Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 4
4 12. desember 2001 FIMMTUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Hvort kanntu betur við hvít eða rauð jól? Spurning dagsins í dag: Kaupirðu bækur fyrir jólin? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 12% 18%Rauð 70% FLESTIR VILJA SNJÓ Flestir gesta á frett.is vilja hvít jól, en um fimmt- ungur vill hafa auða jörð. Alveg sama Hvít DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur vísað frá fjárkröfu Betri Pizza ehf. á hendur Papa John’s International, Inc. Málið eigi að leysa með gerð- ardómi eins og fyrirtækin hafi áður gert samkomulag um. Tveir bræður sem eiga Betri Pizzur gerðu sérleyfissamning við Papa John’s um að selja pitsur undir merkjum bandarísku keðj- unnar hérlendis. Salan hófst 31. ágúst 2000. Bræðurnir segja að vegna ósveigjanlegra skilyrða Papa John’s um gæði áleggs, stærð pitsanna og flókinna vinnuferla hafi hráefniskostnaðurinn á end- anum sligað reksturinn. Kostnað- urinn hafi alls ekki verið í sam- ræmi við umsamin 30 til 40% af heildarrekstrarkostnaði. Þegar allt hafi verið komið í ógöngur, að- eins sjö mánuðum eftir opnum, hafi Papa John’s loks fallist á að minnka mætti pitsurnar. Það hafi þó engu bjargað. Aðalkrafa Betri Pizza hljóðar upp á 409 milljónir króna, sem bræðurnir segja að væri verð- mæti rekstrarins hefði viðskipta- áætlun þeirra náð fram að ganga. Til vara krefjast þeir 5 milljóna króna bóta vegna útlagðs kostnað- ar og rekstrartaps. Bræðurnir telja að þeim sé fjárhagslega ofviða að sækja rétt sinn í gerðardóm. ■ HÆSTIRÉTTUR Vísaði kröfu frá. Betri Pizzur og Papa John’s í gerðardóm: Kröfu pitsubræðra vísað frá Hæstarétti Matvælaverð: Borið saman við útlönd ALÞINGI Þingmenn samþykktu þingsályktunartillögu Rannveigar Guðmundsdóttur, þingmanns Sam- fylkingar, á ástæðum mismunandi matvælaverðs hér og í helstu ná- grannalöndum. Þingsályktunartillagan breyttist talsvert í meðförum þingsins. Alls- herjarnefnd þótti hún kalla á of um- fangsmiklar og kostnaðarsamar að- gerðir í upphaflegri gerð sinni. Þingið felur ríkisstjórn nú að kanna matvælaverð hér í samanburði við helstu nágrannalönd og reyna að gera grein fyrir hugsanlegum ástæðum á mismunandi verðlagi og er þar kveðið vægar að orði en í upphaflegu tillögunni. ■ DAVÍÐ ODDSSON Sagðist vonast til að leggja fram frumvarp á næstunni en tók fram að slíkar yfirlýsing- ar hefði hann gefið áður. Breytt matvælaeftirlit: Styttist í frumvarp ALÞINGI Davíð Oddsson forsætis- ráðherra vonast til þess að geta fljótlega lagt fram lagafrum- varp þar sem skipulag matvæla- eftirlits er fært til betri vegar. Davíð sagði á þingfundi að út- tekt á núverandi fyrirkomulagi hefði sýnt að það væri óviðun- andi. Unnið hefði verið að drög- um að nýju skipulagi þar sem gert er ráð fyrir að landinu verði skipt í nokkur eftirlitssvæði en ein stofnun hafi yfirumsjón með eftirlitinu. Hann sagði sveitar- stjórnir hafa gert athugasemdir við að matvælaeftirlit væri tekið úr verkahring þeirra. Gert er ráð fyrir að kostnaður við matvælaeftirlit verði svipað- ur eftir breytingu og fyrir. ■ Störf kjörnefndar D-lista í Suðurkjördæmi: Aðfinnslur í 10 liðum FRAMBOÐ „Heiður flokksins er að veði, að miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins sýni í verki að ekki sé hægt að leyfa sér hvað sem er í nafni flokksins.