkurliðsins og fór alltaf á heimaleiki og víðar á meðan heilsan leyfði. Fótboltaliðið hans á suðvesturhorninu var Valur en alltaf var Liverpool no 1. Maður ónáðaði hann ekki á meðan hans lið var að keppa, það hefði næst- um getað valdið vinslitum. Rikki var mjög stoltur af Guðrúnu Þóru dóttur sinni og þegar hún eign- aðist hálfsystur hana Katrínu Maríu gekk hann henni í föður- stað sem lýsir honum svo vel. Hann var mjög frændrækinn og þess nutu systkinabörn hans ríkulega, afmælis-, jóla- og ferm- ingargjafir máttu ekki gleymast. Þegar leið á haustið og hann gat ekki lengur verið heima hjá sér flutti hann til okkar. Hér horfð- um við gjarnan saman á leikina með liðinu hans, fengum útskýr- ingar á mismunandi afbrigðum af spyrnum o.þ.h. Þó að erfitt sé að kveðja og hann farinn á annað til- verustig verður hann alltaf hjá okkur í hugsunum okkar. Kveðja, mamma og pabbi. Útidyrahurðinni er hrundið upp með látum og ég heyri að ein- hver hreinlega dettur inn í þvottahúsið og hljóðar. Ég stekk fram og á gólfinu liggur Rikki frændi með stærðar nagla í fæt- inum. Hann hafði verð að leika sér í raðhúsinu sem var í bygg- ingu fyrir ofan Svarfaðarbraut- ina, götuna okkar. Þetta minn- ingarbrot kom upp í hugann þegar ég lét hann reika eftir að Rikki dó. Við vorum jafngömul, bæði fædd í desember 1966, systkinabörn og bjuggum í sömu götu, ég í Svarfaðarbraut 10, Rikki í 9. Við ólumst upp í sjávarþorpi og gengum þar í grunnskóla en fórum svo ólíkar leiðir í lífinu og það var í raun ekki fyrr en síðasta áratug sem við kynntumst að nýju í gegnum samræður. Og það var gaman að tala við Rikka, það var næstum öruggt að hann kom með annað sjónarhorn í um- ræðuna og alls ekki það sem var sjálfgefið. Hann var vel að sér og vissi ótrúlega hluti um ótrúleg- ustu fyrirbæri. Ég var hins vegar algerlega úti á þekju í því sem hann vissi mest um – fótbolta – þar var hann forfallinn áhuga- maður. Veturinn 2016-2017 dvaldi ég í Kanada og það var þá sem krabbameinið gerði vart við sig. Á þessum tíma áttum við mörg samtölin á netinu þar sem Rikki lýsti í smáatriðum þeim hremm- ingum sem hann gekk í gegnum. Ég furðaði mig oft á því hvernig hann gat munað og endursagt all- ar líffræðilegu og læknisfræði- legu skýringarnar sem tengdust veikindunum, stundum voru lýs- ingarnar svo nákvæmar að mér stóð ekki á sama þarna hinum megin við hafið. Rikki hafði betur í fyrstu atrennu við sjúkdóminn enda hafði hann sett sér það markmið að vera við útskrift Guðrúnar Þóru dóttur sinnar úr meistaranámi í fornleifafræði frá breskum háskóla, sem hann og gerði. Rikki var óendanlega stolt- ur af dóttur sinni og stundum var engu líkara en að hann hefði setið með henni á skólabekk því hann setti sig svo vel inn í námið henn- ar. Rikki var ekki síður stoltur af Katrínu hálfsystur Guðrúnar, sem er henni sammæðra, en þau áttu ófáar samverustundirnar. Um tíma leit út fyrir að Rikki myndi ná að lifa með þeirri skerð- ingu sem krabbameinið hafði valdið og bjartsýni hans og út- sjónarsemi var aðdáunarverð. Hann þurfti að læra að borða upp á nýtt og það kallaði á nýtt um- ræðuefni um mat, matreiðslu og efnasamsetningu matar. En svo kom meinið til baka, óvægið sem aldrei fyrr og nú hafði það yfir- höndina. Rikki barðist af alefli og