Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir ✝ Heba fæddist íHrísey í Eyja- firði 25. janúar 1937. Hún lést á Landspítalanum Hringbraut 14. nóvember 2019. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Jörundsdóttir, kaup- og sauma- kona, f. 4. febrúar 1911, d. 15. maí 1989, og Júlíus Oddsson kaup- og útgerðarmaður, hreppstjóri og póst- og símstöðvarstjóri í Hrísey, f. 11. október 1899, d. 23. október 1946. Heba var í miðið í hópi þriggja systra. Eldri systir hennar, Jörgína Ragna, f. 1933, d. 1976, lést fyrir aldur fram, hennar börn voru Júlíus, f. 1957, d. 2015, og Alma, f. 1959, búsett í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni. Yngri systir hennar Sigrún, f. 1944, er búsett í Kópavogi ásamt manni sínum Þorsteini Vilhjálmssyni. Synir Sigrúnar eru Orri, f. 1967, og Viðar, f. 1979, báðir búsettir í Reykjavík ásamt fjölskyldum sínum. Heba giftist Þorkeli Valdi- marssyni, f. 3. október 1932, d. 27. janúar 2014, árið 1961, eign- uðust þau tvö börn og skildu eft- ir 10 ára hjónaband. Börn þeirra Heba var afburðanáms- maður, semi-dúx á versl- unarprófi í Verslunarskólanum, hlaut málabikarinn og pen- ingaverðlaun frá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi 1957. Hún fékk Fulbright-styrk til náms- dvalar við Miami University í Ohio. Eftir það bauðst Hebu rit- arastarf í sendiráði Íslands í Washington hjá Thor Thors, þá- verandi sendiherra, hvar hún starfaði til 1961 er hún flutti heim til Íslands og tók að sér kennslu við Verslunarskóla Ís- lands í vélritun og ensku. Árið 1967 aflaði Heba sér löggild- ingar sem dómtúlkur og skjala- þýðandi og starfaði við þýðingar og bréfaskriftir ýmist í fullu starfi eða samhliða öðrum störf- um næstu áratugina. Nafn Hebu var mörgum kunnugt vegna þýðinga hennar fyrir RÚV-Sjón- varp. Á áttunda og níunda ára- tugnum starfaði Heba við þýð- ingar og almenn skrifstofustörf, fyrst hjá bandaríska sendiráð- inu í Reykjavík og Fulbright- stofnuninni en síðar á lögmanns- stofum Gunnars Guðmunds- sonar og Guðmundar Jónssonar. Alla tíð blundaði í Hebu löng- unin til að ljúka háskólanámi sem hún hafði orðið að gera hlé á á sjötta áratugnum. Af því lét hún verða í fjarnámi með vinnu, en hún lauk BA-prófi í ensku/ bókmenntum og félagsvísindum frá Syracuse University, NY í Bandaríkjunum árið 1985. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. eru Sigríður Elín, f. 12. febrúar 1963, og Valdimar, f. 21. febrúar 1966. Sig- ríður Elín er gift Aroni Árnasyni, börn þeirra eru Ív- ar Orri, f. 1987, maki hans er Ásta Björg Björgvins- dóttir, f. 1986, og Heba Björg, f. 1991, maki hennar er Ívar Freyr Vignisson, f. 1989, fyrir átti Aron soninn Elvar Örn, f. 1983, maki hans er Silja Guðmundsdóttir. Þriðja kynslóð afkomenda Hebu bættist við á þessu ári með tvíburum Ívars og Ástu Bjargar, þeim Gissuri Aron og Guðrúnu Hebu, f. mars 2019, og Ísak Elí, syni Hebu Bjargar og Ívars Freys, f. september 2019. Valdi- mar á synina Þorkel, f. 1996, og Matthías, f. 1998, úr fyrra hjónabandi sínu með Láru Pétursdóttur en er nú kvæntur Svanhildi Erlu Benjamíns- dóttur, sonur þeirra er Benja- mín Gunnar, f. 2009, fyrir átti Svanhildur soninn Daníel Frey Sigurðarson, f. 1992, d. 2015. Sambúðarmaður Hebu frá 1985 uns hann lést var Gísli Theo- dórsson, f. 12. desember 1930, d. 18. október 2001. Hún Heba, mágkona mín og vinur, er farin frá okkur yfir móðuna miklu. Bjarta brosið hennar er endanlega horfið ásamt elskulegu viðmóti og hógværð. Í sumum tungumál- um er orðið um mágkonu tengt orðinu systir, og kannski var hún líka eins konar systir mín. Við höfum