Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 40
40 12. desember 2002 FIMMTUDAGUR Sýning í Galleríi Sævars Karls: Ólík sýn listamanna á Heklu LIST Samruni – sköpun heildar er yfirskrift sýningar sem haldin er í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti. Að sýningunni stendur hópur listamanna, fræðimanna og arkitekta sem um tveggja ára skeið hefur unnið að verkefni um eldfjallið Heklu. Tilefnið er ár fjallsins hjá Sameinuðu þjóð- unum. Á sýningunni kennir ýmissa grasa. Valdimar Leifsson hefur gert stuttmyndina Heklumynd sem sýnd er nokkrum sinnum á dag. Eldgosa-myndlistar-gjörn- ingur er framlag Vignis Jó- hannssonar en Janus Jakobsson og Helgi Svavar Helgason leggja við hljóðræna túlkun. Halldór Vésteinn Sveinsson sýn- ir myndina 02.12.02 sem er sýn listamannsins á leið upp fjallið. Arkitektarnir Hlédís Sveins- dóttir og Gunnar Bergmann sjá um hönnun hússins en auk þess eru þar ljósmyndir eftir Sigrúnu Eðvarðsdóttur. Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur flytur einnig erindi sem hann tileinkar Heklu. Sýningin hófst þann 6. des- ember en síðasti sýningardagur er í dag. ■ JÚRÓVISJÓN „Mér líst vel á lögin, þau eru mjög fjölbreytt, bæði júróvisjónleg og ekki júróvisjón- leg,“ segir Jóhanna Jóhannsdóttir, varadagskrárstjóri RÚV, en hún heldur utan um framkvæmd for- keppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva að þessu sinni. Júróvisjónaðdáendur geta nú tekið gleði sína á ný eftir þunnan þrettánda þessa árs. Undirbún- ingur er í fullum gangi. Alls bár- ust Sjónvarpinu 204 lög sem nú hafa verið grisjuð niður í 15 sem munu taka þátt í forkeppninni. Það er meira en verið hefur og verður þetta tekið með stæl núna að sögn varadagskrárstjórans. Nú er verið að endurútsetja lögin og æfa. Í janúar fara lögin svo til upptöku í sjónvarpssal og síðan verða þau send út þrjú í senn frá 3. til 7. febrúar. Þá mun jafnframt fylgja portrett af höfundi hvers lags um sig en fram til þess tíma mun mikil leynd hvíla yfir hverjir þar eru á ferð. Jóhanna sagði oft „no comment“ þegar Fréttablaðið gekk á hana. Hún ljóstraði því þó upp að þarna innan um væru þekktir höfundar sem hefðu verið áberandi í söngvakeppninni und- anfarin ár. Sjónvarpið leggur til fjögurra manna grunnhljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarsonar og hafa höfundar svigrúm til að bæta við einu hljóðfæri eða skipta út eftir því hvað þurfa þykir, auk þess sem nota má allt að þrjá bakraddasöngvara. Söngvarar geta svo verið allt frá einum upp í þrjá. 15. febrúar, á laugardags- kvöldi, rennur svo stóra stundin upp og er jafnvel fyrirhugað að halda keppnina í tónleikasal og selja almenningi aðgang. „Gera svolítið meira úr þessu en verið hefur,“ segir Jóhanna. Þá verða lögin 15 flutt í beinni útsendingu og mun símakosning þjóðarinnar ráða úrslitum. Til vara er dóm- nefnd ef símkerfið hrynur. Sjálft Júróvisjónið verður svo í Riga í Lettlandi 24. maí 2003. ■ HEKLA Listamennirnir hafa unnið að verkefninu í tvö ár. Sýning þeirra snýst um eldfjallið Heklu. JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR Hún sér um undirbúning söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva að hálfu RÚV, sem senn mun bresta á. Hún þverneitar að gefa upp hvaða 15 höfundar komust áfram en 204 lög voru send til keppninnar. Lagahöfundarnir eru algjört leyndarmál RÚV er í óðaönn að undirbúa Júróvisjón. 204 lög bárust í keppnina um júróvisjónlagið og 15 þeirra munu keppa um að verða framlag Íslands Inngangur að vestrænni heimspeki: Spekingar spjalla um hugsuði BÆKUR Hið íslenska bókmennta- félag hefur gefið út bókina Mikl- ir heimspekingar eftir Bryan Magee sem er þekktur enskur heimspekingur, rithöfundur og útvarpsmaður. Í bókinni eru fimmtán samræður um hug- myndir og kenningar margra frægustu og stórbrotnustu heim- spekinga Vesturlanda frá forn- Grikkjum til okkar daga. Meðal þeirra eru Platon, Aristóteles, Descartes, Hume, Kant, Schopenhauer, Nietzsche, Russell og Wittgenstein. Magee ræðir verk þessara hugsuða við heimspekinga sem útlista torskilin hugtök og flóknar kenningar á skýru og skiljanlegu máli. ■ HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Ég er að lesa Sonju eftir Reyni Trausta og Stolið frá höfundi stafrófsins eftir Davíð Oddsson. Smásögur Davíðs eru ákaflega skemmtilega skrifaðar og fullar af litríkum mannlýsingum og bókin um Sonju er ævin- týralegt ferðalag um 20. öldina með þeim Sonju og Reyni. Hrafn Jökulsson, ritstjóri. Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK Síðasta vikan !! allir bolir nú 1.000 – allar skyrtur nú 1.900 allar buxur nú 2.500 – allir jakkar nú 5.000 allir bolir nú 1.000 – peysur 1.500 - 2.500 opið mánudaga til föstudaga frá 12 – 18 og laugardaga 12 – 16 GK Reykjavík Outlet, Faxafeni 9, sími 533 1060

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.