Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 44
PERSÓNAN Þórir Kolbeinsson, heimilislæknir á Hellu og for- maður Félags heimilislækna, hefur staðið í ströngu undan- farnar vikur. „Ég hef gaman af félagsmálum og hef alltaf litið þannig á að ég geti ekki vikist undan því sem ég ætla öðrum að gera,,“ segir Þórir. Hann er fæddur á Siglufirði en flutti ungur suður til Reykja- víkur með móður sinni. Hann stundaði nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og síðan í lækna- deild Háskóla Íslands. Eftir árs- dvöl í Bandaríkjunum, þar sem Þórir lagði stund á lyflækningar, sneri hann með fjölskylduna yfir hafið, fluttist til Skövde í Svíþjóð og sneri sér að heimilis- lækningum. „Skömmu eftir að ég kom heim réði ég mig á heilsugæslustöðina á Hellu og hef verið þar síðan. Ég kann af- skaplega vel við mig á Hellu og þaðan er stutt í þéttbýlið. Hella er vel í sveit sett og þar er til- tölulega veðursælt.“ Þórir segir að með tímanum verði læknirinn vel kunnugur sjúklingnum og fjölskylduhög- um hans. „Sú nánd sem skapast við sjúklingana veldur því að læknirinn á betra með að átta sig á hvað amar að. Það eru heimilis- lækningar eins og best verður á kosið.“ Á Hellu og í nágrenni er ekki vandasamt að finna sér eitthvað til að dunda við utan vinnu. Þór- ir segist hafa tekið upp á að stun- da hestamennsku og golfvöllur- inn er ósjaldan heimsóttur. „Fjölskyldan tekur einnig tíma því nú eru barnabörnin að byrja að koma en ég og síðari kona mín, Dýrfinna Kristjánsdóttir, áttum fyrir samtals fimm börn. Það er því oft þétt setinn bekkur- inn þegar öll fjölskyldan kemur saman.“ ■ Kann vel við að vinna og búa á Hellu Þórir Kolbeinsson, formaður Félags heimilislækna, segist ekki geta vikist undan því sem hann ætli öðrum að gera. 44 12. desember 2002 FIMMTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Heyrirðu hjalið í henni? Hún fer að segja fyrsta orðið hvað af hverju! Hún hlýtur að pikka upp orð hér og þar! DÓMARA- FÍFL! Hei! Af hverju er þetta endilega MÉR að kenna?? TÓNLIST ROKK OG RAPP Rapparinn Nelly og rokkarinn Steven Tyler úr Aerosmith tóku höndum saman og fluttu lag til heiðurs Jam Master Jay úr Run DMC á Billboard-hátíðinni um síðustu helgi. Gekk-á-staur er fyrstur Sumir eru þeirrar skoðunar aðnöfn jólasveinanna séu fram- andi og forn og vísi ekki til reynsluheims nútímabarna. Hér er á gamansaman hátt reynt að laga þessa sígildu sveina að árinu 2002. Fréttablaðið mun birta reglulega fram til jóla brot úr þessum bálki sem er eftir Ragnar Eyþórsson. Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem taka við af tröllum, í tæknivæddum heim. Út um allt þeir sáust, oftar en áður. Og láta illum látum, svo landinn verði þjáður. Grýla fín var orðin, með fullan fataskáp. En svali Leppalúði, sat fast við sjónvarpsgláp. Enn jólasveinar nefnast, um jólin birtast þeir. Og einn og einn þeir koma, en aldrei tveir og tveir. Þeir eru þrettán, þessir nýju menn. Og allir vildu ónáða eins flesta í senn. Nútímanum vöndust, nokkuð betur en við. En líka gerðu grikki, að gömlum trölla sið. Brunandi á bílum, þeir birtast hér og þar og byrja strax að herja á fólkið alls staðar. Miklu verr en áður og aldrei hika við, að hrekkja fólk og trufla þess heimilisfrið. Gekk-á-staur er fyrstur, með fíflalæti og bögg. Eftir snafs og öl og ótal jólaglögg. Vill hann tæma flöskur, það veitir mikla sælu Loks stoppar jólagleðin, í stórum polli af ælu. Eftir Ragnar Eyþórsson (með fullri virðingu fyrir Jóhannesi úr Kötlum) TEIKNINGAR: INGI SÖLVI ARNARSON BRYNJA SVERRISDÓTTIR Brynja hefur vakið athygli í heimspress- unni fyrir seríu sína „Embracing Faith“. Brynja Sverrisdóttir: Selur í versl- un DKNY HÖNNUN Verslun Donnu Karan í New York hefur í dag sölu á skart- gripum Brynju Sverrisdóttur. Munirnir, sem eru úr seríu sem hún kallar „Embracing Faith“, eru unnir úr gulli, silfri og verðmæt- um steinum. Verslun Donnu Kar- an hefur tryggt sér einkaréttinn á að selja skartgripi Brynju í New York. Af tilefni þess verður hald- in sérstök sýning á skartgripun- um í verslun Donnu Karan á Man- hattan í dag. Brynja gefur hluta af ágóðan- um til góðgerðasamtakanna Amnesty International og Sam- taka langveikra barna. Brynja vann fyrir Donnu Kar- an frá 1987-‘97. Donna segist hafa valið skartgripi Brynju þar sem þeir beri með sér mikinn boðskap. Brynja sameinar á gripum serí- unnar „Embracing Faith“ helstu trúartákn jarðarinnar. Með því vill hún vekja fólk til umhugsunar um að öll trúarbrögð eigi sömu eða svipaðar rætur. ■ ÞÓRIR KOLBEINSSON „Sú nánd sem skapast við sjúklingana veldur því að læknirinn á betra með að átta sig á hvað amar að.“ PERSÓNAN JÓLASVEINAR 2002

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.