Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Í húsinu hefur verið rekið þjónustumiðstöð, veitingar- og sýningarstarfsemi. Fasteignin er ekki í rekstri í dag. Stærð fasteignar er 835,7 fm. Stærð lóðar er 11.186 fm. Fyrir liggja teikning af 70 herbergja hóteli og samþykkt deiluskipulag. Frekari upplýsingar hjá katrin@thingvangi.is eða í síma 820 6355. Veitingarými - salir – gistirými Tækifæri til frekari uppbyggingar á gistimöguleikum á svæðinu TIL SÖLU EÐA LEIGU HELLNAR Ýmsir hafa veltfyrir sér meint-um áhrifumkeltneskra mála – írskrar og skoskrar gel- ísku – á mál og menningu á Íslandi til forna. Gagn- legar upplýsingar um þetta efni eru í bók eftir Helga Guðmundsson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands. Bókin heitir Um haf innan og kom út árið 1997. Þar er fjallað á skipulegan hátt um orð sem talin hafa ver- ið af gelískum uppruna í íslensku og öðrum nor- rænum málum. Hugsan- leg tökuorð eru 46: í íslensku 32 orð, í færeysku 25, í norsku 11 og í sænsku eitt. Flest orðin virðast hafa borist inn í norrænu á tímabilinu 850 til 1100. 46 orð er vitaskuld fremur lágt hlutfall af norrænum orðaforða; enn fremur ber að hafa í huga að ýmis þeirra eru upphaflega komin í gel- ísku úr latínu (t.d. bagall ‘biskupsstafur’ og bjannak ‘blessun’). Merk- ing sumra orðanna tengist landbúnaði (kapall ‘hryssa’, tarfur ‘grað- neyti’) og selveiðum (mákur/máki ‘selshreifi’) og kemur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við forna þjóðfélagshætti. Nokkur orð eru um áhöld eða hluti og klæði (brekán ‘ábreiða’). Enn fremur virð- ist mega rekja til gelísku orðasambandið að verða að gjalti; það merkir ‘tryllast’ í fornmáli en ‘fara hjá sér, verða að engu’ í nútímamáli. Í írsku merkir orðið gealt ‘brjálæðingur’. Helgi sýnir að mörg orðanna eru mállýskubundin með takmarkaða útbreiðslu og aðeins varðveitt um þau örfá dæmi í fornu máli. Átta orð af þeim 32 sem er að finna í íslensku koma bara einu sinni fyrir í heim- ildum (svokölluð stakorð). Óefað eru einhver tökuorð týnd, ekki síst í málum sem litlar heimildir eru um. Þótt flest tökuorð séu í íslensku stafar það sennilega af þeirri einföldu ástæðu að um hana eru fornar heimildir mestar. Höfundur ályktar að orðin séu tekin í norrænu á einu svæði og hafi borist þaðan. Það svæði finnur hann í byggðum norrænna manna fyrir vestan haf, einkum á Skotlandi og í Suðureyjum. Það kemur vel heim við það að sum orðin verða frekar rakin til skosk-gelísku en írsku. Við þetta er því að bæta að líkt gildir um tökunöfn úr gelísku (fræg- ast er Njáll). Af 43 nöfnum sem fjallað er um í bók Helga Guðmunds- sonar kemur 21 fyrir á tveim eða fleiri stöðum þar sem norrænir menn bjuggu. Í flestum tilvikum er það annars vegar á Íslandi og hins vegar á norrænum landnámssvæðum fyrir vestan haf. Þar er því nánast al- veg sama hlutfallið og í tökuorðunum, nær helmingur. Á meðal örnefna sem líklega eru af gelískum toga er Dímon (‘tvítyppt fjall’), sem kemur fyrir 10 sinnum á Íslandi, tvisvar á Hjaltlandi og einu sinni í hverju eftirtalinna landa: Færeyjum, Orkneyjum, Suðureyjum og Noregi. Þannig liggja staðreyndirnar býsna ljóst fyrir. Gelísk ummerki í ís- lensku og öðrum norrænum málum eru yfirborðsleg og einskorðuð við lítinn hluta orðaforðans: tökuorð, nöfn og örnefni. Að verða að gjalti Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Gelíska? Írskir dagar þá verða fáir að gjalti. Það er nokkuð ljóst að það eru erfiðari tímarframundan í okkar samfélagi en verið hafaum skeið. Atvinnuleysi er orðið verulegt.Uppsagnir á vinnustöðum algengar. Spáð er niðursveiflu í efnahagsmálum á næstu misserum. Ferðaþjónustan sér fram á erfiðan vetur. Það hefur mátt búast við þessu um skeið. Efna- hagsþróun hefur víða verið neikvæð í okkar