Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 14
14 12. desember 2002 FIMMTUDAGUR TÓBAKSVARNIR Landlæknis- embættið hyggst ekki grípa til aðgerða vegna yfirlýs- inga Guðmundar Karls Snæ- björnssonar, heilsugæslu- læknis í Hlíðahverfi, um að níkótíntyggjó geri ekkert gagn og jafnvel sé betra að halda áfram að reykja en nota það. „Það er ágætt þegar menn benda á aukaverkanir lyfja. Reyndar hefði Guð- mundur Karl geta tekið hvaða lyf sem er á lyfjaskrá og afgreitt það með sama hætti og hann gerir við ník- ótíntyggjóið því öll lyf hafa aukaverkanir,“ segir Hauk- ur Valdimarsson aðstoðar- landlæknir. „Níkótíntyggjó er lausasölulyf en því fylgja leiðbeiningar sem fólk ætti að sjálfsögðu að lesa. Land- læknisembættið styður áframhaldandi sölu á ník- ótíntyggjói og telur það gera sitt gagn í baráttunni gegn tóbaksreykingum,“ segir aðstoðarlandlæknir, sem eitt sinn reykti sjálfur: „Ég hætti því hins vegar snarlega þegar ég starfaði á brjóstholsskurðdeildinni og sá þar hvaða skaða tóbakið veld- ur,“ segir hann. ■ Baráttan gegn tóbaksreykingum: Landlæknir vill níkótíntyggjó NÍKÓTÍNTYGGJÓ Skiptar skoðanir um ágæti þess. Fjórir misstu lækninga- leyfi í ár: Fíklar – ekki mistök HEILBRIGÐI Á árinu sem er að líða hafa fjórir læknar misst lækn- ingaleyfi sitt hér á landi tíma- bundið eða alfarið: „Samanborið við nágranna- löndin er það tiltölulega algeng- ara hér á landi en þar að menn séu sviptir lækningaleyfi,“ segir Haukur Valdimarsson aðstoðar- landlæknir. „Oftast tengist þetta óreglu læknanna sjálfra. Sjald- gæft er að menn missi lækninga- leyfið vegna mistaka í starfi. Þetta eru yfirleitt fíklar í vanda,“ segir hann. Reynt er eftir frems- ta megni að aðstoða þá lækna sem missa leyfi sín til að ná áttum. ■ LÝST EFTIR STOLNUM BÍL Lög- reglan í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi auglýsir eftir bifreið af gerðinni Nissan Terrano, blárri að lit, skráningar- númer NX-038, en henni var stolið í Garðabæ þann 28. nóvem- ber síðastliðinn. Þeir sem kunna að vita hvar bifreið þessi er nið- urkominn eru beðnir um að láta lögreglu vita. ELDUR Í MANNLAUSU HÚSI Eldur kom upp í mannlausu einbýlis- húsi við Bugðutanga í Mosfells- bæ um áttaleytið í fyrrakvöld. Það var vegfarandi sem varð eldsins var og lét slökkvilið vita. Slökkvistarf gekk vel. Talið er að kviknað hafi í út frá kerti. Þingflokksformaður Samfylkingar: Efast um vísindaráð ráðherra STJÓRNMÁL „Ég treysti núverandi ríkisstjórn mjög illa til að taka faglega á þessu,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksfor- maður Samfylkingar, um frum- varp forsætisráðherra þess efnis að fjórir ráðherrar skipi vísinda- og tækniráð auk ráðherraskip- aðra fulltrúa. Bryndís segir að þó markmiðið sé fallegt, að efla vísindi og rann- sóknir, virðist hugur ekki fylgja máli. Í það minnsta sé ekki ætlun- in að auka fjárveitingar í rann- sóknir samhliða þessu. Eftir standi því að vægi stjórnmála- manna við ákvarðanatöku um stefnumótun aukist. Slíkt hugnist henni ekki og segir Bryndís mörg dæmi um að vísindamenn kvarti undan ofríki stjórnmálamanna. Þá sé skammt að minnast örlaga Þjóðhagsstofnunar sem hafi verið lögð niður eftir að hafa birt spár sem voru stjórnvöldum ekki þóknanlegar. ■ OD DI H F J 12 41 Umboðsmenn um land allt! Lítil raftæki frá Siemens og Bomann. Eldunartæki, uppþvottavélar, kæliskápar og margt fleira frá Siemens. GSM-farsímar, þráðlausir símar, þráðlaus símkerfi og venjulegir símar frá Siemens. Loftlampar, vegglampar, borðlampar, gólflampar, skrifborðslampar og útilampar í nýrri glæsilegri ljósadeild. Sjón er sögu ríkari! BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR Fyrirmyndin að ráðinu sótt til Finnlands en ekki fylgt eftir með stórlega auknum fjár- framlögum eins og Finnar hafa gert. VIÐSKIPTI Almenningur sem keypti hlutabréf ríkisins í Íslenska járnblendifélaginu og hefur átt þau síðan hefur tapað tæpum 90% af fjár- festingu sinni. Norska fyrir- tækið Elkem hefur