Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 12. desember 2002 FÓLK Í FRÉTTUM Imbakassinn eftir Frode Øverli Við segjum frá nýjum sjálfsmorðssöfnuði þar sem fólk borðar sig rólega í hel! Fæstir gera sér grein fyrir að þeir séu meðlimir! DÍANA PRINSESSA Fær seint að hvíla í friði fyrir ágangi fjölmiðla. Díana prinsessa í undarlegu máli: Barn jarð- sett í hallar- garðinum KÓNGAFÓLK Díana prinsessa heitin leyfði náinni vinkonu sinni að jarðsetja barn í hallargarðinum við Kensington-höll. Vinkonan, Rosa Monckton, fæddi andvana barn árið 1994. Barnið var skírt Natalía. Að söng The Daily Mail leyfði Díana vinkonu sinni að jarðsetja barnið í garðinum með tilheyrandi viðhöfn. Kaþólskur prestur jarðsöng barnið. Viðstaddir jarðaförina voru Díana, Rosa, eiginmaður hennar Monckton og Paul Burrell, fyrr- verandi þjónn Díönu, sem grun- aður var um að hafa stolið mun- um úr höll hennar. ■ Niðurstaða miðstjórnar Sjálf-stæðisflokksins um að hún gæti ekki tekið á prófkjörinu í Norðvesturkjördæminu olli fleir- um vonbrigðum en þeim sem kærðu prófkjörið. Ýmsir and- stæðingar flokksins höfðu beðið niðurstöðunnar spenntir sann- færðir um að aðeins tvær leiðir væru færar, annars vegar að miðstjórn ógilti prófkjörið, sem yrði túlkað sem staðfesting á stórkostlegu kosningasvindli, eða að miðstjórn léti prófkjörið standa, sem yrði túlkað sem svo að hún léti kosningasvindlið óá- talið. Miðstjórn sigldi hins vegar á milli skerjanna, lýsti vonbrigð- um með framkvæmd prófkjörs- ins og lofaði breyttum reglum sem koma í veg fyrir svona lagað í framtíðinni, það sé bara ákkúrat í þessu máli sem ekkert sé hægt að gera. Fótboltinn getur sameinaðótrúlegasta fólk. Nú eru póli- tísku rifrildisseggirnir Stefán Pálsson og Stefán Hrafn Haga- lín, sem skotið hafa föstum skot- um hvor á annan, farnir að vinna að stofnun samtaka stuðnings- manna allra merkustu liðanna í ensku deildakeppninni, það er að segja þeirra sem híma í neðri deildum og sýna væntanlega ekki merki um að komast þaðan á næstunni. Þar sem allt of mik- ið er gert fyrir stuðningsmenn úrvalsdeildarliða er þeim mein- aður aðgangur að þessum sjálfs- hjálparsamtökum og sama á reyndar við um stuðningsmenn Stoke, sem eru undir sömu sök seldir. Eftir stendur að stuðn- ingsmenn minnimáttar liða geta sameinast í ást sinni á félögum sem sjaldan ef nokkurn tíma prýða íslenska sjónvarpsskjái. FÓLK Samkvæmt krufningar- skýrslu var banamein John Entwistle, bassaleikara rokksveit- arinnar gömlu The Who, hjarta- áfall vegna neyslu kókaíns. Entwistle hafði verið hjartveikur um nokkurn tíma og ástand hjart- ans batnaði ekki með reykingum eins pakka á dag og þó nokkurrar áfengisneyslu. Læknirinn sem framkvæmdi krufninguna sagði kókaínið ekki vera beina dánarorsök heldur hafi hjartað ekki þolað álagið. Entwistle fannst látinn á hótelher- bergi í Las Vegas að morgni sama dags og The Who ætlaði að hefja tónleikaferð. Eftirlifandi meðlim- ir sveitarinnar ákváðu að hætta ekki við til að heiðra minningu Entwistle. ■ John Entwistle: Kókaín ekki fyrir hjartveika JOHN ENTWISTLE Þjáðist af hjartveiki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.