Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 2
ÚTSVAR „Við vorum auðvitað ásamt nokkuð mörgum sveitarfélögum í lágmarki með útsvarið en höfum þurft að hækka það jafnt og þétt. Það hafa verið sveiflur í sjávarút- vegi og svo hefur skattgreiðendum fækkað á tímabilinu. Þetta gerist á sama tíma og krafist er aukinnar þjónustu. Hækkunin á tímabilinu er því ekki óeðlileg,“ segir Guðjón Hjörleifsson, bæjarfulltrúi og fyrr- verandi bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum. Útsvarsprósenta í Vestmanna- eyjum hefur hækkað um 16% frá árinu 1998 og sama hækkun hefur orðið á útsvarsprósentu í Skaftár- hreppi frá árinu 1998. Þessi tvö sveitarfélög skera sig úr að þessu leyti. Útsvarið var 11,24% hjá báð- um sveitarfélögum árið 1998 en verður á næsta ári 13,03%. Bæði hafa sveiflast frá lágmarks- útsvarsprósentu upp í hámark. Reykjavík er ekki langt undan, en þar hefur útsvar hækkað um 13% frá 1998, farið úr 11,24% í 12,70%. Akureyri og Garðabær koma þar á eftir en hækkun útsvars er 10 til 11 prósent hjá þeim. Hækkunin er undir 10% hjá öðrum sveitarfélög- um. Sveitarfélög eiga samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfé- laga að ákveða útsvarsprósentu næsta árs fyrir 1. desember og ber þeim að tilkynna fjármálaráðuneyt- inu ákvörðun sína fyrir 15. desem- ber. Í langflestum stærri sveitarfé- laganna liggur útsvarsprósentan fyrir og verða ekki miklar breyt- ingar á álagningu frá þessu ári. Um það bil 70% sveitarfélaga í landinu fullnýta nú heimildir og leggja á 13,03% útsvar en 1998 nýtti aðeins rúmur helmingur sveitarfélaganna útsvarsheimildir til fulls. Einungis 4 sveitarfélög leggja nú á 11,24% lágmarksútsvar en það eru Skilmannahreppur, Skorradalshreppur, Ásahreppur og Hvalfjarðarstrandarhreppur. Í síð- asttalda sveitarfélaginu hefur út- svarið raunar lækkað frá 1998, var 11,80% en er nú 11,24%. Lækkunin er 4,75%. ■ 2 12. desember 2001 FIMMTUDAGUR ÞRÓUN ÚTSVARS 1998-2003 Í STÆRSTU SVEITARFÉLÖGUNUM 1998 2003 Breyting +/- % Reykjavík 11,24% 12,70% 13,00 * Kópavogur 11,99% 12,70% 5,92 Hafnarfjörður 12,04% 13,03% 8,22 Akureyri 11,84% 13,03% 10,05 Reykjanesbær 11,79% 12,70% 7,72 Garðabær 11,24% 12,46% 10,85 Mosfellsbær 11,79% 12,94% 9,75 * Árborg 12,04% 13,03% 8,22 Vestmannaeyjar 11,24% 13,03% 16,00 Skaftárhreppur 11,24% 13,03% 16,00 Skilmannahreppur 11,24% 11,24% 0,00 Skorradalshreppur 11,24% 11,24% 0,00 Ásahreppur 11,24% 11,24% 0,00 * Hvalfj.str.hreppur 11,80% 11,24% - 4,75 * Útsvarsprósenta 2003 liggur ekki fyrir Frjálslyndi flokkurinn birti í gær auglýsingu þar sem fólk er hvatt til að senda inn umsókn, hafi það áhuga á að taka sæti á framboðslista flokksins fyrir næstu þingkosningar. Kristjáni Pálssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks á Reykjanesi var ekki boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju Suðurkjördæmi. Nei, og mun ekki gera. Ég er í Sjálfstæðis- flokknum og sækist eftir því að fara fram undir hans merkjum. SPURNING DAGSINS Ertu búinn að senda inn umsókn ? Litlu jólin á Súfistanum í BMM, Laugavegi 18, fimmtudag 12. desember Guðrún Helgadóttir les úr bók sinni Öðruvísi dagar Steinunn Sigurðardóttir les úr bók sinni Hundrað dyr í golunni Jólahappdrætti Englakórinn, Páll Óskar og fleiri syngja jólalög Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill JERÚSALEM, AP Friðarsinnarnir Yossi Beilin og Yael Dayan gengu úr ísra- elska Verkamannaflokknum í gær. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að niðurstöður prófkjörs Verka- mannaflokksins séu þess eðlis að jafnvel Ariel Sharon forsætisráð- herra gæti stutt framboðslista flokksins. Beilin og Dayan lentu það neðar- lega á lista flokksins í prófkjörinu að þau áttu engan möguleika á að ná kjöri í kosningum. Þau gengu þess í stað til liðs við vinstriflokk- inn Meretz. Þau hafa verið í forystu friðarsinna innan Verkamanna- flokksins. Á framboðslista Verkamanna- flokksins fyrir kosningarnar í lok janúar eru miðjumenn og fyrrverandi hershöfðingjar, sem hugsanlega eiga að vega upp á móti formanni flokksins, Amram Mitzna, sem þykir vera lítt her- skár. Þvert á móti hefur hann tekið afdráttarlausa afstöðu með því að samið verði um frið við Palestínumenn á forsendum sem þeir geti sætt sig við. Beilin sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann segist vonast til þess að geta styrkt friðarhreyf- inguna í Ísrael „í ljósi öfgatil- hneiginga sem einkenna kosning- arnar hjá Likud og Verkamanna- flokknum.“ ■ Sharon sagður geta stutt framboðslista Verkamanna- flokksins í Ísrael: Friðarsinnar yfirgefa Verkamannaflokkinn LEIÐTOGI VERKAMANNAFLOKKSINS Amran Mitzna, leiðtogi ísraelska Verka- mannaflokksins, þykir mikill friðarsinni. Sama máli gegnir ekki um aðra sem valdir voru til efstu sæta í prófkjöri flokksins. AP /E IT AN H ES S- AS H KE N A ZI Ríkissaksóknari: Afturkallaði sátt við stút DÓMSMÁL Ríkissaksóknari aftur- kallaði sátt um sektargreiðslu sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði gerði við Vopnfirðing sem ók drukkinn á Akureyri. Samkvæmt sáttinni átti maðurinn að greiða 89 þúsund krónur en var ekki sviptur ökurétt- indum. Eftir að sáttin var numin úr gildi var málið tekið til meðferðar hjá sýslumanninum á Akureyri og síð- an hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Þar hefur maðurinn verið sviptur ökuréttindum í tíu mánuði og dæmdur til að greiða tæpar 80 þúsund krónur í sekt. Áfengi í blóði mannsins var 1,32 prómill við akst- urinn á Akureyri. ■ OFSAAKSTUR Í ÖXNADAL Átján ára piltur úr Reykjanesbæ á að greiða 100 þúsund krónur og hef- ur verið sviptur ökuréttindum fyrir að hafa ekið á 189 kílómetra hraða í Öxnadal í júní. Til frá- dráttar kemur ökuleyfissvipting sem varað hefur frá því hraðakstursdaginn. STJÓRNMÁL Frjálslyndi flokkurinn beitir óhefðbundnum aðferðum við að fá fólk á lista fyrir næstu þingkosningar. Í Morgunblaðinu í gær birtist auglýsing þar sem áhugasamir frambjóðendur eru hvattir til að senda inn umsókn um sæti. „Af því að við erum ekki með prófkjör fannst okkur þetta opin og lýðræðisleg leið til að benda fólki á að við værum að vinna við að stilla upp listum, safna nöfnum í pottinn ef svo má segja,“ segir Margrét K. Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri flokksins. Hún seg- ir auglýsinguna ekki vera til marks um að forystumenn flokks- ins hafi verið farnir að örvænta um að fá ekki fólk á lista. „Ég átti alveg von á því að þetta gæti ver- ið túlkað þannig en mér þótti vel þess virði að fara þessa leið.