æðruleysi og í þessari baráttu var hann algjör nagli, ekki ryðgaður eins og sá sem hann fékk í fótinn um árið, heldur gegnheill og sterkur. En það dugði ekki til, ekkert dugði gegn þessari mein- semd. Rikki bjó svo vel að hafa for- eldra sína innan seilingar á Dal- vík og í veikindum hans hafa þau verið vakin og sofin yfir velferð hans og líðan. Þau hafa sýnt aðdáunarverðan styrk og þraut- seigju í þessari erfiðu baráttu. Ég veit líka að það var honum mikils virði að Guðrún flutti ný- lega norður og þau áttu dýrmæt- an tíma saman. Við Rikki áttum margt órætt þegar hann kvaddi en við tökum aftur upp þráðinn síðar meir á góðum stað. Hermína Gunnþórsdóttir. Þær voru oft ansi fjörlegar löngu frímínúturnar í Dalvíkur- skóla og var gjarnan spilaður fót- bolti og þótti mér þetta afar skemmtilegt komandi úr fámenn- inu í sveitinni. Það var hart barist og ekkert gefið eftir á steyptum vellinum við skólann. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að það var betra að lenda í liði með einum bekkjarbróður mínum sem gjarna var kallaður Rikki, hann var ansi harður í horn að taka og fastur fyrir. Því kynntist ég betur síðar, en lífið æxlaðist þannig að ég giftist Hermínu frænku Rikka og þá höfum við Rikki unnið hjá sama fyrirtæki um margra ára skeið. Rikki fór ávallt sínar eigin leiðir og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og skeytti engu hvað öðrum fannst. Hann tók ávallt upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín og vildi hlut allra sem jafnastan. Það voru því oft fjör- legar umræður á kaffistofu Sæ- plasts þar sem Rikki kom mönn- um oft í mikið uppnám með skemmtilegum og oft óþægileg- um staðreyndum og skoðunum, en Rikki var afar vel lesinn og hafði þekkingu á hinum ótrúleg- ustu málum. Knattspyrna var Rikka hjartfólgin, en við lékum knattspyrnu saman á Dalvík og þá vorum við sama sinnis í enska boltanum en við fylgdum báðir bítlaliðinu frá Liverpool. Rikki fylgdist ætíð með börnunum mín- um og sýndi því áhuga hvað þau voru að fást við hverju sinni og endaði hann oft samtöl okkar á því að segja „heyrðu ég bið að heilsa krökkunum“. Síðastliðin tvö ár tókst Rikki á við krabba- mein sem hann mætti með ein- stöku æðruleysi. Hann kvartaði aldrei en maður stóð vanmáttug- ur álengdar og dáðist að því hvernig hann tókst á við verkefn- ið. Nú hefur Rikki spilað sinn síð- asta leik og vil ég þakka honum fyrir samfylgd og vinskap í gegn- um árin. Ég sendi fjölskyldu Rikka mínar innilegustu samúð- arkveðjur og finnst við hæfi að hafa lokaorðin: þú ert aldrei einn á ferð (you will never walk alone). Arnar Már Snorrason. Rikki Þór Valsson ✝ Guðrún Fil-ippía Eyjólfs- dóttir fæddist 8. júní 1940 á Reyð- arfirði. Hún lést 12. nóvember 2019. Hún var dóttir hjónanna Svein- bjargar Einars- dóttur, f. 19. mars 1906, d. 20. októ- ber 1975, og Þor- björns Eyjólfs Elíassonar, f. 28. maí 1909, d. 31. janúar 1996. Systkini Guðrúnar eru Brynjar Elías Eyjólfsson, f. 23. júlí 1938, og Jarþrúður Mar- grét Eyjólfsdóttir, f. 28. júní 1943. Guðrún gekk í skóla á Eiðum og vann um tíma á netaverkstæðinu á Reyðar- firði. Hún flutti til Reykja- víkur árið 1956 og fór að maki Eydísar er Geir Walter Kinchin. Elín Hildur er gift Þórði Bogasyni og eiga þau börnin Þórð Daníel, Svandísi