Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 36
36 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Prestur er Svavar Al- freð Jónsson. Kammerkórinn Hymnodia syng- ur. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Leikfélag VMA skemmtir með atriði úr sýning- unni Tröll. Umsjón Sonja Kro og Jón Ágúst Eyj- ólfsson. AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Kirkjudagur safnaðarins. Jólaleikritið Strákurinn sem týndi jólunum sýnt kl. 11. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kór Árbæj- arkirkju og Strætókórinn syngja undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Birta Rós Valsdóttir syngur einsöng og Matthías Stef- ánsson leikur á fiðlu. Sr. Þór Hauksson og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédika og þjóna fyrir altari. Eftir messu er kaffisala Kvenfélags- ins og happdrætti Líknarsjóðsins þar sem allur ágóði rennur til líknarmála. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djáknakandídat annast samverustund sunnudagaskólans ásamt Ingu Steinunni Henningsdóttur. Félagar úr Hljómfélaginu leiða sönginn undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Organisti er Bjart- ur Logi Guðnason. Kaffisopi og safi eftir messu. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Undirbúningur fyrir að- ventuhátíð barnanna 8. des. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Þórarinn og Guð- mundur Jens. Aðventuhátíð í Bessastaðakirkju kl. 17. Flutt verður aðventu- og jólatónlist. Meðal flytjenda eru: nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar, Álftaneskórinn og Garðálfarnir, kór eldri borg- ara, ásamt Ástvaldi Traustasyni organista. Sr. Hans Guðberg og Margrét djákni leiða stund- ina. Fermingarbörn aðstoða í báðum athöfn- um. BORGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta sunnu- dag 1. desember kl. 11. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason þjónar fyrir altari. Kór eldri borgara syngur. Kaffi og smákökur í anddyri kirkjunnar að messu lokinni. Fermingarbörnin og fjöl- skyldur þeirra boðin sérstaklega velkomin. Sunnudagaskóli kl. 13. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Að- ventuhátíð í Fólkvangi á Kjalarnesi kl. 17. Sig- þór Magnússon fyrrverandi skólastjóri flytur hátíðarræðu. Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Ósk- arssonar organista ásamt börnum úr sunnu- dagaskólanum. Kveikt á fyrsta aðventukertinu og fermingarbörnin aðstoða við hátíðlega ljósastund. Kaffi eftir stundina. BREIÐHOLTSKIRKJA | Aðventuhátíð Breið- holtssóknar og Alþjóðlega safnaðarins í Breið- holtskirkju verður kl. 14 sunnudaginn 1. des- ember. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar. Samsöngur og tónlist. Prestarnir Magnús Björn Björnsson, Toshiki Toma, Eva Valdimarsdóttir og Steinunn Þor- bergsdóttir djákni þjóna. Barn borið til skírnar. Hátíðarkaffi. BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11 og afmælishátíð kirkjunnar og boðið upp á vöfflur með rjóma eftir stundina. Daníel, Sóley, Jónas Þórir og Pálmi sjá um stundina. Aðventuhátíð kl. 20. Ræðumaður verður Fann- ar Sveinsson. Allir kórar kirkjunnar koma fram undir stjórn Jónasar Þóris og Þórdísar Sævars- dóttur. Fjöldi einsöngvara og hljómsveit. Ljósin tendruð. DIGRANESKIRKJA | Aðventuhátíð Digranes- safnaðar kl. 11. Fjölbreytt tónlistardagskrá í boði Kammerkórs Digraneskirkju. Organisti og kórstjóri er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Prest- ur er Gunnar Sigurjónsson. Jólalegar og veglegar veitingar til styrktar Hjálp- arstarfi kirkjunnar. DÓMKIRKJAN | Fyrsti í aðventu, messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Elínborg Sturludótt- ir, Dómkórinn og Kári Þormar. Sænsk messa kl. 14. Prestur er Guðrún Karls Helgudóttir. EGILSSTAÐAKIRKJA | Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 10.30. Við kveikjum á fyrsta aðventukertinu, Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Torvalds Gjerde organista og Rebbi og Mýsla líta við. Sr. Þorgeir Arason og leiðtog- ar sunnudagaskólans sjá um stundina. Hress- ing og litamynd í lokin. FELLA- og Hólakirkja | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Mörtu og Ásgeirs. Aðventukvöld kl. 20. Kór