Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 8
8 12. desember 2001 FIMMTUDAGUR Höfn í Hornafirði: Sykursæt síld á dönsk jólaborð ÚTFLUTNINGUR „Danir vilja mikinn sykur í síldina. Miklu meiri sykur en aðrir,“ segir Hermann Stefáns- son, framleiðslustjóri hjá Skinney – Þinganesi á Höfn í Hornafirði. Þar er starfsfólk nú í óða önn við að ganga frá síldarflökum í dósir sem sendar eru til Danmerkur og lenda þar á jólahlaðborðum. Mikil eftir- spurn er eftir síld í Danmörku fyrir jólin enda litið á hana sem órjúfan- legan hluta jólaundirbúningsins: „Síðustu þrjár vikur höfum við sent 200 þúsund dósir með síld til Danmerkur en árlegur útflutning- ur okkar nær 900 þúsund dósum. Þetta eru edikflök og kryddflök í sykurlegi að sérstakri ósk danskra kaupenda,“ segir Hermann Stef- ánsson, sem hefur verulegar áhyggjur af síldarvertíðinni: „Hún er búin að vera afspyrnuslæm. Við fáum sáralitla sem enga síld,“ seg- ir hann. ■ SÍLD Á dönsku jólaborði. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - D EB 1 94 55 12 /2 00 2 hva› fær› flú í s kó i n n . . . . . . f rá 1 2 . - 1 5 . d e s emb er? S M Á R A L I N D debenhams STEKKJASTAUR færir þeim sem kaupa herrajakkaföt 4.000 kr. gjafabréf til kaupa á skyrtu og bindi í herradeildinni. GILJAGAUR færir öllum sem kaupa dömuspariskó sokkabuxur að gjöf. STÚFUR færir öllum sem kaupa 50 ml. ilmvatnsglas 1.000 kr. gjafabréf í snyrtivörudeildinni. ÞVÖRUSLEIKIR færir þér 20% afslátt af barnaúlpum. Arnaldur Indriðason Einar Már Guðmundsson Einar Kárason Guðrún Eva Minervudóttir Stefán Máni og Þórarinn Eldjárn KK mætir og tekur lagið Fimmtudagskvöldið 12.desember kl. 20:00 lesa rithöfundarnir Brot af því besta í anddyri Borgarleikhússins Óskar Guðjónsson saxafónleikari og Davíð Þór Jónsson píanóleikari leika léttan jazz fyrir gesti. Veitingasala verður á staðnum. Ókeypis aðgangur Jemen vill fá flugskeytin Fimmtán flugskeyti frá Norður-Kóreu fundust um borð í flutningaskipi úti af austurhorni Afríku á mánudag. Bandaríkin segja Jemen hafa brotið samning. Norður-Kórea segir að öllum ríkjum beri að koma sér upp vörnum af eigin rammleik. MADRID, WASHINGTON, AP Háttsettur embættismaður í Jemen sagði í gær að fimmtán flugskeyti og annar hernaðarbúnaður frá N o r ð u r- K ó r e u , sem fannst falinn í skipi á Araba- hafi á mánudag- inn, sé í eigu Jem- ens. Stjórnvöld þar í landi vilja fá þau afhent. B a n d a r í k i n segja kaupin brot á samningi sem Jemen hafi gert við Bandaríkin eftir að Norður- Kóreu var bannað að selja búnað af þessu tagi. Sendiherra Banda- ríkjanna í Jemen var hins vegar kallaður á fund utanríkisráð- herra Jemens, þar sem því var mótmælt að Bandaríkin legðu hald á flugskeytin. Tvö spænsk herskip stöðvuðu flutningaskipið Sosan á Araba- hafi um það bil 520 sjómílur út af austurhorni Afríku. Flug- skeytin voru falin í sements- farmi skipsins. Bandaríska leyniþjónustan hafði fylgst með skipinu um hríð. Tvö spænsk skip, Navarra og Patinu, sem tekið hafa þátt í hernaðaraðgerðum undir stjórn Bandaríkjanna í þessum heims- hluta, stöðvuðu skipið á mánu- dag. Í gær tóku bandarískir her- menn að sér stjórn skipsins. Það er nú á leið til hafnar. Skipinu var ekki siglt undir neinum þjóðfána, en skipstjór- inn sagði það skráð í Kólumbíu. Hann sagði einnig