Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Af fréttummá ætlaað aukin harka fylgi glæp- um og afbrotum og lögregla eigi fullt í fangi með að bregðast við svo vel sé. Þegar glæpamenn nást er þeim stungið í fangelsi og talað er um makleg mála- gjöld. En hvað svo? Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, ræðir opinskátt um þessi mál í viðtali í Sunnudags- blaðinu sem í dag fylgir Morgunblaðinu. Þar lýsir hann því hvernig margt hafi breyst til betri vegar í fang- elsum landsins. Hann kveðst þó hvergi nærri hættur að breyta og mörg verkefni bíði. Páll leggur áherslu á að út úr fangelsum landsins skili sér betri menn og út- skýrir kosti samfélagsþjón- ustu. Um leið leggur hann áherslu á að til að fá að gegna samfélagsþjónustu þurfi að uppfylla ýmis skil- yrði og hart sé tekið á þeim, sem séu í opnum fangelsum og reyni að mis- nota aðstæður. Í viðtalinu gefur Páll lítið út á gagnrýni á góðan að- búnað í fangelsinu. Menn verði að átta sig á að frels- issvipting sé stórmál: „Það er ekki okkar hlutverk að gera frelsissviptinguna verri en nauðsynlegt er og það er okkar verkefni að framkvæma hana þannig að einstaklingurinn geti átt von þegar hann kemur úr afplánun.“ Athyglisvert er að lesa frásögn Páls af því hvernig viðhorf hans til fanga hefur breyst frá því hann byrjaði sem ungur maður í lögregl- unni og hann fór að finna til meiri samkenndar með þeim. Lýsing hans á því hvernig eiturlyf komast inn í fang- elsin og hvers vegna erfitt er að stoppa þau vekur einnig til umhugsunar og vitaskuld er það rétt hjá honum að þar er stóri vand- inn eftirspurnin. Eiturlyfin skapa beinlínis hættulegt ástand meðal fanga. Eitur- lyfin verði sífellt hættu- legri. Nú flæði eiturlyfið spice um fangelsin og 90% fanga séu í virkri neyslu. Páll er ekki ánægður með að hafa ekki aðstöðu til að skilja á milli fanga og bend- ir á að það geti verið erfitt að halda sér edrú þegar nóg sé af efnum. Hann telur einnig að við séum á villigöt- um í þessum efn- um: „Margt af þessu fólki er ágætis fólk þegar það er ekki í neyslu. Og sumir þeirra eru jafnvel aðallega dæmdir til fangelsisrefs- ingar fyrir að fjármagna neyslu sína. Ef neyslan er sjúkdómur, þá veltir maður fyrir sér hvort við séum á réttri braut með þetta að dæma þessa einstaklinga aftur og aftur í fangelsi fyr- ir að vera veikir. Það er umhugsunarhefni.“ Það er rétt hjá Páli að hér er um að ræða víta- hring, sem finna þarf leið til að rjúfa. Þeir sem stjórna smygli og dreifingu fíkni- efna nota fíklana til að vinna fyrir sig skítverkin þegar þeir eru búnir að ná þeim á öngulinn. Þegar fíkl- arnir lenda í fangelsi finna forsprakkarnir næstu fórnarlömb til að etja á for- aðið. Það er lykilatriði að þeir sem dæmdir eru til að sitja í fangelsi verði ekki fasta- gestir. Á Íslandi er endurkomutíðni fanga lág miðað við það sem gerist víðast hvar annars staðar og segir Páll að sú stað- reynd sé farin að vekja áhuga erlendis. Sú aðferð sem hér er beitt gengur út á það að undirbúa fanga undir frelsið í áföngum þannig að þeir eigi auðveld- ara eða í það minnsta möguleika á að koma undir sig fótunum þegar út er komið. Refsingar þurfa að vera í samræmi við brot. Það er ekki samasemmerki á milli þess að leggja áherslu á betrun í fangelsiskerfinu og að milda refsingar. Það er hárrétt hjá Páli að frelsis- svipting er þung refsing. Vissulega skiptir það máli hvernig aðbúnaðurinn og atlætið er, en fanginn er eftir sem áður jafn ófrjáls, hvort sem aðbúnaður er slæmur eða góður. Sums staðar er fangelsiskerfið þannig að menn koma inn í fangelsin óharðnaðir og ganga þaðan út forhertir. Það má ekki verða raunin hér á landi og er gott að sjá það markvissa starf sem