kirkjunnar flytur jólatónlist undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Reynir Þormar leikur á saxófón frá kl. 19.40. Einsöngvarar úr röðum kórsins. Ræðumaður er Þorsteinn Pálsson fyrr- verandi ráðherra. Prestar kirkjunnar leiða sam- veruna. Í lokinn er Heims um ból sungið við kertaljós. Heitt súkkulaði og smákökur eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta 1. desember kl. 14. Spádómskerti fyrsta ljós á aðventukransi tendrað. Séra Hjörtur Magni Jó- hannsson leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Ferm- ingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GARÐAKIRKJA | Ljósastund kl. 15.30. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir talar um sorgina og jólin og þjónar fyrir altari ásamt Helgu Björk Jóns- dóttur djákna. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur við undirleik Davíðs Sigurgeirssonar gít- arleikara. Frumfluttur verður sálmur eftir Þór- unni Ernu Clausen og Guðrúnu Árnýju Karls- dóttur. Sjá gardasokn.is. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Gunn- laugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leið- ir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista. Umsjón með sunnudagaskóla: Sunna Kristrún djákni og leiðtogar. Aðventukvöld kl. 18. Ræðukona kvöldsins er Snjólaug Aðalsteins- dóttir formaður kvenfélagsins Baldursbrá. Kór Glerárkirkju og Barna- og æskulýðskórinn flytja tónlist. Fermingarbörn leiða í ljósaathöfn. GRAFARVOGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Umsjón hefur sr. Sigurður Grétar Helgason og Þóra Björg Sigurðardóttir. Undir- leikari er Stefán Birkisson. Aðventuhátíð kl. 20. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, flytur hugleiðingu. Fermingarbörn lesa guðspjall dagsins. Við syngjum jóla- og aðventusálma. Kirkjukórarnir og Barna- og unglingakór kirkjunnar verða með söngatriði. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Selmessa kl. 13. Séra Grétar Halldór Gunn- arsson prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Vox Fem- inae annast sönginn, organisti er Ásta Har- aldsdóttir. Messuhópur þjónar ásamt ferming- arfjölskyldum og sr. Maríu G. Ágústsdóttur. Englatréð kynnt. Opnun glerlistarsýningar Selmu Hannesdóttur og enduropnun sýningar á málverkum Sigrúnar Sigurðardóttur til styrkt- ar innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. Aðventuhátíðin er 8. desember kl. 17, ath. breyttan tíma. Jólabingó á þriðjudaginn kl. 13, eftir kyrrðarstund sem hefst kl. 12. Núvitund kl. 18.15 fimmtudag. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Að- ventuhátíð 1. des. kl. 14 í hátíðarsal Grundar. Prestur er Auður Inga Einarsdóttir. Hugvekju flytur Gerður G. Bjarklind, fyrrverandi útvarps- þulur, og Valdís Viðarsdóttir les jólasögu. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista, en sungnir verða jóla- og að- ventusálmar. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Kveikjum á jólatrénu 1. desember kl. 16. Næsta sunnu- dag verður ljósahátíð Guðríðarkirkju haldin kl. 16. Prestar eru Karl V. Matthíasson og sr. Leif- ur Ragnar Jónsson. Barnakórinn mun syngja, ljósin verða tendruð og dansað í kringum jólatré og aldrei að vita nema að við fáum góða, rauðklædda gesti. Foreldrafélag Ingunn- arskóla býður svo upp á heitt súkkulaði og pip- arkökur. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma S. Óskarsdóttir þjónar ásamt biskupi Íslands, sr. Agnesi Sigurðardóttur, sem prédikar. Messuþjónar aðstoða. Lesarar frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Mótettukór Hall- grímsk. syngur, Hörður Áskelsson stjórnar. Organisti er Björn S. Sólbergsson. Barnastarf: Kristný Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarna- dóttir. Upphaf jólasöfnunar Hjálparst. kirkj- unnar og nýs starfsárs Listvinaf. Hallgrímsk. Sýningaropnun Guðrúnar Tryggvadóttur í lok messu. Enskir jólasöngvar kl. 14. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Fyrsti sunnudagur í aðventu á fullveldisdegi. Kordía kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Una Har- aldsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Aðventu- kvöld 1. des. kl. 18. Kveikt verður á ljósum að- ventukransins og jólatrénu í kirkjunni. Kirkju- kórinn, Sunnudagaskólabörn og Barnakór Skagastrandar flytja falleg jólalög undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, organista og kórstjóra, og Ástrósar Elísdóttur kórstjóra. Fermingarbörn flytja helgileik. Ástrós Elísdóttir segir okkur jólasögu og Bryn- dís Valbjarnardóttir sóknarprestur flytur jóla- hugleiðingu og friðarbæn á aðventu. HRAFNISTA Hafnarfirði | Aðventumessa kl. 11 í Menningarsalnum. Jólahugvekju flytur Sigrún Magnúsdóttir, þjóðfræðingur og fyrrver- andi ráðherra. Ritningarlestur annast Kristín Pálsdóttir, fyrrverandi kennari. Organisti er Böðvar Magnússon. Hrafnistukórinn leiðir sálmasöng. Sr. Svanhildur Blöndal þjónar fyrir altari. HRAFNISTA Reykjavík | Aðventumessa kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli. Jólahugvekju flytur Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Einsöngur Jóhanna Ósk Valsdóttir. Félagar úr kór Áskirkju syngja. Ritningarlestur: Kristín Guðjónsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal þjónar fyrir altari. HREPPHÓLAKIRKJA | Helgistund kl. 15 laugardaginn 30. nóv. í tengslum við ljós- tendrun á leiðum í kirkjugarði. Kaffi á eftir. HRUNAKIRKJA | Helgistund í tengslum við ljóstendrun á leiðum í kirkjugarði kl. 14 laug- ardaginn 30. nóv. Aðventukvöld 1. des. kl. 20. Ræðumaður er Guðrún Hafsteinsdóttir, for- maður Samtaka iðnaðarins. Söngur, jólasaga og lestrar frá fermingarbörnum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Service. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma Fíló+ kl. 20. ÍSLENSKA kirkjan í Svíþjóð | Gautaborg. Aðventuhátíð verður sun. 1. des. kl. 14 í Västra Frölundakirkju. Íslenski kórinn í Gauta- borg syngur. Orgel og kórstjórn Lisa Fröberg. Einsöng flytur Herbjörn Þórðarson. Barnakór- inn syngur undir stjórn Ingiríðar og Ingibjargar. Ingvar og Júlíus flytja tónlist. Hugleiðingu flytur Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur og Ágúst Einarsson stýrir dagskrá. Kirkjukaffi eftir guðs- þjónustu þar sem Helga Soffía flytur ávarp og svarar fyrirspurnum. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudaginn kl. 11 fáum við heimsókn í kirkjuna en Stoppleikhóp- urinn kemur og flytur jólaleikritið Jólin hennar Jóru. Kvöldstund í boði fermingarbarna 1. des. kl. 20. Fermingarbörn sjá um dagskrá kvöldsins ásamt góðum gesti. Jón Jósep Snæbjörnsson flytur hugleiðingu og syngur með ferming- arbörnunum okkar. Miðvikudaginn 4. des. er kyrrðarstund í Kap- ellu vonarinnar kl. 12. Njótum saman máltíðar eftir stundina. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson sóknarprestur þjónar. Sjö ára börn úr Kárs- nesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteins- dóttur. Skátar færa Kópavogskirkju friðarljós skáta. Jólaball í safnaðarheimilinu Borgum eft- ir guðsþjónustuna. LAUGARNESKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Ungmenni aðstoða við helgihald. Aðventu- bíó kl. 2. Aðventukvöld kl. 20. Félagar úr Skóla- hljómsveit Austurbæjar og Kór Laugarneskirkju flytja tónlist. 3.12. Kyrrðarbæn kl. 20. Húsið opnað kl. 19.40. 4.12. Foreldrasamvera milli 10 og 12. Félagsmiðstöðin Dalbraut 18-20. Helgistund með sr. Davíð Þór og Elísabetu organista. 5.12. Kyrrðarstund í Áskirkju kl. 12. Hádeg- isverður og opið hús á eftir. Hásalurinn Hátúni 10. Helgistund með sr. Dav- íð Þór og sr. Hjalta Jóni. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Ragnheiður Jónsdóttir. Kór Lágafells- sóknar syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Atli Freyr Hjartarson leikur á gítar. Meðhjálpari er Bryndís Böðvarsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 13, sjá nánar www.lagafellskirkja.is LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli og 6-9 ára starf kl. 11. Sr. Guðni Már ásamt vöskum hópi sunnudagaskólakennara sjá um stundina. Kveikt á fyrsta aðventukerti og söfn- unarbaukum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar dreift. Kaffihúsamessa kl. 20. Tríóið Töfratónar leiðir tónlistina en það skipa Helgi Hannesson á pí- anó, Steinar Matthías Kristinsson á trompet og söngkonan Kristín Birna Óðinsdóttir. Heitt súkkulaði og smákökur á boðstólum. Sr. Guðni Már Harðarson leiðir