Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali s 659 4044 / halla@gimli.is Heiðabraut 7, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Fallegt og mikið endurnýjað 6 herbergja raðhús á tveimur hæðum með bílskúr á eftirsóttum stað í Keflavík, grunnskóli og leikskóli í göngufæri. Stærð 185,3 m2 Verð 58.900.000,- Júlíus M. Steinþórsson 899-0555 Jóhannes Ellertsson 864-9677 Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali Margir kannast við vísurnar um spurula drenginn Ara eftir Stefán Jónsson. Ari spyr þá fullorðnu um allt milli himins og jarðar og þegar hon- um er svarað því til að hann viti það þegar hann verður stór hall- ar Ari undir flatt og svarar: „Þið eigið að segja mér satt“. Ari vissi nefnilega sínu viti. Umfjöllun um fall Berlínarmúrs- ins í útvarpsþættinum Krakka- fréttum á RÚV hefur hlotið nokkra gagnrýni. Þar var greint frá mál- inu með þessum orðum m.a.: „Höfuðborginni Berlín var líka skipt í tvennt og árið 1961 var reistur múr til að aðgreina borg- arhlutana. Það var líka gert til að koma í veg fyrir að fólk flyttist á milli, aðallega frá austri til vest- urs.“ Nú vita allir sem vilja vita það að það er ósatt að fleiri ástæð- ur hafi verið fyrir byggingu Berl- ínarmúrsins en sú að hindra að íbúar Austur-Þýskalands gætu flú- ið vestur yfir. Og það er einnig ósatt að fólksflóttinn hafi „að- allega“ verið frá austri til vesturs. Hann var einvörðungu frá austri til vesturs. Maður veltir því fyrir sér hvernig umsjónarmað- urinn hefði orðað frétt um útrýmingarbúðir nasista. Kannski eitt- hvað á þá leið að „… margt fólk hafi flust í búðir sem girt- ar voru af til að koma í veg fyrir að fólk færi inn og út úr þeim, aðallega út úr þeim. Því mið- ur hafi margir sem fluttust í búð- irnar látist þar.“ Miðvikudaginn 4. desember brást umsjónarmaður þáttarins við gagnrýninni með grein í Morgun- blaðinu. Var á henni að skilja að erfitt væri að gera grein fyrir stað- reyndum um fall Berlínarmúrsins í 130-150 orðum. Kallaði hún eftir tillögum um orðalag. Tiltók hún sérstaklega að orðalagið þyrfti að vera „pólitískt hlutlaust“. Hún kall- aði hins vegar ekki sérstaklega eft- ir því að orðalagið væri sannleik- anum samkvæmt. Hér er samt tillaga þar sem leitast er við að uppfylla það skilyrði líka. Textinn er tekinn beint upp úr grein á Vís- indavefnum frá 2009, eftir Hjálmar Sveinsson, dagskrárgerðarmann á RÚV: „Í lok heimsstyrjaldarinnar síð- ari var Berlín, höfuðborg hins sigr- aða Þýskalands, skipt á milli sig- urvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkja- manna. ... Meginástæðan fyrir byggingu Berlínarmúrsins var stöðugur straumur fólks frá Austur- Þýskalandi til Vestur-Þýskalands. Þegar hafist var handa við að reisa múrinn 13. ágúst 1961 höfðu 2,5 milljónir manna yfirgefið Austur- Þýskaland frá því það var stofnað árið 1949. Fólksflóttinn náði há- marki 1961, fyrstu tvær vikurnar í ágúst það ár fóru 159.730 manns til Vestur-Berlínar. ... Talið er að 136 manns hafi verið drepnir eða látið lífið við flóttatil- raunir. Um það bil 200 særðust. Hundruð ef ekki þúsundir voru dæmd í fangelsi fyrir ætlaðan flótta. ... Þann 9. nóvember 1989, eftir nokkurra vikna kröftug mótmæli gegn ráðandi öflum, var Austur- Þjóðverjum veitt leyfi til þess að fara í heimsókn yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Landamæra- stöðvar í Berlín opnuðust og íbúar gátu óhindrað farið á milli borgar- hlutanna – múrinn var fallinn.“ Þetta er sannleikur málsins í að- eins 124 orðum. Umsjónarmaður gaf ádrátt um það í grein sinni, að vel heppnuð tillaga um orðalag kynni að verða lesin upp í þætt- inum. Ég legg því til að texti Hjálmars verði lesinn upp í Krak- kafréttum við fyrsta tækifæri, því eins og Ari litli segir í kvæðinu, þá á að segja börnum satt. „Þið eigið að segja mér satt“ Eftir Þorstein Siglaugsson » Í lok heimsstyrjald- arinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurveg- aranna. Þorsteinn Siglaugsson Höfundur er hagfræðingur. Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Hinn árlegi Vestfjarðavíkingur er eitthvert skemmtilegasta sjón- varpsefni sem Rúv býður upp á. Samúel Örn Erlingsson hefur ein- stakt lag á að leiða þessa þætti og spjalla við kallana á réttan hátt á réttum tíma. Þeir eru hamrammir, æpa og ganga jafnvel berserks- gang. Þeir þyngstu 140-160 kg menn. Æðsti draumur hinna yngri víkinga er að bæta á sig 30-50 kg til að verða almennilegir berserkir. Vestfjarðavíkingarnir, sem eru al- veg sér á báti hvernig sem á er lit- ið, þurfa að sögn gott lambalæri í mál ef vel á að vera, fyrir utan allt meðlæti! „Ég elska steina, Steinn Stein- arr,“ sagði einn ungliðinn síðast. Það má þó furðu gegna, þegar þeir eru að jafnhenda þessi svakalegu steinatök, að þeir skuli ekki hrygg- brjóta sig. En þeir kunna lagið á þessu, drengirnir, eins og Samúel Örn mundi segja. Og beltið breiða og þykka um lendar þeirra hjálpar þar mikið upp á. Kynningin á vest- firskum byggðum í þáttunum er svo alveg sér á báti. Mikið gott, mikið gaman. Taketta! Auðunn vestfirski. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. „Ég elska steina, Steinn Steinarr!“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbj Vestfjarðavíkingurinn Mótið hefur verið haldið í fjölda í fjölda ára. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.