Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Ég hlakka svo til nefnist sölusýn- ing um 160 listamanna sem opnuð verður í Ásmundarsal í dag, laug- ardag, kl. 15. Sambærileg sýning var haldin í salnum fyrir jól í fyrra og naut bæði góðrar aðsókn- ar og sölu. Myndlist mun þekja veggi Ásmundarsalar fram að ára- mótum og er talið að um 500 verk verði til sölu. Með þessum jólasýn- ingum, í fyrra og í ár, er endur- vakin gömul hefð því svipaðar sölusýningar voru haldnar fyrir jól í Listvinasalnum á fimmta áratug síðustu aldar og upphenging í hin- um góðkunna salon-stíl, þ.e. frjáls- leg og veggpláss nýtt til hins ýtr- asta. Voru þá verk þekktustu listamanna þjóðarinnar sýnd með verkum yngri og minna þekktra listamanna, líkt og gert er nú í Ásmundarsal. Seldum verkum verður pakkað inn í silkiþrykktan jólapappír í sérstakri innpökkunarstöð grafík- félagsins Prents & vina sem sér jafnframt um sýningarstjórnun. Í Gryfjunni verður sett upp grafík- verkstæði þar sem valdir lista- menn vinna svarthvít verk í upp- lagi á hverjum degi yfir sýningar- tímabilið sem verða svo sýnd á veggjum kaffihúss Ásmundarsalar. 200 metrar af jólapappír Sigurður Atli Sigurðsson rekur Prent & vini ásamt Leifi Ými Eyj- ólfssyni og voru þeir önnum kafnir við undirbúning sýningarinnar þegar blaðamaður sló á þráðinn. Voru þá búnir að silkiþrykkja um 200 metra af jólapappír í tveimur litum og auk þess jólakort sem seld verða á sýningunni. Sigurður segir að listamönnum hafi verið boðið að taka þátt í sýn- ingunni og að síðan hafi verið val- ið úr innsendum verkum. Hann er spurður að því hvort þessi mikli fjöldi verka komist fyrir í húsinu og segist hann búinn að reikna út að um 400 verk komist á veggina sem lausir eru. Verkunum fækkar svo eðlilega eftir því sem þau selj- ast en áhugasamir þurfa ekki að örvænta því nóg verður til, öðrum verkum verður bætt við í stað hinna seldu, á meðan birgðir end- ast. Sigurður segir gaman frá því að segja að verk eftir einn þeirra sem tóku þátt í sýningunum í Listvinasalnum fyrir um 70 árum, Valtý Pétursson, verði á sýning- unni. „Þetta eru allt listamenn sem hafa skapað sér eitthvert nafn, hafa haldið sýningar og eru virkir,“ segir hann um hinn fjöl- breytta hóp sýnenda. Sýningin verður opin milli jóla og nýárs og lýkur í árslok, sem fyrr segir. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/RAX Jólastemning Aðstandendur sýningarinnar og hluti fjölbreytilegra verkanna sem þekja veggi Ásmundarsalar. Verkum þaktir veggir  Jólasýning á verkum 160 listamanna í Ásmundarsal  Seldum verkum pakkað inn í sérþrykktan jólapappírDularfullt hvarf þýsks jarð-fræðings og myndlistar-manns í Öskju árið 1907er efniviður Ínu, sögu- legrar skáldsögu eftir Skúla Thor- oddsen og þeirrar fyrstu frá höfundi. Höfundur fylgir eftir Ínu, kærustu annars þeirra horfnu, sem kemur hingað til lands í leit að sannleikanum um örlög unnust- ans. Það er vanda- samt verk að skrifa sögulega skáldsögu; þurfa að setja sig í spor manna sem raun- verulega lifðu, segja frá uppá- tækjum þeirra en gera þeim um leið upp skoðanir og hvatir. Margir hafa brennt sig á þessu, en ekki Skúli. Bókin byggist á ferðasögu Ínu sjálfrar en þó einkum því ósagða. Höfundi tekst þar vel til að geta í eyður og lesendur eiga auðvelt með að samsama sig með frjálslyndu „nú- tímakonunni“ sem heldur yfir úthaf- ið. Hún verður að komast að því hvað kom fyrir, en óttast sannleikann um leið, og þessi togstreita verður henni sem leiðarljós í Íslandsförinni. Þótt innri átök Ínu séu í forgrunni er saga ævintýramannanna Walters von Knebels og Max Rudloffs ekki síður áhugaverð og raunar athygl- isvert að henni