Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Eins og sakir standa í lok árs er einungis einn íslenskur íþróttamaður með keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Japan sem fram fara næsta sumar. Þeir munu standa frá 24. júlí til 9. ágúst. Okkar fólk hefur því tíma til að bæta úr þessu en á þessum tímapunkti er staðan ekkert sérstaklega uppörvandi. Vonandi mun þetta breytast til muna á næsta hálfa árinu. Þó að ekki nema væri til að veita Ant- oni Sveini McKee félagsskap í ólympíuþorpinu. Hér má þó ekki gleyma íslensk- um þjálfurum. Þeir verða alla vega þrír í handknattleikskeppni leikanna: Þórir Hergeirsson, Dagur Sigurðsson og Aron Krist- jánsson. Þá þjálfar Vésteinn Haf- steinsson besta kringlukastara heims árið 2019 og fer á enn eina Ólympíuleikana. Sindri Sverrisson fór vel yfir möguleika ýmissa Íslendinga í fróðlegri grein hér í blaðinu í ágúst. Þar kom til dæmis fram að kastararnir, Ásdís Hjálms- dóttir, Hilmar Örn Jónsson og Guðni Valur Guðnason ættu ágæta möguleika þegar gerð væri sú krafa að hámarksfjöldi keppenda frá hverju landi væru þrír. Mun erfiðara er að komast inn á Ólympíuleika en áður í bæði frjálsum og sundi. Staða kylfinganna Ólafíu Þór- unnar Kristinsdóttur og Valdísar Þóru Jónsdóttur hefur versnað töluvert hvað leikana varðar. Karlalandsliðið í handknattleik er spurningarmerki en þarf á góðum árangri á EM að halda til að komast í forkeppni fyrir leik- ana. Íslensku keppendurnir voru óvenjufáir á leikunum í Ríó árið 2016 eða átta. Vonandi verða þeir fleiri á næsta ári. Þessi upptalning hér er alls ekki tæm- andi varðandi þá sem stefna á leikana 2020. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Austurberg: ÍR – Selfoss ....................... L16 Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram .............. L16 Ásvellir: Haukar – KA....................... L17.30 Varmá: Afturelding – Stjarnan ............. L18 Dalhús: Fjölnir – HK......................... S17.30 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – HK.................. L14 Framhús: Fram – Valur......................... L14 KA-heimilið: KA/Þór – Haukar............. L16 Varmá: Afturelding – Stjarnan ............. L16 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Framhús: Fram U – Selfoss .................. L18 Hertz-höllin: Grótta – ÍBV U................. S14 Origo-höllin: Valur U – HK U........... S19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Geysisbikar karla, 16-liða úrslit: Ísafjörður: Vestri – Fjölnir .................... S17 Njarðtaksgr.: Njarðvík – Keflavík ... S19.30 Geysisbikar kvenna, 8-liða úrslit: Sauðárkrókur: Tindastóll – Haukar ..... L14 Stykkishólmur: Snæfell – Valur............ L15 Dalhús: Fjölnir – KR.............................. L17 Njarðtaksgr.: Njarðvík – Keflavík ... S16.30 1. deild karla: Ice-Lagoon höll: Sindri – Höttur........... S17 Álftanes: Álftanes – Hamar .............. S19.15 Smárinn: Breiðablik – Skallagrímur S19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Selfoss..... S19.15 1. deild kvenna: Blue-höllin: Keflavík b – ÍR................... L16 ÍSHOKKÍ Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin: Laugardalur: Reykjavík – SA ............... L19 Enski boltinn á Síminn Sport Everton – Chelsea ............................. L12.30 Bournemouth – Liverpool ..................... L15 Manch. City – Manch. Utd................ L17.30 Aston Villa – Leicester ........................... S14 Brighton – Wolves ............................. S16.30 Í KVÖLD! margt sem má bæta þegar maður kemur í 50 metra laugina. Ég held að þetta sé allt á réttri leið en best hefur mér þótt að sjá að hraðinn er góður og ég næ að taka löng og góð sundtök. Það sem hefur skipt mestu máli er að geta einbeitt sér að sund- inu en lengst af á mínum ferli hef ég annaðhvort verið í námi eða vinnu. Það breytir gífurlega miklu að geta hvílt á milli æfinga svo líkaminn nái að jafna sig almennilega fyrir næstu æfingu eða átök,“ sagði Anton en hann er þegar kominn með keppn- isrétt á Ólympíuleikunum eftir að hafa náð lágmarki síðasta sumar í 200 metra bringusundi. Þarf ekki að eltast við lágmark Anton er í þeirri stöðu að þurfa ekki að hafa „áhyggjur“ af ólympíu- lágmarkinu. Hann náði því fyrir nokkru og gat því farið inn í vet- urinn vitandi að farseðillinn til Tók- ýó væri tryggður. Hann hlýtur að vera afslappaðri fyrir vikið? „Það hefur vissulega hjálpað gíf- urlega. Ég hef því ekki þurft að skipuleggja æfingaplanið með það fyrir augum að þurfa að toppa tvisv- ar. Ég hefði þá þurft að reyna að ná lágmarkinu snemma á næsta ári. Þetta veitir manni ákveðna hugarró og hjálpar tvímælalaust til,“ sagði Anton sem mun næst keppa á Ís- landi á Reykjavíkurleikunum í jan- úar en þar hefur sundkeppnin oft verið býsna sterk á undanförnum árum. Ilya Shymanovich frá Hvíta- Rússlandi kom fyrstur í mark í und- anúrslitunum á 55,89 sekúndum, og setti nýtt Evrópumet. Hann er því sigurstranglegur í úrslitunum en Hollendingurinn Arno Kamminga er einnig mjög öflugur enda Evr- ópumeistari. Hann átti besta tím- ann í undanrásunum um morguninn þegar hann synti á 56,71 sekúndu. Landsmet í boðsundi Íslenska sveitin í 4x50 metra skriðsundi kvenna setti landsmet í Glasgow þegar hún hafnaði í þrett- ánda sæti af sextán sveitum. Íslensku sveitina skipuðu þær Jó- hanna Elín Guðmundsdóttir (25,48), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (24,64), Snæfríður Sól Jórunnardóttir (25,04) og Eygló Ósk Gústafsdóttir (25,78). Þær komu inn á tímanum 1:40,94. Metið var orðið tíu ára gamalt og Ingibjörg Kristín tók þátt í að setja fyrra metið árið 2009.  Eygló Ósk Gústafsdóttir hafn- aði í 18. sæti af 24 keppendum í 200 metra baksundi og náði sínum besta tíma á árinu. 2:10,46 mínútur. Ís- landsmet hennar frá árinu 2015 er 2:03,52 mínútur.  Dadó Fenrir Jasminuson hafn- aði í 58. sæti af 68 keppendum í 50 metra skriðsundi karla á 22,59 sek- úndum. Íslandsmetið sem Dadó deilir með Árna Má Árnasyni er 22,29 sekúndur.  Kristinn Þórarinsson hafnaði í 37. sæti af 53 keppendum í 200 metra fjórsundi á 2:00,44 mínútum. Besti árangur hans er 2:00,04 mín- útur en Íslandsmet Arnar Arn- arsonar frá 2003 er 1:57,91 mínúta. Nóg um að vera á mótinu í dag Dadó Fenrir keppir í 100 metra skriðsundi í dag, Eygló Ósk og Ingi- björg Kristín í 50 metra baksundi, Kristinn í 100 metra fjórsundi og Snæfríður Sól í 200 metra skrið- sundi. Undanrásir hefjast kl. 9.30 en úrslitasundið hjá Antoni Sveini í 100 metra bringusundinu hefst klukkan 18.08. Setti Íslandsmet fyrstu sex skiptin  Anton Sveinn McKee er í toppformi á EM í Glasgow  Syndir í úrslitum í dag Ljósmynd/SSÍ Skotland Anton Sveinn McKee laufléttur eftir 100 metra bringusundið á EM í Glasgow í gær. SUND Kristján Jónsson kris@mbl.is Anton Sveinn