Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 20
SVEITARFÉLÖG „Fullyrðingar um að 4 milljarða króna vanti frá ríki til sveitarfélaga vegna verkefnatil- flutnings eru ekki réttar, ég hafna þeim,“ segir Páll Pétursson félags- málaráðherra. Hann bendir á að fjármálalegt uppgjör ríkis og sveitarfélaga, sem gengið var frá fyrir afgreiðslu fjár- laga, hafi verið gert í góðri sátt og forsvarsmenn sveitarfélaganna hafi lýst yfir ánægju með þau sam- skipti. „Þeir fengu það sem vantaði á í húsaleigubótum, samtals 150 millj- ónir króna. Þá var bætt sú skekkja sem myndaðist í grunni fasteigna- gjalda, eftir að farið var að miða við raunverð fasteigna á hverjum stað en ekki uppreiknað Reykjavíkur- verð. Þar munaði 260 milljónum sem bætt var á fjáraukalög þessa árs,“ segir Páll. Hann segir hægt að gera kröfur um aukna fjármuni frá ríkinu og kannski sé ekki ástæða til að kippa sér upp við það þótt sveitarstjórn- armenn geri það. „En ég tel að fjármálalegt upp- gjör ríkis og sveitarfélaga á dögun- um hafi verið sanngjarnt og í eðli- legu formi. Við höfum ekki viður- kennt þessa tölu, 4 milljarða króna og ég er ekki sammála því að nokk- uð vanti upp á framlög ríkisins vegna flutnings verkefna, þetta hefur allt saman verið gert upp,“ segir Páll og dregur einnig í efa fullyrðingar um allt að eins millj- arðs króna tekjutap sveitarfélaga vegna rýmri heimilda til að stofna einkahlutafélög. „Það er alveg ósannað mál og kemur ekki í ljós fyrr en eftir að lagt hefur verið á næsta sumar, hvernig tekjurnar skila sér. Þess utan hlýtur bætt afkoma smáfyrir- tækja sem færð eru undir einka- hlutafélög að styrkja byggðirnar. Við vitum það hins vegar að þar sem er blómleg krókabátaútgerð, til dæmis, og menn færa reksturinn yfir í einkahlutafélög í stórum stíl, þá verða viðkomandi sveitarfélög fyrir einhverju tekjutapi í bili. Það má nefna Bolungarvík og Ólafsvík eða Snæfellsbæ, sennilega Ísafjörð líka,“ segir Páll og bætir við að það sé viðfangsefni framtíðarinnar hvort koma eigi til móts við þessi sveitarfélög. Hann segir rekstrarstöðu sveit- arfélaga fara ört batnandi. „Nú eru líkur til að sveitarfélögin verði gerð upp nálægt því á sléttu á þessu ári, ef marka má fjárhagsáætlanir. Árið 2001 var hallinn átta milljarðar króna. Þá fara ekki nema 78% til reksturs málaflokka að meðaltali í dag en það hlutfall hefur verið um 82% á undanförnum árum. Okkur virðist leiðin því liggja upp á við, ekki síst á Vestfjörðum. Þar var hlutur sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða keyptur fyrir hátt verð. Það dugði til þess að bjarga fjárhag þeirra og koma þeim öllum í prýði- lega rekstrarhæft ástand. Ég hélt nú að Ísafjarðarbær væri því ekki blankur eftir þær útréttingar, átti frekar von á því að það væri tiltölu- lega auðvelt að búa til fjárhagsá- ætlun á Ísafirði,“ segir Páll. Hann segir engin sveitarfélög í neinum stórvandræðum sem stend- ur. Að vísu eru erfiðleikar á fáein- um stöðum en ekkert sveitarfélag er á gjörgæslustigi. „Sveitarfélögin verða fyrst og fremst að gæta hófs í eyðslu, bæði fjárfestingum og kostnaði við þjón- ustu. Fremur en að safna skuldum er eðlilegt að þau fullnýti heimildir til álagningar útsvars. Mér finnst einnig eðlilegra að þau fullnýti út- svarsheimildir áður en gripið er til gjaldskrárhækkana,“ segir Páll. Hámarksútsvarsprósenta er 13,03% en á þessu ári eru 44 sveit- arfélög af ríflega 100 sem ekki nýta heimildina til fulls, þar á meðal öll stóru sveitarfélögin á Suðvestur- horninu nema Hafnarfjörður og Bessastaðahreppur. Álagning næsta árs liggur endanlega fyrir 15. þessa mánaðar en ekki eru fyr- irsjáanlegar miklar breytingar á út- svarinu. Hins vegar hafa fjölmörg sveitarfélög boðað hækkanir á gjaldskrám leikskóla, tónmennta, sorphirðu, fasteignaskatta og fleiru. Ekki er óalgengt að hækkun einstakra liða nemi um og yfir 10%. „Það er ekki björgulegt að hækka gjaldskrár líkt og boðað er hjá einhverjum sveitarfélögum. Við náðum hér niður verðbólgu með sameiginlegu átaki. Verkalýðs- 20 12. desember 2002 FIMMTUDAGUR Sveitarfélögin gæti hófs í hækkunum „Staða bæjarsjóðs er þokkaleg en þetta er eilíf barátta,“ segir Al- bert Eymundsson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, um stöðu bæj- arsjóðs. Þessa dagana situr bæj- arstjórn yfir fjármálum bæjarfé- lagsins og leitar leiða til að skera niður útgjöld og koma jafnvægi á fjármál bæjarfélagsins. Albert