Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 Fangaðir til fósturs Frá því árið 1927 var heimilt í lög- um að fanga hreindýr til eldis. Engar umræður urðu um það á Alþingi þeg- ar lögin voru sett hvaða stefna um eldi hreindýra ætti að búa að baki þessari heimild. Markmiðið með ákvæðinu var þess vegna óljóst og einnig hvernig framkvæmdin ætti að vera. Ekki reyndi á þessa heimild í mörg ár en vorið 1939 bár- ust þær nýstár- legu fréttir að fjórir litlir hreinkálfar hefðu verið fluttir frá öræfum á Austurlandi vest- ur í Þingvallasveit með sjóflugvél, þrír tarfar og ein kvíga. Vélin tók á loft á Lagarfljóti skammt frá Hall- ormsstað og lenti á Þingvallavatni. Flugmaðurinn var Örn Johnson. Reyndar hafði verið reynt að taka kálfa á öræfum vorið áður en þeir lifðu ekki tilraunina. Sá sem stóð að þessu var Matthías Einarsson læknir en hann hafði keypt Arnarfell í Þing- vallasveit til sumardvalar og girt af hólf þar fyrir hreindýrin. Sagðist Matthías vilja auka fjölbreytnina í dýralífi og búskap á Íslandi með þess- ari tilraun til að ala hreindýr frá unga aldri. Kálfarnir höfðu fljótt sæst á pelann, sagði í frétt af málinu. Þeim var gefin sérblönduð mjólk og hafðir í og við tjald á öræfunum í nokkra daga þar sem nostrað var við hirð- ingu þeirra áður en þeir voru látnir elta leiðangursmenn til byggða. Einn kálfur drapst og reynt var að ná öðr- um í staðinn en sá sem náðist var tarfur og var honum sleppt enda ekki þörf á fleiri törfum í þennan litla kálfahóp. Friðrik Stefánsson hrein- dýraeftirlitsmaður hafði umsjón með kálfatökunni samkvæmt tilmælum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem veitti leyfi fyrir henni. Vorið 1940 sendi Matthías læknir aftur leiðangur inn á öræfi eystra og náðust fimm kálfar, þrír tarfar og tvær kvígur. Ári síðar bættust við tveir kálfar af sitt hvoru kyni, einnig fangaðir á öræfum Austurlands. Hreindýrin í Arnarfelli uxu og döfn- uðu og fæddust örfáir kálfar á þeim tíma sem dýrin voru þar. Sumir tarf- anna voru vanaðir en hinir hafðir til undaneldis. Hreindýr Matthíasar læknis vöktu athygli enda höfðu lang- flestir Íslendingar á þessum tíma aldrei séð hreindýr á fæti. Lögðu margir leið sína að Arnarfelli til að skoða hreindýrin. Einnig mátti sjá myndir og skrif um þau í blöðum. Hreindýrin voru höfð á útigangi í allstórri girðingu þar sem bæði var tún og úthagi og var þeim gefið með beitinni valið fóður eftir aðstæðum. Þau höfðu skýli sem sagt var að þau færu aldrei inn í nema ef fóður var í boði. Þau höfðu samgang við kindur, hross og nautgripi sem Matthías átti. Hreindýrin þrifust vel fyrstu fimm árin en eftir það sýktust þau og dráp- ust hvert af öðru. Árið 1948 var að- eins eftir í girðingunni ein sjö vetra hreinkýr sem hvarf úr haganum árið 1949 og vissi enginn hvað af henni varð. Rannsókn benti til að banamein Arnarfellsdýranna hefði verið sýking í meltingarfærum. Var sú kenning sett fram að fóðurskilyrði girðingunni hefðu versnað ár frá ári, hættan á ormasýkingu og sýkingu frá taði auk- ist og túnbeit og heygjöf ef til vill líka haft áhrif til hins verra. Lauk þar með tilraun Matthíasar með hrein- dýr. En fleiri vildu prófa. Síðla árs 1943 barst stjórnvöldum umsókn úr Eyja- firði um leyfi til að handsama fjóra til fimm hreindýrskálfa á Austurlandi. Hvatinn að umsókninni var áhugi á að stofna hreindýratilraunabú, en mæðiveiki herjaði á sauðfjárræktina á þessum tíma. Vonuðust umsækj- endur til að hreindýrarækt myndi skila arði fyrir bændur. Áttu dýrin að vera höfð í girðingu á Þverá í Öng- ulsstaðahreppi. Leyfið var veitt og náðust fimm kálfar, þrjár kvígur og tveir tarfar. Þeir voru viku eða tveggja vikna gamlir og voru fluttir með flugi frá Egilsstöðum til Ak- ureyrar vorið 1944. Fylgdi Friðrik Stefánsson hreindýraeftirlitsmaður þeim norður en hann tók þá frá mæðrum sínum á öræfunum austan- lands. Einn kálfurinn drapst að tveimur vikum liðnum og annar um haustið. Það er skemmst frá því að segja að þau þrjú sem eftir lifðu nutu lítillar