stundina og flytur hugleið- ingu. MIÐDALSKIRKJA í Laugardal | Aðventuhá- tíð Miðdalssóknar verður í Héraðsskólanum Laugarvatni sunnudagskvöld 1. desember kl. 19. Ræðumaður er Bergþóra Ragnarsdóttir djáknakandídat. Söngkór Miðdalskirkju og Kór Grunnskóla Blá- skógabyggðar á Laugarvatni syngja aðventu- og jólasálma. Fermingarbörn aðstoða við ljósa- stund og fleira. Sr. Egill Hallgrímsson og sr. Skírnir Garðarsson leiða stundina. Organisti og kórstjóri er Jón Bjarnason. NESKIRKJA | Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Drengjakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar ásamt Kór Nes- kirkju. Stjórnandi og organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Söngur og gleði í barnastarfinu. Umsjón hafa Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét Heba Atla- dóttir og Ari Agnarsson. Kaffi, piparkökur og randalínur að messu lokinni. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Sunnudagaskólinn kl. 11 í safnaðarheimilinu í umsjón Heiðars, Dísu, Regínu Rósu og Rakelar Óskar. ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum | Aðven- tuhátíð í Árnesi sunnudag 1. des. kl. 15. Nem- endur úr Þjórsárskóla syngja og leika, ferming- arbörn lesa lestra, kirkjukórinn syngur. Ræðumaður er sr. Kristján Björnsson vígslu- biskup. Kaffi á eftir. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 14 hinn 1. desember. Prest- ur: Sigríður Gunnarsdóttir, organisti: Rögnvald- ur Valbergsson, einsöngur Sigríður Margrét Ingimarsdóttir. Kvenfélag Skarðshrepps býður til kaffisamsætis eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg- unn kl. 10. Þið munið hann Þorlák – Skálholt á kaþólskri tíð og lútherskri. Helgi Þorláksson, fv. prófessor, talar. Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sókn- arprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur. Kammerkórinn syngur. Leiðtogar sjá um sunnu- dagaskólann. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Aðventukvöld kl. 20. Óttar Guðmundsson, geðlæknir, talar. Barnakór Seltjarnarneskirkju syngur og Kamm- erkórinn. Kaffiveitingar og samfélag í safn- aðarheimilinu eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta 1. desember kl. 11. Berg- þóra Ragnarsdóttir djáknakandídat annast stundina en með henni verða Egill Hall- grímsson sóknarprestur og Jón Bjarnason org- anisti. Kveikt verður á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Söngur, sögur, bænir. Eftir samveruna verður boðið upp á súpu og brauð í Skálholtsskóla. STÓRA NÚPSKIRKJA | Aðventuhátíð í Árnesi 1. des. kl. 15. Nemendur úr Þjórsárskóla syngja og leika, fermingarbörn lesa lestra, kirkjukórinn syngur. Ræðumaður er Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kaffi á eft- ir. ÚTSKÁLAKIRKJA | Aðventumessa kl. 14. Kirkjudagur kvenfélagsins. Kirkjukórinn, Söng- sveitin Víkingar, Barnagospelkór Útskálakirkju, forspil frá tónlistarskólanum. Basar kven- félagsins eftir messu. VÍDALÍNSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari ásamt konum úr kvenfélagi Garðabæjar. Laufey Jó- hannsdóttir flytur ávarp. Kór Vídalínskirkju syngur og Jóhann Baldvinsson er organisti. Sunnudagaskóli á sama tíma sem Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi leiðir ásamt fræð- urum sunnudagaskólans. Messukaffi. Sjá gardasokn.is. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Aðven- tuhátíð kl. 17. Fjölbreytt dagskrá. Fram koma: Regína Ósk söngkona, Kór Víðistaðasóknar, Barnakór Víðistaðakirkju, Helga Þórdís Guð- mundsdóttir. Margrét Lilja Vilmundardóttir flytur hugleiðingu. Fjáröflun kirkjukórs á eftir: Létt hlaðborð gegn vægu gjaldi. Ath.! Ekki posi á staðnum. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta alt- arisganga k. 11. Sr. Brynja Vigdís þjónar fyrir altari og forsöngvarar kirkjukórsins leiða söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar. Með- hjálpari er Pétur Rúðrik Guðmundsson. Orð dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem. (Matt. 21) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Illugastaðakirkja í Fnjóskadal. S IGN | FORNUBÚÐIR 1 2 , HAFNARF IRÐ I | S : 5 5 5 0800 | S IGN@S IGN . I S | S IGN . I S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.