Ernu og Arnar Jóhann, fyrir átti Elín soninn Kristin Elfar Haralds- son. Ástráður á tvö börn, þau Kjartan Skarphéðin og Ástrós Líf. Árið 1965 kynntist Guðrún eftirlifandi eiginmanni sínum, Kristni Grímssyni vélvirkja- meistara, og giftu þau sig 6. júní 1970. Þau bjuggu í all- mörg ár í Ljósheimum, en árið 1980 fluttu þau í Kambasel í Seljahverfi og bjó Guðrún þar ásamt eiginmanni sínum þar til hún lést. Barnabörn Guðrúnar eru átta talsins, barnabarnabörnin einnig átta og svo átti hún eitt langalangömmubarn sem fædd- ist á þessu ári. Guðrún vann við verslunar- störf og svo við aðhlynningu aldraðra á Hrafnistu í Reykja- vík í 17 ár og síðan í Seljahlíð, þar til að starfslokum kom. Útförin hefur farið fram. vinna í Lakkrís- gerðinni Póló, ár- ið 1957 fór hún að vinna í Búr- fellsvirkjun og kynntist þar fyrri eiginmanni sín- um, Ástráði Kristófer Her- manníussyni, f. 6. október 1937, sem fórst af slys- förum 9. nóv- ember 1963, stóð hún þá uppi 24 ára gömul ekkja með þrjú börn. Börn þeirra eru Eydís Sveinbjörg, f. 9. ágúst 1958, El- ín Hildur, f. 13. ágúst 1961, og Ástráður Kristófer, f. 5. júní 1963. Eydís giftist Gunnari Erni Sigurðssyni og átti með honum dótturina Fanneyju, fyrir átti Eydís dótturina Ingu Guðrúnu Arnþórsdóttur. Núverandi Okkur systkinin langar til að minnast mömmu okkar sem lést 12. nóvember sl. eftir nokkurra ára baráttu við sjúkdóminn sem hafði að lokum betur. Mamma okkar var yndisleg og hjartahlý kona sem við minnumst með söknuði og hlýju í hjarta. Ekki fór mamma varhluta af erfiðleikum á ævinni, hún missti föður okkar þegar hún var 24 ára gömul og stóð þá uppi ekkja með þrjú ung börn. En mamma var líka heppin, hún kynntist Kristni Grímssyni sem gekk okkur systkinunum í föðurstað og ól hann okkur upp með mömmu eins og sín eigin börn. Mamma hafði mikinn áhuga á veiðiskap, það voru ófáar veiði- ferðirnar sem við fórum með henni og pabba, við systkinin. Oft var farið að veiða í Þingvallavatni og þá var tjaldað og gist í ein- hverjar nætur. Margar góðar minningar tengjast mömmu og veiðiskap, hún var mjög ötull veiðimaður og byrjaði manna fyrst á morgnana og hætti manna síðust á kvöldin. Mamma var mikil handverks- kona, eins og heimili hennar og pabba ber merki, einnig gaf hún okkur börnunum sínum og barna- börnum jólaskraut, dúka og fleira sem hún hafði gert sjálf og höld- um við mikið upp á þessa hluti. Nú er mamma farin og eftir sit- ur pabbi sem misst hefur sinn lífs- förunaut eftir u.þ.b. 55 ára sam- vist. Takk fyrir allt, elsku mamma, hvíldu í friði. Þín börn, Eydís Sveinbjörg, Elín Hild- ur og Ástráður Kristófer. Í dimmum haustmánuði kvadd- ir þú okkur, elsku amma mín. Sorgin er mikil og minningarnar eru margar. En þó að dimmt sé yfir þá veit ég að þú sást birtuna og í hana fórstu. Eftir langt stríð og mikil veik- indi þá veit ég að núna geturðu lif- að áreynslulaust á betri stað, þar sem við eigum eftir að hittast aft- ur. Það verður rosalega skrýtið að skrifa aldrei aftur á kort „til ömmu og afa í Kambó“. Því það var alltaf þessi staður sem ein- hvern veginn var alltaf til og mér datt aldrei í hug að yrði ekki bara alltaf. Minningarnar eru margar. Þegar ég var lítil að sitja í neðstu tröppunni þegar mamma var að fara og ég vildi ekki fara nema