Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Heildarfjöldi greiddra gistinátta dróst saman um 4,9% nú í október miðað við sama mánuð í fyrra. Þrátt fyrir samdráttinn jukust umsvifin á hótelum landsins um 3%. Mestur varð samdrátturinn á stöðum sem miðlað er gegnum Airbnb og svip- aðar síður og nam hann 19,6%. Þá nam fækkunin á gistiheimilum, far- fuglaheimilum og íbúðagistingu ríf- lega 8%. Greiddar gistinætur á öll- um gististöðum námu 758.400 í mánuðinum en voru 797.600 á sama tíma í fyrra. Á hótelum voru gisti- næturnar 409.215 en ári fyrr voru þær 398.313. Breytt neysluhegðun Vilborg Helga Júlíusdóttir, hag- fræðingur hjá Samtökum ferðaþjón- ustunnar, segir að skýringanna fyrir aukinni aðsókn á hótelin kunni að vera að leita víða. „Krónan hefur veikst og verð á gistingu lækkað þannig að kaup- máttur erlendra ferðamanna er meiri en áður. Einnig kann að hafa orðið breyting á samsetningu er- lendra ferðamanna. Hugsanlega hef- ur stærra hlutfall ferðamanna sem komu hingað til lands með WOW air verið vanara að nýta Airbnb og svo getur hert regluverk haft þau áhrif að óskráð gisting færist yfir í þá skráðu,“ segir Vilborg. Sprenging á Austurlandi Þegar litið er yfir tölur Hagstof- unnar yfir seldar gistinætur kemur í ljós að hótelin á höfuðborgarsvæð- inu halda nokkurn veginn í horfinu í októbermánuði miðað við sama mán- uð í fyrra. Hins vegar vekur sér- staka eftirtekt að á Austurlandi virð- ist hafa orðið 42% aukning milli ára. Þannig seldust 11.908 hótelnætur á Austurlandi nú í október en þær voru 8.362 í fyrra. Morgunblaðið leitaði til Hagstof- unnar og grennslaðist fyrir um hvort skekkja væri í tölum milli ára. Hjörvar Pétursson, sem vinnur við gistináttatölfræði hjá stofnuninni, varð til svars. Sagði hann að þessar tölur hefðu vakið sérstaka eftirtekt og valdið því að stofnunin rýndi þær sérstaklega. „Við getum ekkert fundið sem bendir til þess að þetta sé skekkja eða villa. Það er einfald- lega þannig að hjá sumum hótelum á þessu svæði er mikil aukning milli ára.“ Morgunblaðið leitaði til stjórn- enda stærstu hótelanna á Austur- landi. Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri 701 Hotels, seg- ist hafa orðið vör við mikla aukningu á Hótel Valaskjálf nú í október. „Þetta hefur komið nokkuð á óvart en aukningin nemur tugum prósenta. Þetta er held ég einfald- lega til marks um að Austurland er að komast meira á kortið og það er jaðartíminn sem er að stækka hvað mest hjá okkur.“ Hún bendir þó á að Austurland eigi mikið inni og að enn megi auka umsvifin. Þannig hefur fyrirtækið þann háttinn á að loka Hótel Hallormsstað yfir vetrarmán- uðina, nema við sérstök tilefni, en þá er hótelið opnað gestum. Hún segir að það kunni að breytast á næstu ár- um. „Við munum breyta því fyrir- komulagi þegar og ef ástæða verður til þess vegna aukinnar aðsóknar.“ Í svipaðan streng tekur Auður Anna Ingólfsdóttir sem rekur Ice- landair Hotels Hérað á Egilsstöðum. „Októbermánuður var mun betri en í fyrra og munar þar tugum pró- senta. Ég hef enga beina skýringu á því en Austfirðirnir eru einfaldlega frábærir og fólk virðist vera að átta sig á því,“ segir hún kampakát yfir genginu en hún stendur nú í ströngu ásamt starfsfólki sínu að undirbúa vertíðina í kringum jólahlaðborðin. Sviptingar á hótelmarkaði  4,9% færri gistinætur seldar í október en á sama tíma í fyrra  Mestur samdráttur í gegnum Airbnb  Gistináttasprenging á Austurlandi í október Fjöldi gistinátta ferðamanna á öllum gististöðum 2017-2019 1.800 1.600 1.400 1..200 1.000 800 600 400 200 0 Hótel og gistiheimili Vefsíður á borð við Airbnb Aðrar tegundir Alls voru gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum um 758.400 í október, en þær voru um 797.600 í sama mánuði í fyrra Þúsundir gistinátta 2017 2018 2019 Heimild: Hagstofa Íslands okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Til leigu er lítil falleg stangveiðiá í skemmtilegu landslagi á Norðurlandi vestra Til leigu er stangveiðiáin Hallá á Skagaströnd sem ca 18 km fyrir utan Blönduós. Árlegur veiðitími er á tímabilinu 20. júní-20. september ár hvert. Leyfðar eru tvær stangir og veitt er á maðk og flugu í ánni. Gamalt veiðihús er við ána. Tilboð óskast í veiðirétt í ánni fyrir 31. desember 2019. Heimilt er