Morgunblaðið - 30.11.2019, Side 18

Morgunblaðið - 30.11.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Dalsbraut 3, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Fallegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í nýbyggingu. Fullbúnar íbúðir með gólfefnum og eldhústækjum - Lyftuhús - Klætt að utan - Sérinngangur - Svalagangar vindvarðir - Stórar svalir - Afhending vor 2020 VERÐ FRÁ AÐEINS KR. 29.900.000 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fjölmennur karlakór breytist auð- vitað alltaf eitthvað á löngum tíma, því söngmenn koma og fara. Mikil- vægast er þó að halda sama hljómi og stemningu, rétt eins og okkur hefur tekist,“ segir Friðrik S. Krist- insson, stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur. Vikulegar æfingar kórsins í haust hófust samkvæmt venju upp úr miðjum september og segja má að rauði þráðurinn í starf- inu á haustin sé undirbúningur fyrir aðventutónleikana. Þeir eru jafnan haldnir í Hallgrímskirkju og meðal margra er fastur liður á aðventunni að sækja tónleikana, sem hafa yfir sér hátíðlegan blæ. Forskot á sæluna í Stykkishólmi í dag Að þessu sinni verður tekið for- skot á sæluna því í dag, laugardag- inn 30. nóvember, heldur kórinn tón- leika í Stykkishólmskirkju sem hefjast kl. 16. Þar verða jólalögin áberandi, en þetta er sama efnis- skráin og flutt verður á aðventu- tónleikum kórsins í Hallgrímskirkju dagana 14. og 15. desember. „Þessi þrjátíu ár mín sem stjórn- andi kórsins hafa verið skemmtileg. Mér finnst gaman að fara með mín- um mönnum í Stykkishólm og halda tónleika þar, í mínum heimabæ,“ segir Friðrik S. Kristinsson. Ó, helga nótt og Gleð þig, særða sál Meðal laga sem flutt verða á tón- leikunum eru m.a. Sjá himins opnast hlið við ljóð Björns Halldórssonar, Gleð þig, særða sál; ljóð Stefáns frá Hvítadal við lag Sigvalda S. Kalda- lóns sem einnig samdi lag við sálm- inn Nóttin var sú ágæt ein, en það ljóð er eftir sr. Einar Sigurðsson í Eydölum (1539-1629). Einnig verða flutt lögin Ó, helga nótt, Guðs kristni í heimi, Ave María og Fögur er fold- in. Sömuleiðis verða sungin nokkur lög við texta eða ljóð eftir kórfélaga, þá Vigfús M. Vigfússon, Skúla Páls- son og Eggert Benedikt Guðmunds- son, sem er formaður kórsins. „Starfið og þátttakan í kórstarfinu hefur gefið mér mikið,“ segir Egg- ert. „Ég byrjaði í kórnum fyrir rúm- um sex árum en tónlistaráhuginn hefur alltaf fylgt mér. Á mínum fyrri vinnustöðum, svo sem HB Granda og N1, var auðvitað talið í og stofnuð hljómsveit. Á núverandi vinnustað, Grænvangi, sem hýstur er hjá Ís- landsstofu, er starfandi hljómsveit sem ég er að reyna að troða mér í, svona til viðbótar við söng með karlakórnum sem er mjög skemmti- legur. Kór skipaður hátt í 80 körlum er líka öflugt hljóðfæri og gaman að vera hluti af þeirri stóru heild.“ Lögin sem Eggert hefur samið texta við sem sungnir verða á tón- leikunum nú eru Herrar glæstra halla og Aðventuauðna; hvort tveggja erlend lög. Sjálfur vill for- maðurinn þó ekki gera mikið úr þessum þætti málsins, þótt hann við- urkenni að vera einhvers konar skúffuskáld eins og þorri Íslendinga. „Stundum gerist að stjórnandinn kemur með lög sem hann vill texta við og leitar þá til okkar kórfélag- anna. Og þá bara gengur maður í verkefnið og semur texta.