fá nesti og þú þurftir að gefa mér epli, svo ég myndi samþykkja að fara. Heimsóknirnar í seinni tíð og þér var alltaf svo annt um barna- barnabörnin þín og spurðir hvort það væri ekki allt í lagi, stundum þorði maður ekki að segja að svo væri ekki, vegna þess að ég vildi ekki að þú hefðir áhyggjur. Þú lifðir það að verða langa- langamma lítillar dömu, sem á eft- ir að kynnast þér í gegnum minn- ingar og sögur. Elsku amma mín, ég veit að þú ert á betri stað og þér líður betur. Þegar við sjáumst aftur þá fáum við okkur súkkulaði og smá- kökur með kaffisopa. Ég mun alltaf sakna þín. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Inga Guðrún. Elsku amma. Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum með þér, þú varst hlý og góð og alltaf svo glöð þegar við komum í heim- sókn til þín og afa í Kambaselið. Þegar þið afi buðuð okkur í lundaveislurnar var svo gaman og karamellutertan þín gómsæta var ómissandi í öll boð í fjölskyldunni. Við kveðjum þig með sorg í hjarta og eigum eftir að sakna þín, elsku amma okkar. Hvíldu í friði. Við kveðjum þig kæra amma með kinnar votar af tárum á ást þinni enginn vafi til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Kristinn Elfar, Þórður Daníel, Svandís Erna og Arnar Jóhann. Elsku amma mín. Eins erfitt og mér þykir að setjast niður og skrifa minning- argrein um þig, þá veit ég að þér líður betur og ert á betri stað. Það var alltaf svo gaman að koma upp í Kambasel, sama hversu gömul ég var. Þegar ég var lítil fannst mér þó mest spennandi að fara upp á háaloft, skoða allt gamla dótið sem þar var, eins og rokkinn, gamla út- varpið og bátamódelið hans afa. Síðan stalst ég inn í geymsluna og rótaði í öllum kössunum, stundum fékk ég að eiga það sem ég fann, stundum ekki. Þegar ég var orðin unglingur labbaði ég stundum með Rökkva, hundinn sem þið afi gáfuð mér, yf- ir til ykkar í heimsókn og bauð mér jafnvel sjálf í kvöldmat. Ég var alltaf velkomin og sá sjaldan ástæðu til þess að hringja á undan mér. Ég hugsa með mikilli hlýju til tímanna sem við áttum í garðin- um, hvort sem ég var barn eða fullorðin. Þegar sólin skein og við lágum annaðhvort í sólbaði eða vorum að róta í beðunum. Eftir að ég varð eldri færðust heimsóknirnar meira inn í eldhús, þar sem við gátum kjaftað heil- lengi um allt og ekkert og drukkið kaffi. Mér fannst alltaf svo gott að tala við þig og sagði þér oft hluti sem fólk á mínum aldri er kannski ekkert mikið að ræða við ömmu sína. Þú varst líka svo fyndin og ég man eftir einu skipti þar sem mér svelgdist á kaffinu þegar þú varst í þeim gír. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera svona mikið með þér upp á síðkastið. Ég mun aldr- ei gleyma stundunum sem við átt- um bara tvær. Það var svo gott að koma til þín og spjalla bara um daginn og veginn eða slúðra. Þó komu stundir sem við lituðum bara og sögðum ekki neitt og við vorum sammála um að það væri bara huggulegt. Takk fyrir öll skiptin sem þú passaðir mig, lékst við mig, tókst mig með þér í vinnuna, bústaða- ferðirnar, veiðiferðirnar, fjöru- ferðirnar og allt hitt sem tæki of langan tíma að skrifa. Ég elska þig, amma. Ég veit að við munum hittast aftur. Fanney. Guðrún Filippía Eyjólfsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.