“ Auglýsingin gefi ekki aðeins fleira fólki kost á að setja sig í samband við flokkinn, hafi það áhuga á að taka sæti á lista, held- ur hafi hún líka orðið til þess að vekja athygli á flokknum. „Ég er strax búin að fá nokkur viðbrögð við þessu í morgun,“ segir Margrét en kveður óráðið hvenær framboðslistar verða ákveðnir. ■ MARGRÉT K. SVERRISDÓTTIR „Við hvetjum konur sérstaklega til að gefa kost á sér. Við skömmumst okkar ekkert fyrir að það er svolítill skortur á konum hjá okkur. Það á kannski við um alla flokka.“ Frjálslyndi flokkurinn auglýsir eftir áhugasömu fólki: Leit hafin að frambjóðendum HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Meðal þess sem Pólverjarnir eru grunaðir um að hafa stolið er húsbúnaður og heim- ilistæki. Pólverjarnir fjórir: Grunaðir um stórfelld innbrot LÖGREGLUMÁL Ákvörðun verður tekin í dag um hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarð- hald yfir þremur Pólverjum. Fjórði Pólverjinn var á föstudag úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út 20. desember. Hann slasaðist skömmu fyrir handtök- una þegar hann kastaði sér út úr sendibíl á ferð sem var ekið á flótta undan lögreglu. Við húsleit fannst ýmis varn- ingur sem grunur leikur á að sé illa fenginn. Talið er að mennirnir hafi stundað stórfelld innbrot víðsvegar á Suður- og Vesturlandi bæði í sumarbústaði og þjónustu- miðstöðvar, m.a. í Úthlíð í Bisk- upstungum. Lögreglan í Reykjavík hefur tekið yfir rannsókn málsins. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir að ver- ið sé að kanna hvort Pólverjarnir hafi komist í kast við lögin er- lendis. ■ ÁTJÁNDA REFSINGIN Maður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi á Akureyri fyrir að aka án öku- réttinda. Honum hefur sautján sinnum verið gerð refsing frá ár- inu 1976. DÓMSMÁL Fleiri fullnýta útsvarsheimildir Rúmlega 70% sveitarfélaga fullnýta nú heimildir til álagningar útsvars. Ríflega helmingur fullnýtti útsvarsheimildir árið 1998. Aðeins fjögur sveitarfélög í dag með lágmarksálagningu. REYKJAVÍK Borgaryfirvöld hafa hækkað útsvar um 13% frá 1998, sem er örlítið yfir meðaltali á landsvísu. Reykvíkingar greiða á næsta ári 12,7% útsvar en hámarkið er 13,03%. DÓMSMÁL Ölvuð Akureyrarmær: Tekin tvisvar á einni helgi DÓMSMÁL Nítján ára stúlka hefur verið dæmd til að greiða 150 þús- und króna sekt og missir ökurétt- indi í 20 mánuði fyrir ítrekaðan ölv- unarakstur á Akureyri í sumar. Stúlkan var meðal annars tekin tvisvar fyrir ölvunarakstur sömu helgina í júní. Áfengismagnið mældist frá 0,68 prómillum upp í 1,59 prómill. Á síðasta ári var stúlkan í tví- gang dæmd fyrir líkamsárásir, fyrst í 90 daga skilorðsbundið fang- elsi og síðan í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi. Héraðsdómur Norðurlands lét skilorðið haldast þó stúlkan hefði rofið það. ■ Félag leikskólakennara: Fagnar sumarlokun LEIKSKÓLAR Stjórn Félags leikskóla- kennara fagnar þeirri stefnubreyt- ingu hjá Reykjavíkurborg að ætla að loka leikskólum borgarinnar í sumarleyfum. Í ályktun frá félaginu, sem lögð var fram í borgarráði, eru öll sveit- arfélög hvött til að loka leikskólum í sumarleyfum. Félagið telur mikil- vægt að leikskólaárið hafi upphaf og endi, þannig að öll börnin og starfsfólkið fari á sama tíma í sum- arfrí og hefji skólastarfið saman að því loknu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.