hylli. Kvartað var yfir ágangi af þeirra völdum, þau þóttu vera hálf- gerð plága og uppátækjasöm heima við bæi. Þegar kálfarnir stálpuðust fóru þeir að gera víðreist um sveitina en komu þó ætíð heim að Þverá aftur þegar leið á veturinn. Þegar bændur í sveitinni hófu garðrækt tóku að ber- ast klögumál úr ýmsum áttum um átroðning og tjón af völdum hrein- dýranna ungu. Fór svo að greyin þóttu hvergi hafandi á bæjum og þó reynt væri að koma þeim fyrir hér og hvar gekk sú leið ekki sökum hve þau þóttu hvimleið og ágeng. Það síðasta sem fréttist af þessum hreindýrum var að þeim var komið fyrir í Reykjahlíð í Þingeyjarsýslu og síðan sleppt á Mývatnsöræfin. Þar mættu þau, spök og mannvön, til brú- arvinnumanna sem unnu að smíði brúar yfir Jökulsá á Fjöllum sumarið 1946 og gáfu mennirnir þeim brauð, segir Völundur Jóhannesson sem man vel eftir þessum dýrum. Eitt þeirra sáu brúarsmiðirnir liggja dautt í vegkanti þá um sumarið en um afdrif hinna tveggja segir ekkert. Þau hafa verið felld eða drepist. Árið 1947 var ekkert þeirra á lífi, skrifar Helgi Valtýsson. En hann fylgdist með kálfatökunum eins og öllu öðru viðkomandi hreindýrunum og var þeirrar skoðunar að bær væru óheppilegar því bæði væri erfitt að koma hreindýrskálfum lifandi á legg og á fárra færi að ala hreindýr í takt við eðli þeirra og þarfir, auk þess sem áhrifin af kálfatöku á mæðurnar væru órannsökuð. Hann fór reyndar jákvæðum orðum um tilraun Matt- híasar Einarssonar á Þingvöllum en sagði hana aðeins vera tilraun til að stofna lítinn dýragarð og varaði við þeim misskilningi sem gætti í umfjöll- un um framtakið að með þessari að- ferð væri hægt að stofna til hreindýrabúskapar hér á landi. Haustið 1944 barst menntamála- ráðuneytinu beiðni um heimild til töku lítilla kálfa á öræfum eystra frá Þóroddi E. Jónssyni heildsala og um- boðssala í Reykjavík, og var markmið hans að koma upp hreindýrabúi á eignarjörð sinni á Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. Ráðuneytið veitti Þóroddi leyfi til að láta handsama 15 kálfa vorið 1945 og skyldi það gert samráði við hreindýraeftirlitsmann- inn Friðrik Stefánsson. Leyfið gilti aðeins fyrir vorið 1945. Áætlun þessi komst hins vegar ekki í framkvæmd. Árið 1952 barst ráðuneytinu beiðni frá Hjálmari Guðmundssyni oddvita í Fagrahvammi í Beruneshreppi Suð- ur-Múlasýslu um að mega handsama til eldis sjö hreinkálfa. Ráðuneytið leitaði umsagnar tilraunastöðv- arinnar á Keldum um hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að heimila Hjálmari hreindýraeldi, með tilliti til búfjársjúkdóma. Ekkert varð úr mál- inu og það lognaðist sút af. Það einkennir þennan kafla í sögu sambúðar manna og hreindýra á Ís- landi að aðgerðir voru handahófs- kenndar og tilraunakenndar. Heimild var í lögum til að handsama hreindýr til eldis en markmið og undirbún- ingur þessa fikts með hreindýrahald var svo ómarkviss að miðað við eðli og lífsþarfir hreindýra var þetta dæmt til að mistakast. Mörkin milli þess hvort menn töldu hreindýrin eiga að vera skemmtilega heima- ganga eða arðbæran búfénað voru óljós og stefna stjórnvalda í því máli að sama skapi einnig, enda virðast þau ekki hafa gert neina kröfu til þeirra sem fengu leyfi til að taka kálfa úr villtu hjörðinni, hvorki varð- andi meðferð dýranna né markmiðið með því að ala þau. Svo virðist sem ásetningur þessara einstaklinga hafi einvörðungu verið tilraun með hvort dýrin gætu lifað tamin í umsjá manna. Tilvísunum er sleppt. Saga hreindýra á Íslandi Í bókinni Öræfahjörðin segir Unnur Birna Karlsdóttir sögu hrein- dýra á Íslandi frá seinni hluta átjándu aldar til dagsins í dag. Bókin er heildstæð hugmyndasaga sem fjallar jafnt um hrein- dýrin sjálf sem viðhorf landsmanna til þeirra. Bókina prýðir mikill fjöldi ljósmynda. Hreindýraeldi Hreinkálfarnir i Arnarfelli í Þingvallasveit voru aldir á mjólk í fyrstu. Margir lögðu leið sína austur að Arnarfelli til að skoða hreindýrin. Höfundur Unnur Birna Karlsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.