Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-350 Lariat Sport Litur: Magnetic/ Svartur að innan. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque Lariat með Sport pakka, Ultimate pakka , up- phituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver alert og distronic, Bang Olufssen hljómkerfi, 360 myndavél. VERÐ 10.129.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 35” Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphi- tanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 11.395.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Sport Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Sport-pakki,Bakkmyn- davél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.770.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Litur: Platinumhvítur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.770.000 m.vsk Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er eitt háleitasta og fegursta verk tónlistarsögunnar,“ segir Hörður Áskelsson um Messías eftir Georg Friedrich Händel sem hann stjórnar á tvennum tónleikum um helgina. Fyrri tónleikarnir eru í dag, laugardag, kl. 18, og þeir seinni á morgun kl. 16. Tónleikarnir eru þeir fyrstu á 38. starfsári Listvina- félagsins og hluti af Jólatónlistar- hátíð félagsins sem nú er haldin í 15. sinn. Flytjendur eru Mótettukór Hall- grímskirkju, Alþjóðlega barokk- sveitin í Hallgrímskirkju, þar sem Tuomo Suni er konsertmeistari, og einsöngvararnir Herdís Anna Jónasdóttir sópran, David Erler kontratenór, Martin Vanberg tenór og Jóhann Kristinsson bassi. Aðeins þriðji flutningur verksins í Hallgrímskirkju „Þótt Messías sé eitt mest flutta verk Händel hérlendis er þetta að- eins þriðji flutningur þess í Hall- grímskirkju. Pólýfónkórinn flutti það undir stjórn Ingólfs Guðbrands- sonar, tengdaföður míns, á sínum tíma og Schola cantorum undir minni stjórn á nýársdag 2009 í skugga hrunsins,“ segir Hörður og rifjar upp að árið 2009 hafi þess víða verið minnst að þá voru 250 ár liðin frá andláti Händel. Býr yfir mögnuðum krafti Spurður hvernig megi útskýra vinsældir Messíasar í gegnum tíðina bendir Hörður á að verkið búi yfir mögnuðum krafti. „Verkið einkenn- ist af miklum andstæðum, þar sem umfjöllunarefnið er mjög drama- tískt á sama tíma og laglínurnar eru allar undurfallegar,“ segir Hörður og tekur fram að verkið sé ein- staklega fjölbreytt. „Þetta er ríkidæmi af fallegum grípandi laglínum,“ segir Hörður og bendir á að víða erlendis sé Messías fluttur á aðventunni, en einn þáttur verksins tengist jólunum. Víða flutt á aðventunni „Mótettukórinn fórnar í ár sínum hefðbundnu jólatónleikum, sem fólk hefur sótt mikið í, fyrir þetta stóra verkefni sem er að sjálfsögðu ansi miklu flóknara og dýrara að setja á svið en venjulegir jólatónleikar með fáum einsöngvurum og hljóðfæra- leikurum. En okkur fannst kominn tími til að Mótettukórinn fengi tækifæri til að upplifa þetta verk í flutningi,“ segir Hörður og tekur fram að þar sem Mótettukórinn sé mun fjölmennari kór en Schola can- torum munu stóru kórkaflar verks- ins virka voldugri og kröftugri en á tónleikunum fyrir tíu árum. „Af þeim sökum erum við með aðeins fjölmennari hljómsveit til að bakka kórinn upp,“ segir Hörður og bend- ir á að Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju sé skipuð úrvals- hljóðfæraleikurum víðs vegar að úr heiminum. „Sveitin hefur átt ómetanlegan þátt í að kynna flutningsmáta og hljóðfæri barokktímans hér á landi,“ segir Hörður og rifjar upp að sveitin hafi upphaflega verið skipuð tónlistarfólki sem stundað hafði nám við barokkdeild Kon- unglega tónlistarháskólans í Den Haag í Hollandi. „Í dag koma fæstir hljóðfæraleikararnir frá Hollandi, enda fólk snúið aftur