Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 og heimsækja mig í stúdíóið þeg- ar ég var útvarpsmaður á X-inu og eftir eina kvöldvaktina rák- umst við á geisladisk með pan- flautuútgáfum af jólalögum. Við vorum að leita að lögum til að setja saman á safnspólu til að taka með okkur í sumarbústað- arferð en hlutirnir þróuðust í aðra átt. Undir morgun vorum við búnir að semja texta og syngja inn á upptöku, okkar eigin útgáfu af „12 dagar jóla“. Það fjallaði um kærustu sem gaf kær- astanum sínum 12 áfengisteg- undir, eina á hverjum degi til jóla. Ég setti upptökuna á kartspólu og skildi hana eftir uppi í stúdíói fyrir dagvaktina á X-inu til að spila. Þetta ódýra grín varð allt annað en okkur óraði fyrir og á nokkrum klukkutímum varð „12 dagar jóla“ með Spírabræðum eitt allra vinsælasta jólalag landsins. Til eru óborganlegar uppákomur þessu tengdar og við létum undan þrýstingi um að gefa út geisladisk, prýddan mis- viturlegum textasmíðum að sjálf- sögðu. En svo leið tíminn og þó að leiðir okkar Gissa hafi legið í ólík- ar áttir eins og gengur og gerist þá brá aldrei skugga á vináttu okkar. Það lýsir sér best í því að þegar upp komu áföll vorum við bara einu símtali hvor frá öðrum og við hittumst strax til að ræða málin. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ er klisja, en bara af því að hún er sönn. Ósjaldan skiptumst við Gissi á orðunum: „Tökum kaffibolla við tækifæri.“ En við vitum aldrei hvort það eru til fleiri kaffibollar. Við Gissi höfðum ekki hist í lang- an tíma þegar mér barst til eyrna að eitthvað alvarlegt væri að hrjá hann. Það voru ekki margir kaffi- bollar eftir en ég var staðráðinn í að nota þá alla. Ég ætlaði ekki að bregðast vini mínum. Í hvert skipti sem ég heimsótti Gissa birti yfir honum og ég sá að heim- sóknir mínar glöddu hann. Jafn- vel þó að hann gleymdi þeim jafn- óðum. Þetta á við um fleiri vini Gissa sem stóðu með honum í veikindum hans. Þegar leið á haustið kom dómurinn. Ólækn- andi heilaæxli. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga þessar kveðjustundir með Gissa. Það er ekki til verðmiði á slíkar stundir. Ég syrgi góðan æskuvin og votta Flori, Kristni, Evu og Önnu mína dýpstu samúð. Hans Steinar Bjarnason. Elsku vinur, takk fyrir allar bíóferðirnar, takk fyrir alla bíl- túrana, takk fyrir allan hláturinn, takk fyrir öll vídeókvöldin, takk fyrir alla göngutúrana og takk fyrir að hafa alltaf verið til stað- ar. Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Og yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, því viðtöl við áttum í símann. En yngri vorum við vinirnir þá, af vinnunni þreyttir nú erum. Hégómans takmarki hugðumst við ná og hóflausan lífróður rérum. „Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði þá, „svo hug minn fái hann skilið“, en morgundagurinn endaði á að ennþá jókst milli’ okkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson) Elsku Flori, Anna, Eva, Diddi og fjölskyldur, megi allar vættir styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Minning um góðan vin lifir. Hanna María Ásgrímsdóttir. Fallinn er frá góður Pírati langt fyrir aldur fram. Gissur kom inn í starf Pírata árið 2014 og tók þátt í kosningabaráttunni þá um vorið sem skilaði okkar fyrsta manni inn í sveitarstjórn. Hann var virkur í stjórn Pírata í Reykjavík frá 2014 og gegndi stöðu varaformanns PíR 2015-16. Hann var alla tíð virkur í mál- efnastarfi flokksins og lét sig jafnréttis- og innflytjendamál miklu varða, sem og réttindi fer- fætlinga. Gissur var hæfileikaríkur í kvikmyndagerð og gegndi lykil- hlutverki i fjölmiðlunarhópi Pí- rata allt frá 2014 og var ábyrgð- armaður hópsins síðustu árin. Eftir hann liggja fjölmörg verk í þágu Píratahreyfingarinn- ar, en hann vann að og talsetti t.d. þau myndbönd sem til eru um grunnstefnu Pírata og tók upp myndbandið um grunnstefnu Pí- rata á táknmáli. Í kosningabaráttu Pírata til al- þingiskosninga 2016 átti Gissur