Morgunblaðið - 07.12.2019, Qupperneq 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
Á göngu Sól er tekin að síga ansi lágt um þessar mundir og verða því eftirmiðdagsgöngutúrar um Seltjarnarnes baðaðir kvöldsólargeislum. Handan við Skerjafjörðinn glittir í Bessastaði.
Eggert
Samantekinn hagur
veiða og vinnslu 2018
var á dögunum birtur á
heimasíðu Hagstofu Ís-
lands. Þar er tekið sam-
an yfirlit um rekstur
helstu greina í sjávar-
útvegi á rekstrarárinu
2018.
Þegar rætt er um
rekstrarafkomu sjávar-
útvegs berst talið oftar
en ekki að veiðigjaldinu.
Þannig var sagt frá því í Kjarnanum
3. desember síðastliðinn að hagn-
aður í sjávarútvegi hefði verið 27
milljarðar króna árið 2018. Í sömu
grein var sagt frá veiðigjaldi, að það
hefði hækkað úr 6,8 milljörðum
króna í 11,3 milljarða króna á milli
áranna 2017 og 2018, en aftur á móti
lækkað árið 2019. Veiðigjald 2019
væri þannig áætlað 7
milljarðar króna sam-
kvæmt upphaflegu
fjárlagafrumvarpi en
myndi lækka frekar
og verða um 5 millj-
arðar króna árið
2020. Á þessum
grundvelli var álykt-
að í nefndri umfjöllun
Kjarnans að veiði-
gjaldið yrði 19% af af-
komu. Rétt er að hafa
í huga að endanleg
fjárhæð gjaldsins fyr-
ir næsta ár liggur
ekki enn fyrir og því er um áætlun
gjaldsins að ræða. Það er hins vegar
ekki úr vegi að skoða þetta nánar.
Var veiðigjaldið lækkað?
Stutta svarið er nei. Veiðigjald
hefur verið 33% skattur á afkomu
fiskveiða og er það enn. Ef tekju-
skattsgreiðslur landsmanna lækka
eða hækka á milli ára, eru allar líkur
á því að það stafi af hækkun eða
lækkun á skattstofni, en ekki breyt-
ingu á skattprósentunni. Það er í
besta falli hægt að kalla það villandi
framsetningu að halda öðru fram,
því skattprósentu veiðigjalds hefur
ekki verið breytt.
Ný lög um veiðigjald voru sett í
lok árs 2018. Skattprósentan hélst
óbreytt frá fyrri lögum, eins og áður
segir, en skattstofninn var stækk-
aður. Auðvelt er að sýna fram á það,
þar sem samanlagt veiðigjald fisk-
veiðiáranna 2019-2020 og 2020-2021
hefði orðið um 5,5 milljarðar króna
samkvæmt eldri lögum. Það er
áþekk fjárhæð og ýmsir hafa slegið
fram að verði fjárhæð veiðigjalds
árið 2020. Því má segja að veiðigjald
næsta árs jafngildi veiðigjaldi
tveggja ára, hefðu gömlu lögin gilt.
Á mannamáli er þetta hækkun, ekki
lækkun.
Er veiðigjald 19% af afkomu?
Stutta svarið er nei. Veiðigjald
hefur verið 33% skattur á afkomu
fiskveiða og er það enn. Hér verður
að árétta að veiðigjald leggst á auð-
lindanýtingu, það er fiskveiðar.
Annar rekstur, líkt og fiskvinnsla og
sölustarfsemi, er ekki hluti af skatt-
stofninum. Veiðigjald næsta árs
miðast því við afkomu fiskveiða á
árinu 2018. Hreinn hagnaður fisk-
veiða fyrir skatt (EBT) árið 2018
var 9,9 milljarðar króna. Ef við gef-
um okkur að veiðigjald verði 5 millj-
arðar króna jafngildir það 51%
skatti á hreinan hagnað. Einnig
leggst á 20% tekjuskattur, líkt og
hefðbundið er.
Rétt farið með tölur
Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt
að ræða um veiðigjaldið, upphæð og
fyrirkomulag. Það þarf hins vegar
að gæta þess að skoða veiðigjald á
grundvelli afkomu í fiskveiðum, en
ekki sjávarútvegi í heild sinni, líkt
og oft er gert. Það verður að fara
rétt með tölur. Hið rétta er að veiði-
gjald ársins 2020 byggist á afkomu
fiskveiða ársins 2018 og nemur að
minnsta kosti rétt rúmlega helmingi
af hreinum hagnaði. Það er hátt
hlutfall.
Eftir Heiðrúnu Lind
Marteinsdóttur »Hið rétta er að veiði-
gjald ársins 2020
byggist á afkomu fisk-
veiða ársins 2018 og
nemur að minnsta kosti
rétt rúmlega helmingi af
hreinum hagnaði. Það
er hátt hlutfall.
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
SFS.
Afkoma fiskveiða
Ætla má að sjóð-
félagalán verði hlut-
fallslega stærri þáttur
í starfsemi lífeyris-
sjóða á árinu 2019 en
undanfarin ár. Breyt-
ingin er vissulega um-
talsverð en hvorki sér-
stæð né söguleg.
