Morgunblaðið - 07.12.2019, Qupperneq 44
44 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
England
B-deild:
Millwall – Nottingham Forest ............... 2:2
Jón Daði Böðvarsson var allan tímann á
varamannabekk Millwall.
Spánn
B-deild:
Alcorcón – Real Oviedo .......................... 1:3
Diego Jóhannesson var ekki í leik-
mannahópi Oviedo.
Holland
Deildabikar kvenna, 8-liða, fyrri leikur:
PSV Eindhoven – Ajax............................ 1:1
Anna Björk Kristjánsdóttir var allan
tímann á bekknum hjá PSV.
B-deild:
Excelsior – Nijmegen.............................. 2:1
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior.
Pólland
Górnik Zabrze – Wisla Kraków............. 4:2
Adam Örn Arnarson var allan tímann á
varamannabekk Górnik Zabrze.
Ítalía
Inter – Roma............................................. 0:0
Þýskaland
Eintracht Frankfurt – Hertha Berlín .... 2:2
KNATTSPYRNA
HANDBOLTI
Grill 66 deild karla
Grótta – Haukar U ............................... 29:28
Þór Ak. – FH U..................................... 30:22
Fjölnir U – Þróttur............................... 23:30
Víkingur – KA U................................... 34:23
Staðan:
Þór Ak. 10 8 2 0 307:264 18
Grótta 10 7 0 3 293:283 14
Valur U 9 6 1 2 273:250 13
Haukar U 10 6 1 3 294:262 13
Þróttur 10 4 2 4 299:286 10
KA U 10 4 0 6 294:304 8
FH U 10 4 0 6 288:302 8
Víkingur 10 3 1 6 267:271 7
Fjölnir U 10 2 0 8 251:282 4
Stjarnan U 9 1 1 7 220:282 3
Grill 66 deild kvenna
Víkingur – Fjölnir ................................ 20:29
Fylkir – ÍR ............................................ 23:29
Staðan:
Fram U 10 10 0 0 349:231 20
FH 10 8 1 1 276:221 17
Selfoss 10 7 2 1 232:210 16
ÍR 11 7 0 4 286:266 14
Grótta 10 6 1 3 247:229 13
Valur U 10 5 1 4 275:258 11
ÍBV U 10 4 1 5 249:247 9
Stjarnan U 10 3 1 6 250:276 7
Fylkir 11 3 0 8 214:244 6
Fjölnir 11 3 0 8 262:303 6
HK U 10 2 1 7 243:300 5
Víkingur 11 0 0 11 247:345 0
Spánn
Barcelona – Benidorm........................ 42:25
Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir
Barcelona.
Svíþjóð
Guif – Sävehof ......................................31:31
Ágúst Elí Björgvinsson varði 10 skot í
marki Sävehof.
HM kvenna í Japan
A-RIÐILL:
Serbía – Slóvenía .................................. 29:27
Angóla – Kúba ...................................... 40:30
Holland – Noregur ............................... 30:28
Lokastaðan: Holland 8, Noregur 8, Serb-
ía 6, Angóla 4, Slóvenía 4, Kúba 0.
B-RIÐILL:
Brasilía – Ástralía................................... 31:9
Þýskaland – Suður-Kórea ................... 27:27
Frakkland – Danmörk ......................... 18:20
Lokastaðan: Suður-Kórea 8, Þýskaland
7, Danmörk 7, Frakkland 5, Brasilía 3,
Ástralía 0.
C-RIÐILL:
Svartfjallaland – Spánn ....................... 26:27
Rúmenía – Ungverjaland .................... 28:27
Senegal – Kasakstan............................ 30:20
Lokastaðan: Spánn 10, Svartfjallaland 8,
Rúmenía 6, Ungverjaland 4, Senegal 2, Ka-
sakstan 0.
D-RIÐILL:
Japan – Kína ......................................... 35:18
Argentína – Kongó ............................... 25:16
Rússland – Svíþjóð ............................... 30:22
Lokastaðan: Rússland 10, Svíþjóð 8, Jap-
an 6, Argentína 4, Kongó 2, Kína 0.
Geysisbikar karla
16-liða úrslit:
Þór Þ. – Þór Ak..................................... 75:77
Grindavík – KR................................... 110:81
Sindri – Ármann ................................. 124:74
Evrópudeildin
Fenerbahce – Alba Berlín ..... (frl.) 107:102
Martin Hermannsson skoraði 12 stig,
tók 1 frákast og gaf 4 stoðsendingar fyrir
Alba Berlín.
