Morgunblaðið - 30.11.2019, Page 41

Morgunblaðið - 30.11.2019, Page 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 ✝ Lilja Vest-mann Daníels- dóttir fæddist á Akranesi 16. nóv- ember árið 1938. Hún lést á Landa- kotsspítala 9. nóv- ember 2019. Foreldrar henn- ar voru Daníel Fjeldsted Vest- mann, f. 15. sept- ember 1913, d. 22. desember 1989, og Guðríður Oddgeirsdóttir Vestmann, f. 13. október 1911, d. 12. nóvember 1988. Bróðir hennar var Geir Marinó Vestmann, f. 4. febrúar 1936, d. 8. ágúst 1957. Hinn 15. september 1964 gift- ist Lilja Svavari Guðmundssyni, f. 15. júní 1934. Móðir hans var Þórunn Guðbjörg Halldórsdótt- ir, f. 4. desember 1894, d. 12. september 1977, og faðir hans var Guðmundur Halldórsson, f. 25. desember 1882, d. 29. apríl 1976. Börn Lilju og Svavars eru: Margrét Svavarsdóttir, f. 17. október 1963, maki hennar er Reynir Geirsson, f. 17. október 1965, Guðríður Svavarsdóttir, f. 8. desember 1964, maki hennar er Friðrik Gunnar Gíslason, f. 23. júlí 1963, Guð- björn Svavarsson, f. 22. janúar 1966, Anna Maren Svavarsdóttir, f. 14. janúar 1974, og Daníel Svavarsson, f. 10. ágúst 1975, maki hans er Ruth Linda-Marie Blom, f. 20. apríl 1976. Lilja og Svavar eiga níu barnabörn og tvö barnabarnabörn. Lilja ólst upp á Akranesi og stundaði þar barnaskólanám. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum Akranesi 1955. Hún stundaði nám í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík 1957-1958 og brautskráðist frá Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1963. Fljótlega fór hún að vinna við hjúkrunarstörf, fyrst í stað á Sjúkrahúsinu í Keflavík, síðar á Landspítalanum þar sem hún starfaði lengst af á næturvökt- um, einkum eftir að hún eign- aðist börnin sín og þegar þau voru að vaxa úr grasi en eftir að börnin fullorðnuðust starfaði hún á hjúkrunarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Elsku mamma. Nú er komið að kveðjustund. Þú varst hjartahlý móðir, amma, langamma og eiginkona en varst lítið fyrir að standa í sviðsljósinu og hefðir líklega ekki kært þig um að vera mærð á síðum dag- blaðanna, en stundum gera börn- in manns ekki alveg eins og mað- ur vill. Þú áttir langa og viðburðaríka ævi og upplifðir þinn skerf af skini og skúrum. Þú kenndir okkur að standa á eigin fótum, að vera heiðarleg, nægju- söm og hjálpsöm. Það var ekki mikið bruðlað í heimilisrekstrin- um. Það hafði til dæmis lítið upp á sig að kaupa kókópöffs eða súkkulaðikex því það var bara ét- ið upp eins og skot. Það var betra að kaupa bara Cheerios og mjólk- urkex því það entist mun lengur. Það er heilmikil lífsspeki falin í þessum lærdómi. Utanlandsferð- ir til sólarlanda voru heldur ekki á radarnum á uppvaxtarárunum en við börnin minnumst með hlýju sumarbústaðaferða á sumr- in. Seinna eftir að fjárfest hafði verið í tjaldvagni þá var hann dreginn hringinn um landið þeg- ar færi gafst og þótti það mikið ævintýri. Mamma ólst upp á Akranesi hjá afa og ömmu ásamt stóra bróður sínum Marinó sem féll frá aðeins tvítugur að aldri. Þótt við börnin hennar fengjum aldrei tækifæri til að hitta Marinó þá skynjuðum við að mamma