McKee, úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, hefur farið hamför- um á EM í 25 metra laug í Glasgow undanfarna daga. Ekki er allt búið enn því í kvöld keppir hann í úrslit- um í 100 metra bringusundi. Hann fer með áttunda besta tímann inn í úrslitin úr undanúrslitunum en þá synti hann á 57,35 sekúndum. Þau tíðindi urðu í undanúrslit- unum að Anton setti ekki Íslands- met. Síðan hvenær er hægt að kalla það tíðindi að íþróttamaður setji ekki Íslandsmet, hugsa lesendur ef til vill með sér. Anton stakk sér þá til sunds á EM í Glasgow í sjöunda sinn en í fyrstu sex skiptin hafði hann hins vegar sett Íslandsmet. Anton er því í toppformi og í und- anrásum í 100 metra sundinu í gær- morgun setti hann einmitt Íslands- met: 57,21 sekúnda. Var það næstbesti tíminn í undanrásunum en Anton synti því hægar í undan- úrslitunum. Tími hans þar var þó engu að síður undir gamla metinu, 57,57 sekúndur, sem var einnig í eigu Antons og stóð í eitt ár. Nýtur sín í botn „Það var mjög sætt að smjúga inn í úrslitasundið. Það var tæpara en maður vill hafa það en ég er kominn með braut í úrslitasundinu og það er allt sem þarf. Ég hef verið á fullu síðustu þrjá daga en þarf ekki að keppa í fyrramálið (í dag) og get því sofið út. Ég næ því vonandi að endurnærast og get kýlt á úr- slitasundið annað kvöld (í kvöld). Ég veit að ég á meira inni,“ sagði Anton þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann að undan- úrslitasundinu loknu. Um árangur sinn í mótinu, og metaregnið, segir Anton það mega helst rekja til þeirrar staðreyndar að hann hefur fengið tækifæri til að einbeita sér að íþróttinni. „Þetta er búið að vera æðislega skemmtilegt mót. Ég hef notið mín í botn enda lagði á áherslu á að hafa gaman að þessu. Íslenski hópurinn er líka skemmtilegur og ég fæ góð- an meðbyr frá öðrum keppendum. Ég veit að ég er kominn á réttan stað fram að Ólympíuleikum. Ég flutti mig til í Bandaríkjunum fyrir þremur mánuðum og skipti um þjálfara. Nú æfi ég hjá Virginia Tech-háskólanum. EM í Glasgow er frábær reynsla því ég hef fengið staðfest að þær áherslur sem ég hef unnið í virka vel. Á sama tíma er Brendan Rodgers er ekki á förum frá Leicester City því hann hefur nú skrifað undir nýjan samning sem knattspyrnustjóri félagsins og hann gildir til sumarsins 2025, eða í fimm og hálft ár. Fyrri samningur hans átti að renna út sumarið 2022. Rodgers, sem er 46 ára gamall Norður-Íri, hefur verið orðaður við Arsenal síðustu daga en nú er ljóst að hann ætlar að halda tryggð við Leicester, sem hefur blómstrað undir hans stjórn í vetur og er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir Liverpool. vs@mbl.is Rodgers með langan samning AFP Leicester Brendan Rodgers er með liðið í öðru sæti deildarinnar. Martin Hermannsson og liðs- félagar hans hjá Alba Berlín frá Þýskalandi máttu þola 102:107- útitap fyrir Fenerbahce frá Tyrk- landi í EuroLeague, sterkustu fé- lagsliðakeppni Evrópu í gær- kvöldi. Martin var sterkur hjá þýska lið- inu og skoraði 12 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast. Hann fékk hins vegar sína fimmtu villu í blálok venjulegs leiktíma og spilaði ekkert í framlengingunni. Alba er í 15. sæti af 18 í keppninni með fjóra sigra og átta töp. Martin tapaði í framlengingu EuroLeague Tólf Martin Hermannsson skoraði tólf stig en það dugði ekki til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.