Morgunblaðið - 30.11.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.11.2019, Qupperneq 14
vatni, að sögn Sigurðar Helga Ólafssonar, framkvæmdastjóra Stolt Sea Farm á Íslandi. Á Vísindavefnum kemur fram að styrjur finnast í ám og vötnum í Norður-Ameríku, Evrópu og As- íu. Þær eru tannlausar og lifa því einkum á ýmsum botnlægum dýr- um svo sem krabbadýrum, sam- lokum og smáfiskum. Á Reykja- nesi fá þær fóður sem er sérstak- Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Styrjurnar i keri Stolt Sea Farm á Reykjanesi braggast vel, reyndar betur en menn þorðu að vona. Þær eru núna fimm ára gamlar og er reiknað með að þær verði komnar á hrygningaraldur eftir um tvö ár. Þá verður þeim slátrað og hrognin tekin úr þeim, en styrjuhrogn eða kavíar þykja lostæti og verð þeirra er hátt á mörkuðum víða um heim. Þær þyngstu 80-90 kíló Alls eru um 150 styrjur nú í til- raunaeldi í sérstöku styrjukeri á Reykjanesi og eru þær stærstu og þyngstu orðnar um 80-90 kíló að þyngd, rúmlega metri á lengd. Styrjur eru stórvaxnir fiskar og geta orðið til muna stærri, mis- jafnt eftir tegundum, en tegundir styrju eru yfir 20. Styrjurnar á Reykjanesi eru af tegundinni Transmontanus. Fullorðnar í náttúrunni geta þær orðið allt að tveir metrar á lengd og 150 kíló að þyngd. Þær geta lifað í um 20 ár. Það sem gerir verkefnið á Reykjanesi sérstakt er að styrj- urnar eru aldar í söltu, heitu sjó- vatni. Í fjórum eldisstöðvum Stolt Sea Farm í Kaliforníu eru styrj- urnar hins vegar aldar í fersk- lega ætlað þeim og er þeim gefið tvisvar á dag. Áhersla á flúru á Reykjanesi Alls er Stolt Sea Farm með fimmtán landeldisstöðvar á Spáni, Portúgal, Bandaríkjunum og Nor- egi. Framleiðslugetan árlega er 5.400 tonn af sandhverfu, 850 tonn af Senegal-flúru og um tíu tonn af styrjuhrognum. Ekki er ákveðið hvort framhald verður á styrjueldi á Reykjanesi að loknu tilrauna- verkefninu sem nú er í gangi. Áherslan í starfseminni á Reykjanesi liggur í Senegal- flúrunni og þar var fyrsta slátrun í ársbyrjun 2015. Stöðin framleiðir um helming ársframleiðslu Stolt Sea Farm af flúru og að sögn Sig- urðar Helga eru ekki nema um 20 ár síðan farið var að ala þessa teg- und. Hann segir að þekkingin á þessari starfsemi innan fyrir- tækisins hafi að stórum hluta verið á Spáni, en smátt og smátt hafa starfsmenn hérlendis náð góðum tökum á framleiðslunni. Hann segir að nú séu flutt út um átta tonn af flúru á viku, um 400 tonn á ári. Fiskurinn fer heill og ferskur með flugi til Bandaríkj- anna og Evrópu. Stórvaxnar styrjur í eldi á Reykjanesi  Spennandi þróunarverkefni hjá Stolt Sea Farm á Reykjanesi  Árangur umfram væntingar  Hrognin eftirsótt  400 tonn af Senegal-flúru flutt út til Evrópu og Bandaríkjanna á ári Morgunblaðið/Árni Sæberg Framandi fiskar Styrjurnar hafa þrifist vel í þróunarverkefninu á Reykjanesi. Þær þyngstu eru orðnar 80-90 kíló og einhver sagði að þær minntu á blöndu af hákarli og krókódíl. Fimm ára Styrjurnar verða komnar á hrygningaraldur eftir um tvö ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stolt Sea Farm Sigurðar Helgi Ólafsson og James Hall, þróunarstjóri Ljósmynd/Sigurður Helgi Ólafsson 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali s 659 4044 / halla@gimli.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.