KÖRFUBOLTI
HM KVENNA
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Slæmur lokakafli gegn Hollend-
ingum í gær gerir norska kvenna-
landsliðinu í handknattleik, undir
stjórn Þóris Hergeirssonar, erfiðara
fyrir í baráttunni um heimsmeist-
aratitilinn í Japan á næstu dögum.
Holland vann leik liðanna í loka-
umferð riðlakeppninnar, 30:28, eftir
að norska liðið hafði verið yfir nær
allan leikinn. Fyrir vikið fer Noregur
með tvö stig með sér í milliriðla-
keppnina og tekur þennan tapleik
gegn Hollendingum með sér þangað.
Ljóst er að baráttan í milliriðli eitt
verður gríðarlega hörð. Holland fer
þangað með 4 stig, Þýskaland með 3,
Noregur með 2, Suður-Kórea með 2,
Danmörk með eitt og Serbía án
stiga.
Þetta gæti orðið allt að fimm liða
barátta um sætin tvö í undanúrslit-
unum því ekki er hægt að afskrifa
danska liðið þó það taki aðeins eitt
stig með sér. Það sýndu dönsku kon-
urnar í gær þegar þær sigruðu
frönsku heimsmeistarana, 20:18, í
lokaumferð B-riðils með þeim afleið-
ingum að Frakkland hafnaði í fjórða
sæti og þarf að fara í keppnina um
Forestabikarinn, þ.e. um þrettánda
sætið á mótinu, á meðan tólf aðrar
þjóðir slást um hver þeirra tekur við
heimsmeistaratigninni af þeim.
Sandra Toft var með tæplega 50 pró-
sent markvörslu í danska markinu
gegn Frökkum og hreinlega lokaði
því langtímum saman í leiknum.
Noregur og Danmörk
mætast í fyrramálið
Noregur og Danmörk mætast í
fyrsta leik milliriðilsins í fyrramálið,
klukkan 6 á sunnudagsmorgni að ís-
lenskum tíma. Serbía mætir Suður-
Kóreu klukkan 9 og Holland mætir
Þýskalandi klukkan 11.30. Að þeim
leikjum loknum verða búnar þrjár
umferðir af fimm í milliriðlinum og
skýrari mynd komin á stöðuna.
Í milliriðli tvö eru heldur skýrari
línur. Rússland og Spánn fara þang-
að með 4 stig og eru líkleg til að
fylgja því eftir og sigla áfram í und-
anúrslitin. Svíar og Svartfellingar
eru með 2 stig en Rúmenar og Jap-
anar mæta stigalausir í milliriðilinn.
Þar mætast á morgun Svartfjalla-
land – Japan, Rúmenía – Rússland
og Spánn – Svíþjóð. Vinni Rússar og
Spánverjar sína leiki verða úrslit rið-
ilsins nánast ráðin.
Slæmur lokakafli
dýr fyrir Noreg
Frönsku heimsmeistararnir úr leik
AFP
Áfram Dönsku handknattleikskonurnar fagna sigrinum á frönsku heims-
meisturunum sem eru úr leik á meðan Danir halda áfram keppni.
Valdís Þóra Jónsdóttir komst
áfram á lokamóti Evrópumótarað-
arinnar í golfi í gær en mótið fer
fram í Kenía. Valdís lék á tveimur
höggum yfir pari í gær, 74 höggum,
og samtals á sex yfir pari. Hún er í
57. sæti eftir tvo hringi en 70 efstu
komust áfram og Valdís endaði
tveimur höggum fyrir ofan niður-
skurðarlínuna. Valdís kemur því til
með að leika 36 holur til viðbótar í
dag og á morgun. Hún er alveg við
það að tryggja sér fullan keppnis-
rétt á næsta ári og gæti gulltryggt
það í Kenía um helgina.
Valdís er komin
í góða stöðu
Ljósmynd/LET
Kenía Valdís Þóra Jónsdóttir náði
mikilvægum áfanga í gær.
Nigel Pearson hefur verið ráðinn
knattspyrnustjóri enska úrvals-
deildarliðsins Watford á samningi
sem gildir út leiktíðina. Hann tekur
við af Quique Sánchez Flores sem
var rekinn í síðustu viku.