heim að námi loknu. Fjórðungur sveitarinnar býr og starfar hérlendis,“ segir Hörður og tekur fram að sá sem komi lengst að sé óbóleikari frá Suður- Ameríku. Þess má að lokum geta að miðar eru seldir á midi.is og við inn- ganginn. Ljósmynd/Hannah Linn Janssen Hátíðleiki Hörður Áskelsson ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju og Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju. „Ríkidæmi af fal- legum laglínum“  Messías eftir Händel um helgina Sólveig Pálsdóttir hefur sýntgóða spretti í bókum sínumog bregður ekki út af van-anum í glæpasögunni Fjötrum. Fléttan er skemmtileg, persónur eftirminnilegar, glæpir viðbjóðslegir og spennan töluverð á köflum. Lögreglan undir stjórn Guðgeirs Franssonar fær það verkefni að rannsaka andlát 38 ára myndlist- arkonu, Kristínar Kjarr, í fangels- inu á Hólmsheiði. Svala fangels- isvörður segir eitthvað undar- legt við andlátið því Kristín hafi verið kát og glöð og unnið að því að mála myndir fyrir sýningu. Guðgeir tekur í sama streng og rannsóknin leiðir lögregluna að mannshvarfi fyrir 19 árum. Sagan snýst um hugsanlega tengingu en mikið á eft- ir að gerast áður en yfir lýkur. Nauðgun er stefið og er vel tekið á glæpnum og því sem honum fylgir eins og meðvirkni og fjötrum, eins og bókarheitið gefur til kynna. Margir koma við sögu og vettvang- urinn teygir sig frá höfuðborgar- svæðinu norður og austur á land, til Bretlands og Ástralíu. Andrea Ey- þórsdóttir er einn skemmtilegasti karakterinn. Hún er kynnt til sög- unnar sem upptekinn áhrifavaldur af útlitinu, og óneitanlega koma ljóskubrandarar upp í hugann, en viðskiptafræðingurinn vinnur á og er mun skarpari en fyrsta mynd gefur til kynna. Guðgeir er í lykilhlutverki og stendur sig vel, jafnt í vinnunni sem í fjölskyldulífinu. Traustur í alla staði, rétt eins og Guðrún, sam- starfskona hans. Daði, lögfræðingur og bróðir Andreu, er kuldalegur og fráhrind- andi stjórnandi fjölskyldufyrirtæk- isins, gott dæmi um að sjaldan fell- ur eplið langt frá eikinni. Þessi fjögur eru mest áberandi og halda lesandanum við efnið. Þau sýna á sér ýmsar hliðar, viljandi eða óviljandi, en annars er það Kristín sem flest snýst um. Frásögnin verð- ur æ hrottalegri eftir því sem á líð- ur og viðbjóðurinn virðist óstöðv- andi. Sagan er ágætlega skrifuð og samskipti fólks frekar raunsæ, sem eykur á trúverðugleikann. Hann bíður þó hnekki undir lokin og dregur það úr mætti sögunnar. Morgunblaðið/Hari Flétta Að sögn rýnis hefur Sólveig Pálsdóttir sýnt góða spretti í bókum sín- um og bregður ekki út af vananum í glæpasögunni Fjötrum. Glæpasaga Fjötrar bbbnn Eftir Sólveigu Pálsdóttur. Salka 2019. 286 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Fjötrar í flottri fléttu Taktur og tilfinning er heiti mynd- listarsýningar sem Jóhanna V. Þór- hallsdóttir opnar í Gallerí Göngum í safnaðarheimili Háteigskirkju kl. 12 á morgun, sunnudag, eða strax eftir messu. Þetta er sjötta einka- sýning Jóhönnu hér á landi og vísar heiti sýningarinnar í tónlistina, sem leikur stórt hlutverk hjá Jóhönnu þegar hún málar. „Myndirnar hreyfast í takt við tónlist sem er alltaf nálæg í sköpun Jóhönnu.“ Sýning Jóhönnu í Göngum Jóhanna V. Þórhalls- dóttir að störfum. Um þessar mundir stendur yfir í Hafnarborg í Hafnarfirði yfirlits- sýning á verkum Guðjóns Sam- úelssonar, húsameistara ríkisins 1920-1950. Á morgun, sunnudag, kl. 14 mun Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og annar sýningarstjóra, vera með leiðsögn um sýninguna. Öld er nú liðin frá því að Guðjón lauk há- skólaprófi í byggingarlist og varð húsameistari ríkisins ári síðar. Segir frá sýningu um Guðjón Húsameistarinn Guðjón Samúelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.