Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 18
18 12. desember 2002 FIMMTUDAGUR ÍÞRÓTTIR Í DAG 16.45 Sjónvarpið Íþróttakvöld 18.00 Sýn Sportið með Olís 18.30 Sýn Heimsfótbolti með West Union 19.15 Ásvellir Karfa karla (Haukar-UMFG) 19.15 Valsheimili Karfa karla (Valur-Tindastóll) 19.50 Sýn Evrópukeppni félagsliða (Leeds - Malaga) 22.45 Sýn Sportið með Olís 23.15 Sýn HM 2002 (Rússland - Túnis) KNATTSPYRNA „Þetta er á teikniborð- inu og framtíðarhugmynd að loka vellinum með stúku allan hring- inn,“ segir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnu- sambands Íslands, um fyrirhug- aðrar framkvæmdir við Laugar- dalsvöll. „Þá erum við einnig að hyggja að byggingu nýrrar þjón- ustumiðstöðvar við völlinn og það er ekki minna mál,“ segir hann. Með því að loka Laugardals- velli með stúku allan hringinn myndi skapast betra skjól á vell- inum og betri aðstaða til leiks. Hitt skiptir þó ekki síður máli að með skjólinu yrði grasvöxtur á vellinum miklu betri og leikvang- urinn allur þéttari. Ýmsar efasemdarraddir eru uppi innan íþróttahreyfingarinnar um nauðsyn þess að stækka völl inn með þessum hætti því vart yrðu not af öllum þessum sætum nema einu sinni eða tvisvar á ári. Forsvarsmenn Knattspyrnusam- bandsins eru á öðru máli og leiðir Eggert Magnússon, formaður KSÍ, þetta starf ásamt aðstoðar- mönnum sínum. Laugardalsvöll- ur er í eigu Reykjavíkurborgar og því kæmi til kasta borgaryfir- valda ef og þegar ráðist yrði í breytingarnar. ■ LAUGARDALSVÖLLUR Lokaður hringur – á teikniborðinu. Laugardalsvöllur: Stúka allan hringinn Fyrirmynd ungra innflytjenda Zlatan Ibrahimovic ólst upp í fátækrahverfi í Malmö. Hann ákvað ungur að verða atvinnumað- ur í fótbolta og eyddi öllum tíma sínum á vellinum. Ibrahimovic er dýrasti leikmaður Svíþjóðar. FÓTBOLTI Sænski framherjinn Zlat- an Ibrahimovic er fæddur og upp- alinn í Rosengård-hverfinu í Malmö í Svíþjóð þar sem margir fátækir innflytjendur búa. For- eldrar hans komu frá gömlu Júgóslavíu og settust að í Svíþjóð. Ibrahimovic fékk fyrstu takka- skóna þegar hann var fimm ára og óhætt er að segja að þá hafi bolt- inn byrjað að rúlla. Það var strax ljóst að Ibra- himovic yrði atvinnumaður í knattspyrnu. Þegar hann var tíu ára lék hann með liði Balkan, 12 ára og yngri, gegn Vellinge. Hann var varamaður en kom inn á í seinni hálfleik þegar staðan var 0- 4 fyrir andstæðingana. Hann tók leikinn í sínar hendur, skoraði átta mörk og Balkan vann leikinn 8-4. Þegar Ibrahimovic var 13 ára gekk hann til liðs við Malmö FF. Sex árum síðar lék hann fyrsta leikinn í sænsku úrvalsdeildinni. Hann lék 67 leiki með Malmö og skoraði 31 mark. Frammistaða hans á æfingamóti í La Manga á Spáni í mars í fyrra vakti mikla athygli. Útsendari frá Ajax í Amster- dam sá til drengsins og bauð honum strax samning. I b r a h i m o v i c ákvað að slá til og varð um leið dýrasti leik- maður Svíþjóð- ar. Ajax þurfti að reiða fram 850 milljónir. Ibrahimovic skoraði fjögur mörk í fyrsta leik sínum með Ajax, gegn áhugamannaliðinu Owios. Aðeins örfáum dögum síðar lék hann gegn AC Milan í Evrópu- keppninni. Ibrahimovic var valinn í sænska landsliðið fyrir heims- meistarakeppnina í Japan og Suð- ur-Kóreu. Hann var ekki valinn í byrjunarliðið en fékk eldskírn sína á mótinu gegn Argentínu. Þó að- eins sjö mínútur hafi verið eftir af leiknum skipti það miklu fyrir hann. „Það hefði verið hægt að kýla mig í andlitið þegar ég beið eftir skiptingunni, ég hefði ekki tekið eftir því,“ sagði Ibrahimovic. Í ár hafa lið á borð við Roma og Milan reynt að fá Ibrahimovic til liðs við sig en án árangurs. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að hann vilji leika áfram með Ajax. Þrátt fyrir ungan aldur og oft á tíðum brösótt gengi er Ibrahimovic orðinn þjóðhetja í Svíþjóð og fyrir- mynd ungra innflytjenda þar í landi. Hann á eftir að verða lykil- leikmaður í sænska landsliðinu. kristjan@frettabladid.is ZLATAN IBRA- HIMOVIC Ibrahimovic ungur að árum. Hann er nú 21 árs. MARK Ibrahimovic hefur fengið aukin tækifæri með Ajax og þakkað traustið. Í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu, gegn Lyon, skoraði hann tvö mörk. Mörkin í Meistaradeildinni eru nú orðin fimm talsins. Hann lék fyrsta landsleikinn gegn Færeyjum í janúar á síðasta ári. Breskir veðbankar teljaTerry Venables, knatt- spyrnustjóra Leeds, líklegastan til að verða næsti stjórinn sem verður látinn taka pokann sinn. Leeds hefur tapað síðustu fjór- um leikjum sínum og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Næstir á eftir Venables koma Glenn Roeder, stjóri botnliðsins West Ham, og Howard Wilkin- son, stjóri Sunderland, sem er í næstneðsta sæti. MOLAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.