unnið er innan fangelsanna til að stuðla að því. Lykilatriði að ein- staklingur eigi von þegar hann kemur úr afplánun} Mannúð og refsing Á rið 2019 voru 14% Íslendinga 65 ára og eldri, samanborið við 10% Íslendinga árið 1980. Spár Efna- hags- og framfarastofnunar- innar, OECD, gera ráð fyrir því að árið 2050 verði 25% Íslendinga 65 ára og eldri. Hækkandi hlutfall aldraðra felur í sér áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið, en líka tæki- færi til þess að hugsa hlutina upp á nýtt, gera betur og breyta. Þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými á landsvísu er veruleg. Ég kynnti í apríl 2018 áætlun um stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma á landsvísu, en áætlunin tók til uppbyggingar og endurbóta á tæplega 800 hjúkrunarrýmum til ársins 2023. Á þessu ári hefur verið tekið í notkun nýtt 40 rýma hjúkrunarheimili á Sel- tjarnarnesi og hjúkrunarheimili með 60 rým- um á Sólvangi í Hafnarfirði. Næsta vor verður tekið í notkun 99 rýma hjúkrunarheimili við Sléttuveg í Reykja- vík, auk þess sem bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis í Árborg er hafin. Samkvæmt samantekt Embættis land- læknis frá því í september á þessu ári hefur fjölgun hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu þegar leitt til þess að biðlistar hafa styst. Áfram verður unnið að upp- byggingu hjúkrunarrýma á kjörtímabilinu. Mikilvægt er að huga að fjölbreytni í þjónustu og auka möguleika fólks til að búa lengur heima, ef það kýs. Í því skyni hefur dagdvalarrýmum verið fjölgað markvisst með áherslu á þjálfun og aukna þjónustu við fólk sem býr í heimahúsum. Sem dæmi má nefna að árið 2019 var opnuð á Hrafnistu sérhæfð dagdvöl ætluð heilabiluðum með aðstöðu fyrir 30 ein- staklinga, sérhæfðum dagdvalarrýmum í MS-setrinu var fjölgað um 6 og Hafnarfjarð- arbæ var veitt rekstrarheimild fyrir 12 nýj- um dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabil- un. Ákvörðun var einnig tekin um að koma á fót fjórum endurhæfingarrýmum við Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki með áherslu á endurhæfingu fyrir aldraða. 130 milljónir króna af fjárlögum ársins 2019 verða nýttar til að styrkja mönnun í heimahjúkrun og auka þjónustuna, auk þess sem ég hef ákveðið að ráðstafa 200 milljónum króna af fjárlögum næsta árs til að koma á fót heilsueflandi móttökum um allt land innan heilsugæslunnar. Móttökurnar verða ætlaðar eldra fólki og einstaklingum með fjölþætt eða langvinn heilsufarsvandamál og markmið þeirra er að tryggja þessum hópi þverfaglega og heildstæða heil- brigðisþjónustu og innleiða skipulagða heilsuvernd fyrir aldraða. Þessu tengt hef ég ákveðið að stofna sérstaka verkefnahópa um heilsueflingu aldraðra, heimahjúkrun og hjúkrunarheimili og sveigjanlega dagdvöl. Með aukinni þjónustu heim og fjölgun hjúkrunar- og dagdvalarrýma er komið til móts við vaxandi þörf fyrir þjónustu við aldraðra. Þetta er mikilvægur liður í því að tryggja rétta þjónustu á réttum stað í samræmi við heil- brigðisstefnu til ársins 2030. Svandís Svavarsdóttir Pistill Fjölbreytt þjónusta við aldraða Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Magn gagna sem fer umfarsímanetin hér álandi heldur áfram aðvaxa stórum skrefum, en mikil aukning hefur verið á gagnamagninu allt frá innleiðingu 4G. Á fyrri hluta þessa árs jókst gagnamagn á farsímanetinu um 50,4% frá sama tíma á síðasta ári. Tala enn minna í heimasíma Notkun heimasíma minnkar aft- ur á móti í sífellu. Sú þróun að lands- menn tali æ minna í heimasímann hefur staðið um árabil og hélt áfram á fyrri hluta þessa árs. Þá fækkaði áskrifendum með fastlínusíma um- talsvert milli ára. Notendum með fastlínuáskrift fækkaði um 6%. Tæplega sjö þúsund færri heim- ili voru með áskrift að fastlínusímum á fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra og fækkaði töluðum mínútum í heimasíma um tæp 15% milli ára. Þessar upplýsingar koma fram í ný- birtri tölfræðiskýrslu Póst- og fjar- skiptastofnunar um fjarskiptamark- aðinn á fyrri hluta ársins 2019. Fram kemur í skýrslunni að í farsímanetum er hlutfallslega meira gagnamagn notað í símum en í öðr- um tækjum sem eru eingöngu fyrir gagnanotkun, t.d. spjaldtölvum. ,,Netsímaáskrifendum (VoIP) hefur fjölgað með aukinni lagningu ljósleiðara og niðurlagningu á eldra heimasímakerfi (PSTN kerfi) Símans. Síminn og Vodafone eru stærstu fyrirtækin á markaði fyrir heimasíma með um 93% hlutdeild,“ segir í umfjöllun um niðurstöðurnar. Farsímaáskriftum fjölgaði á fyrstu sex mánuðum ársins og voru þá komnar í rúmlega 470 þúsund. Var aukningin mest í gagnaáskrift, sem fjölgaði úr rúmlega 49 þúsund í fyrra í tæp 62 þúsund á fyrri helm- ingi þessa árs. Gagnaáskrift ein- göngu jókst um 25,4% á milli ára. Síminn heldur forystunni í fjölda farsímaáskrifta Landsmenn tala einnig meira og lengur í farsíma en áður, en töl- uðum mínútum úr farsímum fjölgaði um 7,7% á milli ára og SMS-skeytum úr farsímum hefur einnig fjölgað nokkuð milli ára. Ef litið er á markaðshlutdeild fjarskiptafyrirtækjanna má sjá að Síminn, sem skaust fram úr Nova á seinni hluta síðasta árs í fjölda far- símaáskrifta, hélt áfram toppsætinu á fyrri hluta þessa árs. Markaðs- hlutdeild Símans í farsímaáskriftum var 36,9% á fyrri helmingi ársins, hlutdeild Nova var 32,8% og Voda- fone var með 27,6% áskrifta á far- símanetinu. Sé hins vegar sjónum eingöngu beint að gagnamagni á farsímanet- inu kemur í ljós að Nova er með langmesta markaðshlutdeild, eða rúm 60%, Síminn 24,6% og Vodafone 12,7%. Fram kemur að veltan á fjar- skiptamarkaði á fyrri hluta ársins var svipuð og árið á undan en tekjur af heimasíma og farsíma fóru lækk- andi. Bent er á að aftur á móti hafa tekjur af gagnaflutningum og int- ernetþjónustu ásamt öðrum tekjum farið hækkandi. ,,Fjárfesting á fjarskiptamark- aði er aðallega í fastaneti, m.a. vegna lagningar ljósleiðara,“ segir í um- fjöllun um fjarskiptafélögin. Auk þessa má sjá að internet- tengingum hefur fjölgað lítillega þegar á heildina er litið. Síminn er með 46,9% internettenginga, Voda- fone er í öðru sæti með 32,3%, Nova 10,9% og Hringdu er með 7,6% hlut í fjölda internettenginga landsmanna. Ljósleiðaratengingum hefur fjölgað mikið. Gagnamagn farsíma stóreykst milli ára Fjarskiptamarkaður » Notkun netsins í farsímum fer vaxandi og áskrifendur sem nota netþjónustu á farsímanet- inu voru rúmlega 12 þúsund fleiri í ár en á fyrri hluta seinasta árs. » Ljósleiðaratengingum fjölg- aði mikið á fyrri hluta ársins, eða úr 63.619 á fyrri hluta síðasta árs í 80.787 tengingar í ár. » Um mitt ár voru ljósleiðara- tengingar 59% allra internet- tenginga. Síminn með flestar eða rúmlega 64 þúsund, Voda- fone var með yfir 44 þúsund og Nova tæp 15 þúsund. » Yfir 49 þúsund notendur, eða 35,8% allra tenginga, eru með yfir eitt þúsund megabita upphals- hraða á net- inu. Áskriftafjöldi og gagnamagn á farsímaneti H ei m ild : P ós t- o g fja rs ki pt as to fn un Markaðshlutdeild fjarskiptafyrirtækja á fyrri helmingi ársins 2019 Síminn, 173.428 áskriftir Nova, 154.522 áskriftir Vodafone, 130.119 áskriftir Aðrir, 12.535 áskriftir (2,7%) Alls 470.604 áskriftir Gagnamagn á farsímaneti á fyrri helmingi áranna 2017 til 2019 2017 2018 2019 Alls milljónir GB á fyrstu sex mánuðum ársins Eingöngu gögn Tal og gögn 47% 53% 39% 61% 40% 60% 11,4 15,8 23,8 37% 33% 28%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.