stóran þátt í því að við vorum sýnileg og sá til dæmis um myndatökur, myndbandsgerð og fleira efni sem birtist frá Píröt- um. Slíkt gerði hann ávallt í sjálf- boðavinnu og lagði til sín eigin tæki og verkfæri. Hann gegndi lykilhlutverki í framleiðslu á kvikmyndun og myndvinnslu fyrir Pírata í gegn- um tíðina og var til að mynda sá sem tók upp og klippti myndbönd Þórhildar Sunnu og Söru Óskars- son fyrir sjónvarpsþættina Strandhögg. Hann vann að gerð ýmissa stefnumála og tók virkan þátt í málefnastarfi Pírata og var einn stofnmeðlimur Frjálslyndis- félags Pírata. Hann veigraði sér ekki við að taka að sér erfið verkefni og sat í úrskurðarnefnd Pírata 2017 til 2018 þar sem hann gegndi sínu starfi af kostgæfni. Píratar þakka þér, vinur og fé- lagi, samfylgdina. Færum Flori hlýjar kveðjur. Fyrir hönd Pírata, Róbert Ingi Douglas. Gissur litli bróðir minn gekk frá okkur langt um tíma fram. Hans er sárt saknað. Bróðir minn var ótrúlega góður strákur. Per- sóna sem aldrei gerði flugu mein og leið best í umhverfi þar sem allt var í sátt og samlyndi. Ég hef lært mjög mikið af litla bróður í gegnum árin. Gissur var þol- inmóðasti og rólegasti maður sem ég hef kynnst. Hann var mjög nægjusamur og ánægður með það sem hann hafði í lífinu. Ég held ég hafi aldrei heyrt bróð- ur minn tala illa um nokkurn mann, og ef ég kvartaði yfir ein- hverjum sjálfur reyndi hann ávallt að benda á góðu hliðarnar. Hann fann alltaf einhverja sam- leið með þeim sem hann hitti og var algjörlega laus við alla for- dóma. Það var ekki korn af öfund í fari bróður míns og honum fannst hann aldrei hafa farið á mis við eitthvað í lífinu. Bróðir minn var þakklátur einstaklingur og fullur af kærleik. Líf bróður míns varð algjör- lega heilt eftir hann hitti eigin- konu sína Flori fyrir 15 árum. Hún varð mjög fljótt að hans betri helmingi og þau voru óað- skiljanleg þar til hann kvaddi þennan heim fyrir nokkrum dög- um. Hún var alltaf við hlið hans og þau fullkomnuðu hvort annað. Þau áttu saman ótrúlega fallegt hjónaband og gáfu hvort öðru það sem þau þurftu. Þegar Giss- ur kvaddi þennan heim var hann á þeim stað í lífinu sem hann vildi vera á. Hann var í þeirri vinnu sem hann dreymdi um. Að keyra erlenda ferðamenn um landið og segja sögur af landi og þjóð. Í því starfi hitti hann margt mismun- andi fólk og átti spennandi sam- ræður við áhugaverðar persónur úr öllum heimshornum. Hann elskaði þetta starf. Gissur hafði það fjárhagslega öryggi sem hann þurfti. Hann var giftur þeirri konu sem hann óskaði sér og hafði nægan tíma til að sinna öllum sínum áhugamálum. Hann sagði sjálfur rétt áður en hann veiktist: nú er flest eins og það á að vera. Gissur var með sterka réttlæt- iskennd alveg frá barnæsku. Hann bjó í Afríku frá 7 til 10 ára aldurs og gat ekki skilið að börn annars staðar í heiminum þyrftu að líða hungur. Það var honum óskiljanlegt að lönd skyldu heyja stríð. Spilling og græðgi hjá fyr- irtækjum og stjórnmálamönnum gerðu hann dapran og hann lagði sitt af mörkum til gera heiminn örlítið betri. Kristinn Már Gunnarsson. Besti vinur minn til ansi margra ára, Gissur Gunnarsson, lést úr krabbameini laugardag- inn 23. nóvember 2019. Maður heldur í einfeldni sinni að svona lagað gerist ekki en því miður er lífið ekki alltaf svo sann- gjarnt. Gissur kvaddi allt of snemma. Hann var alltaf fyndni strákurinn og með geggjað hug- myndaflug, það breyttist ekkert frá því við vorum smákrakkar þangað til núna. Við kynntumst þegar við vor- um litlir leikskólapollar. Gissur bjó í götunni fyrir ofan mig og við ásamt fleirum úr frábærum hópi krakka úr Fossvoginum lékum okkur mikið saman. Við áttum djúp og góð samtöl og bollaleggingar um heimsyfir- ráð, samfélagsmál, stefnumótum í pólitík, kvikmyndir, tónlist og grínatriði sem við bulluðum upp úr okkur. Við ræddum lífið, vinina, ákvarðanir, fjölskyldurnar okk- ar, atburði og hugmyndir og í raun allt á milli himins og jarðar yfir misgóðum