“ Þetta eru nið- urlagsorðin í bréfi varamanns í kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi til miðstjórnar vegna uppstillingar á framboðs- lista. Tínd eru til tíu atriði og ber allt að sama brunni. Kjörnefnd er sökuð um trúnaðarbrot, vís- vitandi mismunun á frambjóð- endum og þverbrot á siðaregl- um. Tveir kjörnefndarmenn eru sagðir hafa setið áfram, þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér, varamenn voru ekki boðaðir þótt aðalmenn vantaði og fullyrt er að rétt kjörnum varamönnum hafi jafnvel verið neitað um setu í kjörnefndinni. Erindið var lítil- lega rætt á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins en síðan vísað til framkvæmdastjóra. Svars er ekki að vænta fyrr en eftir jól. ■ VIÐSKIPTI Viðskipti voru stöðvuð með bréf Aco-Tæknivals í gær eftir að tilkynning barst um að viðræður væru í gangi um sölu verslunarrekstrar félagsins. Rekstur félagsins hefur verið erf- iður að undanförnu. Verslunar- rekstur er um helmingur af starf- semi félagsins. Að sögn forsvarsmanna fyrir- tækisins er stefnt að því að samn- ingum ljúki fyrir lok þessarar viku. Nokkrir fjárfestar munu koma að kaupum verslunarsviðs félagsins. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Bjarni Ákason, for- stöðumaður sviðsins, fari fyrir hópnum, en það hefur ekki fengist staðfest. Innan verslunarsviðsins eru verslanirnar BT tölvur, Office1 og Sony og Apple setrið. Búnað- arbanki Íslands, sem á ríflega þriðjung í fyrirtækinu, tekur þátt í viðræðunum. Bankinn á nokkuð undir því að takist að gera verðmæti úr fyrirtækinu. Eigið fé þess var samkvæmt níu mánaða uppgjöri neikvætt um 140 milljónir. ■ ERFIÐUR REKSTUR Búnaðarbankinn á rúman þriðjung í Aco-Tæknivali. Unnið er að sölu verslunarrekstrar til að létta á fjár- hagsstöðu fyrirtækisins. Brugðist við rekstrarvanda: Aco-Tæknival selur verslanir FJÖLMIÐLAR „Ég er afar ánægð að hafa fengið þetta starf. Maður vissi aldrei hver niðurstaðan yrði,“ segir Elín Hirst, sem skipuð var nýr fréttastjóri Ríkissjón- varpsins síðdegis í gær. Aðdrag- andinn var langur og nú síðast þurfti Elín að lúta í lægra haldi fyrir Sigríði Árnadóttur fréttamanni í at- kvæðagreiðslu í útvarpsráði í fyrradag. En út- varpsstjóri hugs- aði sig um í sólar- hring og valdi svo Elínu. Hún á ekki von á miklum breytingum í rek- stri fréttastofunnar á næstunni: „Fréttastofan er að koma vel út í áhorfskönnunum. Þetta er sú fréttastofa sem fólk segist treysta best og það eru viss skila- boð um að halda um stjórnvölinn eins og verið hefur. En vissulega væri gaman að kanna ný lönd þegar fram líða stundir,“ segir Elín, sem starfað hefur við fjöl- miðla allt frá því að hún lauk fjöl- miðlanámi í háskólabænum Gainesville í Flórída fyrir 18 árum. Nú er hún 42 ára, gift Frið- riki Friðrikssyni, framkvæmda- stjóra Breiðbands Landssímans. Saman eiga þau tvo syni og búa á Seltjarnarnesi: „Ég hef aldrei skilið hvers vegna það ætti að vera erfiðara fyrir konu en karlmann að gegna þessu starfi. Ég þekki frétta- stjórastarfið vel og svo er staðan heima hjá mér orðin önnur en áður þar sem annar strákurinn er kominn í menntaskóla