sakn- aði hans ákaft og talaði alltaf af- skaplega fallega um hann. Eftir gagnfræðaskóla flutti mamma í höfuðborgina til að stunda nám í húsmæðraskólanum þar sem grunnurinn var líklega lagður að matarmenningunni sem við börn- in ólumst upp við. Matseðill vik- unnar var venjulega í föstum skorðum, fiskmeti og kjöt til skiptis, pylsur eða bjúgu á föstu- dögum og lambalæri eða hryggur á sunnudögum. Mamma var mik- ill lestrarhestur og óhrædd við að læra og tileinka sér tækninýjung- ar. Hún ákvað snemma að verða hjúkrunarkona og lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1963. Stuttu seinna kynntist hún pabba og við börnin þeirra fórum að tínast inn í heiminn, hvert á fætur öðru, fyrst þrjú í röð og svo tvö til í restina tíu árum seinna. Mamma sá alltaf um heimilis- störfin og sá til þess að kvöldmat- urinn biði rjúkandi heitur þegar pabbi kom heim úr vinnunni. Við börnin vorum lítið fyrir að vera á leikskóla og því var mamma heima með okkur öll þar til við byrjuðum í skóla og var alltaf heima til að taka á móti okkur að loknum skóladegi. Mamma var óhemju dugleg, því auk þess að sjá um rekstur heimilisins og stærstan hluta barnauppeldisins vann hún sem hjúkrunarkona á kvöld-, nætur- og helgarvöktum þegar færi gafst. Mamma hafði gaman af að dansa og það var á dansleik sem hún kynntist pabba. Þegar þau hjónin vildu gera sér dagamun þá var haldið á gömlu dansana með góðum vinum. Á sjónvarpslausu fimmtudags- kvöldunum var líka oftast gripið í spil og afi og amma komu í heim- sókn. Minningin um þig lifir áfram um ókomin ár í gegnum afleggj- arana þína: börnin þín, barna- börnin og barnabarnabörnin. Þú færðir okkur inn í þennan heim og gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að undirbúa okkur undir lífsins vegferð. Góða ferð, elsku mamma, og takk fyrir allt. Margrét Svavarsdóttir, Guðríður Svavarsdóttir, Guðbjörn Svavarsson, Anna Maren Svavarsdóttir og Daníel Svavarsson. Lilja Vestmann Daníelsdóttir ✝ Kristinn Gísla-son Álfgeirsson fæddist í Reykjavík 9. janúar 1937. Hann lést 15. nóv- ember 2019. For- eldrar hans voru Álfgeir Gíslason frá Gröf í Hruna- mannahreppi, f. 20.12. 1897, d. 8.8. 1974, og Olga Vil- helmína Sveins- dóttir frá Læk í Önundarfirði, f. 30.7. 1901, d. 30.8. 2000. Krist- inn átti tvö systkini, Gísla Álf- geirsson, f. 29.5. 1931, d. 25.2. 1997, og Guðrúnu Álfgeirs- dóttur, f. 14.11. 1939, d. 14.3. 2009. Hinn 16.7. 1964 giftist Kristinn Ólafíu Kolbrúnu Tryggvadóttur bankastarfs- manni, f. 13.8. 1935 í Reykjavík og uppalinni þar. Kristinn og Ólafía eignuðust tvö börn þau, Brynjar Snæ Krist- insson kranamann, f. 25.11. 1966, d. 26.6. 1998. Börn hans eru Árni Guð- jón, Tryggvi Pétur, Stefán Snær og Kristjan Catalin. Guðrún Krist- insdóttir hársnyrtir, f. 1.2. 