Morgunblaðið - 07.12.2019, Síða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
Mikil sala!
Góður sölutími framundan.
Óskum eftir öllum tegundum
eigna á skrá.
Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Halla Unnur Helgadóttir
Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali
s 659 4044 / halla@gimli.is
Heiðabraut 7, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Fallegt og mikið endurnýjað 6 herbergja raðhús á tveimur
hæðum með bílskúr á eftirsóttum stað í Keflavík, grunnskóli
og leikskóli í göngufæri.
Stærð 185,3 m2 Verð 58.900.000,-
Júlíus M. Steinþórsson 899-0555 Jóhannes Ellertsson 864-9677
Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali
Margir kannast við
vísurnar um spurula
drenginn Ara eftir
Stefán Jónsson. Ari
spyr þá fullorðnu um
allt milli himins og
jarðar og þegar hon-
um er svarað því til að
hann viti það þegar
hann verður stór hall-
ar Ari undir flatt og
svarar: „Þið eigið að
segja mér satt“. Ari
vissi nefnilega sínu viti.
Umfjöllun um fall Berlínarmúrs-
ins í útvarpsþættinum Krakka-
fréttum á RÚV hefur hlotið nokkra
gagnrýni. Þar var greint frá mál-
inu með þessum orðum m.a.:
„Höfuðborginni Berlín var líka
skipt í tvennt og árið 1961 var
reistur múr til að aðgreina borg-
arhlutana. Það var líka gert til að
koma í veg fyrir að fólk flyttist á
milli, aðallega frá austri til vest-
urs.“ Nú vita allir sem vilja vita
það að það er ósatt að fleiri ástæð-
ur hafi verið fyrir byggingu Berl-
ínarmúrsins en sú að hindra að
íbúar Austur-Þýskalands gætu flú-
ið vestur yfir. Og það
er einnig ósatt að
fólksflóttinn hafi „að-
allega“ verið frá austri
til vesturs. Hann var
einvörðungu frá austri
til vesturs. Maður
veltir því fyrir sér
hvernig umsjónarmað-
urinn hefði orðað frétt
um útrýmingarbúðir
nasista. Kannski eitt-
hvað á þá leið að
„… margt fólk hafi
flust í búðir sem girt-
ar voru af til að koma
í veg fyrir að fólk færi inn og út úr
þeim, aðallega út úr þeim. Því mið-
ur hafi margir sem fluttust í búð-
irnar látist þar.“
Miðvikudaginn 4. desember
brást umsjónarmaður þáttarins við
gagnrýninni með grein í Morgun-
blaðinu. Var á henni að skilja að
erfitt væri að gera grein fyrir stað-
reyndum um fall Berlínarmúrsins í
130-150 orðum. Kallaði hún eftir
tillögum um orðalag. Tiltók hún
sérstaklega að orðalagið þyrfti að
vera „pólitískt hlutlaust“. Hún kall-
aði hins vegar ekki sérstaklega eft-
ir því að orðalagið væri sannleik-
anum samkvæmt. Hér er samt
tillaga þar sem leitast er við að
uppfylla það skilyrði líka. Textinn
er tekinn beint upp úr grein á Vís-
indavefnum frá 2009, eftir Hjálmar
Sveinsson, dagskrárgerðarmann á
RÚV:
„Í lok heimsstyrjaldarinnar síð-
ari var Berlín, höfuðborg hins sigr-
aða Þýskalands, skipt á milli sig-
urvegaranna; Austur-Berlín varð
yfirráðasvæði Sovétmanna en
vesturhlutinn var undir yfirráðum
Breta, Frakka og Bandaríkja-
manna.
...
Meginástæðan fyrir byggingu
Berlínarmúrsins var stöðugur
straumur fólks frá Austur-
Þýskalandi til Vestur-Þýskalands.
Þegar hafist var handa við að reisa
múrinn 13. ágúst 1961 höfðu 2,5
milljónir manna yfirgefið Austur-
Þýskaland frá því það var stofnað
árið 1949. Fólksflóttinn náði há-
marki 1961, fyrstu tvær vikurnar í
ágúst það ár fóru 159.730 manns til
Vestur-Berlínar.
...
Talið er að 136 manns hafi verið
drepnir eða látið lífið við flóttatil-
raunir. Um það bil 200 særðust.
Hundruð ef ekki þúsundir voru
dæmd í fangelsi fyrir ætlaðan
flótta.
...
Þann 9. nóvember 1989, eftir
nokkurra vikna kröftug mótmæli
gegn ráðandi öflum, var Austur-
Þjóðverjum veitt leyfi til þess að
fara í heimsókn yfir landamærin til
Vestur-Þýskalands. Landamæra-
stöðvar í Berlín opnuðust og íbúar
gátu óhindrað farið á milli borgar-
hlutanna – múrinn var fallinn.“
Þetta er sannleikur málsins í að-
eins 124 orðum. Umsjónarmaður
gaf ádrátt um það í grein sinni, að
vel heppnuð tillaga um orðalag
kynni að verða lesin upp í þætt-
inum. Ég legg því til að texti
Hjálmars verði lesinn upp í Krak-
kafréttum við fyrsta tækifæri, því
eins og Ari litli segir í kvæðinu, þá
á að segja börnum satt.
„Þið eigið að segja mér satt“
Eftir Þorstein
Siglaugsson » Í lok heimsstyrjald-
arinnar síðari var
Berlín, höfuðborg hins
sigraða Þýskalands,
skipt á milli sigurveg-
aranna.
Þorsteinn
Siglaugsson
Höfundur er hagfræðingur.
Móttaka að-
sendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Hinn árlegi Vestfjarðavíkingur er
eitthvert skemmtilegasta sjón-
varpsefni sem Rúv býður upp á.
Samúel Örn Erlingsson hefur ein-
stakt lag á að leiða þessa þætti og
spjalla við kallana á réttan hátt á
réttum tíma. Þeir eru hamrammir,
æpa og ganga jafnvel berserks-
gang. Þeir þyngstu 140-160 kg
menn. Æðsti draumur hinna yngri
víkinga er að bæta á sig 30-50 kg
til að verða almennilegir berserkir.
Vestfjarðavíkingarnir, sem eru al-
veg sér á báti hvernig sem á er lit-
ið, þurfa að sögn gott lambalæri í
mál ef vel á að vera, fyrir utan allt
meðlæti!
„Ég elska steina, Steinn Stein-
arr,“ sagði einn ungliðinn síðast.
Það má þó furðu gegna, þegar þeir
eru að jafnhenda þessi svakalegu
steinatök, að þeir skuli ekki hrygg-
brjóta sig. En þeir kunna lagið á
þessu, drengirnir, eins og Samúel
Örn mundi segja. Og beltið breiða
og þykka um lendar þeirra hjálpar
þar mikið upp á. Kynningin á vest-
firskum byggðum í þáttunum er
svo alveg sér á báti. Mikið gott,
mikið gaman. Taketta!
Auðunn vestfirski.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
„Ég elska steina,
Steinn Steinarr!“
Morgunblaðið/Halldór Sveinbj
Vestfjarðavíkingurinn Mótið hefur
verið haldið í fjölda í fjölda ára.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS