Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 37
37FIMMTUDAGUR 12. desember 2002 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S KR I 19 10 7 1 2/ 20 02 22.00Opið til til jóla ... er m eð a llt f yr ir jó lin Jóladagskrá Jólaskemmtun í dag kl. 17.00 Sigga Beinteins, Grétar Örvars og 3 jólasveinar á torginu á 1. hæð. Elvis skemmtir kl. 18 Kjell Elvis frá Noregi skemmtir ykkur konunglega á torginu 1. hæð. Piparkökuhúsaleikur Kötlu 50 glæsileg piparkökuhús til sýnis á 1. hæð frá 10. - 15. des. Risapiparkökuhús Sigga sæta frá Latabæ Stærsta piparkökuhús á Íslandi er við jólatréð á 1. hæð. Borðalmanak Múlalundar er lausnin fyrir þá sem vilja hafa góða yfirsýn yfir verkefni mánaðarins. Þau fást í helstu ritfangaverslunum landsins og söludeild Múlalundar. Borðmottan undir almanakið myndar ramma og gefur fínleikann. Við hjá Múlalundi getum merkt borðmottuna heiti fyrirtækis eða nafni einstaklings. RÖÐ OG REGLA Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Veffang: www.mulalundur.is Alla daga við hendina! Christopher Lee um „The Two Towers“: „Hneyksli ef myndin fær ekki Óskarsverðlaun“ KVIKMYNDIR Kvikmyndin „The Two Towers“, sem er önnur myndin í Hringadróttinssöguþríleiknum var forsýnd í London á miðviku- dag. Allir helstu leikarar mynd- arinnar og leikstjórinn Peter Jackson mættu til sýningarinnar. Leikarar myndarinnar eru afar ánægðir með útkomuna. Christopher Lee, sem leikur Sáru- mann í myndunum, sagði í út- varpsviðtali við BBC að það yrði hneyksli ef Óskarsverðlaunaaka- demían liti fram hjá þessari mynd eins og hún gerði við fyrri mynd- ina á síðasta ári. Fyrsta myndin, „The Fellow- ship of the Ring“, var tilnefnd til 13 verðlauna í fyrra, þar á meðal fyrir leikstjórn og sem besta myndin, en varð að láta í minni pokann fyrir mynd Ron Howard, „A Beautiful Mind“. „Það var til skammar að myndin og leikstjór- inn fengu ekki Óskarsverðlaun,“ sagði hann meðal annars: „Mynd- in og leikstjórnin voru í mun hærri gæðaflokki en allt annað sem tilnefnt var. Mér fannst myndinni sýnd óvirðing.“ „The Two Towers“ verður frumsýnd hér á landi annan í jól- um. Hún hefur fengið afbragðs dóma hjá langflestum gagn- rýnendum erlendra fjölmiðla. Síð- asta mynd þríleiksins, „The Re- turn of the King“, verður svo frumsýnd að ári. ■ FÓLK Leikarinn góðkunni Daniel Day-Lewis viðurkennir í viðtali við tímaritið Observer að hann hafi lítið gaman af kvikmyndaiðn- aðinum. Í hvert skipti sem hann leiki í nýrri mynd þá líði honum eins og hann sé hreinlega uppur- inn eftir á. Hann segir leikara gefa af sér töku eftir töku, dag eftir dag, en það skilji ekkert eft- ir sig. Honum finnist hann aldrei læra neitt nýtt. Auk þess hefur hann ímugust á öllu kynningar- starfi fyrir myndirnar með öllum þeim viðtölum og myndatökum sem slíku fylgir. Þetta á við um nýjustu mynd hans, Gangs of New York, sem Martin Scorsese leik- stýrir og verður frumsýnd í Japan og Bandaríkjunum um jólin. Day- Lewis sagðist þó ekki hafa hugsað sig tvisvar um að taka þátt í henni. Scorsese sé frábær sögu- og listamaður. ■ SÁRUMANN Sárumann lætur til skarar skríða í nýju myndinni „The Two Towers“. Einn stærsti bardagi Hringadróttinssögu, baráttan við Helmsdýpi, á sér meðal annars stað í þessum hluta. DANIEL DAY-LEWIS Að niðurlotum kominn eftir leik í kvik- myndum og kynningarstörf í kringum þær. Daniel Day-Lewis: Leiður á kvikmynda- iðnaðinum Síðumúla 3-5 U n d i r f ö t

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.