heims- hluta og reyndar víðar og reynslan hefur kennt okkur að áhrifa slíkrar þróunar gætir jafnan hér með ein- hverjum hætti. Verði einhver umtalsverður samdráttur í ferðaþjón- ustu, sem vel getur orðið, má búast við erfiðleikum hjá þeim, sem lagt hafa í miklar fjárfestingar í hótel- byggingum, svo að dæmi sé nefnt. Í sumum tilvikum hafa breytingar í einstökum at- vinnugreinum verið fyrirsjáanlegar. Það á t.d. við um fjármálageirann. Um öll Vesturlönd hafa bankar verið að segja upp starfsfólki í stórum stíl á undanförnum misserum vegna margvíslegra tæknibreytinga og tölvuvæðingar. Það sama hefur gerzt í öðrum at- vinnugreinum áður. Hér heima hefur orðið mikil tæknivæðing í fiskveiðum. Fyrir nokkrum áratugum gufaði starf setjara í prentsmiðjum upp. Og þannig mætti lengi telja. Að ætla að reyna að halda í störf sem hverfa vegna tæknilegrar framþróunar er út í hött. En um leið og störf hverfa og jafnvel heilar at- vinnugreinar fylgja annars konar breytingar með. Og spurning hvort okkar löggjafi er nægilega fljótur að átta sig á þeim breytingum og nauðsynlegum við- brögðum með nýrri löggjöf. Það er t.d. engin spurning um að viðskiptalífið hér fór gersamlega úr böndum síðustu árin fyrir hrun án þess að Alþingi brygðist við með nýrri löggjöf. Og nú má spyrja hvort það sama sé að gerast aftur. Hvað veldur því, að íslenzk fyrirtæki eru að koma sér upp skúffufélögum í skattaskjólum víða um heim? Til hvers? Til þess að komast undan skattgreiðslum hér? Það er of margt sem bendir til þess að löggjaf- inn hafi heldur ekki brugðizt nægilega hratt við í þeim efnum til þess að koma í veg fyrir það, sem við getum kallað óeðlilega viðskiptahætti. Einkarekin fyrirtæki bregðast jafnan við nið- ursveiflu með því að skera niður kostnað. Það getur gerzt með uppsögnum starfsmanna eða með öðrum hætti. En það skrýtna er að það gerist ekki nema með mjög takmörkuðum hætti í opinbera geiranum. Það er kominn tími til að þar verði breyting á. Hið opinbera stjórnkerfi, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum, á að snúa sér að því nú þegar að draga saman seglin og minnka kostnað. Kannski kunna þeir aðilar það ekki og þá er eðlilegt að þeir leiti eftir aðstoð þeirra sem starfað hafa í einka- rekstri og hafa langa reynslu af því að skera skjótt niður kostnað, þegar þess er þörf. Opinbera kerfið hér er útblásið og löngu tímabært að beina niður- skurðarhnífnum að því. Kannski er nauðsynlegt að breyta þeim reglum sem lengi hafa gilt í því kerfi, sem þýðir m.a. að þar er nánast ekki hægt að segja upp fólki. Hvaða rök eru fyrir því, að það séu sjálfsögð viðbrögð við niður- sveiflu í einkageiranum en ekki í opinbera geiranum? Þau eru engin. Fyrr á tíð voru lægri laun í opinbera kerfinu rétt- lætt með því, að þar væri atvinnuöryggi meira og líf- eyrisréttindi betri. Nú er búið að jafna að verulegu leyti launakjör í opinbera geiranum og einkageir- anum en eftir stendur meira atvinnuöryggi hjá hinu opinbera og mun betri lífeyriskjör. Úr því að búið er að jafna muninn á einu sviði að miklu leyti er ástæða til að ljúka verkinu og gera það á öllum sviðum. En áhrifin af niðursveiflu snú- ast ekki bara um efnahagslega þætti heldur líka um pólitík. Myndin sem við blasir er sú að á seinni hluta kjörtímabils núver- andi ríkisstjórnar muni harðna á dalnum efnahagslega. Það getur haft áhrif á samstarf þeirra þriggja flokka sem starfa saman í ríkisstjórn og á úrslit næstu þing- kosninga. Og í ljósi þess að allir núverandi stjórnarflokkar standa höllum fæti í skoðanakönnunum, ekki sízt Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hlýtur það að verða eitt helzta verkefni forystusveita þeirra flokka, auk þess að hafa stjórn á niðursveiflunni, að mæta erfiðri pólitískri stöðu í aðdraganda