Sjóðfélagalán voru
um 20% af heildar-
eignum lífeyrissjóða
árið 1991 þegar mest var. Hlutfallið
fór niður í 5,3% árið 2015 en vegið
meðaltal frá 1991 til 2018 er 10,4%.
Þegar nú stefnir í að sjóðfélagalán
verði meira en 10% heildareigna líf-
eyrissjóða á árinu sem senn líður
eru það engin stórtíðindi í sjálfu
sér, hvað þá dramatísk.
Eðlilegt er að fólk í fasteigna-
hugleiðingum horfi til lífeyrissjóð-
anna sinna enda bjóðast sjóð-
félagalán á hagstæðum kjörum.
Algengt er líka að sjóðfélagar sæki
um lán til að endur-
fjármagna lán og oft
skilar það þeim ávinn-
ingi.
Fregnir berast af
því að sumir lífeyr-
issjóðir hafi þrengt
ákvæði í starfsreglum
sínum um sjóð-
félagalán. Þannig birt-
ist eðlileg eignastýring
í verki. Sjóðirnir setja
sér viðmiðunarreglur
um eignaflokka sína
og stuðla að því að
hlutur sjóðfélagalána verði innan
tiltekinna marka. Slík mörk setur
hver sjóður fyrir sig á eigin for-
sendum í samræmi við ákvörðun
stjórnar.
Ég tók eftir því að á dagskrá ný-
afstaðins húsnæðisþings var enga
rödd úr lífeyrissjóðakerfinu að
finna á dagskrá þess frá morgni til
kvölds. Lífeyrissjóðir eru samt afar
umsvifamiklir við að fjármagna
húsnæðiskerfið og hafa verið svo
áratugum skiptir.
Þá hjó ég eftir því í ávarpi for-
sætisráðherra á afmælissamkomu
LSR á dögunum að talað var um að
lífeyrissjóðir hefðu „komið af mjög
auknum krafti inn á íbúða-
lánamarkaðinn fyrir örfáum árum“.
Fjölgun sjóðfélagalána var nefnd í
því sambandi.
Rétt er að sjóðfélagalánum fjölg-
ar verulega í seinni tíð en þegar á
heildina er litið hafa lífeyrissjóðir
alla tíð verið umsvifamiklir bak-
hjarlar húsnæðiskerfisins. Þannig
voru yfir 60% af heildareignum líf-
eyrissjóða í húsnæðiskerfinu árið
1991 í sjóðfélagalánum, skuldabréf-
um Húsnæðisstofnunar og hús-
bréfakerfinu sem þá var reyndar
smám saman að taka við uppgreið-
anlegum húsbréfum sem seld voru
með afföllum.
Ártalið 1991 er hér títtnefnt
vegna þess að þá hóf Seðlabankinn
að mæla eignir lífeyrissjóða á sam-
ræmdan hátt. Vísbendingar eru um
að hlutfallið hafi verið enn hærra
fyrir tíma samræmdra mælinga.
Húsbréfakerfið var lagt af með
skiptum á húsbréfum og óuppgreið-
anlegum íbúðabréfum. Íbúðalána-
sjóði hefur nú verið breytt í grund-
vallaratriðum, hann var fyrst og
fremst lánasjóður en er orðinn
stofnun sem ber ábyrgð á fram-
kvæmd húsnæðismála. Eftir stend-
ur vandi sem skapaðist við það að
vextir á íbúðalánum á markaði
lækkuðu jafnt og þétt en útlána-
vextir Íbúðalánasjóðs stóðu nánast
í stað á sama tíma.
Fyrir Alþingi liggur nú stjórn-
arfrumvarp um málið þar sem fram
kemur að á miðju ári 2019 hafi
munur á bókfærðu virði og gang-
virði eigna og skulda sjóðsins verið
neikvæður um 200 milljarða króna,
sem væri tap sjóðsins ef hann hefði
þá verið gerður upp.
Ný lán Íbúðalánasjóðs verða
mjög takmörkuð og í heild eru
miklar breytingar í deiglunni í hinu
opinbera lánakerfi húsnæðismála.
Ríkistryggð húsnæðislána-
fjármögnun leggst í reynd af með
því að leggja af Íbúðalánasjóð í
þeirri mynd sem hann var starf-
ræktur. Heildarmyndin breytist
sem því nemur og fleira kemur til.
Sjóðfélagalánum fjöldar sem sagt
og hlutdeild banka á fasteignalána-
markaði eykst. Bankar fjármagna
fasteignalánin að hluta með því að
gefa út sértryggð skuldabréf. Op-
inberar tölur sýna að lífeyrissjóðir
eiga um helming sértryggðra
skuldabréfa bankanna.
Þegar á allt er litið koma lífeyris-
sjóðir að fjármögnun húsnæðis-
kerfis landsmanna úr mörgum átt-
um. Það er gömul saga og ný.
Eftir Ólaf
Sigurðsson »Eðlilegt er að fólk í
fasteignahugleið-
ingum horfi til lífeyr-
issjóðanna sinna enda
bjóðast sjóðfélagalán á
hagstæðum kjörum
Ólafur Sigurðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Birtu lífeyrissjóðs.
Húsnæðiskerfið og umsvif lífeyrissjóða