Morgunblaðið - 07.12.2019, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
Fyrir viku var skrifað hérum þau 32 orð í íslenskuað fornu sem hafa veriðviðurkennd sem tökuorð
úr fornírsku. Lítið er vitað um gel-
ísku málsamfélögin utan Írlands á
9. öld þegar fólk frá Noregi kom
sér fyrir á skosku eyjunum (út-
rýmdi jafnvel íbúum Hjaltlands og
Orkneyja) og í höfnum á Írlandi
þar sem menn stunduðu þræla-
verslun. Farið var frá þessum slóð-
um hingað til lands alla 9. öldina;
oftast er talað um papana vegna ör-
nefna og ritaðra frásagna um þá en
sögur og fornleifafræðin kenna líka að einhver hafi komið hér til að afla
fanga í þeirri veiðistöð sem Thule var kölluð.
Ísland byggðist ekki úr Noregi, að sögn Ara fróða, fyrr en eftir að land-
námsöskulagið féll uppúr 870. Þá hefur fólk einnig tekið sig upp úr nor-
rænu byggðunum á Írlandi og skosku eyjunum og sest hér að; rannsóknir
á erfðamengi benda til að um 60% kvennanna hafi verið af gelískum upp-
runa en um 20% af körlunum – auk þeirra sem voru af genetískum nor-
rænum uppruna en komu úr tvítyngdu nýlendunum fyrir vestan haf.
Gelísku tökuorðin bárust í íslensku fyrir ritöld. Það er því stór-
merkilegt að jafn mörg orð,
að ótöldum mannanöfnum og
fjölda örnefna, skuli hafa lif-
að nógu lengi til að rata á
bækur löngu eftir að verslun
og alþjóðasamskipti höfðu
beinst til Noregs. Í sögunum
er teiknuð upp sú mynd að
það sé öruggara að sigla til Noregs og eiga þar viðskipti heldur en til Ír-
lands og Bretlandseyja. Til samanburðar má nefna að Matteo Tarsi hefur
skrifað um 172 tökuorð úr latínu í íslensku – en latína var tungumál kirkj-
unnar og allra lærðra manna hér á landi öldum saman, og með latínunni
bárust ný trúarbrögð, fræði, stjórn- og menntakerfi.
Vegna þess hve mörg þeirra sem hingað komu í öndverðu voru mælt á
gelísku ætti að vera ómaksins vert að halda áfram leit eftir ummerkjum
um tungu þeirra. Tilhneigingin hefur verið sú að horfa framhjá fjölmenn-
ingunni sem hér var á landnámsöld – og er sú afneitun án efa arfur róm-
antískrar þjóðernishyggju. Nú skiljum við betur en áður sambúð menn-
ingarheima og áhrif valda, stéttar, kyns og stöðu á tungumál og
sjálfsmynd í blönduðum málsamfélögum.
Til marks um blinda augað sem hefur snúið að írska þættinum má
nefna að enginn Egluskýrandi hefur slegið upp í fornírskri orðabók til að
skýra viðurnefni Þorgerðar brákar, ánauðugrar fóstru Egils. Í orðabók-
inni má lesa að brága merki háls og sé notað í afleiddri merkingu um
fanga eða ánauðugan mann sem haldið er föngnum með því að grípa eða
hlekkja um hálsinn – en hlekkir sem falla vel að hálsi fólks eru til sýnis í
víkingadeild Þjóðminjasafnsins í Dyflinni. Hæfilegra viðurnefni en brák,
leitt af írska orðinu brága, um ambátt er því vandfundið. Tímabært er að
íslenskir fræðimenn takist á við staðreyndir þessarar dökku hliðar for-
sögu okkar – og þau djúpstæðu áhrif sem hún hefur haft á menningu og
mannlíf í landinu.
Óhreinu orðin
hennar íslensku
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Morgunblaðið/Eggert
Brákarey Eyjan er sögð nefnd eftir
Þorgerði brák, ambátt á Borg og
fóstru Egils Skallagrímssonar.
Fyrirsögn yfir þvera blaðsíðu 4 hér í blaðinu sl.miðvikudag var svohljóðandi:„26% geta ekki lesið sér til gagns“.Hvernig má það vera að rúmlega fjórð-
ungur 15 ára unglinga á Íslandi „geti ekki lesið sér til
gagns“?
Hvað hefur gerzt?
Þessar niðurstöður eru gífurlegur áfellisdómur yfir
skólakerfi okkar, hvernig sem á það er litið og sam-
félagi okkar til skammar.
Tafla sem fylgir með umfjöllun blaðsins sýnir að
staðan hefur nánast jafnt og þétt versnað frá aldamót-
um með undantekningu þó á milli 2006 og 2009.