verið samferða næstum hálfa öld og margt hef- ur drifið á dagana á þeim tíma. Hún átti sannarlega ekki alltaf sjö dagana sæla. Fyrstu áratugina eftir skiln- aðinn við Þorkel snerist líf ein- stæðrar móður öðru fremur um að koma börnunum til manns. Hún hafði verið góður náms- maður og það nýttist henni vel í ýmiss konar ritarastörfum. Hún vann trúnaðarstörf hjá sendiráðum innan lands og ut- an, á lögfræðistofu, hjá Odd- fellow-reglunni og í kennslu við Verslunarskólann. Hún hóf sambúð við Gísla og þau undu sér vel saman, meðal annars í ferðalögum, en hann dó um ald- ur fram. Hún kom sér líka smám sam- an fyrir í góðu húsnæði, síðast í húsi sem er ætlað eldri borg- urum og þar eignaðist hún vini og festi rætur. En hvimleiður gestur fór að sækja á hana þegar leið á æv- ina, augnsjúkdómur sem ágerð- ist smám saman án þess að læknar fengju að gert, og hún varð nánast alblind að lokum. Fyrst í stað ýtti hún þessum óboðna gesti þó frá sér, fór allra sinna ferða í lengstu lög og sýndi þar bæði viljastyrk og áræði. En svo fór að gesturinn reyndist henni ofjarl og undir lokin gat hún varla farið milli húsa einsömul né heldur sinnt heimilisstörfum. Hún gat þó haldið upp á áttræðisafmæli sitt með glæsibrag ásamt fjöl- skyldunni en eftir það hallaði enn undan fæti, meðal annars með illvígri heilabilun, minnis- tapi og öryggisleysi, án þess að í boði veru úrræði til hjálpar eins og tíðkast í nágrannalönd- um okkar. Því var þyngra en tárum taki að fylgjast með þessari baráttu þó að sólin gægðist fram öðru hverju á leiðinni. Til dæmis kom hún oft með okkur Sigrúnu í sumarbústað okkar í Grímsnesinu og við nut- um þar góðra spjallstunda og jafnvel léttra gönguferða. Þægilegri og elskulegri gest er varla hægt að hugsa sér. Það vafðist ekkert fyrir henni þótt við værum að bjástra hitt og þetta, ýmist við tölvurnar eða við hús og lóð. Yfirleitt hafði hún þá bara með sér hljóðbækur og hlustaði á þær meðan á þessu stóð. En á kvöldin var grillað eitthvað gott og spjallað um heima og geima, meðal annars um æskuminn- ingar þeirra systra, samferða- fólk og margvíslega lífsreynslu. Við áttum líka einstaka sam- veru í Júlíusarhúsi í Hrísey þar sem þær systur fæddust, og hún gat að nokkru marki yljað sér við bernskuminningarnar þar. Ég mun geyma þessar stundir meðal ljúfustu minn- inga. Undir lokin var Heba sann- arlega södd lífdaga enda komin vel yfir áttrætt. En samt hvíldi enn sama elskulega rósemdin yfir henni síðustu dagana, og hún brosti og gerði að gamni sínu nokkr- um klukkustundum áður en hún yfirgaf okkur fyrir fullt og allt. Það er ekki öllum gefið að eiga svo ljúfan dauðdaga. Við Sigrún sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur og vitum að þau munu varðveita minninguna um mikilhæfa og minnisstæða konu. Þorsteinn Vilhjálmsson. Heba Helena Júlíusdóttir Sveinn Gústavs- son, skólabróðir og vinur, er látinn eftir veikindi. Ég sá Svein fyrst þegar við hittumst í Menntaskólanum á Akureyri fyr- ir margt löngu. Hann var þessi hressi strákur frá Siglufirði í herberginu á móti á ganginum í heimavistinni. Ég reiknaði þá ekki með því að yrðum löngu síðar hinir ágæt- ustu mátar og ættum eftir að bralla ýmislegt saman. Meira að segja að ljúka háskólaprófi í sama fagi, sama vorið. Sveinn var mjög virkur í fé- Sveinn Gústavsson ✝ Sveinn Gúst-avsson fæddist 12. apríl 1938. Hann lést 15. nóvember 2019. Útför Sveins var gerð 26. nóvember 2019. lagslífi skólans. Hann spilaði í danshljómsveitinni og stofnaði m.a. ljósmyndaklúbbinn og margt fleira. Eftir stúdents- prófið lá leiðin suð- ur í Háskólann. Ýmislegt varð til