Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is Fallegar og bjartar íbúðir, flestar með góðu útsýni, í fjölbýlishúsi við rólega götu í Urriðaholti. Íbúðirnar eru þriggja, fjögurra og fimm herbergja. Íbúðunum verður skilað tilbúnum án gólfefna. Öllum íbúðum fylgir kæli-/frystiskápur, eldavél og uppþvottavél frá Siemens. Afhending við kaupsamning. Lyfta. Flestum íbúðum fylgir stæði í bíla- geymslu og er gert ráð fyrir rafhleðslu við hvert stæði. Sameiginleg stæði ofan á bílageymsluhúsi. Sameign og lóð skilast fullfrágengin. Hringið og leitið upplýsinga. ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA BREKKUGATA 1-3, 210 Garðabæ Verð frá 52,9 m. Stærðir frá 109 m2 Upplýsingar eru veittar á Eignaborg sími 416 0500 eða í farsíma sölumanna. Óskar Bergsson fasteignasali s. 893 2499 Hildur Harðardóttir lögfr. og lgfs. s. 897 1339 Elín G. Alfreðsdóttir nemi til lögg. s. 899 3090 Sveinbjörn Sveinbjörnsson lögmaður s. 892 2804 Rakel Árnadóttir fasteignasali s. 895 8497 Vilhjálmur Einarsson fasteignasali s. 864 1190 Magnús Carlsen hristi afsér ólundina eftir tapiðí Fischer-random-einvíginu fyrir Wesley So og hélt til Indlands, þar sem hann vann yfirburðasigur á næst- síðasta móti Grand Chess Tour. Tíu skákmenn tefldu einfalda umferð í atskák og tvöfalda umferð hrað- skáka. Þegar atskákhlutanum var lokið var ljóst hvert stefndi. Magn- ús hafði hlotið 15 stig, eða 7½ vinn- ing af 9 mögulegum, og hélt upp- teknum hætti í hraðskákinni. Hann hefði næstum getað hætt keppni fyrir lokadag og samt unnið mótið en tók það fremur rólega enda plagaður af magapest. Mikið var undir hjá Anand, sem varð að vinna Magnús í næstsíðustu umferð til að komast í fjögurra manna lokamót syrpunnar. Magnús virtist ætla að sigla sigrinum í höfn en gáði ekki að sér í þessari stöðu. Vinnings- möguleikar geta leynst í slæmum stöðum: Carlsen – Anand Hvíta staðan er tiltölulega létt- unnin eftir 48. c5!, t.d. 48. … Dd5 49. Rb4! o.s.frv. En Magnús lék ... 48. Rc5?? Tekur riddarann úr varnarstöðu. Svarið kom um hæl … 48. … Hg6?? Eftir 49 … Hh6+! vinnur svart- ur, t.d. 49. Kg1 (ekki 49. gxh6 Dh4+! 50. Kg1 Dxe1+ 51. Kh2 Dxe5+ 52. Kg1 De3+! og mátar) 49. ... d3! o.s.frv. 49. e6?? Best var 49. Re4! og hvítur á vinningsstöðu. 49. … Dd6+?? Hann gat aftur unnið með 49. … Hxg5, t.d. 50. e7 Dd6+ og vinnur. 50. Kg1 Hxg5 51. Re4! – Riddarinn skundar til baka og Anand gafst upp. Magnús hlaut 27 stig af 36 en Nakamura kom næstur með 23 stig. Giri og So urðu í 3.-4. sæti. Adly og Antipov efstir á Selfossi Egyptinn Ahmed Adly og Rúss- inn Antipov voru efstir fyrir síðustu umferð alþjóðlega skákmótsins á Selfossi. Þeir unnu báðir skákir sín- ar í 8. umferð. Staðan fyrir loka- umferðina var þessi: 1.-2. Adly og Antipov 5½ v. (af 8) 3.-4. Hannes Hlífar Stefánsson og Zhigalko 4½ v. 5.-6. Khademalsharieh og Lomasov 4 v. 7.-8. Leitao og Sadukassova 3½ v. 9. Héðinn Steingrímsson 3 v. 10. Helgi Áss Grétarsson 2 v. Mótið er skipað 10 fyrrverandi heimsmeisturum ungmenna á ýms- um aldursstigum, þar af tveim stúlkum. Sarasadat Khademalshar- ieh frá Íran varð heimsmeistari stúlkna 12 ára og yngri árið 2009 og hefur unnið fjölmarga titla síðan. Í 7. umferð velgdi hún forystusauðn- um undir uggum: Antipov – Sarasadat Khademal- sharieh Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. 0-0 Rf6 5. d3 d6 6. c3 a6 7. a4 Ba7 8. He1 Rg4 Í þekktri stöðu er þessi leikur furðu sjaldséður. Best er að svara með 9. He2 en Antipov hefur aðrar hugmyndir. 9. d4? exd4! 10. Bg5!? Kannski sást honum yfir að 10. cxd4 er svarað með 10. … Rxd4! með hugmyndinni 11. Rxd4 Dh4! o.s.frv. Þannig gengur ekki 12. Rf3 vegna 12 … Dxf2+ 13. Kh1 Dg1+! og 14. … Rf2 mát. 10. … f6 11. Bh4 Rge5 12. Rxe5 dxe5 13. Kh1 Dd6 14. f4 Byrjun hvíts hefur gjörsamlega misheppnast og þessi peðsframrás gerir bara illt verra. 14. … Bd7 15. fxe5 Rxe5 16. Bd5 Rg4! Vinningsleikurinn sem hótar 17. … Dxh2 mát. Ef nú 17. Bg3 þá kemur 17. … Dxg3! 18. hxg3 Rf2+ með vinningsstöðu. 17. e5 Þessi atlaga er ekki hættuleg. 17. … Dxd5 18. exf6+ Kf8 19. fxg7+ Kxg7 20. He7+ Kg6 21. h3 Hae8 22. Hxe8 Hxe8 23. Df1 Hf8! – og hvítur gafst upp. Í opna flokknum hefur Hjörvar Steinn Grétarsson þegar tryggt sér sigur með fullu húsi vinninga. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Páll Jökull Einbeitt Íranska stúlkan Khademalsharieh hefur staðið sig vel á Selfossi. Velgdi forystusauðn- um undir uggum Ásgeir Jónsson fæddist 30.nóvember 1876 á Þingeyrum, A-Hún. Foreldrar hans voru Jón Ásgeirsson og Signý Hall- grímsdóttir. Hann ólst upp hjá móður sinni á Mælifelli og í Litladalskoti í Skagafirði. Ásgeir varð búfræðingur frá Hólum 1905 og stundaði fram yfir þrítugt ýmis sveitastörf, einkum fjárhirðingu og tamn- ingar hesta. Hann hóf búskap að Gottorp í Vesturhópi, V- Hún. 1908-1942. Í Gottorp varð hann landsfrægur fyrir ræktun á fé og fór fé hans, Gottorpsféð, víða um land sem kynbótafé. Síðar var hann búsettur í Reykjavík til æviloka. Þar stundaði hann einkum ritstörf meðan heilsa hans leyfði. Eftir hann liggja bækurnar; Horfnir góðhestar I, 1946 og Horfnir góðhestar II, 1949, Samskipti manns og hests, 1951 og Forystufé, 1953, en sú bók var endurútgefin 2016. Ásgeir varð riddari hinnar íslensku fálkaorðu 1952, heiðursfélagi Landssambands hestamanna nr. 1, hestamanna- félaginu Fáki í Reykjavík og Léttfeta í Skagafirði. Kona Ásgeirs var Ingibjörg Björnsdóttir, f. 1886, d. 1970. Þau voru barnlaus en tóku nokkur börn í fóstur og ólu upp sem sín eigin. Ásgeir lést 23. maí 1963. Merkir Íslendingar Ásgeir Jónsson Allt um sjávarútveg Ævi mannsins er ein samfelld aðventa. Loks klukkurnar hringja jólin inn. Þá opnast himinsins hlið inn til lífsins ljóma þar sem þér er boðið að sitja til borðs með frelsaranum á uppskeruhátíð yfir sigri lífsins. Þá ljóm- ar þú af dýrð þess Guðs sem skapaði þig og sendi þér son sinn í heiminn til að taka stöðu með þér. Þá upplifirðu ekki aðeins jólin heldur færð að snerta þau, þreifa á þeim. Eilíf gleði og var- anleg hamingja. Eins og eilíft jólafrí. Hátíð ljóss og sannleika. Friðarhátíð. Þá verður enginn sársauki meir eða sorg. Engin kvöl, ekkert myrkur. Aðeins friður, ljós og ylur. Því er sannarlega ástæða til að njóta aðventunnar. Njóta hvers dags og hverrar stundar fullur eft- irvæntingar í fögnuði yfir því sem í vændum er. Því þú átt sigurinn vísan. Líftrygging Hvað mun annars um líf þitt verða þegar ævinnar klukka hættir að tifa? Hver ert þú þegar höf- undur þinn kallar líf þitt á sinn fund og þinn innsti kjarni stendur berstrípaður frammi fyrir skapara sínum? Já, hver ert þú þá? Hvernig ætl- ar þú þá að afsaka þig? Hver á þá að verja þig? Á hvað muntu þá vona? Á hvað ætlarðu þá að treysta? Mun þá ekki bara koma sér vel að vera líftryggður? Sítengdur við lífið, höfund þess og fullkomnara svo þú fáir notið þess sem augna- blik eilífðarinnar hefur upp á að bjóða? Tekinn í fang jólanna Það er nefnilega þannig að þegar lúðurinn gellur við síðasta andvarp fyllast öll þín skilningarvit af ilmi jólanna. Það er að segja ef þú vilt. Þá mun þér bjóðast að vera tekinn í fang hinna himnesku her- sveita sem munu færa þér frið sem þú skildir ekki áður, en upplifðir um stundarsakir ár eftir ár en færð þá að þreifa á og njóta um eilífð. Þá munt þú verða borinn af engl- um inn til hinnar eilífu dýrðar. Þar sem jólabarnið um- komulausa og smáa sem aflífað var líklega um þrjátíu og þriggja ára aldurinn en reis upp frá dauðum á þriðja degi og varð síðan uppnumin til himins til þess að búa þér stað í kærleika, friði og sátt, ef þú vilt. Hvað er betra en að hafa þessa sýn og eiga þessa himnesku von? Því að ég er þess fullviss að æv- innar ljúfustu og bestu stundir, heitustu draumar og ljúfustu þrár séu aðeins sem forrétturinn að þeirri veislu sem koma skal og lífið raunverulega er. Njótum því aðventunnar í kær- leika hvert með öðru og jólanna með því að þiggja hinn himneska frið í hjarta sem enginn og ekkert megnar frá okkur að taka. Guð gefi lesendum Morgunblaðs- ins og landsmönnum öllum gleðileg jól með þakklæti fyrir gefandi samfylgd hér á síðum blaðsins og út um víðan völl síðastliðin þrjátíu og fimm ár. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Á eftir aðventu koma jól Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Því er ástæða til að njóta aðvent- unnar. Hvers dags og hverrar stundar fullur eftirvæntingar í fögnuði yfir því sem í vændum er. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.