1974, unnusti Guðbrandur V. Guð- geirsson, börn þeirra eru Nói Snær og Nökkvi Blær. Kristinn var múrari að mennt og starfaði lengst af starfsævi sinnar við múrverk. Útför Kristins fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 22. nóvember 2019. Elsku besti pabbi minn kvaddi þennan heim föstudaginn 15. nóvember 2019. Þú og ég vorum bestu vinir í heimi en gátum líka rifist eins og hundur og köttur yf- ir furðulegustu hlutum, engu og öllu. Það er líka þannig sem það á að vera, það hreinsar loftið. Ég sakna þín endalaust og næ því ekki enn að pabbi minn sé farinn. Þú varst horfinn að miklu leyti inn í annan heim sökum alzheim- ers-sjúkdómsins en þekktir alltaf mömmu og mig til síðasta dags. Ég er svo fegin að hafa náð að koma til Íslands og knúsa þig, hafa þig í faðmi mínum þegar þú kvaddir þennan heim. Ég sakna okkar yndislegu samtala um heima og geima og að geta leitað til þín, elsku pabbi minn, með furðulegustu hugmyndir og vangaveltur um lífið og alltaf mætt skilningi og fengið góð og gagnleg ráð og svör. Þrátt fyrir haf á milli okkar síðustu sautján ár þá röbbuðum við saman dag- lega símleiðis og síðustu tvö ár var það aðallega ég sem talaði við þig og sagði þér fréttir að strák- unum þínum. Ég passa elsku mömmu fyrir þig, elsku pabbi minn, og þú og Brynjar bróðir passið hvor annan fyrir okkur, elsku strákarnir okk- ar. Þú varst listamaður í víðu samhengi og mér þykir vænt um myndirnar þínar, ljóðin og vís- urnar. Ég og mamma skemmtum okkur yfir þeim núna og sérstak- lega krúttlegu vísunum til mömmu sem þú elskaðir af öllu hjarta. Ég ætla að láta fylgja nokkrar vísur sem þú ortir rétt eftir fæð- ingu Brynjars bróður, þá nýbak- aður faðir, fullur af ást og nýjum tilfinningum til mömmu og Brynjars. Hvíldu í friði, elsku besti pabbi minn, ég elska þig endalaust og sakna þín af öllu hjarta. Svefn er svifinn burt frá mér sveifla er á huga. Hvað skal það lengi duga. Nú móðir og sonur sofa vært í sælu draumalanda. Ljós guðs skíni yfir þeim skært sem eitt getur gæfu og vernd þeim fært svo ekkert illt, að megni þeim að granda. Rís nú bráðum bjartur dagur beri hann bros og söng með sér. Við skulum vona að gleðibragur verði bæði á mér og þér. (22.12. 1966) í vöggunni vært þú sefur verndi þig englar allir. Guð sá er lífið oss gefur gefi þér viskunnar hallir. Verðir þú jafnan jólanna barn jafnt er þú eldist sem nú og leiðist þann veg yfir lífsins hjarn er lýsir af gæsku og trú. Leitastu við að vera heill vert ekki í neinu hálfur. Hafir þú trú, þú verður ei veill, vertu ávallt þú sjálfur. (23.12. 1966) Brynjar Snær var skírður í dag af Steina fríkirkjupresti. Það er klerkur sem kann sitt fag og kirfilega hann nafnið festi. Sitja saman kempur tvær skála og syngja á milli. Nú bið ég alla fjær og nær næst drekka þeirra hylli. (6.1. 1967) Hjalar dátt við heimi hlær hermannlegur drengur. Hann ber nafnið Brynjar Snær, Bergsættar hinn mesti fengur. Augu barnsins blíð og skær blika við lífsins ljósum. En stundum tárin hrein og tær tindra sem dögg á rósum. Stundum sönglist hann dável iðkar snjallt og hátt, sem Karússó leikur sér og limi liðkar loks hann þó leitar svefns og ró. (7.1. 