að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar gefur Magnús Guðmannsson Vindhæli, sími 841 9091/ 452 2738, vindhaeli@simnet.is Fullveldishátíð .Sunnudaginn 1. desember Í húsakynnum Heimssýnar að Ármúla 4-6, kl. 20:00-22:00 Hátíðarræður halda: Ögmundur Jónasson og Styrmir Gunnarsson Tónlist og léttar veitingar Allir velkomnir Heimssýn „Þetta mál er í vinnslu. Við af- greiðum beiðnina auðvitað eins fljótt og unnt er,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sem m.a. rekur flugstöð Leifs Eiríkssonar, en félaginu var gert skylt að veita bílastæðaþjón- ustunni Base Parking aðgang að upplýsingum um tekjur vegna reksturs Isavia á bílastæðum við flugstöðina. Greint var frá úr- skurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í Morgunblaðinu í gær. Nefndin vísaði einnig beiðni Base Parking um aðgang að upp- lýsingum um kostnað vegna reksturs bílastæðanna, hversu miklu fjármagni hefði verið varið í uppbyggingu bílastæðanna sl. þrjú ár, og hversu mikið fjár- magn Isavia ohf. hefði fengið frá bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar sl. þrjú ár til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Í skriflegu svari frá Guðjóni segir að Isavia líti „ekki svo á að niðurstaða Úr- skurðarnefndar feli í sér gildis- mat af neinu tagi, heldur aðeins ábendingu um að félagið þurfi að kanna hvort fyrir liggi reikn- ingar eða önnur gögn í bókhaldi þess sem falli undir beiðni kær- anda. Í kjölfarið þarf að taka af- stöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á að fá aðgang að slíkum upplýsingum“. Kanna hvort gögn liggja fyrir  Afgreiða beiðni Base Parking eins fljótt og hægt er ● Tekjur Iceland Seafood International hf. (ISI) fyrstu níu mánuði ársins voru 332,2 milljónir evra, jafnvirði 44,9 millj- arða íslenskra króna, sem jafngildir 43,2% hækkun borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2018, að því er segir í tilkynningu frá ISI vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Ef tekið er tillit til níu mánaða uppgjörs Oceanpath og Solo Seafood sem komu inn í sam- stæðu ISI á árinu 2018 nam tekjuhækk- unin 4,9%. Þá segir að hagnaður félagsins á tímabilinu fyrir skatt hafi verið 7,6 milljónir evra, eða einn millj- arður íslenskra króna. Er þetta hækkun um 541 milljón króna en hækkunin er um 40 milljónir króna ef tekið er tillit til hagnaðar fyrirtækjanna sem gengu inn í samstæðuna. Fram kemur í tilkynning- unni að „minna framboð af þorski frá Íslandi á þriðja ársfjórðungi á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra hafði nei- kvæð áhrif á tekjur og hagnað sam- stæðunnar á ársfjórðungnum“. Þrátt fyrir minni þorsk er félagið með óbreytta afkomuspá, sem gerir ráð fyrir að hagnaður ársins fyrir skatt verði um það bil 1,5 milljarðar króna. Tekjur Iceland Seafood 45 milljarðar króna 30. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.28 122.86 122.57 Sterlingspund 158.14 158.9 158.52 Kanadadalur 91.94 92.48 92.21 Dönsk króna 18.017 18.123 18.07 Norsk króna 13.305 13.383 13.344 Sænsk króna 12.744 12.818 12.781 Svissn. franki 122.44 123.12 122.78 Japanskt jen 1.1168 1.1234 1.1201 SDR 167.79 168.79 168.29 Evra 134.62 135.38 135.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.0831 Hrávöruverð Gull 1457.55 ($/únsa) Ál 1770.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.91 ($/fatið) Brent ● Landsframleiðsla jókst um 0,2% að raungildi á fyrstu níu mánuðum ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Á sama tímabili drógust þjóðarútgjöld saman um 0,9%. Einkaneysla jókst að raungildi um 2,0%, samneysla um 2,8% en fjármunamyndun dróst saman um 9,1%. Útflutningur dróst saman um 6,8% og innflutningur um 9,7%. Á þriðja ársfjórðungi nam samdráttur landsframleiðslu 0,1% sem skýrist af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta á hagvöxt. Þar vegur þyngst samdráttur í útflutningi á þjónustu en hann mæld- ist 16,7% á tímabilinu.Á þriðja ársfjórð- ungi jukust þjóðarútgjöld um 3,2%. Vöxtur einkaneyslu mældist 2,1%, sam- neyslu 2,9% og fjármunamyndunar 2,9%. Á ársfjórðungnum dróst útflutn- ingur saman um 12,9% en samdráttur í innflutningi nokkru minni, um 8,6%. Landsframleiðsla 0,1% minni á 3. ársfjórðungi STUTT Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.