kaffibollum á hin- um og þessum kaffihúsum bæj- arins, eða við eldhúsborðið hjá honum. Gæði bollans skipta engu þegar félagsskapurinn er góður. Við kynnumst þegar pönkið var að koma til Íslands. Fyrsta Star Wars-myndin var að koma. Elvis var líklega enn á lífi þá, svo langt síðan er það. Við héldum vináttunni alla tíð. Stundum leið aðeins á milli þess að við hitt- umst, en gegnum árin höfum við talað mikið saman og undanfarna tvo áratugi næstum því, oft í viku og jafnvel daglega. Af mínum vinum var hann sá sem ég talaði mest við og ég hitti oftast, þannig að tómarúmið í mínu lífi er mikið. Í mjög stuttu máli þá gerði hann mig að betri manni með því að sýna mér í verki hvernig á að horfa á hlutina frá ákveðnum sjónarhornum. Best var hinsveg- ar þegar hann datt í gírinn við að æfa á mér uppistandsrútínur og segja mér frá hugmyndum að góðu gríni og hóf að reyta af sér brandara og sögur, þá var hann upp á sitt allra besta. Við áttum það til að nördast talsvert og höfðum gaman af Star Wars og þannig bíómyndum. Ein lítil en skemmtileg minning er að þegar Gissur flutti heim frá Afr- íku í kringum 1983, þar sem hann bjó sem krakki í nokkur ár, þá sá hann myndina Return of the Jedi í London. Hann kom heim með upplýsingar um myndina sem enginn vissi hér. Grænt geisla- sverð, keisarinn og það allt. Þetta var algert gull fyrir okkur vinina í Fossvoginum, enda á kafi í Star Wars-pælingum þegar við vorum 9-10 ára gamlir. Við lifðum á þessu lengi. Svo þegar hann kom til mín í heimsókn í síðasta skipti snemma í sumar ræddum við vini okkar, lífið, veikindin hans og enn og aftur Star Wars. Mér þykir af- ar vænt um að 35 árum síðar vor- um við enn að vandræðast með Star Wars. Við gerðum allt sem litlir strákar eiga að gera og þegar við stækkuðum gerðum við allt sem ungir menn eiga að gera og ekki að gera. Meira en 40 ár af vináttu og nú er Gissi farinn. Mitt líf er ríkara eftir að hafa gengið lífsins veg með honum og er nú fátækara þegar hann er ekki lengur hér til að ganga með mér restina af vegferðinni. Hans ferð liggur núna um aðr- ar slóðir en mín. Snorri Kristjánsson. Innilega þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS GÚSTAVSSONAR viðskiptafræðings, áður til heimilis að Reynigrund 65, Kópavogi. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Vífilsstaða og hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun. Erla Ingólfsdóttir Dagbjört Halla Sveinsdóttir Þórhallur Örn Guðlaugsson Anna Sveinsdóttir Magnús Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS ÓLAFS GÍSLASONAR, fv. flugstjóra, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 2B á Eir. Elísabet Þórarinsdóttir Þórarinn Örn Stefánsson Piya Damalee Gísli Stefánsson Hulda Arndís Jóhannesdóttir Rósa Stefánsdóttir Óskar S. Jóhannesson Erna Stefánsdóttir Axel Skúlason barnabörn og langafabörn Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRÉTU JÓNSDÓTTUR, Reynimel 50, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Sigurður Erling Baldursson Þuríður Ellisif Baldursdóttir Jóhann S. Erlendsson Ingi Þór Vöggsson Baldur og Freyr Jónssynir Baldur Erling, Margeir Jón, María Sif og Hulda Hrönn Sigurðarbörn Arnar Páll og Jóhann Baldur Jóhannssynir og langömmubörn Þökkum hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SUMARRÓSAR GARÐARSDÓTTUR prestsfrúar frá Akureyri. Jóhanna Erla, Birgir Snæbjörn og fjölskyldur Þökkum af alhug samúð og hlýhug við andlát og útför ástsæls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR STEINARS KETILSSONAR, fv. skipherra. Sólveig Baldursdóttir Baldur Óli Sigurðsson Hildur A. Ármannsdóttir Ketill Sigurðsson Daníel Freyr, Brynhildur Katla, Hrafnhildur Irma og Ármann Steinar. Faðir minn, JÓN ÞÓRISSON frá Baldursheimi, Vaðlatúni 28, Akureyri, sem lést föstudaginn 22. nóvember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. desember klukkan 13.30. Sigurður Jónsson Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.