bæjarstjóri segir nauðsynlegt að skera niður útgjöldin til að mæta þeim miklu útgjöldum sem verið hafa undanfarin ár vegna mikilla en óumflýjanlegra framkvæmda sveitarfélagsins. Stærsta einstaka framkvæmdin er bygging Ný- heima sem hýsa Framhaldsskól- ann í Austur-Skaftafellssýslu, bókasafn bæjarins og háskóla- setur. „Við spenntum bogann til hins ítrasta við þá framkvæmd og verðum nú að hægja á okkur,“ segir Albert. Fréttablaðið tók hús á bæjar- stjóranum þar sem hann var ásamt bæjarráði að leita sparnað- arleiða. Þrátt fyrir að bæjarstjór- inn sé karlmaður þá er mikið kvennaveldi á Höfn. Leiðtogar þriggja lista sem sitja í bæjar- stjórn eru allir konur. Halldóra B. Jónsdóttir er formaður bæjar- ráðs, Elín Magnúsdóttir er forseti bæjarstjórnar og Kristín Gests- dóttir er leiðtogi minnihlutans. Al- bert lætur vel af sér í kvennafansi bæjarstjórnarinnar og segir sam- starfið vera með miklum ágætum. Hann segir bæjarstjórnina nú sitja yfir því erfiða verkefni að skera niður. „Við erum stöðugt að reyna að bæta aðstæður fólks á svæðinu. Bætt þjónusta og atvinnumál eru stóru málin okkar. Okkur hefur tekist betur en flestum öðrum á landsbyggðinni að halda í horf- inu,“ segir Albert. Íbúar í bæjarfélaginu eru nú um 2300. Albert segir að fækkun sé aðeins um 150 manns á undan- förnum þremur árum sem sé ekki há tala þegar litið sé til annarra sveitarfélaga. „Dreifbýlið er víðast hvar í vörn og hefur látið undan síga. Innan sveitarfélagsins hér er það dreifbýlið sem látið hefur undan síga. Varnarbarátta okkar hefur tekist þokkalega en við höfum auðvitað spennt bogann til hins ítrasta í þeim slag,“ segir hann. Albert segir að Höfn hafi aukið hlutdeild sína í heildarkvóta landsmanna frá því kvótakerfið var tekið upp. Samhliða hafi átt sér stað hagræðing í sjávarútvegi. „Mestu munar þar um kvóta í uppsjávarfiski sem við höfum stóraukið. Hér eru þó mjög skipt- ar skoðanir um kvótakerfið og fólk er meðvitað um að þrátt fyrir sterka stöðu fyrirtækjanna þá gætu þau horfið ásamt kvótanum á einum degi. Við erum þó rólegir yfir þessu vegna þess að það eru heimamenn sem eiga fyrirtækin nánast alfarið í dag þótt enginn viti sína ævina fyrr en öll er,“ seg- ir Albert. Hann vill engu spá um íbúaþró- un á Höfn á næstu árum. „En menn verða að gera sér grein fyrir því að með því að at- vinnulífið styrkist með hagræð- ingu þá getur atvinnutækifærum fækkað. Það fer því ekki endilega saman fólksfjölgun og sterkara atvinnulíf,“ segir Albert. ■ ALBERT EYMUNDSSON Bjartsýnn á framtíðina á Höfn en telur nauðsynlegt að spara. FRÉTTASKÝRING: Félagsmálaráðherra segir fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga lokið í sátt. Hafnar því að 4 milljarðar standi út af vegna tilflutnings verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Segir nær að sveitarfélög fullnýti útsvarsheimildir en að hækka gjaldskrár. Höfn í Hornafirði: Leita sparnaðarleiða Stjórn Vökuls Stéttarfélags mót- mælir boðuðum hækkunum bæj- arstjórnar Hornafjarðar og krefst þess að þær verði dregnar til baka. Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur ákveðið 7,5% til liðlega 10% hækkun frá og með næstu ára- mótum á leikskólagjöldum, mötu- neytisgjöldum, sundlaugargjöld- um, fasteignagjöldum, sorp- hreinsigjöldum og sorpurðunar- gjöldum. Jafnfram hefur verið ákveðin 10% hækkun á tónskólagjöldum sem tekur gildi í byrjun næsta skólárs. Stjórn Vökuls undrast ábyrðar- leysi bæjarstjórnarmanna og bendir á að launafólk hefur lagt mikið af mörkum til að halda stöð- ugleika í þjóðfélaginu. Ennfremur er bent á að kjarasamningar verði lausir í febrúar næstkomandi, ætli sveitarstjórnir, ríkið og aðrir þjónustuaðilar að fara að dæmi Bæjarstjórnar Hornafjarðar. ■ Stéttarfélagið Vökull: Hækkanir ábyrgðarlausar FLATEYRI Ráðherra segist hafa haldið að Ísafjarðarbær væri ekki blankur eftir söluna á Orkubúi Vestfjarða. Því ætti það ekki að vefjast fyrir bæjarstjórn að berja saman fjárhagsáætlun. PÁLL PÉTURSSON Það stendur ekkert upp á ríkið í sam- skiptum við sveitarfélögin. Það er ekki björgulegt að hækka gjald- skrár líkt og boðað er hjá einhverjum sveitarfélögum. ,, hreyfingin á mikinn heiður skilinn fyrir sína framgöngu þar. Nú eru efnahagsmál komin í þetta fína lag, vextirnir lækkandi, krónan að styrkjast dag frá degi og allt í blóma,“ segir Páll Pétursson. the@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.