að síðast hefði það komið til hafnar í Kína. Rúmlega tuttugu manns voru í áhöfn þess. Þeir sögðust allir vera frá Kóreu, en nefndu ekki hvort þeir ættu við Suður- eða Norður-Kóreu. Flugskeytin eru bæði skammdræg og meðaldræg. Þau eru svipaðrar gerðar og Scud- flugskeytin sem Írakar notuðu í Flóabardaga. Hryðjuverkamenn hafa haft bækistöðvar í Jemen, en stjórn- völd þar í landi hafa skipað sér í flokk með Bandaríkjunum í bar- áttunni gegn hryðjuverkum. Embættismenn í Jemen fullyrtu í fyrstu að þeir hefðu ekkert vit- að um ferðir þessa skips. „Öllum ríkjum ber skylda til að koma sér upp af eigin ramm- leik hernaðarmætti sem þau geta sjálf treyst á,“ sagði í gær í leiðara Rodong Sinmun, sem er opinbert dagblað stjórnarinnar í Norður-Kóreu. „Nauðsynlegt er að vera betur á verði gegn hern- aðaráætlun Bandaríkjanna um að ná heimsyfirráðum og ‘stríði gegn hryðjuverkum’,“ segir enn fremur í leiðaranum. Ekki er vitað hvort þessi leið- ari er skrifaður beinlínis sem viðbrögð við fundi flugskeyt- anna. Venjulega eru stjórnvöld í Norður-Kóreu nokkra daga hið minnsta að bregðast við heims- málunum. ■ Breskur dómstóll: Zakajev frjáls áfram LONDON, AP Tsjetsjeninn Akhmed Zakajev verður ekki hnepptur í fangelsi í Bret- landi þrátt fyrir að Rússar hafi opin- berlega krafist framsals hans. Rússar saka hann um hryðjuverk og fleiri glæpi í tengslum við að- skilnaðarbaráttu Tsjetsjena. Danir handtóku Zakajev í október en létu hann lausan í lok nóvember. ■ SPÆNSKI HERINN Spænskir hermenn beina vopnum sínum að flutningaskipinu Sosan. Fimmtán flug- skeyti fundust falin í sementsfarmi skipsins þegar það var tekið úti af austurhorni Afr- íku á mánudaginn. „Nauðsynlegt er að vera betur á verði gegn her- naðaráætlun Banda- ríkjanna.“ AP /A H N Y O U N G -J O O N ORÐRÉTT JAFNVEL ALLRAR ÞJÓÐARINNAR Ég reiknaði með að fá a.m.k. meirihlutastuðning útvarpsráðs. Elín Hirst fékk minnihluta atkvæða út- varpsráðs í stöðu fréttastjóra. DV, 11. des- ember. HVAÐ EF MAÐUR ER TEKINN FYRIR AÐ PISSA? Þú ert að nota þetta til að fremja glæp. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari svarar spurningu manns um hvort hann gæti fengið aftur búnað sem hann notaði við peningafölsun. DV, 11. desember LEIÐIST ORÐIÐ JÓLAGLÖGGIÐ Þá kom í ljós að sárafáir höfðu freistast til að drekka áður en þeir settust undir stýri. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn um ánægjulega fækkun þeirra sem aka eftir einn. Morgunblaðið, 11. desember. Olíuskipið Prestige: Lekur áfram olíu AKHMED ZAKAJEV Var handtekinn við komuna til Bretlands. MADRID, AP Um það bil 125 tonn af olíu berast á hverjum degi frá olíu- skipinu Prestige, sem brotnaði í tvennt og sökk til botns út af Spán- arströnd nýverið. Þessi olíuleki gæti haldið áfram næstu þrjú árin. Spænskir vísindamenn skýrðu frá þessu á þriðjudaginn. Þeir segja olíuna leka úr samtals fjórtán sprungum á skipinu. Tveir kostir eru nú fyrir hendi. Annað hvort að loka sprungunum eða dæla því sem eftir er af olíunni úr skipinu. Upplýsingarnar um lekann hafa vísindamennirnir úr frönskum rannsóknarkafbáti. Spænsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir það hvern- ig þau brugðust við þegar leki kom að olíuskipinu 19. nóvember. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.