hafi ekki verið gerð betri skil í íslenskum skáldskap áð- ur. Stíll Skúla er knappur. Stuttar og snubbóttar setningar. Ein tilfinning í einu. Svo punktur. Dálítið eins og hér. Þetta form er vel til þess fallið að lýsa óreiðukenndum hugsunum sögupersóna og yfirþyrmandi áreiti umhverfisins, þegar við á, en stund- um finnst manni fullmikið af hinu góða. Á köflum er erfitt að halda þræði þegar samhengislausum setn- ingunum ægir saman, og sagan líður fyrir það. „Ég öfunda þig ekki að þurfa að klára þessa bók,“ sagði vinur minn þegar ég var á fyrsta kafla, sem ein- mitt er besta dæmið um þennan stíl. En bókina má ekki dæma af káp- unni, og alls ekki af fyrsta kaflanum. Ína er ekki auðlesin, en hún er fróð- leg og skemmileg og skilur lesand- ann eftir með áleitnar spurningar um sögu þjóðar og bókmenntaarf- inn, já og guð almáttugan. Ekki amalegt veganesti. Morgunblaðið/Hari Fróðleg Dularfullt hvarf þýsks jarðfræðings og myndlistarmanns í Öskju árið 1907 er efniviður Ínu, sögulegrar skáldsögu eftir Skúla Thoroddsen. Ekki dæma bók- ina af fyrsta kafla Söguleg skáldsaga Ína bbbnn Eftir Skúla Thoroddsen. Sæmundur, 2019. Innb. 280 bls. ALEXANDER GUNNAR KRISTJÁNSSON BÆKUR Tvær sýningar verða opnaðar í dag kl. 15 í Listasafninu á Akureyri, annars vegar sýning Marzenu Sku- batz, HEIMAt, og hins vegar sýn- ing á verkum Elínar Pjet. Bjarna- son, Handanbirta / Andansbirta – valin verk úr safneign Listasafns ASÍ. Í þeirri fyrrnefndu fer Skubatz á slóðir þýskra kvenna sem fluttust til Íslands til að starfa í sveitum landsins árið 1949. Íslenska konsú- latið í Þýskalandi auglýsti eftir verkafólki til starfa í sveitum landsins það ár og um 900 manns svöruðu auglýsingunni. Um 280 konur og 79 karlar sigldu með Esj- unni til Íslands og margar þýskar konur dvöldu lengur en til stóð og hófu jafnvel nýtt líf á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu. Skubatz fór á slóðir kvenna úr þessum hópi og tók ljósmyndir fyr- ir verkefnið HEIMAt og er útkom- an sögð ljóðrænt verk þar sem minningar og að festa rætur á nýj- um stað séu kjarninn. Sýningin er sett upp í samvinnu við þýska sendiráðið á Íslandi. Elín Pjet. Bjarnason (1924-2009) bjó í Kaupmannahöfn frá 21 árs aldri til dauðadags. Hún nam myndlist við Listaháskólann í Kaupmannahöfn og tók reglulega þátt í samsýningum þar í borg en sýndi aðeins einu sinni í Reykjavík, með Vigdísi Kristjánsdóttur vefara árið 1968. Fyrsta einkasýningin á verkum hennar var haldin í Lista- safni ASÍ 2011. Safnið geymir um 550 verk Elínar; málverk, teikn- ingar, grafík og freskur, segir í til- kynningu og að sýningin á Akur- eyri sé samstarfsverkefni safnanna tveggja. Þar verði sýnd nokkur valin verk úr safninu sem syst- ursynir listakonunnar, Pjetur Haf- stein Lárusson og Svavar Hrafn Svavarsson, færðu Listasafni ASÍ að gjöf eftir fráfall Elínar árið 2009. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Ljósmyndari Marzena Skubatz. HEIMAt og verk Elínar í Listasafninu á Akureyri Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Eplaedik hefur verið notað sem heilsubótarefni í aldaraðir, bæði sem forvörn sem og vegna læknandi eiginleika. Auk eplaediks innheldur Apple Cider ætiþistil, túnfífil og kólín sem getur elft meltinguna, haft góð áhrif á lifrina og leitt til eðlilegs niðurbrots á fitu. Svo er króm sem er gott fyrir blóðsykursjafnvægið og slær þannig á sykurlöngun. Eplaedik – lífsins elexír • Hreinsandi • Vatnslosandi • Gott fyrir meltinguna • Getur lækkað blóðsykur • Getur dregið úr slímmyndun • Gott fyrir þvagblöðru, lifur og nýru. Aðeins ein tafla á dag og ekkert bragð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.