“ Einsöngur og blásarar Einsöngvari með Karlakór Reykjavíkur á aðventutónleikunum sem nú standa fyrir dyrum er Sigrún Pálmadóttir sópran, sem kemur úr Bolungarvík. Orgelleikari er Lenka Mátéová, trompetleikarar þeir Guð- mundur Hafsteinsson og Eiríkur Örn Pálsson, Eggert Pálsson leikur á páku og Jóhann Björn Ævarsson á horn. Kynnir verður Einar Örn Stef- ánsson, þekktur sem fréttamaður og útvarpsþulur fyrr á árum. Karlakórinn er öflugt hljóðfæri  Aðventusöngurinn er hafinn Hljómur og stemning  Karlakór Reykjavíkur verður í Stykkis- hólmi í dag  Í heimabæ stjórnandans  Lög við texta eftir formann kórsins eru á efnisskránni Árbæjarkirkja í Reykjavík stendur á morgun, 1. desember, fyrir svo- nefndum kirkjudegi. Fyrsta sunnu- dag í aðventu ber upp á 1. desem- ber þetta árið, á fullveldisdegi Íslands. Frá því að Árbæjarsöfn- uður var stofnaður hefur fyrsti sunnudagur í aðventu átt stóran sess í lífi hans. Mikið er lagt í dag- inn bæði af leikum og lærðum innan safnaðarins, eins og það er orðað í tilkynningu. „Dagurinn markar upphafið að undirbúningi jóla. Má segja að kirkjan fari þá í búning eftirvænt- ingar og hátíðar,“ segir enn fremur í tilkynningunni, en dagurinn hefst með barna- og fjölskyldusamveru kl. 11. Tendrað verður á fyrsta kertinu, spádómskertinu, á aðventukransinum. Sýnt verður jólaleikritið Strákurinn sem týndi jólunum. Aðgangur er ókeypis. Klukkan 14 verður hátíðarguðs- þjónusta. Fyrir altari þjóna sr. Þór Hauksson og Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir og Kór Árbæjarkirkju leiðir safnaðarsöng. Gestakór dags- ins er Strætókórinn. Orgel- og kór- stjóri er Krisztina K. Szklenár, Matthías Stefánsson leikur á fiðlu og Birta Rós Valsdóttir syngur. Eftir guðsþjónustuna er kaffi- hlaðborðssala kvenfélags Árbæjar- sóknar í safnaðarheimilinu. Þar verður árlegt skyndihappdrætti líknarsjóðs kvenfélagsins. Veglegir vinningar eru í boði sem bæði ein- staklingar og fyrirtæki í söfn- uðinum hafa gefið af rausnarskap. Morgunblaðið/RAX Kirkjudagur Séra Þór Hauksson er sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Kirkjudagur hjá Árbæjarsöfnuði  Messa, kaffi og happdrætti 1. des. Margir af vinsælustu tónlistar- mönnum landsins halda söng- skemmtanir fyrir jólin. Má þar nefna Pál Óskar, Bubba Mort- hens, Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson, systkinin KK og Ellen og svo mætti lengi áfram telja. Fólk sem tekur þátt í kórstarfi lætur ekki sitt eftir liggja og í flestum byggðum landsins verða á aðventunni tónleikar og úti á landi eru til dæmis kirkjur og félagsheimili notuð sem tónlistarhallir. Þá eru jólatónleikar Fíladelfíu í Reykjavík nú að bresta á. Þeir verða þrennir og haldnir í kirkj- unni í Hátúni. Hinir fyrstu verða nk. mánudagskvöld, 2. desem- ber, og hefjast kl. 19. Sungið um allt landið TÓNLEIKAR Á AÐVENTU Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Söngur Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður Karlakórs Reykjavíkur, t.v., og Friðrik S. Kristinsson stjórnandi. Tónlistarmenn Þau koma fram með kórnum. Frá vinstri Jóhann Björn Æv- arsson, horn, Guðmundur Hafsteinsson, trompet, Lenka Mátéová, orgel, Ei- ríkur Örn Pálsson, trompet, Sigrún Pálmadóttir, sópran, Eggert Pálsson, pákur, og Friðrik S. Kristinsson stjórnandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.