Pearson var síðast stjóri OH Leu-
ven í Belgíu og þar á undan stjóri
Leicester. Kom hann Leicester úr
C-deildinni og upp í úrvalsdeild.
Hann var aðstoðarmaður Guðjóns
Þórðarsonar hjá Stoke frá 1999 til
2001. Watford er sjö stigum frá
öruggu sæti í deildinni og aðeins
með einn sigur á leiktíðinni.
Aðstoðarmaður
Guðjóns ráðinn
AFP
Stjórinn Nigel Pearson er mættur
aftur í ensku úrvalsdeildina.
KR fékk skell annan leikinn í röð er
liðið steinlá fyrir Grindavík í 16-liða
úrslitum Geysisbikars karla í körfu-
bolta í gærkvöldi. Lokatölur urðu
110:81 og hafa KR-ingar tapað
tveimur síðustu leikjum sínum með
samanlagt 72 stigum. KR lék án
Michaels Craion og Kristófers Acox
og réðu meistararnir illa við þeirra
fjarveru. Grindvíkingar voru með
frumkvæðið allan tímann og voru af-
ar sannfærandi. Liðið hitti vel fyrir
utan þriggja stiga línuna og Jamal
Olasawere skoraði 30 stig. Helgi
Már Magnússon gerði 24 fyrir KR.
Þór frá Akureyri vann baráttu
Þórsaranna. Akureyringar höfðu
betur á útivelli gegn nöfnum sínum
frá Þorlákshöfn, 77:75. Terrence
Motley skoraði 28 stig fyrir Akur-
eyringa.
Sindri úr 1. deild vann sannfær-
andi 124:74-sigur á Ármanni, botn-
liði 2. deildarinnar, á heimavelli.
Tómas Orri Hjálmarsson skoraði 25
stig fyrir Sindra.
Morgunblaðið/Hari
Rúst Grindavík fór illa með KR-inga á heimavelli í Geysisbikarnum.
Vængbrotnir meistarar
fengu aftur stóran skell
Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar og Haraldur
Þorvarðarson hafa komist að samkomulagi um að hann
láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá fé-
laginu. Haraldur kom Aftureldingu upp í efstu deild á
sinni annarri leiktíð með liðið, en lítið hefur gengið í Ol-
ísdeildinni á tímabilinu og er liðið stigalaust á botni deild-
arinnar eftir tíu leiki. Afturelding greindi frá tíðindunum
á heimasíðu sinni og er þar tekið fram að ákvörðunin sé
niðurstaða hlutaðeigandi aðila eftir skoðun og viðræðum
um stöðu flokksins og heildrænt mat.
„Stjórnin vill þakka Haraldi fyrir aðkomu hans að upp-
byggingu kvennahandboltans hjá félaginu, en hann hefur
sýnt mikinn áhuga og metnað í þeim efnum, sem hefur skilað liðinu í efstu
deild. Þá óskar Afturelding Haraldi farsældar í framtíðinni í þeim verkefnum
sem hann tekur að sér og þakkar gott samstarf,“ segir í tilkynningunni. Ein-
ar Bragason og Hjörtur Örn Arnarson stýra liðinu gegn Stjörnunni í dag, áð-
ur en hafist verður handa við að finna nýjan þjálfara. johanningi@mbl.is
Afturelding leitar að þjálfara
Haraldur
Þorvarðarson
Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn, CAS, hefur úrskurðað að
félagaskiptabann enska knattspyrnufélagsins Chelsea
skuli vera stytt um helming og þar með má félagið
kaupa menn á nýjan leik í janúarmánuði.
Chelsea var dæmt í bann af FIFA fyrir að brjóta regl-
ur um félagaskipti ungra leikmanna og mátti ekki kaupa
nýja leikmenn síðasta sumar, og bannið átti að gilda
framyfir lok janúargluggans í félagaskiptunum. Chelsea
áfrýjaði til CAS og niðurstaða dómstólsins var sú að
bannið skyldi stytt.
Frank Lampard, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, hefur
gefið mörgum ungum og efnilegum leikmönnum tæki-
færi í vetur og er með lið sitt í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar
hafa piltar á borð við Tammy Abraham, Mason Mount, Christian Pulisic og
Fikayo Tomori fengið að spila mikið og sett mark sitt á leik liðsins. Abra-
ham er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 11 mörk. vs@mbl.is
Chelsea má kaupa í janúar
Frank
Lampard