1966) Ástar- og saknaðarkveðjur. Guð geymi þig. Þín elskandi dóttir, Guðrún. Kristinn Gíslason Álfgeirsson Fallinn er frá Magnús Bjarnason, Muggur í Garðs- horni eins og hann var ávallt kallaður. Þótt kominn væri á efri ár bjóst ég ekki við því að hans tími væri kominn. Hann var teinréttur, kíminn og stútfullur af hlýju, góðvild og gríni. Við hittumst reglulega á götum bæjarins, gamli komminn og ég, fulltrúi auðvaldsins í Eyjum, eins og við kölluðum hvor annan í léttum dúr. Muggur sá um framlegðar- útreikninga og útreikninga ým- iskonar í fiskvinnslunni þegar ég tók við sem framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar rétt fyrir aldamótin síðustu. Allt var skipulagt, vel gert og nákvæmn- in eins og best varð á kosið. Frábærlega unnið. Mistök mátti hvergi gera, hvorki í listrænni framsetningu né útreikningi. „Þú ert versti framkvæmda- stjóri sem ég hef unnið með,“ sagði Muggur við mig einn morguninn stuttu eftir að ég hóf störf. „Hvað segir þú Muggur minn, er ég virkilega sá versti?“ spurði ég. „Já, þú ert langverst- ur og hef ég unnið með þeim nokkrum,“ svaraði Muggur að bragði, alvörugefinn á svip. „Hver var sá besti?“ spurði ég þá. „Stebbi Run, hann var alltaf búinn að segja okkur eina krass- andi sögu fyrir klukkan hálfníu á hverjum morgni og klikkaði aldrei á því!“ Þar með sprungum við báðir út hlátri. Í skipulagsbreytingunum var starf Muggs lagt niður og hætti hann hjá Vinnslustöðinni í kjöl- farið. Fljótlega réðst hann til starfa hjá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja. Þar lágu leiðir Magnús Bjarnason ✝ MagnúsBjarnason fæddist 5. júlí 1934. Hann lést 21. nóv- ember 2019. Útförin fór fram 29. nóvember 2019. okkar saman á ný, gamla allaballans og mín, fulltrúa auð- valdsins og nýs for- manns útvegs- manna. Þar sinnti Muggur starfi sínu af sömu samvisku- seminni og áður. Allar fundargerðir voru hreint lista- verk í frágangi og stíl. Að loknum stjórnarfundum eða undirbúningi þeirra var sögustund. Þá sagði Muggur mér sögur af skrautlegum kar- akterum sem hann hafði hitt á lífsleiðinni. Stundum las hann fyrir mig það sem hann hafði sjálfur skrifað. Sögur voru hans ástríða, sérstaklega þær sem voru fyrst og fremst sagðar í nafni skemmtanagildis. Þá urðu sannleikur og nákvæmni að víkja ögn úr leið fyrir húmorn- um. „En þeir lugu þessu bara, strákarnir,“ bætti hann stundum við kíminn til að leiðrétta hall- ann. Muggur var ekki bara grínisti heldur líka alvörumaður sem vildi samfélagi sínu vel. „Ég hef alla mína ævi unnið hjá auðvald- inu,“ sagði Muggur eitt sinn, „og ég, gamli komminn, komst að því að megnið af auðvalds- seggjunum er bara venjulegt, velviljað fólk!“ Hann kom eitt sinn til mín með útfærslu á kvótakerfi sem hann ætlaði að kynna í sínum flokki. Við ræddum um hug- myndirnar og ég benti honum á veikleika sem mér fannst þar vera sem og styrkleika. Mikið var gott að rökræða við hann. Auðsætt var að þar fór maður sem vildi vel, skildi aðstæður og vildi leggja gott til málana en umfram allt var hann einstak- lega vænn og góðviljaður. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Mugg í Garðshorni. Hann var vafalaust einn albesti, hjartahlýjasti og skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst á líf- leiðinni. Sigurgeir B. Kristgeirsson. Elsku besta Dóra, nú ert þú far- in frá okkur öllum sem þótti svo vænt um þig. Man svo vel eftir okkur þegar við vorum litlar og áttum heima að Vindásum við Geitháls, sem var langt út úr bæn- um á þessum tíma. Man þegar við vorum að tína ber fyrir mömmu. Þá fengum við krukkur til að tína í og alltaf varð það þannig að þú átt- ir alltaf óvenju lítið eftir í þinni krukku, þér fannst þau svo góð að þú borðaðir þau bara. Ég gaf þér oft berin hjá mér því mér fannst þau ekki góð. Man svo vel eftir sjoppunni við veginn, þar komu alltaf hestamenn saman á hverju sumri. Eftir smá tuð fengum við að prófa að sitja hest. Ég var sett á undan og svo þú á hestinn við hlið- ina á mér. Nema hvað, þegar þú ert að komast á bak þá rakstu þig með fætinum í hestinn sem ég var á og hann byrjar að prjóna. Ég man hvað ég var hrædd en þú hlóst að þessu alla leiðina heim. Seinna fluttum við í stórt hús í Neðstutröð 6 í Kópavogi. Þá var verið að byggja Hamraborgina og Fannborgina. Við fengum ný hjól og hjóluðum um allan Kópavog og alveg í bæinn. Þá var svo lítil bíla- umferð og frelsið tók á móti okkur í meira mæli. Man að við fengum nýjar úlpur, eina rauða og eina græna. Dóra var í grænu úlpunni og ég þeirri rauðu. Einn veturinn fórum við Dóra út að labba, auðvitað í nýju úlp- unum, þegar bíll rekur sig aðeins í Dóru, man að greyið manninum brá svo mikið en í sárabót kom hann með fullan poka af nammi handa Dóru en hún hikaði ekki við Halldóra Kristjánsdóttir ✝ HalldóraKristjáns- dóttir fæddist 22. apríl 1965. Hún lést 28. september 2019. Útförin fór fram 3. október 2019 í kyrrþey að ósk hinnar látnu. að deila með sér namminu og ég var sátt. Þetta var stórt heimili, pabbi vann mikið og mamma reyndi að hafa stjórn á okkur villingunum. Okkur fannst gaman að fara á Hall- ærisplanið, þú 15 og ég 16 ára. Eitt kvöld- ið langaði okkur að vera aðeins lengur, svo ég hringi heim til að fá að vera lengur og pabbi svarar í símann. Hann segir nei, þið verðið að koma strax. Ég reyndi að sannfæra hann um að við kæmum með næsta strætó en svarið var nei, þið verðið að koma heim núna. Mamma ykkar er dáin. Ég man bara að við sátum stjarfar í strætó og sögðum ekki orð. Það hafði verið keyrt á hana. Eftir að hún fór þá bara umturnaðist okk- ar líf. Þetta var skelfilegur tími. Stuttu eftir að mamma okkar dó kynntist ég Gussa og við flutt- um til Ólafsvíkur en þar höfðu Geiri og Inga komið sér upp heim- ili. Þú komst oft vestur til okkar og vildir bara vera og passa strákana okkar Geira. Eftir að við fluttum í bæinn 1988 þá einhvern veginn minnkaði okkar samband. Held að við höfum verið of ólíkar og hitt- umst helst oftast í veislum. Þú varst samt dugleg að heim- sækja mig í Stigahlíðina þegar við bjuggum þar. Þú varst svo ynd- islega góð við öll systkinabörnin þín. Eftir að þú lést ákvað fjölskylda þín að við vildum kveðja þig dag- inn fyrir áætlaða útför. Þú varst svo kær okkur öllum, elsku systir mín. Það var sárt að finna að fjöl- skyldu þinni var alveg haldið fyrir utan allt í kringum ferlið. Elsku hjartans Dóra, það sakna þín allir svo sárt. Kveð þig að sinni og ég veit að mamma, Hjödda systir og Geiri hafa tekið vel á móti þér. Við hitt- umst á ný þegar minn tími kemur. Jóna systir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.