Það eru einungis 8 ríki fyrir neðan okkar á lista yfir
lesskilning í þessari PISA-könnun OECD en 28 fyrir
ofan okkur.
Það hafa áður komið sambærilegar kannanir sem
hafa bent í þessa átt en ýmsir talsmenn skólakerfisins
hafa gert lítið úr þeim. Nú er það ekki lengur hægt.
Þessar tölur eru of augljósar. Við erum langt fyrir neð-
an önnur norræn lönd svo vísað sé til þeirra þjóða sem
við berum okkur einna helzt saman við.
Hvenær hófst þessi þróun og af
hverju?
Ég held að mín kynslóð (sem að vísu
fæddist þegar danskur kóngur ríkti yfir
Íslandi!) hafi yfirleitt haft góða reynslu
af skólakerfi okkar og minnist margra
kennara okkar með virðingu og væntumþykju.
Það sem hér er á ferð er augljóslega eitt af stærstu
málum okkar samtíma. Alþingi hlýtur að taka þetta
mál til umræðu næstu daga. Það verður að leiða fram í
dagsljósið hvernig þetta hefur gerzt.
Til allrar hamingju sýnir menntamálaráðherra engin
merki um meðvirkni með kerfinu í þessu máli. Þvert á
móti fer ekki á milli mála að Lilja Dögg Alfreðsdóttir
gerir sér skýra grein fyrir alvöru málsins.
Það hefur verið ljóst um nokkurt skeið að það þarf
að verða viðhorfsbreyting hér til skólamála. Við erum
öll alin upp við að háskólastigið sé mikilvægasta skóla-
stigið.
Það er rangt. Leikskólastigið er mikilvægasta skóla-
stigið. Þar er grunnurinn lagður að framtíðinni. Hlut-
verk leikskólakennaranna er þýðingarmeira en prófess-
ora við háskóla og er þá ekki gert lítið úr þeim. Við
vitum einfaldlega meira nú orðið um mannlífið og hvað
það er sem getur ráðið úrslitum um farsæld í lífinu. Og
þar ráða fyrstu ár lífsins mestu.
Þessi nýja PISA-könnun verður að leiða til vitundar-
vakningar í samfélagi okkar. Við verðum að ná betri
tökum á skólakerfinu. Því hefur augljóslega hrakað en
ekki batnað.
Það er athyglisvert að í núverandi ríkisstjórn eru
það tveir ráðherrar Framsóknarflokksins sem hafa á
sinni könnu verkefni sem geta ráðið meiru um framtíð
þessarar þjóðar en nokkur önnur sem unnið er að um
þessar mundir.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barna-
málaráðherra, hefur frá upphafi ráðherraferils síns
hleypt af stað mjög viðamiklu verkefni sem snýr að
börnum og farsæld þeirra. Gera má ráð fyrir því að
lagafrumvörp sem verða afrakstur þeirra vinnu komi
fram á vorþingi. Það snýst ekki sízt um það, að eftir
því verði tekið mjög snemma, þegar um er að ræða
erfiðleika heima fyrir í lífi barna. Fyrir skömmu skýrði
ung stúlka frá þeirri lífsreynslu sinni að alast ein upp
hjá móður sem átti við geðveiki að stríða án þess að
hún fengi nokkra aðstoð. Gerir „kerfið“ sér enga grein
fyrir, hvers konar álag þetta hefur verið fyrir þessa
stúlku? Hún verður alla ævi að vinna úr þeirri lífs-
reynslu.
Vonandi verður það átak sem Ásmundur Einar
stendur fyrir til þess að fækka mjög þeim börnum sem
þurfa að kynnast þeim hliðum lífsins í æsku sinni.
En nú er komið í ljós að víðar er pottur brotinn.
Og ekki verður betur séð en að
þau Lilja Dögg og Ásmundur Einar
standi sameiginlega frammi fyrir
mjög viðamiklum verkefnum sem
snúa að farsæld komandi kynslóða
þessa lands. Væntanlega munu þau
stilla saman strengi sína og inn í þá
mynd hlýtur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
líka að koma að einhverju leyti.
En til þess að ráðherrarnir nái árangri þarf þjóðin
að standa fast við bakið á þeim. Auðvitað koma heim-
ilin hér líka við sögu. Fullorðna fólkið þarf að horfast í
augu við þann veruleika sem að því snýr. Eitt mesta
böl í lífi fólks er ofneyzla áfengis. Þau börn sem í því
lenda sitja uppi með þá lífsreynslu alla ævi á einhvern
veg. Vandi aðstandenda alkóhólista hefur lítið verið
ræddur á opinberum vettvangi. Kolbrún Baldursdóttir,
sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, gerði
þetta „tabú“ hins vegar að umtalsefni í grein hér í
blaðinu fyrir skömmu á þann veg að eftir var tekið.