þingkosn- inga og á sama tíma og niðursveiflan stendur yfir. Vandi Framsóknarflokksins er sérstaks eðlis vegna Miðflokksins, þótt hann sæki líka í fylgi Sjálf- stæðisflokksins, en fyrir síðastnefnda flokkinn hlýtur spurningin að vera sú, hvernig hann getur náð því á næstu misserum að komast í betra samband við fólk- ið í landinu og ganga í meiri takt við hinn almenna borgara. Til þess að ná því þarf framsetning á þeim mál- efnum sem Sjálfstæðisflokkurinn ber fyrir brjósti að breytast töluvert frá því sem nú er. Gerist það ekki er veruleg hætta á að fram undan geti verið nýtt valdaskeið vinstri flokkanna. Það eru því verulegir óvissutímar fram undan í pólitíkinni hér heima. Þegar það gerist á sama tíma og við eigum eftir að takast á við afleiðingar Sam- herjamálsins og ýmsa aðra óáran í samfélagi okkar fer tæpast á milli mála að framundan eru erfiðir tíma á vettvangi stjórnmálanna og ómögulegt að sjá fyrir hver þróunin verður. Það er allt eins líklegt að eitthvert nýtt stjórn- málaafl brjótist upp á yfirborðið, hvað sem það kann að verða. Það syrtir í álinn Tímabært að jafna al- menn kjör milli einkageira og opinbera geirans Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Dagana 14.-15. nóvember 2019 satég ráðstefnu í Poitiers í Frakk- landi um Jan Valtin, öðru nafni Rich- ard Krebs. Fáir kannast nú eflaust við þessi nöfn en sjálfsævisaga Valt- ins, Úr álögum (Out of the Night), var metsölubók í Bandaríkjunum ár- ið 1941 og olli áköfum deilum því að þar sagði höfundur frá erindrekstri sínum fyrir alþjóðahreyfingu komm- únista. Fyrri hluti bókar hans kom út á íslensku sama ár. Ég ritstýrði endurprentun bókarinnar árið 2015 og samdi formála og skýringar og var mér þess vegna boðið að halda erindi á ráðstefnunni. Krebs fæddist árið 1905, gerðist sjómaður og kommúnisti kornungur og tók þátt í byltingartilraun í Þýska- landi árið 1923. Hann varð síðan flugumaður kommúnista á meðal sjó- manna, fór víða og rataði í ýmis ævintýri en lenti í fangelsi í Banda- ríkjunum 1926 fyrir tilraun til mann- dráps og sat þar í þrjú ár. Síðan tók hann upp þráðinn í sjómannahreyf- ingu Evrópu en eftir valdatöku Hit- lers 1933 handtóku nasistar hann og pynduðu. Kommúnistar skipuðu hon- um að gerast gagnnjósnari innan Gestapo, og létu nasistar hann lausan árið 1937. Hélt hann til Danmerkur, en þangað hafði njósna- og undirróð- ursnet kommúnistahreyfingarinnar í Vestur-Evrópu verið flutt. En þegar honum var skipað að fara til Moskvu í miðjum hreinsunum Stalíns, ákvað hann að forða sér vestur um haf. Þar kynntist hann blaðamanninum Isaac Don Levine, sem sá strax efnivið í góða sögu og aðstoðaði hann við að koma út sjálfsævisögunni. Krebs lést árið 1950, aðeins hálffimmtugur að aldri. Í erindi mínu sagði ég frá við- tökum bókar Valtins á Íslandi en ís- lenskir kommúnistar deildu mjög á höfundinn og háðu þeir Halldór Kilj- an Laxness og Benjamín Eiríksson harða ritdeilu um hann og verk hans (þótt Laxness virtist ekki hafa lesið bókina). Sérstaka athygli vakti sú uppljóstrun Valtins að skipverjar á skipum Eimskipafélagsins hefðu flutt leyniskjöl milli landa fyrir kommúnistahreyfinguna. Treysti út- gefandinn, Menningar- og fræðslu- samband alþýðu, sér ekki til að gefa út seinni hlutann þótt fyrri hlutinn hefði selst í röskum fjögur þúsund eintökum og kom hann loks út á veg- um „Nokkurra félaga“ árið 1944. Þótt eitthvað sé um ýkjur og óná- kvæmni í bókinni er hún sannkall- aður aldarspegill og afar fjörlega skrifuð. Benti ég á að Þór Whitehead prófessor hefði staðfest ýmsar full- yrðingar Valtins í ritum sínum um kommúnistahreyfinguna, þar á með- al um íslensku sjómennina. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Frá Poitiers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.