að glepja hugann en hvað um það, það fór fyrir Sveini eins og mér. Við fundum okkur maka og án þess að við væri litið vorum við báðir orðnir fjöl- skyldufeður. Sveinn eignaðist tvær yndislegar dætur með Erlu, konu sinni, og kom sér upp heim- ili í Kópavoginum. Háskólanámið gekk hægt því annað kallaði. Samt fór nú svo að við lukum báðir námi sama vorið. Við, nokkrir félagar, tókum okkur til og sáum að þetta gekk ekki, fundum okkur tíma og lás- um af kappi, sérstaklega seinasta veturinn. Allur tíminn fór í langsetur yf- ir námsefninu, aðallega á les- stofu Háskólans við Aragötu, fjölskyldulífið sat á hakanum. Á þeim tíma var lítið um námslán, þau voru nánast óþekkt og beinir styrkir líka. En þetta gekk, bæði námið og fjölskyldulífið, og er það ekki síst að þakka stuðningi okkar ágætu maka. Sveinn átti það til að vera mik- ill grallari. Sem dæmi um það gerðist það einu sinni þegar við hjónin dvöld- um nokkra daga á hóteli í New York, á leiðinni að heimsækja bróður konunnar sem var við nám í Ameríku. Einu sinni þegar ég var að sækja herbergislykil- inn í afgreiðslu hótelsins var mér réttur samanbrotinn miði. Þetta var telefax en svoleiðis skilaboð voru mikið notuð áður en tölvu- væðingin hófst fyrir alvöru. Skilaboðin voru frá einhverju fyrirtæki á Íslandi og fjölluðu um að rétt væri að taka nú upp við- skipti við ákveðið amerískt fyrir- tæki og hætta að skipta við fyrir- tæki í Evrópu. Upphæðir ætlaðra viðskipta sem nefndar voru í skilaboðunum stjarnfræði- legar. Undirritað af Sveini. Mér brá óneitanlega og hringdi í Svein. Hann hló bara í símanum og spurði hvort ég fengi ekki betri þjónustu á þessu hóteli, svona fínn kaupsýslumað- ur? Jú, ég varð að viðurkenna það. Já sko, það var nú einu sinni meiningin. Svona á að plata snobbaða kapítalista í New York til að veita almennilega þjónustu, sagði Sveinn og hló mikið. En einhvern veginn grunar mig að fleiri hafi einmitt notað svona trikk bæði fyrr og síðar. En nú er Sveinn horfinn í bili því öll eigum við eftir að fara sömu leið að lokum. Ég votta Erlu, dætrunum og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð mína. Pétur Jónsson. Í dag minnist ég konu sem hefur haft talsverð áhrif á hver ég er í dag, ömmu úr sveitinni. Þegar ég minnist ömmu Helgu eru minn- ingarnar svo ótal margar að það væri eflaust efni í bók, ef ekki nokkur bindi. Þær sem vakna fyrst eru lykt af nýsoðnum kart- öflum, ilmur af nýsteiktum kleinum og pönnukökur með sykri. Ávaxtagrautur með rjóma, vanilluskafís í álskál, fresca og appelsín í ísskápnum og kóngabrjóstsykur. Þær eru að leysa garnflækjur og vefja í hnykil, leikur að slæðunum úr neðstu skúffunni í kommóðunni, ótal þotuferðir yfir snæviþakin tún og drullubúið fyrir ofan bæ- inn þar sem voru bornar fram dýrindis drullukökur með hrúta- og krækiberjum. Þó að amma og afi hafi flutt fljótt inn á Akureyri eftir að ég kom í heiminn hafa þau ávallt verið kölluð amma og afi í sveit- inni þar sem sami hlýi sveita- bragurinn fylgdi þeim hvert sem þau fóru. Ef ég loka augunum og hugsa til hennar sé ég hana alltaf fyrir mér í eldhúsinu í hröðum snún- ingum að bera endalausar kræs- ingar á borð, en enginn mátti vera svangur í hennar húsum. Hún sýndi öllu sínu fólki mikla umhyggju og ást og man ég sjaldan eftir henni sitjandi því hennar allra mikilvægasta verk- efni var að hugsa um sitt fólk. Amma Helga var alltaf af- skaplega stolt af sínu fólki og skartaði skenkurinn hennar ótal myndum af öllu fólkinu sem hún átti að. Hún hafði alltaf tröllatrú á öllum þeim verkefnum sem maður tók að sér og var fljót að slá í burt efann ef hann var til staðar. Amma var svo einstaklega skemmtilegur karakter og trú sjálfri sér alveg fram á síðasta dag, hún var sterk og athafna- mikil kona. Hún var jákvæð, ákveðin og hafði mikinn húmor. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég heimsótti hana á 92 ára afmælisdeginum hennar að hún skildi bara ekkert í því hvað hún væri gömul og sagði: Helga Sólveig Jensdóttir ✝ Helga SólveigJensdóttir fæddist 7. febrúar 1926. Hún lést 17. nóvember 2019. Útför Helgu Sól- veigar fór fram 28. nóvember 2019. „Jæja, þetta fer víst ekki á aftur á bak.“ Þegar ég fór með henni að borða í Hrísey og þegar þjónninn bauð henni upp á gos fussaði hún bara og bað um stórt mjólkurglas með hamborgaranum. Þegar við byrjuð- um að syngja afmælissönginn fyrir hana en hún stoppaði okk- ur af, tónaði og leiddi okkur svo inn í sinn eigin afmælissöng. Elsku amma Helga, það mun aldrei finnast jafn stór faðmur og þinn. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Takk fyrir allan þann kærleik sem þú áttir enda- laust af. Takk fyrir traustið, takk fyrir stoltið og takk fyrir alla þá ást og þolinmæði sem þú sýndir í minn garð og gerði mig að þeirri konu sem ég er í dag. Ég mun minnast þín með bros á vör, í litríkum og fal- legum fötum, með svuntuna, syngjandi og dansandi. Afi hef- ur eflaust beðið spenntur eftir þér. Þangað til næst, Sigurbjörg Maren Jónsdóttir. Elsku amma Helga eða amma í sveitinni eins og hún var alltaf kölluð á mínu æsku- heimili hefur kvatt þetta jarðlíf eftir langa og viðburðaríka ævi. Amma bjó lengst af sinni ævi á Stærri-Árskógi í Eyjafirði og er sá staður sveipaður rómantísk- um blæ í minningunni. Afkom- endurnir eru margir og því var iðulega gestkvæmt og mikið fjör í sveitinni og mikil forréttindi fyrir barn að hafa aðgang að þessháttar samastað. Amma var mikill dugnaðarforkur og var ákaflega stolt af afkomendum sínum, sveitinni sinni og kirkj- unni sem stendur við bæinn. Í sveitinni kenndi amma mér að umgangast náttúruna og dýrin af virðingu en var heldur illa við þegar afi var með mann á dráttarvélunum. Það eru margar góðar minningar úr sveitinni sem lifa með manni eins og allar stóru fjölskyldu- samkomurnar, þaulsetur í berjamó í sumarlok en best af öllu var að arka niður í fjós til að sækja mjólk og hafa með heimbökuðu vínarbrauði með bleiku glassúri. Hvíl í friði, elsku amma. Rúnar. Didda var gift móðurbróður mín- um, Jóni Viðari, en við systur kölluðum hana alltaf Diddu frænku. Hún var stór hluti af lífi okkar alla barnæskuna. Didda var gull af manni, hún var móður minni ávallt stoð og stytta. Opnaði heimili sitt fyrir okkur þegar ég var nýfædd og erfitt að fá hús- næði í Reykjavík. Þegar ég meiddi mig sem lítil var það bara Didda frænka sem fékk að plástra sárið. Elsku Didda frænka, takk fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir Guðmunda Sigurðardóttir ✝ Guðmunda Sig-urðardóttir fæddist 12. janúar 1932. Hún lést 25. október 2019. Útför Guðmundu fór fram 1. nóv- ember 2019. mig, takk fyrir öll samtölin gegnum árin, ég er svo þakk- lát fyrir þær stundir sem við áttum sam- an þegar ég kom í heimsókn til Ís- lands. Við áttum yndis- legt kvöld núna í september og ég er svo þakklát fyrir það. Þú vissir þá í hvað stefndi og talaðir um að þið mágkonurnar (þú og móðir mín) væruð fæddar sama ár og mynduð ábyggilega fara sama ár. Elsku Tryggvi, Siggi, Jón Við- ar og Hreinn, mig langar fyrir mína hönd og barna minna að senda ykkur innilegustu samúð- arkveðjur. Minning um dásamlega konu mun lifa um ókomin ár. Erla Grétarsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.