Það er ýmislegt mikilvægara en að auka „frelsi“ í sölu
áfengis.
Fullorðið fólk verður að skilja hvað það er að gera
börnum sínum, hvort sem er með ofneyzlu áfengis eða
skilja þau eftir ein í umsjón foreldris sem á við alvar-
leg veikindi að etja.
Það er augljóst að skýringar á stöðu skólakerfisins
liggja dýpra en hjá kennurunum. Það dugar ekki að
benda bara á þá. Og raunar mikilvægt að í því mikla
starfi sem framundan er í menntamálaráðuneytinu
verði haft náið samráð og samstarf við kennarana.
Vandinn byrjar á heimilunum en ekki í skólunum.
En það hefur eitthvað farið alvarlega úrskeiðis í skól-
unum, sem taka verður á.
Það sem gefur okkur vonir um góðan árangur er
einfaldlega að hér eru á ferðinni sameiginlegir hags-
munir fólksins í landinu, sem ekki þarf að rífast mikið
um.
En allt stjórnkerfið þarf að láta hendur standa fram
úr ermum.
Eitt stærsta mál okkar samtíma
Ný PISA-könnun til-
efni til vitundarvakn-
ingar í samfélaginu.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Um miðjan nóvember hélt ég fyr-irlestra í tveimur Evrópu-
borgum, um rithöfundinn Jan Valtin
í Poitiers og um hagfræðinginn Frie-
drich A. von Hayek í Vínarborg.
Þessar tvær borgir eiga eitt sameig-
inlegt: Þar var Evrópu bjargað und-
an múslimum, 732 og 1683.
Á þeim hundrað árum sem liðið
höfðu frá láti Múhameðs spámanns
632 höfðu múslimar lagt undir sig
Mið-Austurlönd, Norður-Afríku og
Íberíuskagann. Frá Spáni héldu þeir
til Frakklands. Árið 732 stefndi fjöl-
mennur her þeirra, um 80 þúsund
manns, í átt til Poitiers í Mið-
Frakklandi og rændi á leiðinni öllu
því sem hönd á festi. Foringi liðsins
var Abdul Rahman Al Ghafiqi.
Frakkland átti þá að heita undir
stjórn Mervíkinga, en bryti konungs,
Karl Martel, réð mestu og fór fyrir
varnarliði Frakka, um 30 þúsund
manns. Martel tókst með fót-
gönguliði sínu að koma þungvopnuðu
riddaraliði múslima á óvart 10. októ-
ber, og þegar kvisaðist að hermenn
hans væru að láta greipar sópa um
hinn dýrmæta ránsfeng múslimanna
stukku þeir margir út úr bardag-
anum. Frekari flótti brast í liðið eftir
að Abdul Rahman hafði verið veginn.
Martel sendi skilaboð af vígvellinum
með bréfdúfu og sagði þar: „Sarra-
centi obtriti.“ Serkirnir sigraðir.
Liðu nú aldir. Árið 1683 stjórnaði
soldáninn í Miklagarði Balkanskaga,
Mið-Austurlöndum og Norður-
Afríku og hugðist færa veldi sitt
lengra til norðurs og hertaka Vín-
arborg. Settist 170 þúsund manna lið
undir forystu Kara Mustafa Pasha
stórvesírs um borgina í júlí, en innan
múranna var 15 þúsund manna varn-
arsveit. En nú gerðu keisari Þýska-
lands og konungur Póllands banda-
lag í fyrsta skipti. Jóhann Sobieski
Póllandskonungur skundaði suður
með 85 þúsund manna lið og birtist í
útjaðri Vínarborgar 11. september.
Múslimaherinn réðst á her Sobieskis
snemma næsta dag en varð að láta
undan síga þegar pólskt riddaralið
bættist við fótgönguliðið, sem farið
hafði fyrst fram, og síðan geystist
austurríska varnarliðið út fyrir borg-
armúrana og bættist í hópinn. Flýðu
múslimar hver um annan þveran og
féllu um 15 þúsund þeirra í orrust-
unni en innan við fimm þúsund
kristnir hermenn. Mustafa Pasha var
kyrktur að skipun soldánsins en Jó-
hann Sobieski hnikaði við frægum
orðum Sesars og mælti: Veni, vidi,
Deus vicit. Ég kom, ég sá, en Guð
sigraði.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Milli Poitiers og
Vínarborgar
V E R S L U N S N O R R A B R A U T 5 6 · 1 0 5 R E Y K J A V Í K · F E L D U R . I S