Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Dalsbraut 3, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Fallegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í nýbyggingu. Fullbúnar íbúðir með gólfefnum og eldhústækjum - Lyftuhús - Klætt að utan - Sérinngangur - Svalagangar vindvarðir - Stórar svalir - Afhending vor 2020 VERÐ FRÁ AÐEINS KR. 29.900.000 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fjölmennur karlakór breytist auð- vitað alltaf eitthvað á löngum tíma, því söngmenn koma og fara. Mikil- vægast er þó að halda sama hljómi og stemningu, rétt eins og okkur hefur tekist,“ segir Friðrik S. Krist- insson, stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur. Vikulegar æfingar kórsins í haust hófust samkvæmt venju upp úr miðjum september og segja má að rauði þráðurinn í starf- inu á haustin sé undirbúningur fyrir aðventutónleikana. Þeir eru jafnan haldnir í Hallgrímskirkju og meðal margra er fastur liður á aðventunni að sækja tónleikana, sem hafa yfir sér hátíðlegan blæ. Forskot á sæluna í Stykkishólmi í dag Að þessu sinni verður tekið for- skot á sæluna því í dag, laugardag- inn 30. nóvember, heldur kórinn tón- leika í Stykkishólmskirkju sem hefjast kl. 16. Þar verða jólalögin áberandi, en þetta er sama efnis- skráin og flutt verður á aðventu- tónleikum kórsins í Hallgrímskirkju dagana 14. og 15. desember. „Þessi þrjátíu ár mín sem stjórn- andi kórsins hafa verið skemmtileg. Mér finnst gaman að fara með mín- um mönnum í Stykkishólm og halda tónleika þar, í mínum heimabæ,“ segir Friðrik S. Kristinsson. Ó, helga nótt og Gleð þig, særða sál Meðal laga sem flutt verða á tón- leikunum eru m.a. Sjá himins opnast hlið við ljóð Björns Halldórssonar, Gleð þig, særða sál; ljóð Stefáns frá Hvítadal við lag Sigvalda S. Kalda- lóns sem einnig samdi lag við sálm- inn Nóttin var sú ágæt ein, en það ljóð er eftir sr. Einar Sigurðsson í Eydölum (1539-1629). Einnig verða flutt lögin Ó, helga nótt, Guðs kristni í heimi, Ave María og Fögur er fold- in. Sömuleiðis verða sungin nokkur lög við texta eða ljóð eftir kórfélaga, þá Vigfús M. Vigfússon, Skúla Páls- son og Eggert Benedikt Guðmunds- son, sem er formaður kórsins. „Starfið og þátttakan í kórstarfinu hefur gefið mér mikið,“ segir Egg- ert. „Ég byrjaði í kórnum fyrir rúm- um sex árum en tónlistaráhuginn hefur alltaf fylgt mér. Á mínum fyrri vinnustöðum, svo sem HB Granda og N1, var auðvitað talið í og stofnuð hljómsveit. Á núverandi vinnustað, Grænvangi, sem hýstur er hjá Ís- landsstofu, er starfandi hljómsveit sem ég er að reyna að troða mér í, svona til viðbótar við söng með karlakórnum sem er mjög skemmti- legur. Kór skipaður hátt í 80 körlum er líka öflugt hljóðfæri og gaman að vera hluti af þeirri stóru heild.“ Lögin sem Eggert hefur samið texta við sem sungnir verða á tón- leikunum nú eru Herrar glæstra halla og Aðventuauðna; hvort tveggja erlend lög. Sjálfur vill for- maðurinn þó ekki gera mikið úr þessum þætti málsins, þótt hann við- urkenni að vera einhvers konar skúffuskáld eins og þorri Íslendinga. „Stundum gerist að stjórnandinn kemur með lög sem hann vill texta við og leitar þá til okkar kórfélag- anna. Og þá bara gengur maður í verkefnið og semur texta.