Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 35
Leikarinn George Clooney hef-ur verið að senda út samúðar- kort til leikara sem hann hefur neyðst til að klippa út úr leik- stjórnarfrumraun sinni. Myndin, sem kemur til með að heita „Confessions of a Dangerous Mind“, var orðin aðeins of löng og neyddist Clooney því að taka upp skurðarhnífinn. Á kortunum út- skýrir hann fyrir leikurunum að eina ástæðan fyrir því að þeir birtast ekki í endanlegri útgáfu myndarinnar sé vegna tíma- skortsins og að ákvörðunin komi leiklistarhæfileikum þeirra ekk- ert við. Clooney kannast greini- lega við þau leiðindi að mæta á frumsýningu myndar sem svo var búið að klippa hann út úr. Leikkonan Sandra Bullock seg-ist vera ákveðin í því að þyngja sig. Hún segist vera leið á því að passa aðeins í föt sem séu hönnuð á fyrirsætur sem deila svipuðu vaxtalagi og Kate Moss. Þar sem hún hefur ákveðið að taka nokkurra mánaða frí frá vinnu ætlar hún að nýta tækifær- ið til þess að borða og kaupa sér svo víðari föt í samræmi við auk- inn vöxt. Framkomu áströlsku sveitar-innar The Vines í spjallþætti Jay Leno var aflýst eftir að söngvari sveitar- innar, Craig Nicholls, fékk kast í hljóðpruf- unni fyrir þátt- inn. Söngvarinn var víst í „góðum fíling“ og hóf að hamra gítar sín- um á plexíglers- ramma sem búið var að koma utan um trommusettið. Honum tókst að brjóta sig í gegn fram- leiðendum þáttarins til mikils ama. Þar sem söngvarinn þótti aðeins of óútreiknanlegur í hegð- un var brugðið á það ráð að af- lýsa því að sveitin kæmi fram. Piltunum verður svo ekki boðið að koma fram síðar. Nicholls hefði betur beðið með lætin þar til hann var að minnsta kosti í beinni útsendingu. 35FIMMTUDAGUR 12. desember 2002 SÍMI 553 2075 RED DRAGON kl. 10CHANGING LANES kl. 6 og 8 Sýnd kl. 4.30, 7 og 10 b.i. 12 áraKl. 4.45, 6.50 og 9 VIT 485 Sýnd kl. 5, 7 og 9 VIT 468 ASH WEDNESDAY kl. 5.30IMP. OF BEING EARNEST kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.30 og 8.30 bi. 12 ára

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.