keypt hlut ríkisins í verksmiðjunni og hyggst í framhaldinu gera öðrum hluthöfum yfir- tökutilboð. Gengi yfir- tökutilboðsins er 1,15. Út- boðsgengið var 2,5 og í milli- tíðinni var hlutafé félagsins fært niður um 75%. Mikil eftirspurn var eftir bréfum í félaginu þegar ríkið seldi hlut í apríl 1998. Skerða varð hámarksupphæð sem hver fékk að kaupa fyrir. Niðurstaðan var sú að hámarkið var 200 þús- und krónur að markaðsvirði. Samkvæmt yfirtökutilboðinu fær sá sem keypti fyrir 200 þús- und krónur 23 þúsund fyrir eign sína í félaginu nú. Tap fagfjár- festa sem héldu bréfunum var meira, því meðalgengi útboðs- hluta meðal fagfjárfesta var 3,02. Rekstur félagsins hefur geng- ið erfiðlega um nokkurt skeið. Lágt verð hefur verið á mörkuð- um. Ástæðurnar eru bæði minnkandi eftirspurn og sam- keppni við niðurgreitt járn- blendi. Kínverjar og fyrrum ríki Sovétríkjanna hafa greitt niður útflutning á járnblendi. Banda- ríkjamarkaður var lengi vel var- inn fyrir undirboðum með toll- um, en þeir voru síðan aflagðir. Miðað við yfirtökugengið er verðmæti félagsins rúmar 1.200 milljónir. Eigið fé Íslenska járn- blendifélagsins er rúmir fjórir milljarðar króna. Eftir kaupin á hlut íslenska ríkisins á Elkem, sem er að stærstum hluta í eigu Alcoa, 83% í fyrirtækinu. Elkem segir ástæður þess að í þetta er ráðist vera þær að til að bregðast við ástandi á járnblendimarkaði þurfi að beina sjónum að sér- hæfðari framleiðslu. Sú breyting kalli á umtalsverðar fjárfesting- ar sem ekki verði. Fjárhagur fé- lagsins leyfi ekki slíkt nema með þátttöku hluthafa. Elkem hyggst leggja til það fé sem þarf til að ráðast í slíkt verkefni. Félagið mun í framhaldinu verða afskráð í Kauphöll Íslands. haflidi@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Hundrað og sjötíu kindum var fargað að bænum Njálsstöðum í A-Húnavatnssýslu vegna riðuveiki um síðustu helgi. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, segir ein- kenni riðuveikinnar hafa verið óvenjuleg. Í stað algengra ein- kenna á borð við kláða og ósjálf- ráðar hreyfingar hafi verið sljó- leiki og deyfð yfir kindunum. Þær sem greindust hafi allar verið á öðrum og þriðja vetri, sem bendi til að veikin hafi ver- ið við lýði í mörg ár. Vegna þess hve einkenni riðu- veikinnar eru ólík segir Sigurður oft erfitt að átta sig á hvað sé á seyði. Langur tími geti liðið áður en riðan sé greind, en slíkt geti haft í för með sér smithættu fyr- ir nánasta umhverfi. „Það skiptir höfuðmáli að uppgötva riðu í fyrstu kindinni. Með því er hægt að koma í veg fyrir smit á aðra bæi, sem veldur stórtjóni.“ Sig- urður vildi ítreka að bændur geti fengið greiningu sér að kostnað- arlausu, vilji þeir ganga úr skugga um hvort um riðuveiki sé að ræða. Í ljósi óvenjulegra einkenna á Njálsstöðum bendir hann bænd- um á að hafa varann á verði þeir varir við slappleika í kindum og hafa samband við dýralækni í héraði eða dýralækna að Keld- um. ■ Austur-Húnavatnssýsla: 170 kindum fargað Almenning- ur tapaði 90% Frá því að almenningur keypti bréf af ríkinu í Íslenska járnblendifélaginu hefur verðmæti þeirra rýrnað. RÝRNUN Hart hefur verið í ári á járnblendi- mörkuðum. Verðmæti Íslenska járnblendi- félagsins hefur rýrnað mikið frá því ríkið seldi almenningi bréf sín í því fyrir rúmum fjórum árum. TÖLVU STOLIÐ ÚR BÍL Starfsmað- ur verslunar BT á Akureyri varð fyrir því óláni að tapa tölvu. Hafði hann borið tölvuna út í bíl og farið síðan aftur inn í verslun- ina til að sækja fleiri vörur. Þeg- ar maðurinn kom út á ný hafði einhver fingralangur gert sér lítið fyrir og stolið tölvunni. Verðmæti hennar er um 100.000 krónur. Lögreglan á Akureyri kannar nú málið. ÆTLAÐI AÐ BREMSA Þegar öku- maður var að leggja bíl sínum á Ísafirði í fyrrakvöld steig hann óvart á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna. Við það bakkaði hann niður tröppur og festist þar. Engin slys urðu á fólki. LÖGREGLUFRÉTTIRLÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.