“ Einsöngur og blásarar Einsöngvari með Karlakór Reykjavíkur á aðventutónleikunum sem nú standa fyrir dyrum er Sigrún Pálmadóttir sópran, sem kemur úr Bolungarvík. Orgelleikari er Lenka Mátéová, trompetleikarar þeir Guð- mundur Hafsteinsson og Eiríkur Örn Pálsson, Eggert Pálsson leikur á páku og Jóhann Björn Ævarsson á horn. Kynnir verður Einar Örn Stef- ánsson, þekktur sem fréttamaður og útvarpsþulur fyrr á árum. Karlakórinn er öflugt hljóðfæri  Aðventusöngurinn er hafinn Hljómur og stemning  Karlakór Reykjavíkur verður í Stykkis- hólmi í dag  Í heimabæ stjórnandans  Lög við texta eftir formann kórsins eru á efnisskránni Árbæjarkirkja í Reykjavík stendur á morgun, 1. desember, fyrir svo- nefndum kirkjudegi. Fyrsta sunnu- dag í aðventu ber upp á 1. desem- ber þetta árið, á fullveldisdegi Íslands. Frá því að Árbæjarsöfn- uður var stofnaður hefur fyrsti sunnudagur í aðventu átt stóran sess í lífi hans. Mikið er lagt í dag- inn bæði af leikum og lærðum innan safnaðarins, eins og það er orðað í tilkynningu. „Dagurinn markar upphafið að undirbúningi jóla. Má segja að kirkjan fari þá í búning eftirvænt- ingar og hátíðar,“ segir enn fremur í tilkynningunni, en dagurinn hefst með barna- og fjölskyldusamveru kl. 11. Tendrað verður á fyrsta kertinu, spádómskertinu, á aðventukransinum. Sýnt verður jólaleikritið Strákurinn sem týndi jólunum. Aðgangur er ókeypis. Klukkan 14 verður hátíðarguðs- þjónusta. Fyrir altari þjóna sr. Þór Hauksson og Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir og Kór Árbæjarkirkju leiðir safnaðarsöng. Gestakór dags- ins er Strætókórinn. Orgel- og kór- stjóri er Krisztina K. Szklenár, Matthías Stefánsson leikur á fiðlu og Birta Rós Valsdóttir syngur. Eftir guðsþjónustuna er kaffi- hlaðborðssala kvenfélags Árbæjar- sóknar í safnaðarheimilinu. Þar verður árlegt skyndihappdrætti líknarsjóðs kvenfélagsins. Veglegir vinningar eru í boði sem bæði ein- staklingar og fyrirtæki í söfn- uðinum hafa gefið af rausnarskap. Morgunblaðið/RAX Kirkjudagur Séra Þór Hauksson er sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Kirkjudagur hjá Árbæjarsöfnuði  Messa, kaffi og happdrætti 1. des. Margir af vinsælustu tónlistar- mönnum landsins halda söng- skemmtanir fyrir jólin. Má þar nefna Pál Óskar, Bubba Mort- hens, Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson, systkinin KK og Ellen og svo mætti lengi áfram telja. Fólk sem tekur þátt í kórstarfi lætur ekki sitt eftir liggja og í flestum byggðum landsins verða á aðventunni tónleikar og úti á landi eru til dæmis kirkjur og félagsheimili notuð sem tónlistarhallir. Þá eru jólatónleikar Fíladelfíu í Reykjavík nú að bresta á. Þeir verða þrennir og haldnir í kirkj- unni í Hátúni. Hinir fyrstu verða nk. mánudagskvöld, 2. desem- ber, og hefjast kl. 19. Sungið um allt landið TÓNLEIKAR Á AÐVENTU Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Söngur Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður Karlakórs Reykjavíkur, t.v., og Friðrik S. Kristinsson stjórnandi. Tónlistarmenn Þau koma fram með kórnum. Frá vinstri Jóhann Björn Æv- arsson, horn, Guðmundur Hafsteinsson, trompet, Lenka Mátéová, orgel, Ei- ríkur Örn Pálsson, trompet, Sigrún Pálmadóttir, sópran, Eggert Pálsson, pákur, og Friðrik S. Kristinsson stjórnandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.