Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 26
26 12. desember 2002 FIMMTUDAGUR Nú fer hver að verða síðasturað senda jólamat til útlanda. Að sögn Sólmundar Oddssonar, innkaupamanns í Nóatúni, fer eftir því hvert verið er að senda hvenær síðustu forvöð eru. „Síð- ustu forvöð fyrir lengri leiðirnar eru í kringum 15. desember en því fyrr, því betra.“ Að sögn Sólmundar ættu þeir sem eru til að mynda að senda til Ameríku að fara að huga að því að ganga frá sínum málum. Þær sendingar sem fara til Evrópu eða Skandinavíu mega fara af stað örlítið seinna. Hann segir að nokkurn tíma geti einnig tekið að koma sendingunni af stað. „Menn hringja inn og þá þarf að taka til vörurnar og koma þessu af stað, þannig að það tekur um einn og hálfan sólarhring að koma vörunni í sendingu,“ segir Sólmundur. Mikil aðsókn er í þjónustuna. „Það er alveg ótrúlegt. Þetta er alltaf að verða stærra. Bæði hafa námsmenn erlends frá ver- ið að hringja til okkar beint og senda okkur tölvupóst og síðan hafa ættingjar og aðrir sem eru hér nýtt sér þessa þjónustu.“ Sólmundur segir að hangikjöt sé langvinsælasta varan sem send er út. Töluvert sé einnig um konfekt, laufabrauð og flat- brauð. ■ Síðustu forvöð 15. desember MATUR Á LEIÐ ÚT Starfsmaður Nóatúns í Austurveri pakkar jólamat sem senda á til útlanda. Farið er varlega með vörurnar, þær meðhöndl- aðar sem kælivörur og sendar undir merkjum DHL. Ég ætla ekki að halda jól í ár ogelda ekkert,“ segir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona að- spurð um jólamatinn og hefðirnar. „Ég er að fara til Kanarí og vonast til að fá þar smáan grillaðan kol- krabba, sem er uppáhaldssjávar- fangið.“ Margrét Helga hefur ekki fyrr haldið jól á Spánarströndum en hlakkar heilmikið til. „Ég var reyndar í Damörku um jólin í fyrra, hjá dóttur minni, og smakk- aði þá í fyrsta skipti nokkuð sem mig hafði lengi dreymt um, nefni- lega fasana. Fólk í skáldsögum er sífellt að gæða sér á þessum fugli, en þegar til kom var hann svo sem ósköp delíkat og fínn, en ekkert miðað við rjúpuna og gæsina. Það vantaði þetta sterka villibráðar- bragð.“ Margrét Helga reiknar þó með að fá skötu á Þorláksmessu. „Mér er sagt að það sé einhver kona sem selur skötu á bar á Kanarí,“ segir hún og finnst ekki mikið þótt Spánverjar lifi við skötulykt einn eftirmiðdag. „Það er alltaf svo mikil hvítlauksfýla af Spánverj- unum, ég held þeir geti þolað lykt- ina,“ segir hún. Margrét Helga segist vera komin í hið algjöra jólafrí. „Nú eru börnin uppkomin og tækifæri til að gera eitthvað allt öðruvísi. En ég hélt auðvitað alltaf jól fyrir fjölskylduna og hafði þá oftast villibráð á aðfangadagskvöld. Hreindýr, rjúpur og gæs var al- gengur jólamatur og eftirréttur- inn ris a’la mande.“ Hún segist alltaf hafa haft gaman af að elda. „Ef ég hætti í leiklistinni myndi ég sennilega koma mér í eitthvert eldhús. Þess vegna er ég svona myndarleg utan um mig, ekki af því ég hreyfi mig ekki heldur vegna þess hvað mér þykir gott að borða. Ég leifi nefnilega aldrei af diskinum mínum,“ segir Margrét Helga og er nú þegar komin í ferðagírinn og eiginlega hálfa leiðina til Kanarí. ■ Kolkrabbi í jólamatinn Margrét Helga Jóhannsdóttir Er á leið í jólafrí til Kanarí. Hún er nú að leika hlutverk Grýlu í Borgarleikhúsinu. „Stórkostleg kona, Grýla,“ segir Margrét Helga. JÓLAMATURINN minn JÓLAMATUR til útlanda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.