og hinn í tí- unda bekk í grunnskóla,“ segir nýi fréttastjórinn, sem notar frí- stundir sínar til mastersnáms í sagnfræði við Háskóla Íslands. Nýkomin úr fyrsta prófinu. Svo stundar hún leikfimi af miklu kappi „...og reyni svo að hugsa um fjölskylduna þess á milli,“ eins og hún segir sjálf. Elínu hefur verið legið á hálsi fyrir að vera vinkona Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og það hefur ekki alltaf auðveldað henni starfið. Á þessu hefur hún þó skýrar skoðanir: „Frétta- mennska og pólitík fara afskap- lega illa saman. Ef maður ætlar að vera fagmaður í fjölmiðlum þá skiptir maður sér ekki af pólitík. Svo einfalt er það,“ segir Elín Hirst, fréttastjóri Ríkissjónvarps- ins frá því í gær. eir@frettabladid.is ELÍN HIRST Tveggja barna móðir á Seltjarnarnesi; fagmaður sem skiptir sér ekki af stjórnmálum. Fréttamennska og pólitík fara illa saman Elín Hirst var ráðin fréttastjóri Ríkissjónvarpsins í gær. Á ekki von á breytingum en gæti hugsað sér að kanna ný lönd. „Ég hef aldrei skilið hvers vegna það ætti að vera erfiðara fyrir konu en karl- mann að gegna þessu starfi.“ Varasjóður húsnæðis- mála: Kominn á Krókinn VARASJÓÐUR Sigurður Árnason hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Varasjóðs húsnæðismála, en sjóðurinn hefur aðsetur á Sauðár- króki. Sigurður tekur við af Garð- ari Jónssyni, skrifstofustjóra í fé- lagsmálaráðuneytinu, en sjóður- inn hefur haft starfsemi sína þar frá því hann var stofnaður þann 1. ágúst síðastliðinn. Varasjóði hús- næðismála er ætlað að veita fram- lög til sveitarfélaga og félaga á þess vegum vegna félagslegra íbúða og tekur hann jafnframt við öllum réttindum og skyldum vara- sjóðs viðbótarlána, sem lagður var niður samhliða. Tekjur sjóðs- ins verða að minnsta kosti 140 milljónir króna á ári. ■ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ varasjóður húnsæðismála flyst nú frá ráðu- neytinu norður í skagafjörð, ásamt nýjum framkvæmdastjóra. Kröfum um að hlé verði gert á stóriðjuviðræðum: Tekið með stóískri ró STÓRIÐJA Samningamenn Alcoa og íslenska ríkisins taka með stóískri ró kröfum um að hlé verði gert á viðræðum í tengslum við fyrir- hugað álver í Reyðarfirði uns dómstólar hafa úrskurðað í kæru- málum vegna mats á umhverfis- áhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Atli Gíslason hæstaréttarlög- maður hefur ritað aðalforstjóra Alcoa bréf vegna þessa og krafist þess að fyrirtækið hætti öllum samningaviðræðum við Íslend- inga uns úrskurður dómstóla ligg- ur fyrir. Atli Gíslason, Náttúru- verndarsamtök Íslands og fleiri stefndu málinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í upphafi þessa árs til ómerkingar á úrskurði um- hverfisráðherra um mat á um- hverfisáhrifum Kárahnjúkavirkj- unar. Málinu var vísað frá, meðal annars vegna þess að Landsvirkj- un hafði ekki verið stefnt, og stað- festi hæstiréttur þá niðurstöðu í sumar. Aftur var stefnt í málinu, með- al annars bæði Landsvirkjun og Fjarðabyggð, og hefur málflutn- ingur farið fram. Niðurstöðu dóm- stóla er beðið en á meðan sitja fulltrúar Íslands og Alcoa að samningaborði. Stefnt er að því að ljúka gerð raforkusamnigs við Landsvirkjun í lok vikunnar. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.