Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 24
12. desember 2002 FIMMTUDAGUR Jólahjörtu hafa verið vinsæltjólaskraut á heimilum lands- manna um árabil og hafa ófáir fengist við að föndra slík hjörtu einhvern tíma á lífsleiðinni. Eitt- hvað hefur hjörtunum fækkað á síðari árum á kostnað annarra skreytinga enda eru þau dönsk að uppruna en ekki bandarísk eins og flest það sem virðist eiga upp á pallborðið hjá landanum í seinni tíð. Jólahjörtun eiga sér langa sögu sem hefst eftir því sem menn best vita árið 1861 en þá mun ævintýrasmiðurinn H.C. Andersen hafa fléttað pappírs- hjarta handa dóttur eðlisfræð- ingsins H.C. Örsted. Til að byrja með voru jólahjörtun kölluð hjartalaga kramarhús og voru kynnt sem slík í heimilisblöðum 19. aldar. Einhver bið virðist þó hafa orðið á því að almenningur tæki upp þennan sið og eru engar haldbærar heimildir til um notk- un jólahjarta til þegar kemur undir aldamótin 1900. Nokkur jólakort eru varðveitt frá þeim tíma sem sýna óyggjandi að hjörtun hafa verið orðin velþekkt jólaskraut á dönskum heimilum þegar þarna er komið sögu. Það sem vekur athygli er að hjörtun hafa fyrst orðið vinsæl á heimilum heldra fólks og aðals- manna á landsbyggðinni. Þar tíðkaðist að prýða jólatréð með pappírshjörtum þegar á síðasta áratug 19. aldar. Þannig kynntust prestar og aðrir embættismenn hjörtunum og báru þau áfram til sveitunganna. Ekki leið á löngu þar til siðurinn barst til kaupstað- anna og þá voru það einmitt efri stéttir borgarsamfélagsins sem fyrst tóku hjörtun upp á sína arma. Í kringum síðari heims- styrjöld voru jólahjörtun orðin útbreidd hjá öllum stéttum hins danska þjóðfélags. Dagar voru tileinkaðir hjörtunum og kunnir dægurlagasöngvarar sungu um þau í söngvum sínum. Þess var því ekki langt að bíða að jóla- hjörtun héldu innreið sína inn í nágrannalöndin og í dag eru þau vel þekkt víðast hvar á Norður- löndum þó ekki hafi þau náð al- mennri útbreiðslu utan þeirra. Í gömlum íslenskum jólablöð- um má nánast alltaf finna leið- beiningar um gerð jólahjarta og hugmyndir að mismunandi út- færslum. Hjörtun eru úr glans- pappír og eru bútar í tveimur mismunandi litum venjulega klipptir í mynstur og fléttaðir saman. Margir hafa gaman af því að hanna sjálfir hjörtu og geta þau orðið ákaflega persónuleg og skemmtileg ef vel tekst til. Ef fólk er hugmyndaríkt og lagið í höndunum eru í raun engin tak- mörk fyrir því hvers konar hjör- tu er hægt að gera. Þess má líka geta að búið er að þróa tölvufor- rit sem gerir fólki kleift að hanna sín eigin hjörtu með aðstoð mús- ar og lyklaborðs og gefur þeim jafnframt hugmyndir. Þetta get- ur komið sér vel fyrir þá sem ekki ferst vel að brúka reglu- stiku og skæri og vilja gjarnan fá að svamla aðeins í grunnu laug- inni áður en þeir stinga sér í þá djúpu. ■ Fléttuð hjörtu úr glanspappír eru vin- sælt jólaskraut á öll- um Norðurlöndun- um en fáir vita að þau eiga uppruna sinn að sækja til ævintýrasmiðsins H.C. Andersen og danska aðalsins á síðari hluta 19.aldar. JÓLAHJÖRTU Jólahjörtun er tilvalið að hengja á greni og láta í þau örlítið góðgæti sem hægt er að laumast í yfir hátíðirnar. Hjörtun á myndinni eru úr jólahúsinu í Eyfirði. Jólahjörtun dönsk að uppruna JÓLIN KOMA Í RÓM Jólastemningin ræður ríkjum á Piazza Venezia í Róm og jölaösin er mikil þar eins og hér. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.